Morgunblaðið - 20.04.1950, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.04.1950, Qupperneq 9
Fimmtudagur 20. apríl 1950 MORGVN BLAÐIÐ 8 HLUTVERK ÞJÓÐLEIKHÚSSINS FORMANN ÞJÓDLæiKHUSRÁÐS Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri og form. Þjóðleikshúsráðs. J>J ÓÐLEIKHÚS. Yfir orðinu EFTIR VILHJALM Þ. GISLASOM er annar blær og í því annað efni en þegar nefnt er ,,leik- bús“ eitt eða „leikstarfsemi“. í>jóðleikhús táknar nýja stefnu vg nýjar vonir. Orðið merkir einnig það að leikstarfseminni hefur verið mörkuð ný staða í þjóðlífinu, hún hefur hlotið nýja viðurkenningu, einskonar fullveldisviðurkenningu. Hún er frá í dag sjálfstæð Iistgrein, sem þjóðfjelagið og stjórnar- völdin viðurkenna á borð við aðra höfuðmáttarviði menning- arlífsins í landinu, til virðing- ar og stuðnings. Þjóðleikhúsið tekur að vísu við þroskaðri leik -list, sem þróast hefur þó við ínisjöfn kjör og misjafnan ár- angur. Samt táknar dagurinn í <dag nýjan tíma. List, sem áður Var í vist, hefur nú reist sitt eigið bú og húsað sjer mynd- arlegan, nýjan bæ, og slíkt þóttu einlægt tíðindi. Menn gleyma því stundum, að leik- listarviðleitnin í Reykjavík er álíka gömul og bærinn sjálf- Ur, hjer hefur verið leikið í 150 ár og á „föstu leiksviði“ í 50 ár. Menn geta haft hvaða skoðanir, sem þeir vilja á liðinni ævi ís- lenskrar leiklistar og á barátt- tinni fyrir því að koma upp ís- Jensku þjóðleikhúsi, frá því að það var hugsjón Indriða Ein- arssonar og þangað til hann og Jónas Jónsson og Jakob Möller lögðu fastan grundvöll máls- íns og Eysteinn Jónsson menta- ínálaráðherra ákvað að byrja Starfsemina. Hér á eigi að rekja neina sögu. Nú er komið sem komið er. Hjer stendur Þjóðleik -húsið, stórt og stolt og svona er það. Nú er verkefnið það, að fylla þetta hús lifi og list, láta þar verða iðju og athöfn, svo að það sannist að Þjóðleikhúsið verði einn af máttarstólpum ís- lenskra menta og lista og i lif- andi sambandi við þjóðlífið og störf þess, bæði á hátíðastund- um og i önn hversdagsins. Jeg hef verið beðinn að skrifa hjer Um hlutverk Þjóðleikhússins og framtíð. Þetta verða mínar per- sónulegu hugleiðingar um mál- íð. En allir, sem standa að stjórn og störfum Þjóðleikhússins, eru einhuga um að efla og göfga listrænt starf þess, og gera það i skynsamlegu samræmi við þjóðarþörf og þjóðarhag. Hlutverk Þjóðleikhússins er markað í stórum dráttum í lög- 'unum um rekstur þess. Það er efling hverskonar leíklistar. Þjóðleikhúsið verður fyrst og fremst leikhús, dramatískt leik hús. þó að væntanlega verði þar einnig fluttir söngleikir og dans -leikir. Leiklistin er fjölþætt og fögur list og þarf oft að taka í þjónustu sína eða vinna með ijðrum listgreinum, tónlist,1 danslist, málaralist og vissri byggingarlist. List lita og ljósa og uppsetning hæfilegs um- hverfis fyrir orð og athafnir leiksins er ávalt mikilsverður þáttur leiksýningarinnar. Stundum þarf þetta að vera tnikið og flókið, annars staðar fer vel á að það sje einfalt og^ ébrotið. Hlutverk góðs leikhúss j er það í þessum efnum, að geta' gefið leikstjórum og leiksviðs-j Stjórum eins fjölbreytt tæki- færi og eins frjósom viðfangs- efni og auðið er. Hjer stendur Þjóðleikhúsið nú óvenju vel að vígi. Það byrjar með full- komnustu leiksviðstækni og Ijósabúnaði, sem nú er til. Alt er þetta mikillar þakkar vert og mjög nauðsynlegt og á vafa- laust eftir að skapa mörgum ljósar ánægjustundir og ævin- týi'i. Hinu má samt aldrei gleyma að leiksins list er orðs- ins list og leikarans list fyrst og fremst. Það er því eitt höfuðhlutverk Þjóðleikhússins að efla bók- mentir og tungu, túlka bók- mentir og flytja fagurt mál. Um leikritaflutning hefur Þjóð- leikhúsið tvöföldu, mikilsverðu hlutverki að gegna. Það á að örfa íslenska leikritagerð og styðja íslensk leikritaskáld og það á að halda uppi víðtækri kynningarstarfsemi á alþjóðleg -i}m leikbókmentum. Þjóðleik- húsið getur ekki þrifist til lengdar og lifað heilbrigðu þjóð -legu lífi nema í nánum tengsl- um við þjóðlegar bókmentir