Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. mars 1950.
Otg.: H.l. Árvakur, Reykjavflc.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Sitstj órl: Valtýr Stefánsson (ébyrgCara.Jj HSISBE?
Frjettaritstjón: lvax Uuómunuasoi
A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
As&nftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlancto,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók,
kr. 15.00 utanlands.
Játning, sem sýnir
hugarfarið
ENDA ÞÓTT ástandið í stjórnmálum og efnahagsmálum
okkar íslendinga sje um þessar mundir ömurlegra en nokk’:u
sinni fyrr, er þó þess að minnast að þetta ástand hefur ekki
skapast á fáum dögum, þó að um þverbak hafi keyrt er
Framsóknarflokkurinn fjekk liðstyrk frá kommúnistum og
Alþýðuflokknum til þess að samþykkja vantraust á núver-
andi ríkisstjórn án þess að hafa nokkuð upp á að bjóða
nema upplausn og öngþveiti að því afreki unnu. Mun það
fátítt að þingmeirihluti sýni slíkt eindæma ábyrgðarleysi.
En til grundvallar öngþveitinu, sem nú ríkir, liggur saga,
sem nauðsynlegt er að þjóðinni sje ljós.
Þegar Framsóknarflokkurinn knúði fram samstarfsrof
lýðræðisflokkanna, lögðu Sjálfstæðismenn til að annar hátt-
ur væri á haíður. Þeir töldu að stjórnarflokkunum bæri
skylda til að vinna ötullega að víðtækum tillögum til lausn-
ar vandamálum þjóðarinnar. Undirbúningi þeirra skyldi lok-
ið áður en Alþingi kæmi saman um haustið og síðan lagðar
íyrir það.
Framsóknarflokkurinn hafnaði þessari leið og samstavfið
var rofið. Að kosningunum loknum reyndist allt gamstarf
lýðræðisflokkanna útilokað. Alþýðuflokkurinn lýsti yfir að
hann hefði dregið sig út úr stjórnmálum ef svo mætti að
orði komast og hefur haldið fast við þá yfirlýsingu síðan.
Framsóknarflokkurinn orðaði það að vísu við Sjálfstæðis-
flokkinn, hvort hann vildi vera með í að tryggja nýja skatta
til þess að standa undir áframhaldandi niðurgreiðslum og
uppbótum ef Framsókn og Alþýðuflokkurinn kæmust að sam
komulagi um stjórnarmyndun, en ekki fyrirhugaði formað-
ur Framsóknarflokksins Sjálfstæðismönnum þátttöku í
slíkri stjórn. Ekkert varð heldur úr henni og niðurstaðan
varð eins og kunnugt er að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði
samkvæmt ósk forseta íslands minnihlutastjórn.
Myndin af stjórnmálaatburðunum hjer á landi s. 1. 7 mán-
uði er þá þessi: Framsóknarflokkurinn rauf stjórnarsam-
starf lýðræðisflokkanna í ágústmánuði árið 1949, kom í veg
fyrir myndun meirihlutastjórnar í nóvember að kosningum
loknum, notaði kommúnista til þess að fella minnihluta-
stjórn Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði þessa árs. Þetta
er myndin af ábyrgðartilfinningu „milliflokksins“ íslenska
sem segist vera til þess borinn að „bera klæði á vopnin“
anilli öfganna til hægri og vinstri!!!
Þegar þessar staðreyndir hafa verið athugaðar er skemmti-
legt að lesa setningu eins og þessa, sem stóð í forystugrein
Tímans í gær:
„Sjálfstæðisflokkurinn mat það hinsvegar svo mikils að
láta stjórn sína hanga við völd, þótt hún gæti ekki neitt, að
hann hindraði það vikum saman með gagnlausri setu henn-
ar, að hægt væri að ræðast við um málin“.
í þessum orðum Tímans getur að líta játningu, sem sýn-
ir það hugaríar, er liggur til grundvallar athöfnum Fram-
sóknar undanfarið. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn
situr í ríkisstjórn, sem mynduð var þegar augljóst var orðið
að engin samvinna gat tekist um meirihlutastjórn, telur
Framsókn útilokað að „ræðast við um málin“. Þetta var sú
,.ábyrgðartilfinning“, sem stjórnaði gerðum hennar.
Framsókn telur það nú sýna ábyrgðarleysi hjá Sjálfstæð-
ísflokknum, að hafa lagt fram á Alþingi tillögur, sem Tím-
inn sagði fyrir nokkru að byggðust á „úrræðum" Fram-
sóknarflokksins í sumar. Til viðbótar kemur svo það að
þegar að stjórn Ólafs Thors hafði setið í hálfan mánuð.
kröfðust leiðtogar Framsóknarflokksins þess á Alþingi að
hún legði fram tillögur um varanlega lausn vandamála at-
vinnulífsins. Svipuð krafa var endurtekin skömmu eftir
áramót.
Nú sýnir það ábyrgðarleysi Sjálfstæðisflokksins að leggja
fram vel undirbúnar og gjörhugsaðar tillögur í þessum efn-
um, að áliti Tímans.
