Alþýðublaðið - 03.07.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1929, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ r \ ALÞÝ39UBL AÐIÐ jcemur út á hverjum virkum degi. UgreiOsla í Alpýöuhúsinu við Hverösgötu 8 opin frá kl. 9 árd. £ til M. 7 siðd. ökrlfstofa á sama stað opin kl. 91;, —101/* árd. og ki. 8 — 9 siðd. Slmar: 988 (algreiðslan) o'g 2394 (skrilstolan). Verölag: Askriítarverð kr. 1,50 á mönuöi. Auglý8ingarverðkr.0,15 hver mm. eindáika. Prentsmiðja uprentsmiðjan (i aama hú„ „,m 1294). „An ilf grengi, nema heiman hafi.44 Á Síðasta alþingi flutti Harald- ur Guðmundsson breytingatillögxi við fjárlögin þess efnis, að í stáð' heimildarinnar, sem stjórni,niná er gefin til þess að veita Eimskipa* félaginu alt að 85 þúsund kr. aukastyrk, umfram strandferða- styrkinn, væri hcnni heiimilað að kaupa hluti í félaginu handa rík- inu fyrir sömu upphæð. Benti hann á, að að sjálfsögðu á ríkið að fá hluthafarétt að tiltölu við: það fé, sem það leggur félagintu. og sé þannig séð fyrir hlut rikis- ins, en félagið fái féð engu að síður. Þessi tillaga var feld j neðri deild meö 15 atkyæðum gegn 11. Síðan hefir það borið' til, að Jón Þorláksson hefir sem ritari EimskipafélagsstjórnarinnaT gert tilraun til að ræna ríkið rétti til að neyta atkvæöa þeirra, er því ber eftir hlutaeign í fé'lag- inu, að frátöldum öllum gjöfum, sem ríkið hefir yeitt þvf, Um leið ’og aðalblað „Framsóknar“-flokks- ins, „Tíimnn“, vitir þá ágengni að maklegleikum, tekur hann undir það, „að það er alveg sjálf- sögð krafa, að sá f járstyrkur, sem ríkið veitir félaginu umfram um- saminn strandferðastyrk, sé lagð- ur fram sem hiutafé með fudlíun réttindum", og að „kvöð sú, sem á þenna hátt yrði lögð á styrkinn til félagsins, skaðaði félagið á engan hátt, en gæti orðið til þess að hnekkja nokkuð einveldi heildsailanna í Reykjavík yfir fé- Jaginu." Þessi ummæli flokksblaös sins hefðu þeir fjórmenningaxnir gott af að leggja sér á hjarta, Sveinn í Firði, Benedikt Sveinsson, Bem- harð Stefánsson og Bjarni Ás- geirsson, sem gengu með íhalds- liðinu að þvi að fella tíllögu Har- alds Gúðmundssonar, en hefðu getað áskilið ríkinu þenna rétt, ef þeir hefðu fyigt meiri hluta flokksbræðra sinna í deiisdinni að þvi að greiða tillögunni atkvæöi. póstmenn Nagasaki í Japan taka þátt speranto-námskeiði, aem póst- rnin þár hefir gengist fyrix. Stytting vinnutfmans I kolauámimmn brezka. Ehöfn:, FB., 2. júlí. Frá Lundúnium er símað: Ram- say McDonald átti í gær í samn- ingum við námueigendur um að afnema 8 kiukkustunda vinnutím- ann í kolanámunum. Blöðin skýra frá því, aó námueigendur and- mæli óskum námuimanna uiro stýttri vinnutíma. Innanlandsflngið liafið. „Súlan“ fór i morgun til Vest- mannaeyja og siðan kl. 21/2 í dag í Norðurlandsflug. Ætlar hún til Seyðisfjarðar í kvöld 'og í fyrra málið til Norðfjarðar og Reyðar- fjarðar. Síðan fer hún sömu leið til baka og kemur hingað ann- að kvöld. — Undanfarna daga hefir ekki verið