Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. mars 1950,
14
>11111119111111
Framhaldssagan 55
BASTIONS-FOLKIÐ
Eítir Margaret Ferguson
IIIIIIIIIIM 1111111111111111111111111111111111
Var hún lík henni
var það.
,,En
en munaðarleys- *
ángjahælið var ekki við Maid-
enhead“.
jú, húnl „En hún gleymdi einu“,
sagði Catherina. ,,Og það var
(að dóttir hennar gæti orðið lif-
andi eftirmynd hennar þegar
hún væri orðin fullorðin“.
,,Nei, auðvitað ekki, vina
Kiín. Jeg skil svo ákaflega vel
allan hugsanagang og tilfinn- >
ingar þessarar stúlku. Hún vissi
að Norwill Butler mundi ekki
sleppa í þetta sinn. Julia Brent
hafði verið frilla hans í fjögur
ár, og hann átti barnið hennar.
Ef til vill hefur hún ætlað að
ná í rneiri peninga hjá honum.
og hún hefur gripið til ein-
hverra örþrifaráða. En hann
var ekki maður, sem ljet auð-
veldlega gabba sig. Hann fór
aftur heim til hennar sama
kvöldið og komst inn í íbúðina
hennar og sló hana og barnið
fiennar í rot“.
Catherina bærði ekki á sjer,
,og Leah hristi öskuna af sígar-
ettunni og hjelt áfram:
„Anna Butler hlýtur að hafa
vxtað hvað hafði skeð, áður en
fiann var tekinn fastur, og hún
hefur ekki getað horfst í augu
við það sem koma skyldi. Jeg
er viss um að það fyrsta, sem
hún hugsaði um, var barnið.
Það hlaut að vera einhver leið
fcil þess að bjarga því frá öll-
um þessum hryllingi og sora,
og hún fann leiðina. Jeg held
að hún hafi haldið áfram alla
nóttina með .... barnið, og
reynt að komast eins langt
burtu og hún mögulega gat. —
Húh skildi það eftir þar sem
hún var viss um að einhver
mundi finna það og sjeð mundi
fyrir því. Hún gætti þess vel
að ekkert benti til þess, hvaða
barn þetta væri eða hvaðan
það kæmi. Síðan hjelt hún aft-
tir til London og til Maiden-
head. Og hún var hreint ekki
vitlaus, því að alla leiðina til
baka, þegar hún gekk eftir ár-
bakkanum, hjelt hún á í fang-
inu samanvöfðu teppi, sem var
að sjá alveg eins og sofandi
bam. Það var gengið út frá því
sem gefnu, þegar líkið var
slætt upp úr ánni, að hún hefði
stokkið út í með barnið í fang-
inu. Hún vildi láta fólk halda
það, og engum datt í hug að
halda neitt annað. — Síst að
nokkrum dytti í hug að setja
það í samband við hana, þó að
barn hafi fundist yfirgefið í
smáþorpi margar mílur í
burtu. Þú sjerð það, að hún hef-
ur verið fastákveðin í einu, og
það var, að barnið hennar
skyldi aldrei vita, að faðir þess
var hengdur fyrir sjerlega ó-
geðslegt og hryllilegt morð“.
Þetta gat eins verið Scott
Tracy sjálfur, sem var að segja
þessa sögu, hugsaði Catherina,
í skipulagðri og vel undirbú-
inni ræðu fyrir dómstólnum. —
Frásögnin var svo látlaus og
blátt áfram en gaf þó svo góða
hugmynd um atburðina. Maður
sá fyrir sjer ungu konuna, ör-
væntingarfulla og flóttalega,
ganga, að því er virtist, í hægð
um sínum eftir árbakkanum
með samanvafið teppið í fang-
ínu. Ef betur hefði verið að
gáð, hefði sjálfsagt mátt greina
sigurbros undir niðri í svip
„Catherina, þú verður að
taka þessu skynsamlega11. Rödd
Leah var dálítið hvöss. „Það er
líka möguleiki á því að það sje
hreinasta tilviljun, hvað þú ert
lík henni og þetta sje algerlega
rangt ályktað hjá Scott
Tracy“.