Það er óhætt að heita þeim manni háum verðlaunum,
sem finnur heila brú í þessum málflutningi eða þá snefil af
ábyrgðartilfinningu.
\Jiba* álrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Skemmtilegur
spurningatími
SÍÐASTLIÐIÐ sunnudags-
kvöld var útvarpað frá kvöld-
vöku Stúdentafjelags Reykja-
víkur, sem haldin var seint í
febrúar að Hótel Borg. Einn
þáttur dagskrárinnar var
spurningatími, og enginn vafi
er á því, að útvarpshlustend-
um hefur þótt hann skemmti-
legur, engu síður en stúdent-
unum á Borginni, sem hvað
eftir annað klöppuðu stjórn-
andanum og „nemendum"
hans lof I lófa.
Einar Magnússon, mennta-
skólakennari, spurði, en fyrir
svörum urðu Baldur Bjarna-
son, sagnfræðingur, sjera
Jakob Jónsson, Sigurður Gríms
-son, lögfræðingur, og dr. Sig-
urður Þórarinsson.
•
Vel af stað farið
EINAR Magnússon er afbragðs
stjórnandi, eða serimoníumeist
-ari (Master of ceremonies),
við svona tækifæri. Hann er
aldrei hátíðlegur og hefur á-
nægiu af hlutverki sínu og er
ófeiminn við hljóðnemann.
Fiórmenningarnir, sem svör
-uðu spurningum hans, brugð-
ust heldur ekki, en komu hvað
eftir annað með skemmtileg
svör og athugasemdir.
Þetta er í annað skipti, sem
spurningatíma stúdentakvöld-
vöku er útvarpað, og mjög svo
sómasamlega er vissujlega af
stað farið.
•
Reynslan er fengin
ÚTVARPIÐ hefur þarna dag-
skrárefni, sem það mætti gjarn
-an taka til alvarlegrar athug-
unar. Erlendis tíðkast það
mjög, að kunnir menn svari
spurningum við hljóðnemann,
allavega spurningum og alveg
óundirbúnir.
Þessir spurningaþættir hafa
allsstaðar orðið vinsælir og
svo ætti að verða hjer.
Nú ætti útvarpið að reyna að
tryggja sjer menn í myndar-
lega „brainstrust“, og þó um-
fram allt skemmtilegan seri-
moníumeistara. Það er reynsla
fengin fyrir því, að óundirbú-
inn spurningatími getur tekist
ágætlega í útvarpi.
•
Erfitt að fá
símasamband
ÞAÐ er kvartað yfir því, að
Hafnarskrifstofan svari illa í
síma á kvöldin. Því sje oft
erfitt að ná til hafnsögumann-
anna, jafnvel þótt allir símar
sjeu reyndir og látnir hringja
lengi.
Nú má telja það víst, að hafn
-sögumennirnir sjeu að gegna
ýmiskonar skyldustörfum, þeg-
ar ekki er hægt að ná til þeirra
á skrifstofunni, eftir venjuleg-
an lokunartíma. En þá er þeim
ekki sjeð fyrir nægilegum
mannafla þarna; það þyrfti að
koma þessu svo fyrir, að ein-
hver væri að staðaldri til taks,
til þess að svara í símann.
Mönnum getur bráðlegið á
að ná sambandi við Hafnar-
skrifstofuna, þótt þær upphring
-ingar sjeu líka vafalaust marg
-ar, sem eiga lítinn rjett á sjer.
•
Bannað að hjóla
BÍLSTJÓRI stöðvar bíl sinn
við hliðina á ungum pilti á reið
-hjóli og hreytir út úr sjer:
Snáfaðu af hjólinu, strákur!
Það er bannað að hjóla hjerna!
Og mikið rjett, það er bann-
að að hjóla þarna á götunni, og
sendisveinninn flýtir sjer af
reiðhjólinu sínu og gengur með
það niður brekkuna.
Þetta er í Bankastræti; bíl-
stjórinn ekur snúðugt burtu og
strákurinn styður hjólið niður
í Austurstræti.
•
Slæmt horn
ER þetta ekki eintóm vitleysa?
Er nokkuð meiri ástæða til að
banna hjólreiðar um Banka-
stræti en til dæmis neðri hluta
Túngötu? Bankastrætið liggur
mjög opið við: Það er að því
leyti óvenjugóð umferðargata,
að þar er auðvelt að fylgjast
með akandi og fótgangandi,
þótt fjarri sjeu.
Túngatan er hinsvegar að
ýmsu leyti hættuleg; Uppsala-
hornið er erfitt horn, húsin
liggja þjett að því og hamla
útsýni jafnt hjólreiðamanna
sem annarra. En einhverntíma
var hjólreiðamönnum bannað
að aka ,,drápstækjum“ sínum
um Bankastræti, og það bann
stendur ennþá.
Er ekki tími til þess kominn
að hætta að kalla Bankastræti
hættusvæði, þegar mennirnir
með reiðhjólin eiga í hlut?
•
Skýluklútar á
íslandi
Á ÍSLANDI ganga allar konur
með skrautlega skýluklúta, seg
-ir í erlendu blaði, nýkomnu
hingað, þar sem mikið veður
er gert af því, hvað Islending-
ar hafi verið duglegir víkingar
til forna.