og innlendan leikskáldskap. Skáld, leikstjórar og leikarar verða að vera nánir samverkamenn. Möguleikarnir á því að fá ís- lensk leikrit flutt hljóta að efla viljann til leikritagerðar og möguleikarnir á því að fá þau vel flutt í virðulegu leikhúsi, hljóta einnig að auka kröfurn- ar til leikrænnar byggingar máls og meðferðar. Þjóðleik- húsið á að vera vandlátt leik- svið og leikhúsgestir mega vera kröfuharðir gestir í því húsi. En bæði leikhúsið og gest- irnir eiga samt að gera sjer grein fyrir þvi að krölur þeirra eiga að vera lífrænar kröfur, gerðar af samúð, og gagnrýni þeirra frjósöm og uppbyggi- leg, en ekki til niðurrifs eins. Þjóðleikhúsið á að hlúa að þeim gróðri, sem til er í leikritagerð og bæta hann. Það getur verið að það þurfi í upphafi að taka á arma sína eitthvað, sem ékki fullnægir ströngustu kröfum, en urn það er ekki að sakast að sinni ef gróandinn er í því og ef skynsamlegt jafnvægi er annars í vali leikrita. íslensk leikritaskáld eiga einlægt að vera velkomnir gestir í Þjóð- leikhúsið. Þó að Þjóðleikhúsið þurfi að vera þjóðleg stofnun, á það að hafa alþjóðlega útsýn, vand- láta en hispurslausa viðsýni um leikrænar bókmentir umheims- ins. Þjóðleikhúsið verður einn helsti farvegur, sem erlend bókmentaáhrif fara um inn í landið. Það hlýtur að taka til meðferðar bæði forn og ný er- lend leikrit. Það á ekki heldur að hika við ný viðfangsefni, þó að þau sjeu óráðin. Það á að vera á verði um nýungar og gera tilraunir, prófa nyjar leið- ir og nýja menn, á smærra leik- sviði sínu eða aðalleiksviðinu, Þó að Þjóðleikhúsið verði helst leiksvið viðurkendra verka og leikara, þar sem menningararf- ur er í heiðrí hafður og erfða- venjur virtar, þá eiga ungir leikarar og ung skáld einnig að eiga þar hæli. I einu efni öðrum fremur hlýtur Þjóðleikhúsið að vérða vörður gamals ar.fs og þjóðlegra verðmæta, það er í meðferð ís- lenskrar tungu. Þjóðleikhúsinu og leikurum þess ber nk skylda til að vanda og fága mælt mál, bæði laust og bundið. og ekki síður þjóðleg einkenni hins bundna máls. A leiksviði Þjóð- leikhússins á að hljóma hisp- urslaust lifandi mál, stutt af virðuleik hins aldagamla bók- máls. Samband Þióðleikhússins og bókmentanna hlýtur að verða náið og koma fram viðar en í leikflutningi einum í þrengstu merkingu. Þar mætti öðru hvoru flytja sýnishorn fleiri bókmentagreina, einkum kvæða, og er þar reyndar mik- ið verkefni fyrir leikara og skáld. Islensk tónskáld ættu einnig að geta fengið verk sín flutt þar, í söng eða á annan hátt, Þjóðleikhúsið vill efla góða samvinnu á viðum grund- velli við listirnar í Íándinu og sýnir það með því að. opná nú í upphafi hlið sín fyrir lista- mannaþinginu. Þjóðleikhúsið hefur einnig hug á því að stuðla að útgáfu leikrita, þó að ekki reki það sjálft útgáfustarf- semi. Það er einnig að koma upp bókasafni fyrir leikrit og leiklistarsögu og hefur Lárus Sigurbjörnsson lagt grundvöll þess með stórri bókagjöf og einnig rennur þangað safn Indriða Einarssonar. Ýmis önnur verkefni bíða Þjóðleikhússins. Það á samt ekki að óþörfu að breiða sig yfir víðáttumikil úrlausnarefni fjarri höfuðstörfum sínum. Eitt mun það ekki fullnægja skemt- anafýsn fólksins á öllum svið- um og þurfa þá aðrir aðiljar að koma til, þó að Þjóðleikhúsið verði eina ríkisrekna leikhúsið. Eitt af verkefnum Þjóðleikhúss -ins verður það að reka leik- skóla. Annað mikið verkefni er það að skipuleggja leikferðir út um land og ef svo ber undir til útlanda og að taka við er- lendum leikflokkum. Þjóðleik- húsið er stofnun fyrir alt land- ið og mun revna að halda sam- bandi sínu við fólkið utan höf- uðstaðarins með leikferðum og útvarpsleikstarfi. Af öðrum hugsanlegum verk -efnum þjóðleikhússins má drepa á fáein. Það gæti að vissu leyti orðið miðstöð leiklistar- lífsins í landinu, eins og það á að vera, með nokkuru leiðbein- ingarstarfi og útvegun á leik- ritum til leikf jelaga. Á því færi vel að öll föst leikfjelög hefðu samband eða samvinnu sín í milli og hjeldu þó sjálfstæði sínu hvert