flugfært, fyrst vegna dimmviðris og síðar vegna hvassviðris á ýmsum þeim stöð- W, sem fijúga skyldi um, Cramers-flugið, l '4' —‘ Samkvæmt eiinkaskeyti til Ax- els Thorsteiinisson var ráðgert, að Cramer færi af stað í morgun. Ef alt gengur að óskum fer Cramer frá Hobbs veðurathuguniarstöð 1 Grænlandi, áleiðis til Reykjavík- ur, á föstudagsmorguninn. Islenzkir bifreiöastjórar. Þar sem hið hryilitega bifreið- arslys, sem sumir munu aldrei gleyma, er ný afstaðið, verður manni það ósjálfrátt að spyrjá sjálfan sig þeirrar spurningar. hvers má vænta af bifre.ðastjór- um það herrans ár 1930, ef þeiir örvinda af þreytu, svefnleysi og matarleysi móka við stýrið á hin- um þrönga, bugðótta og laiusa nýja Þingvallavegi, þagar ó- þreyttan og ósyfjaðan bílstjóra henda slík ósköp á hinum breiða og troðna austurvegi, Gæti ekki skeð, að hátiðin snerist upp í hrygð og Örvæntingu, ef- fer&a- lagið yrði hættulega sögulegrt? Enn þá, sem komið er, hefir að því er ég bezt veit ekki ver- ið minst á njennina, sem eiga að flytja fólkið til skemtístaðariras og vaka og haimast við það dag og nótt, án hvíldar, svefns og jafn- vel án matar; eða svo segja bíl- stjórar, að sturttir séu matartímar og jafnvel engir, þegar eitthvað mikið er um að vera. Nú má fólk vita það, að þa'ð er hinn mesti háski, ef bílstjórar yfirleittí verða illa siðaðír, lítið mentaðir og eiga það skiliðí að vera fyrirlitnir og enginn sórni sýndur. Þeir hafa þó að minsta kosti eitt sameiginlegt með guði, það, að þeir hafa lif margra manna í hendi simini. Það er vissulega komirm tími til að gefa þessu gaum. Þessi stétt manna hefir hvað bezta að- stöðu tii þess að opna augu er- lenda ferðamannsins fyrir landi og lýð, og hún á að vera þjóðiimi til gagns og sóma. En þessa sama stétt hlýtur að veslast upp og verða úrhrak og örverpi íslenzkr- ar menningar, ef hún verður að þola fyrirtitningu og hirðuleysi af sinni eigin þjóð. Þessir rnenn eru margir fá- fróðir. Þá þarf að fræða. Hvíldardag eiga þeir engan og svefntíma oft stuttan. Á að gera þá að gáleiðuþræluro íslands? Vegur. Veðurathuganlr oo veðurskeyti. Ein af meiri háttar framförum hér á landi á síðustu árum eru veðurathugamrnar og veðurskeyt- in, er send eru út tvisvar á dag. Eins og flestir vita, er á veður- skeytunum spáð um veðrið næstu 2 dægur í höfuðdráttum. Hefir sá,. er þetta ritar, reynt að fylgjast: vel með, að hve miklu leyti þessi skeyti geta verið áreiðanfeg nú á síðustu missirum. Er man skoðun ,sú, að yfirleitt beri að treysta- þeim, én auðvitað þó í aLlri gætni. Oft stendur á skeytunum orðið „sennilega", t. d. hvass, eða regn 0. s. frv. Ber þá að skilja það sem sv-o, að ef til vill hvessi eðá rigni, en' þó eigi áreiðanlegt, Og livað sem segja má um áreið- anleik veðurskeytanna, þá hefi ég tekið eftir því meðal sjómanna á togurunum ísl., að þeim er trúað sérlega vel. Og viss er ég um, að nú þegar eru mörg mannslíf spöir- uð að eins fyrir útsending veður- skeyta. Og eitt er vist, að þetta