„Heldur þú það? Sagði hann
ekkert fleira?“
„Ja .... það var eitt smá-
vægilegt atriði, en getur þó ver
ið nokkuð sannfærandi. Hann
er ákaflega athugull maður og
hann tók eftir því að annar
þumalfingurinn á Önnu Butler
var áberandi styttri en hinn“.
Hún leit á hendur Catherinu,
og Catherina mældi saman
þumalfingurna. Þumalfingur-
inn á vinstri hendi var töluvert
vert styttri en sá á hægri
hendi. ,,Og þó er þetta ekki full
komin sönnun“, hjelt Leah á-
fram. „En ef svo væri, að þetta
hafi verið foreldrar þínir, Cat-
herina, hvaða áhrif þyrfti það
að hafa á þig? Þú ert eftir sem
áður þú sjálf. Logan mundi
ekki breyta þeirri ákvörðun
sinni að vilja giftast þjer, og
okkur mundi öllum þykja inni
lega vænt um þig, eins og þú1
værir ein af okkar eigin fjöl-
skyldu. Jeg vona að mjer hafi
tekist að gera þjer það full-
komlega Ijóst, því að mjer
mundi ekki hafa dottið í hug
að segja þjer þetta, ef jeg vissi
ekki, að þú mundir skilja
það“.
„Jeg skil það“, sagði Cather-
ina og setti á sig húfuna. „Þú
hefir gert vel, Leah, að segja
mjer þetta, og jeg er fegin því.
Jeg verð að fara núna“.
„Og þú verður að lofa mjer
því að hugsa ekki meira um
þetta“. Leah tók þjett um
kalda hönd hennar. „Jeg sagði
þjer þetta bara af því að jeg
.... ja, jeg hjelt að þú hefðir
áhuga á því, og þó ekki á per-
sónulegan hátt. Þessar tvær
manneskjur, sem eru dánar
fyrir mörgum árum, snerta
ekki þitt líf hið minnsta. —
Heyrðu, gleymdu ekki gjöfinni
þinni, vina mín“.
„Ó, já“. Catherina leit á
perlufestina á silkinu og lokaði
öskjunni. „Hefir þú ekki ör-
uggan skáp hjerna í húsinu?
Heldurðu að þú mundir ekki
vilja geyma hana fyrir mig
þangað til á giftingardaginn?
Jeg get hvergi geymt hana
nógu vel heima, og jeg mundi
vera hrædd um hana“. •
„Jæja, ef þú vilt“. — Leah
leit dálítið hvasslega á hana.
„Kannske er öruggara að
geyma hana hjer. Ætlarðu
ekki að bíða þangað til Logan
kemur heim?“
„Nei, jeg get það ekki. Það
er svo margt sem jeg þarf að
gera heima. Góða nótt, Leah“.
„Góða nótt, vina mín, og
komdu aftur á morgun, ef þú
hefir tíma til þess. Jeg verð að
fá að vita vissu mína, að þú
ætlir að taka þessu skynsam-
íegii.- En. jeg er, nú eiginlega
viss um það, þó ekki sje nema
vegna Logan“.
„Já, jeg skal vera skynsöm.
Jeg kem fljótlega“.
Hún gekk yfir anddyrið og
niður hlykkjóttan stíginn á
milli hávaxinna trjánna. Það
var farið að skyggja. — Hjer
og þar mátti sjá stjörnu á
himninum. Það var næstum
orðið lygnt, en golan ljek blíð-
lega um laufgaðar trjágreinarn
ar.
Norwill Butlar, fjölda-morð
ingi, ruddi og níðingur, og að
lokum hengdur í Wands-
worth-fangelsinu. Anna Butl-
ar, lítil og veikluleg, og hálf-
geggiuð af ótta, hafði verið
slædd upp úr Thames-ánni,
votviðrasaman haustmorgun.
