Morgunblaðið - 26.08.1950, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 26. ágúst 1950
JHOTgmiMðMfe
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri; Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók.
Höfum við efni á því?
SÍÐAN við íslendingar stofnuðum alfrjálst lýðveldi í landi
ökkar og hófum þátttöku í margvíslegum alþjóðasamtök-
um hafa þær raddir oftlega heyrst að við værum að reisa
okkur hurðarás um öxl með slíkri ráðabreytni. Við hefðum
iheldur ekki efni á því að hafa opinbera sendimenn, sendi-
herra og sendifulltrúa jafn víða um lönd og við höfum nú.
Það er í sjálfu sjer alls ekki óeðlilegt að meðal fámennrar
þjóðar og efnalítillar komi fram kröfur um varúð og sparnað
,á þessum sviðum. Engum dylst að í þessum efnum eins og
öðrum verðum við að gæta hófs og sparnaðar.
★
•' En spurningin er sú, hvernig við tryggjum best hagsmuni
’ckkar. Svarið við henni hlýtur að ráða mestu um þátt okk-
ar í alþjóða samvinnu og meðferð utanríkismála okkar.
I>að liggur í augum uppi að lítilli þjóð, sem nýlega hefur
öðlast fullt stjórnmálalegt sjálfstæði er að því mikill fengur
að skapa aukin kynni á kjörum sínum, aðstöðu lands síns,
menningarástandi, framtíðarmöguleikum o. s. frv.
Þátttaka í víðtækum alþjóða samtökum er mjög greið
leið til þess að útbreiða slíka þekkingu. Með henni fá einnig
fulltrúar smáþjóðarinnar tækifæri til þess að stofna til
persónulegra kynna við ráðamenn stærri og voldugri þjóða.
f Slík kynni og persónuleg góðvild milli þjóðaleiðtoga geta
cft haft meiri og örlagaríkri áhrif en almenningur í htlu
landi gerir sjer í hugarlund.
Með þátttöku í alþjóðasamtökum hefur smáþjóð einnig
tiyggt sjer rjett til þess að flytja mál sitt frammi fyrir öil-
um heimi. Hún hefur að vísu ekki afl til þess að fylgja því
fast eftir en hún getur skapað sjer samúð og skilning, sem
verður henni að miklu liði.
★
Kjarni málsins er þessvegna sá, að þótt þátttaka í alþjóð-
legum samtökum kosti nokkurt fje, stundum allmikið, þá
hafa smáþjóðirnar þó ennþá síður efni á að vera utan þeirra
en hinar stóru og auðugu þjóðir. Þær geta oft farið sínu
fram, sett sjer sínar eigin reglur um marga hluti. Smáþjóðin
á flest undir öðrum þjóðum komið um afkomu sína, öryggi,
markaði o. s. frv.
Sú stefna okkar íslendinga, sem fylgt hefur verið síðan
lýðveldi var stofnað í landinu, að taka þátt í ýmislegum al-
þjóðasamtökum, er þess vegna hárrjett og í raun rjettri
óumdeilanleg. Sá tími er liðinn að þetta litla land geti snúið
sjer til veggjar og leitað öryggis í einangran sinni. ísland
er ekki lengur einangrað. Það er þvert í þjóðbraut. í þessu
sambandi skiptir það ekki máli þó að allir íslendingar hefðu
helst kosið að geta notið framvegis hinnar náttúrlegu vernd-
ar, sem fjarlægðin hefur skapað landi þeirra um aldir. Við
verðum að miða afstöðu okkar við það sem raunverulega
er en ekki við hitt, sem æskilegt hefði verið. •
★
Um meðferð utanríkismála okkar er það að segja að við
höfum þar litla reynslu eins og að líkum lætur. Þar hefur
að vísu ýmislegt gerst, sem betur hefði mátt fara. En ýfir-
leitt hefur hún farið vel úr hendi.
Um það má að sjálfsögðu deila, hvort við eigum að hafa
sendiherra eða sendifulltrúa í þessu landinu eða hinu. En
í því sambandi er þess að gæta að þar verður að taka tillit
til fleiri sjónarmiða en okkar sjálfra. Því er oft ekki gefinn
gaumur af þeim, sem ákveðnasta dóma leggja á skipulag
þessara mála.
★
Á eitt atriði er ástæða til þess að benda í þessu sam-
bandi:
Við íslendingar leggjum ennþá alltof litla áherslu á að
láta sendiráð okkar erlendis vinna að landkynningu. Við
1 gerum einnig alltof lítið að því að auglýsa og kynna íslensk-
f‘ ar afurðir og vinna þeim markaði á þann hátt.