um sig og hefðu mið -stöð sína í Þjoðleikhúsinu. Fyrir ungt fólk og skóla gæti Þjóðleikhúsið líka starfað til uppeldis og menta í húsinu sjálfu og til örfunar út i frá. Þetta eru sjerstök verkefni, sem jeg hef áður hreyft og ekki er unt að gera fulla grein fyrir hjer. En það er víst að það er Þjóðleikhúsinu höfuðnauðsyn að ná lifandi og vinsamlegu sambandi við allan almenning og ekki síst við ungt fólk. Þess er ekki að vænta að Þjóðleikhúsið geti staðið opið fyrir samkomum eða skemtun- um annara aðilja, starfsemi sjálfs þess mun að mestu leyti fylla húsið. Þó má gera ráð fyr- ir að þar verði haldnar ein- hverjar stórhátíðir þjóðfjelags- ins og einhver mót, sem koma við listar og menningarmál, sem tengd eru Þjóðleikhúsinu, og hafa alment gildi. Þannig eru verkefnin marg- vísleg, en þau hniga öll að ein- um ósi: að því að efla og fegra leiklistina og þær listgreinar, sem geta stutt hana, ög að þvi að gera þessa list frjosama og áhrifarika í þjóðfjelaginu, eins og eðli hennar stendur til, og vinsæla og vel metna. Einhverjum kann máske að finnast það auðvelt mál eða fá- ný’tt að tala um hlutverk Þjóð- leikhússins o,g framtíð -listar þess og minnast ekki á það, serp mestu skiftir: hváð kostar þetta alt? Engin spurning er sjálf sagðari en þessi. Aít verður gert, sem unt er til þess að stilla kostnaði Þjóðleikhússins í hóf. En í leikhúsi er það ek V i allur sparnaður, sem borgar sig. Góð leikrit, góða list og góðan útbúnað má ekki skera við nögl. Það getur verið erfitt að segja þetta og að sætta sig við það i því árferði sem nú er, og er fjarri mjer að vanmeta erfið- leikana og þaðan af síður að vanþakka það, sem gert hefur verið af stórhug og trú í trássi við þá. En samt er þetta satt. Það er ekki hægt að hætta 'að halda uppi list og fræðum én þess að bíða tjón á sál sinni. Það er sjálfsagt að stilla i hóf greiðslum og varna sóun, en það er ekki hægt að hætta a 3 styrkja riflega listir og mentir. Dýrtíðin er stutt en listin er löng. Erfiðleikarnir eru jel eitt, en sólskin þeirrar gleði og göfgi, sem fólgin er í listum og vísindum og í einföldu lífi fólks -ins við kvæði og sögur og leiki er varanlegt gildi. En því spyrja menn um Þjóðleikhúsið eitt, hvort það beri sig? Hver ætlast til þess að háskólinn beri sig eða hver krefst þess að fá útborgaðan arð af þjóðminja- safni eða náttúrugripasafni? Nei, það er ástæðulaust að draga fjöður yfir það, að þótt Þjóðleikhúsinu hafi verið sett sæmilega hagstæð fjárhags- áætlun og alt verði gert til að fá hagstæðan rekstur, þá er út- koman enn óviss eins og eðii- legt er. Það fer svo eftir mati manna á gildi leikhússms til menningar og skemtunar og eft -ir störfum sjálfs þess, hvað menn vilja til þess leggja. Von- leysið og vantrúin hafa of lengi verið fylgikonur Þjóðleikhúss- málsins. Nú á því að vera lok- ið. Nú byrjar nýr dagur. Dagur þess starfs, sem stefnt var að. í Þjóðleikhúsinu, eins og alls- staðar annarsstaðar, er einlæg hugsjón, forsjált vit og ötul vinna það eina sem dugir. í þeim anda vill Þjóðleikhúsið vinna. Það biðst auðvitað ekki undan skynsamlegri gagnrýni, en það biður um samúð og sam- starf allra landsmanna til þess að fullnægja því hlutverki sínu, að vera þjóðleg og alþjóðleg menningarstofnun, sem flytur vandaða, skemtilega og lifandi list. Smufs sakar ráð- herra um að veifa bitlinga HOFÐABORG, 18. apríl. — Smuts, foringi stjórnarandstöð- unnar í Suður-Afríku, flutti ræðu í dag, þar sem hann rjeðst harkalega á Erasmus, landvarn arráðherra Suður-Afríku. Sak- aði hann ráðherrann um að velja foringja í her Suður- Afríku eftir stjórnmálalegurh skoðunum manna og hefði hanh þegar komið á’ bitlingakerfi i öllu herliði ríkisins. Smuts sagð ist styðjast við yfirlýsingu Bey- ers, :. f.yxrum hprráðsforijrgjn, þar sgm þyý er.lýst; yfjr, að,her- stjórnin sjp jnjpg. óánægði með það að ráðherrann hlítir i valdi hennar til að, stinga upp á möniiuni, sem taldir eru næf- ir til foringjatignar i hernum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.