Nú vissi hún hver.iir foreldrar
hennar höfðu verið. Hún vissi
núna hvers konar blóð rann í
æðum hennar og hverskonar
eiginleika hún hafði hlotið að
erfðum í vöggugjöf. Norwill
Butlar hafði verið farandsali,
spjátrungslegur í klæðaburði,
með stóran áberandi steinhring
á vinstri hendi og hárið sleikt
aftur og gljáandi af hárolíu. —
Anna Butlar hafði verið hug-
laus og lítilsigld búðarstúlka,
sem þvældist út í vitleysu með
honum og var ekki nógu hug-
rökk til að standa augliti til
auglitis við afleiðingarnar ein.
Hún hafð kosið að giftast hon-
um og sætta sig við eymd og
vesaldóm. Og hún hafði ekki
verið nógu hugrökk til að taka
því óumflýjanlega, en bar
barnið sitt í ókunnugt hjerað
þar sem ókunnugir mundu
taka við því, og valdi síðan
sjálfri sjer útgöngu með' því að
drekkja sjer í ánni. Catherina
mundi alla söguna greinilega
núna, og jafnvel meira en Leah
hafði sagt henni. Hún hafði les
ið um málaferlin gegn Butlar
í bók, sem Maitlands-hjónin
áttu. Skyldu þau hafa haft
nokkra hugmynd um þetta,
þegar þau völdu hana af börn-
unum á munaðarleysingjahæl-
inu? Nei, það var ábyggilegt
að þau höfðu það ekki. Scott
Tracy var eini maðurinn í heim
inum, sem hafði tekist að
draga upp þessa hræðilegu
mynd.
Það var svalt uppi á klett-
unum. Grasið gekk í bylgjum
fyrir golúnni, og hvítu öldu-
topparnir dönsuðu eins og aft-
urgöngur eftir hljómfalli vinds
ins. Máfarnir voru gengnir til
náða.
Hún tók af sjer húfuna, lagð-
ist niður og grúfði andlitið nið-
ur í grasið. Henni var svo und-
arlega heitt í framan og henni
fannst þægilegt að þrýsta and-
litinu niður í kalt, döggvott
grasið, en þegar hún lokaði
augunum sá hún fyrir sjer
svarta þúst dingla niður úr
löngu reipi. Henni fannst gras-
ið bylgjast yfir sig í mjúkum,
dimmum öldum og það var
saltbragð í munninum á henni.
Hún skildi svo margt núna,
sem henni hafði áður verið ó-
skiljanlegt í sambandi við
sjálfa sig. Hvað hún hafði oft
verið skjótráð og fljót til að
stökkva upp á nef sjer. Hún
Drekakeppnin.
Eftir F. BARON
/ 8.
Kóngurinn var alveg steinhissa yfir þessari beiðni. Hann
beygði sig niður og tók upp kórónuna, sem hann hafði misst.
— Ef satt skal segja, hjer, stamaði hann út úr sjer. —■
Jeg hef ekki reina reynslu í að berjast við risa, hvað þá við
sæslöngur og aðra álíka óvætti. Þess vegna neita jeg algjör-
lega að.... Æ!
Hann hafði ekki ætlað sjer að segja Æ, en rak upp þetta
óp vegna þess, að kisa hafði klórað hann á fótleggjunum.
— Kóngurinn ætlaði að segja, að hann geti ekki með
nokkru móti neitað beiðni yðar, sagði Mjöll og hneygði sig
virðuíega fyrir framan hásætin.
Og svo hvæsti hún til konungsins:
— Rólegur. Ef þú neitar þessu, þá setja þau ólyfjan í
sjóinn og við örukknum þá bæði.
— Þakka þjer fyrir, sögðu bæði kóngssonurinn og kóngs-
dóttirin og brostu til kóngsins. Svo hjelt kóngssonurinn
áfram:
— Við höfum búið þjer veislu og þegar henni lýkur, get-
urðu farið út og drepið ófreskjuna.
Nú komu inn í salinn fjöldamargir sæbúar, þeir báru
krystalskálar og silfurbikara. Skálarnar og bikararnir voru
fullir af margskonar einkennilegum rjettum og drykkjum
og konungi leist ekki á blikuna, því að svona mat hafði hann
aldrei fyrr bragðað á. En svo kom að síðustu ein hafmey inn
með fulla körfu af banönum.