Á þessu sviði verður hið opinbera og útflutningsfram-
leiðendur að taka höndum saman og hefja öfluga sókn. Það
•o.er aldrei eins nauðsynlegt og nú, þegar við eigum við mikla
markaðskreppu og erfiðleika að etja.
ÚR DAGLEGA LfFINU
UM BERJATÍNUR
ALLMIKLAR deilur hafa risið um það manna
á milli, hvort verkfæri þau er berjatínur nefn-
ast sjeu skaðlegar, eða hvort óhætt sje að nota
þær, án þess að eiga á hættu að skemma lyngið
og það jafnvel svo, að ekki vaxi ber framar,
þar sem tínur hafa verið notaðar.
Sjónarmið þeirra, sem telja þessi verkfæri
skaðleg hafa komið fram hjer í dálkunum og
þykir því rjett, að segja frá hinu sjónarmiðinu
einnig. Það kemur m.a. fram 1 brjefi frá L.H.,
sem segir á þessa leið:
•
EKKI SAMA HVERNIG
ÞÆR ERU
„VARLA getur það verið rjett, að ekki vaxi ber
framar, þar sem ber hafa verið tínd með tín-
um. Ekki myndu þá Norðmenn nota þessi verk-
færi jafnmikið og þeir gera, þar sem þeir tína
ber til útflutnings og vilja vafalaust halda við
sínu bgrjalandi. En hitt er rjett, að ekki er
sama hvernig tínurnar eru gerðar og hvernig
þær ern notaðar.
Þær mega ekki vera of beittar, eða með skörp-
um brúnum og ekki má vera of stutt á milli
tindanna".
•
HIN RJETTA
TÍN SLUAÐFERÐ
‘„ÞEGAR tínur eru notaðar á að fara grunt í
lyngið og liðlega. Hreyfa tínuna lítið eitt svo
berin falli á tindana, én ekki reita og toga. —
Lyngið á að vera eins og óhreyft á eftir. Hitt
er svo annað mál, að landeigendur geta vafa-
laust bannað, að nota tínur í landi sínu. Það
verður hver og einn að gera upp við sig‘.
Þetta segir L.H. og skal ekkert lagt til mál-
anna, annað en að hvetja menn til að nota ekki
nein þau verkfæri, sem þeir sjá að eyðileggur
lyngið,'eða rífa það upp. Það geta allir sjeð.
•
EKKI VIÐBJARGANDI
FYRIR nokkrum dögum sendi herra Unnsteinn
Ólafsson brjef til „Daglega lífsins", þar sem
hann bar sig uppundan því, að ekki hefði verið
rjett skýrt frá er talað var um grænmetisverð-
lag hjer á landi. — Brjefið hans var að sjálf-
sögðu birt, þar sem það skýrði sjónarmið þeirra
manna, sem framleiða grænmeti hjer á landi,
að nokkru leyti. Hinsvegar var þess getið, að
slept hefði verið úr brjefinu smákafla, sem ekki
þótti koma þessu máli við.
Þó var það raunverulega af hlífð við brjef-
ritara, að þessum kafla var slept, þar sem að
samanburður hans var honum og málstað hans
í óhag.
VILDl EKKI VIÐ UNA
NÚ VILDI hefra Unnsteinn Ólafsson ekki sætta
sig við þetta og fjekk dagblað eitt hjer í bæn-
um til að birta brjefið í heild, ásamt kaflanum,
sem slept var. Er þá best að taka málið til at-
hugunar. Kafli brjefritarans, sem slept var
hljóðaði svo:
„En herra Víkverji! Vilduð þjer ekki til til-
breytingar birta verðsamanburð á ýmsum vör-
um á torgum í Kaupmannahöfn og í verslun-
um í Reykjavík, svo sem kjöti, smjöri, húsgögn-
um, iðnaðarvörum o. fl., eða þá t.d. reikna út
hvað sanngjarnt væri að blað yðar, Morgun-
blaðið, mætti kosta, samanborið við Berlingske^
Tidende".
*
BLAÐAVERB OG
BLÓMKÁLS
AÐ SJÁLFSÖGÐU eru ekki tök á því rúmsins
vegna, að birta verðlista yfir margar vöruteg-
undir i þessum dálkum. En samanburðinn á
blaðaverði og blómkáli er ljúft að gera, úr því
herra Unnsteinn óskar eftir því svona eindregið
og lætur sjer ekki segjast.