Að því fráskyldu, að á ís-
landi ganga ekki allar konur
með skrautlega skýluklúta,
veit jeg ekki, hversvegna blað
-ið var að blanda þessu í vík-
ingafrásögn sína. En historían
er eftir frjettakonu, sem hjer
kom við í einn dag eða svo, og
hún hefur að líkindum bland-
að skýluklútunum eitthvað
saman við bjóðbúningana, sem
hún segist hafa sjeð hjá frænd
-þjóðum okkar.
•
Hniehá
gúmmístígvjel
í HENNAR angum munu höf-
uðklútarnir. . sem að margra
áliti eru raunar hinir klæði-
legustu, því vera nokkurskon-
ar íslenskur bióðbúningur. Og
þetta verður eflaust hinn
furðulegast.i bióðbúningur —
að minnsta Vnc;+i ( huga þeirra,
sem trúa blaðakonunni út í æs
-ar — þeear fram koma þær
viðbótarunnhlsmtfar, að annar-
hver kvenmaður hier gangi í
hnjeháum púmmístígvjelum.
í frásÖPninm or hvergi vikið
að því, hvnrt rúmmístígvjelin
sjeu jafnt n"t"ð f sólskini sem
rigningu. aAoinc: oat?t sisvona.
að íslenska v''ænfólkið gangi í
hnjeháum m'mmí.stígvjelum.
En frás^"^5n um víkingana
er bara bokVaieg.
MEÐAL ANNARA ORÐA .... 1
IIIMMI...MMMIIMIMIMIMIIIIIIMIIIIIIIMIMIMMM......IMMMMMIII
IMMMMMI
IIIMMMMMMIMIIMi =
Hafið er ho'lasti bandamaður kínverskra þjóðernlssinna
Eftir William Parrott,
frjettamann Reuters.
HONG KONG. — Smám sam-
an hefur gengið á ríki Chiang
Kai-sheks og þeirra þjóðernis
-sinna í Kína. Er nú svo komið,
að yfirráðasvæði þeirra tekur
aðeins til nokkurra eyja.
• •
NOKKRAR EYJAR
NÁNAR tiltekið ráða þjóðern-
issinnar yfir Formosa, þar sem
eru 6,000,000 íbúa, er hata íbúa
megihlandsins og vilja algert
sjálfstæði. Þá er Hainan, þar
sem eru 2,500,000 íbúa. Chus-
an, sem er ágæt bækistöð til
að halda uppi hafnbanninu við
Jangtse. Svo má nefna smá-
eyna Quemoy í grennd við
Amoy.
Allt tekur veldi þjóðernis-
sinna nú til 30 þúsund fer-
mílna, og er ekkert af því landi
á meginlandinu, að undanskild
-um hokkrum afskekktum
landsvæðum í SV.-Kína, þar
sem eru nokkrar leifar þjóð-
ernissinnahers. Þær eru þó auð
unnið herfang kommúnistum.
BRESTUR FJÁR-
MAGN OG HER-
BÚNAÐ
ÞJÓÐERNISSINNARNIR
verða nú að bjarga sjer upp á
eigin spýtur, þar sem Banda-
ríkjamenn leggja þeim nú ekki
framar til hjálp. En ekki er
glæsilegt um að litast í her-
búðum þeirra. Þá brestur sam-
heldni og baráttumátt. — Við
þetta bætist svo, að þeim skort
-ir herbúnað og fje til styrjald
-arrekstursins, þar sem þeim
hefur nú mjög fækkað, sem
hægt er að skattleggja.
• •
HAFIÐ GÓÐUR
BANDAMAÐUR
ÞAÐ er enginn vafi, að hafið
er meginvörn þjóðernissinn-
anna, þegar hjer er komið. En
jafnvel hafið getur orðið svik-
ull bandamaður, ef þokan
skellur yfir og leynir innrásar
-liði kommúnista.
ÝMSIR frjettamenn eru þeirr-
ar skoðunar, að kommúnistar
reyni að gera innrás á For-
mósu á næstu cveimur mánuð
-um, en á beim tíma eru þok-
ur miklar ár hvert.
• •
HERINN Á
FORMÓSU
UNDIR gunnfána þjóðernis-
sinna standa enn 500,000 her-
manna, en mikill hluti þess
liðs er illa búið að vopnum og
tækjum, svo að þessi tala gef-
ur ekki rjetta hugmynd um
styrkleika hersins.
Meginherínn er á Formósu,
þar sem eru 200.000 hermanna
og er a.m.k. helmingur þess
liðs vel búið vopnum og vel
þjálfað. Margir eru líka tregir/
til að berjast. Heitasta ósk
þeirra er að komast hjá vopna
-viðskiptum og hverfa til heim
-ila sinna á meginlandinu.
• •
LIÐIÐ ANNARS-
STADAR
FRJETTAMENN gera góðan
róm að fratncöngu hermanna
á Chusan og Quenoy, sem hafa
þegar hrundið árásum komm-
Framh. á bls. 124