Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 5
'Fimmtudagur 20. apríl 1950 MORGU\BLAÐIÐ b Sigurður Grímsson skrifar: i M -Í v J % \ -V;. v/ IJr þróunarsögu íslenskrar ieiklistar Á SUMARDAGINN fyrsta Verður Þjóðleikhús íslendinga vígt til starfs með sýningu á leikriti eftir einn af ágætustu forvigismönnum íslenskrar leik listar. Er það vel ráðið því að þessi dagur hefur um langan aldur verið í hávegum hafður í landi hjer og er enn í dag sjerstæður, íslenskur tyllidagur — Kynslóð eftir kynslóð hefur |>jóðin á þessum degi fagnað hækkandi sól og vaknandi gróðri og þá hafa vinir og vanda snenn skipst á hlýjum kveðjum og góðum gjöfum. Og vissulega er Þjóðleikhúsið góð gjöf, — Bumargjöf vondjarfrar þjóðar til sjálfrar sín. Þessi fyrsti sum- ardagur ársins 1950 mun og Verða einn af tyllidögum ís- Senskrar menningarsögu, ef svo rætist um framtíð Þjóðlt'ikhúss- Ins sem vonir standa til. En um jpað veltur fyrst og fremst á srjettum skilningi valdhafanna á hverjum tíma og alls almenn- Ings á þvi mikilvæga menning- arhlutverki, sem slík stofnun á að gegna og getur gegnt, ef vel og skynsamlega er að henni bú- !ð. Um tuttugu ár eru nú liðin frá því lagður var hornsteinn- inn að Þjóðleikhúsinu. Er það langur tími. En alt hefur sinar orsakir. Tálmanir margskonar hafa verið á vegi byggingarinn- ar bæði sjálfráðar og ósjálfráð- ar, svo sem fjárskortur, þráseta erlends setuliðs um margra ára ekeið og nú síðast innflutnings- erfiðleikar, sem mjög hafa tafið fyrir verkinu, o. fl. En út í þá (Bálma verður ekki farið hjer. P Vagga íslenskrar leiklistar. því ekki úr vegi að líta um öxl og rifja upp helstu atriði þeirrar sögu. Hún er að vísu hvorki löng nje margþætt, en hún er engu að síður þess virði að henni sje gaumur gefinn. Hún er fyrst og fremst, það sem hán nær, snar þáttur í menningar- sögu þjóðarinnar, en auk þess er hún fróðleg og lærdómsrík saga um erfitt brautryðjenda- starf fárra ágætismanna, sem með sameiginlegu átaki, óbil- andi baráttuhug og djörfung hefur tekist að bera fram til sigurs mikilvægt menningarmál við hinar verstu aðstæður og erfiðleika á öllum sviðum. II. Það hefur jafnan verið talið oss fslendingum til gildis að við sjeum mikil söguþjóð. Er það vafalaust rjett og satt. En jeg hygg að oss sje einnig töluverð dramatisk hneigð í blóð borin. Benda fornsögur vorar ótvírætt til þess. Höfundar þeirra láta sjer aldrei nægja ytra borð sög- unnar eitt. Þeir skyggnast dýpra. Þeir leita raka atburð- anna í sálarlífi söguperósnanna, rekja örlög þeirra til skapgerð- ar þeirra sjálfra. Þess vegna eru margar mannlýsingar í forn sögunum svo frábærar, persón- urnar svo blóðríkar og tilsvörin ast að. En öldum saman örlar ekki á neinu því í skemmtana- lífi þjóðarinnar, er til leiklistar geti talist. Er það ekki fyrr en piltum við leiksýningar þeirra og hann málar hjer leik- tjöld fyrstur manna. Enginn vafi er á því, að hann hefur átt mikinn þátt í því að Matthías Jochumsson samdi leikrit sitt, Útilegumennina, enda bjuggu þeir Matthías þá í sama húsi. Leikurinn var fyrst sýndur hjer undir stjóm Sigurðar í jar.