— Þetta líkar mjer, sagði kóngurinn.
— Það var líka komið með þessa banana sjerstaklega
handa þjer. Þegar stormarnir geysa, þá sökkva mörg skip
jog við hljótum farminn. Við eigum nú sem stendur fullar
' birgðaskemmur af banönum. Okkur finnst þeir líka vera
góðir.
Sækóngsdóttirin tók einn banana, fletti af honum hýðinu
og kónginum til mikillar undrunar tók hún hýðið og kastaði
því aftur fyrir sig. Þá synti smáfiskur einn skyndilega inn
vim gluggann og gleypti það.
— Það eru víst alveg sjerstakir siðir með þessari sæmanna-
þjóð að kasta bananahýðinu í allar áttir, hugsaði kóngurinn.
Ef jeg vil vera kurteis, þá verð jeg vist að gera alveg eins
og þau.
Hún: „Er hann ekki ttngdur þjer
með giftingu á einhvern hátt?“
Hann: „Jú, hann giftist unnustu
minrti.“
„Elvað er það fyrsta, sem þjer ger-
ið þegar þjer hreinsið byssuna yðar?“
spurði liðsforinginn.
„Lít á númerið á henni?“, svar-
aði hermaðurinn.
„Hvað meinið þjer með því?“
„Að vera viss um að jeg sje ekki
að hreinsa byssu fyrir einhvem ann-
an.“
★
Verksmiðjustjóri var að ganga um
í verksmiðjunni og mætti þar svein-
staula nokkrum: „Hvað er þetta, af
hverju ert þú hjer? Rak jeg þig ekki
i gær?“ spurði verksmiðjustjórinn.
,Jú, og þú verður að gera það aft-
ur,“ var svarið. „Jeg mundi ekki
helminginn af romsunni, þegar jeg
,kom heim og ætlaði að fara að segja
pabba frá henni.“
★
Banki er staður, þar sem þjer er
lánuð regnhlíf i góðu veðri og beðið
um hana aftur, um leið og það byrj-
ar að rigna.
★
Prestur (um leið og óvinur hans
ekur framhjá á fleygiferð): „Satan
nær honum bráðum.“
Stúlka: „Hann verður þá að hafa
skrambi góðan bil.“
★
„Jeg er búinn að sjá mikið af Eng-
landi núna,“ sagði Ameríkumaður-
inn, „og hvergi hefi jeg rekist á eins
sniðuga „bisnismenn“ eins og þá sem
við höfum í Ameríku.“
„Nei“, svaraði Englendingurinn,
„við geymum þá tegund bak við jára
grindur í þessu landi.“
★
„Nýi sjúklingurinn á stofu 38 er
mjög laglegur," sagði hjúkrunarnem-
inn.
„Já, hann er það,“ samsinnti yfir-
hjúkrunarkonan, „en þú skalt ekki
þvo lionum i framan. Það eru þegar
fjórir húkrunarnemar búnir að gera
í morgun.“
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 11111111111111111111111111111111111111111111119
| Uppboð |
\ Opinbert uppboð verður haldið |
E hjá áhaldahúsi bæjarins við 5
| Skúlatún fimmtudaginn 9. þ.m. =
i kl. 1,30 e.h.
: Seldar verða eftir kröfu toll- |
| stjórans í Revkjavík, eftirtaldar |
Í bifreiðir: R—299, R—439, R— 1
i 476, R—1181, R—1502, R—1668 |
| R—1692, R—2011, R—2091, |
I R—2440, R—3038, R—3161, í
í R—3363, R—3386, R—3551, |
Í R—4632, R—4754, R—4869, I
i R—4916, R—4969, R—5576, |
í R—5855 og R—6007.
| Greiðsla fari fram við ham- §
i arshögg. |
Borgarfógetinn
! í Keykjavík.
iiniiiiiitiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
llllllllllllllllill....
Næturakslurssími
B.S.R. er 1720