stendur til bóta. Veðurathuganir eru í bermsku lrér á landi; en hins vegar höfum við eignast mienn, sem að þessu starfa, siero eru stórlærðir í þessari grein, og má mikils ætíð frá díkum mönn- um vænrta. En enn skortir þó mikiö á, að merin skilji nauðsyn veðurskeyta alment. Einkum eru það togarar og línugufubátar, sem taka öll veðurskeyti, og margar verstöðv- •ar hengja skeytin reglulega upp sjámönnum til gagns og land- mönnum lika. Aftur í sumum símstöðum eru skeytin hengd upp einu sinni í viku eða svo’ og al- menningur lærir eigi að notfæra sér þau. Þetta er ófyrirgefanlegur trassaskapur, og ætti landssíma- stjóri að áminna stöðvarnar áð hengja reglulega upp veðurskeyti. Ég hefi skilið það svo, að stöðv- ». — 4 arnar væru skyldugar að hengja skeytin út kvölds og morgma. Þó .sjómenn þurfi fyrst og fremst veðurfregna með, þá getur land- fólk haft þeirra mikil not, t. d. við fisk og heyþurkun, ferðalög o. fl. Að endnigu vil ég svo skjóta þeirri spurningu til landssíma- stjóra, hvort ekki sé hægt að láta stöðvarnar hengja reglulega upp veðurfregnir hér efti'r og láta engri stöð líðast aö bregðast svo sjálfsagðri skyldu sinni. Ó. J. Erlendl sisnskeytie- Khöfin, FB„ 2. júlL Cramers-flugið. Ka u pmann aha fnarblaðið „Poli- tiken" skýrir frá því, að Cramer og Gast fljúgi af stað til Rupert House í Kanada í dag eða á morgun. Skuidir Frakka. Frá París er símað: Þar eð Bandaríkin hafa synjað beiðnl ■Frakka um gjaldfrestinn álítur Poincaré óhjákvæmilegt, að Frakkar staðfesti skuldasamining- inn við Bandaríkin fyrir byrjim ágústmánaðar. Hægri hlutí stjóm- arflokkan.na er andvígur staðfest- ingunni. Andstæðingar stjórnar- innar, þ. e. jafnaðarmenn og ger- hótamenn, vilja hins vegar stuðla að staðfesting skuldasamninganna. • og þess vegna fær staðfestingin sennilega mieiri hluta atkvæða i. báðum þingdeildum. ' •; i ' *:■ ~ • \ Kínverjar og Bretar. Frá Nanking er símað: Stjórnm í Kínia hefir gert samning viö Bretland um, að Bretar líomi skipulagi á herskipaflota Kin- verja. Kínversk sjóliðsforingjaiefní verðia send í herskóla í Bretlandi. Stjórnarskifti í Japan. Frá Tokiio er símað: Stjórnin í Japare hiefir beiðst lausnar vegna ágreinings um skýrsiu, er birt hafði verið um. dauða Chang-Tso- iins í fyrrasumar. Hermálamáð- herrann hafði verjð andvígur þvL að skýrslan var birt. í skýrslunni' er viðurkent, að það hafi veriið vanrækslu japanskra liðsforingja að kenna, að banatilræðið tóks't, Khöfn, FB., 3. júlí. Frá Tokío er símað: Hama- guchi, foringi Frjáislyndra, hefir myndað stjórn. Shidehara er ut- anríkismálaráðherra. Bæheimsmenn og Ungverjar. Frá Beriín er símað: Bæheims- riki (Tékkó-slóvakía) hefir stöðv- að járnbrautarsamgöngur við- Ungverjaiand yfir landamærastöð- ina Hidasnemetí, vegna þess að ungversk yfirvöld hafa handtekið þar tékkneskan j á rnhra uta rmann. Pecha að nafni. Ungverjar segja. að Pecha hafi verið handtekinn fyrir njósnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.