úar- mánuði 1862, en er nú fyrir löngu orðinn alþjóðareign vor íslendinga og hefur verið sýnd- ur ótal sinnum út um allar byggðir landsihs, lengst af und- ir hinu góðkunna náfni Skugga- Sveinn. Sigurður Guðmundsson mun og hafa vakið áhuga Ind' riða Einarssonar á leiklistinni og beint huga hans að leikrita- gerð. Og allir vita hvílíkt happ það varð íslenskri leikmenn ingu. Þá varð Sigurður og einn- ig fyrstur manna til þess að bera fram hugmyndina um þjóð leikhús íslendinga. Á næstu áratugum eftir frá- íbúum Reykjavíkur fjölgað svo gífurlega að furðu gegnir. Búa hjer nú milli 50 og 60 þúsunöir manna. Hefur því snemma farið að þrengja að fjelaginu í þess- um húsakynnum og það tor- veldað mjög starfsemi þess. Úr þvrí hefur aldrei verið hægt aff bæta til muna, en þó hafa þrisv ar farið fram allverulegar breyt ingar á húsnæðinu til mikilla bóta, einkum að því er varðar aðbúnað leikaranna og fata- geymslu. En þótt vinnuskil- yrði Leikfjelagsins hafi lengrt af verið næsta erfið, hefur þ; 3 innt af hendi ótrúlega.mikið og merkilegt starf, sem aldrei ver<5 ur metið um of. Fyrir þá starf- semi hefur Iðnó gamla, þrátt fyrir ýmsa vankanta, gegnt hlutverki þjóðleikhúss um tugi ára og munu allir leiklistarvin- ir, sem notið hafa þar margra ánægjustunda, geyma hana í þakklátum huga. Undir forystu Leikfjelagsins fall Sigurðar Guðmundssonar hefur leiklistin hjer tekið örum Gunnþórunn Halldórsdóttir. námssveinar í Hólavallaskóla í Reykjavík taka að sýna hjer leikrit í lok 18. aldar (1791) að hægt er að tala um íslenska leiklist, og þá aðeins að nafninu einu. Upp frá því hafa skóla- piltar forystuna um alla leik- starfsemi hjer um langt skeið. Einkum eftir að latínuskólinn flyst hingað frá Bessastöðum er leiksýningum haldið uppi 'hjer að staðaldri, ýmist á veg- um einstakra manna eða fje- lagssamtaka. En það er ekki fyrr en með stofnun Leikfjelags Reykjavíkur í ársbyrjun 1897, að hjer hefst skipulagsbundin leikstarfsemi. Iðnaðarmanna- húsið í Reykjavík var reist á árunum 1896—97. Var það stór- hýsi á mælikvarða þeirra tima og er það reyndar enn, og í því var allrúmgott leiksvið. Mun bygging þessa húss mjög hafa ýtt undir stofnun Leikfjelags- ins. Hvatamaður að stofnuninni var Þorvarður Þorvarðsson síð- ar prentsmiðjustjóri, er varð svo snjöll og lifandi. Mörg ágæt um miðja öldina sem leið. — Sigurður Guðmundsson, málari. Byggingarsaga leikhússins verð ur sjálfsagt skráð á sínum tíma og verður hún vafalaust fróð- legt plagg og jafnvel furðulegt. ef öll kurl koma þar til grafar. Margar sögur og misjafnar hafa farið af byggingarframkvæmd- 4im við leikhúsið undanfarin ár, en slíkum sögum ber að taka með fullri varúð, því að mörg- um er gjarnara að halda á lofti því, sem miður fer hjá náung- anum en því, sem hann gerir vel. En hvað sem öðru líður, Verður því ekki neitað, að Þjóð- leikhúsið er fagurt hús, stíl- hreint og glæsilegt hið ytra og innra og er að því leyti meistara fcínum til mikils sóma. Með starfsemi Þjóðleikhússins Irefst nýtt og merkilegt tímabil £ sögu íslenskrar leiklistar. Er ustu skáld síðari tíma, innlend og erlend, hafa sjeð þetta og skilið. Þau hafa sótt yrkisefni sín i þessar einstæðu bókmennt- ir vorar, hafa lært af þeim hnit- miðaðan stíl og stuttar og glögg ar mannlýsingar. Og þau játa fúslega hvaðan þeim er kominn þessi lærdómur. Þannig segir Ibsen í formála fyrir einu leik- rita sinna: „. .. . í Islendinga- sögunum fann jeg í ríkum mæli það, sem mig vantaði til þess að geta gætt holdi og blóði þær hugmyndir, sem fyrir mjer vöktu og höfðu gagntekið mig. .... Þegar jeg las þessar við- burðaríku sögur um samskipti manna og baráttu þeirra inn- byrðis, blasti við mjer persónu- legt, ríkt og litauougt lífsinn- tak.“ Lífskjör íslensku þjóðarinnar voru lengst af þau, að henni var annað hentara en að gefa sig að leik eða öðrum gleðskap. Þó hafa kvæða- og sögumenn löngum verið uppi með þjóðinni og stytt henni stundir á sið- kvöldum þegar skammdegis- skuggarnir hafa lagst hvað þétt Margir mætir borgarar Reykja- víkur ljetu þá og þessi mál til sín taka. Þannig efnir Jón Guð- mundsson, ritstjóri Þjóðólfs, til leiksýninga árið 1854 og er þá seldur hjer aðgangur að slíkum sýningum í fyrsta sinn. Um 1860 tekur sá maður forystuna í ís- lenskri leikstarfsemi, sem segja má að lagt hafi grundvöllinn að þeirri leiklist, sem þróast hefur í landi hjer og nú er orðin mik- ilvægur þáttur í menningarlífi þjóðarinnar. Þessi maður er Sig urður Guðmundsson málari. — Hann var stórgáfaður hugsjóna maður, þjóðlegur listamaður á mörgum sviðum og heitur ætt- jarðarvinur. En hann mætti litl- um skilningi samtíðar sinnar og dó örsnauður og einmana haust- ið 1874. Sigurður Guðmundsson Friðfinnur L. Guðjónsson. fyrsti formaður fjelagsins, en alls voru stofnendur 19, flestir góðkunnir leikarar. Leikfjelagið fjekk þegar inni í Iðnaðar- mannahúsinu, sem jafnan hefur gengið hjer undir nafninu Iðnó. í þessu húsi hefur.fjelagið starf- að alla tíð síðan til dagsins í dag eðá um rúmlega hálfrar aldar skeið. Þegar húsið var reist voru um 4500 íbúar í Rvík og hefur það því verið vel við vöxt, en margt var þó sem á hafði verið langdvölum erlend-J vantaði til þess að það gæti is, •— í Kaupmannahöfn og talist verulega hentugt til leik hafði þar átt kbst á að sjá af- burða leiklist, því að eins og kunnugt er hafa Danir um lang- an aldur verið með fremstu þjóðum á því sviði. Þegar Sig- urður kemur út hingað um 1860 tekur hann að leiðbeina skóla- starfsemi. Einkum var aðbúnað ur leikaranna slæmur, því bún- ingsherbergin voru í kjallara hússins, lítil og lág og vatnsag- inn þar oft óbæril. Á þeim rösk um fimmtíu árum, sem liðin eru frá stofnun Leikfjelagsins hefur framförum og áhugi manna á henni farið sívaxandi. Er nú svo komið að fjöldi kvenna og karla leita utan árlega til þess aðf nema þessa göfugu list í bestu skólum og undir handleiðslu færustu manna. Áður voru flest ir leiðbeinendur Leikfjelagsins eða leikstjórar lítt eða ekki lærðir í þeirri gréin, en hin síð- ari ár hefur fjelagið notið leið- sagnar mikilhæfra manna, er hlotið hafa hina ágætustu menntun í erlendum leikskól- um. Hefur það vitanlega sett. sinn svip á leiksýningar fjelags- ins. Þá hafa og þrír leikskólar verið starfandi hjer undanfariir ár og hefur fjöldi nemenda not- ið kennslu þai*. Ekkert mun afráðið uru framtíð Leikfjelagsins, — hvort það hættir nú störfum eða held- ur þeim áfram í einhverri mynd. Vonandi verður hið síð- ara uppi á teningnum, því enn getur fjelagið unnið leikmenn- ing þjóðarinnar mikið gagn, og verkefnin nóg fyrir hendi, enda þótt Þjóðleikhúsið taki nú tit starfa. Reykjavík er orðin það mikil borg að hún ber vel ívö leikhús og þau ættu að geta orðið hvort öðru til styrktar, ef rjett og skynsamlega er á mál- um haldið. Af stofnendum Leikfjelags Reykjavíkur eru nú aðeins tveir- á lífi, þau Gunnþórunn HaU dórsdóttir og Friðfinnur Guð jónsson, bæði háöldruð. Fara þau nú við vígslu Þjóðleikhúss- ins, með hin gömlu hlutverk s::n i Fjalla-Eyvindi. Veit jeg rð. þeim er það mikið gleðiefni að geta þannig tekið virkan þátt * þessum mikja atburði í leik- sögu þjóðarinnar, því að það er ekki síst að þakka ötulli starfsemi Leikfjelags Reykja- víkur, að draumur þeirra Sig- urðar Guðmundssonar málai a og Indriða Einarssonár um ís- lenskt þjóðleikhús hefur m rætst. Svo heilsa jeg ÞjóðleikHi rt íslendinga með þeirri ósk rð- því megi auðnast um alla fram- tíð að halda hátt á loft hinunv heilaga kyndli sannrar listar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.