Berlinske Tidnende kosta 25 aura eintakið, en
það eru 60 aurar íslenskir, eftir útreikningi hans
sjálfs. En Morgunblaðið kostar nú einmitt 60
aura eintakið í lausasölu. — Með öðrum orðum
nákvæmlega sama verð og er á dagblöðum í
Höfn. Blómkálshöfuð kosta einnig 25 aura í
Höfn og ættu þá að kosta 60 aura hjer á landi,
en kosta bara kr. 7,50.
•
GULRÖFNAKAUP Á TORGI
NJER Á dögunum kom húsmóðir á grænmetis-
torg hjer í bænum og keypti kippu af gulróf-
um. Þær litu vel út að utan og voru einni krónu
ódýrari en samsvarandi magn í verslun. Þegar
hún kom heim til sín og fór að afhýða rófurnar
kom í ljós, að þær voru allar svartar og ónýtar
að innan. Frúin fór aftur á torgið og sýndi sölu-
manni. Bað hún um að fá skift og fá heilar og
ætar rófur í staðinn.
„Það er ekki til neins. Þær eru allar svona“,
sagði maðurinn. Hún krafðist þá peninganna
aftur og fjekk þá.
En betur kæmi sjer fyrir húsmæður, sem
ekki hafa allar of mikinn tíma til matarkaupa,
að segja þeim strax og afdráttarlaust, ef var-
an, sem þær kaupa er skemd, þegar afgreiðslu-
menn vita það. í stað þess að baka þeim óþarfa
óþægindi og hlaup, eins og hjer átti sjer stað.
KR-Val tókst að sigra Þjóðverjana
%
KR—VALUR (1)1 3.
Rínarlönd (2) 2
(Sigurður, Ellert, Hörður Ó.)
(Warth, Ahlbach)
EINHVERSSTAÐAR var þess get
ið er þýska liðið sem hjer er í
heimsókn kom hingað, að liðið
mundi leggja mesta áherslu á að
sýna knattspyrnu en ekki leggja
allt kapp á að setja sem flest
mörk. En satt að segja höfum
við ekkert að gera við sýningar-
leiki af þeirri tegund sem á
fimmtudagskvöld gat að líta á
íþróttavellinum, er margir Þjóð-
verjanna sýndu svo mikinn skort
á íþróttaanda, að flesta áhorfend
ur rak í rogastans.
Það kann að vera að þeir sjeu
ekki vanir hreinni og fastri tökkl
un í heimalandi sínu, en heldur
freistast maður til að álíta að það
hafi ekki verið aðalástæða þess
að þeirm hljóp svo mjög kapp í
kinn heldur hitt, að gæfan brosti
ekki við jþeim og þeir voru að því
komnir að bera lægri hlut. Það
er þeim engin afsökun að hindr-
unarreglan skuli ekki enn hafa
verið innleidd í landi þeirra, dóm
arinn hefir síðasta orðið og enn
hefir það ekki þótt til fyrirmynd-
ar að standa uppi í hárinu á hon-
um, hvort sem það er með orða-
skiptum eða steyttum hnefum.
í þessu sambandi má geta þess
að vísvitandi hindrun er ekki
talin vítaverð annarsstaðar en í
Bretlandi og nokkru Norðurland-
anna og olli mismunandi túlkun
á henni í heimsmeistarakeppn-
inni í Rio de Janeiro í sumar
nokkrum misskilningi.
Fyrri hálfleikurinn var heldur
rólega leikinn, daufur á köflum
og sýndi þýska liðið nú allt ann-
an leik en í fyrri leikjum sínum
og er trúlegt að leikjafjöldinn og
harka vallarins hafi tekið stóran
toll af leikgleðinni. Eítir skamma
stund náði Warth að skora eftir
eina af hinum geysilöngu út-
spyrnum markvarðarins John. —
Ekki leið á löngu þar til samsteyp
an hafði jafnað. Ljek Ellert knett
inum að endamörkum og miðjaði
til Sveins sem viðstöðulaus'
bægði knettinum fyrir markið
yfir til Sigurðar Bergssonar, sem
sendi hann rólega en fast inn í
netið. Um miðjan hálfleikinn
Ijek Ahlbach í gegnum vörn
V.KR-liðsins og færði Rínarlið-
inu forustima á ný með fallegu
skoti, sem Örn hafði enga mögu-
leika á að verja.
Það var í síðari hálfleiknum
sem fyrst fór að koma fjör í leik
inn og það svo að um munaði.
Eftir mjög laglega skorað mark
sem Ellert gerði, hljóp mikið
kapp í Rínarliðið, en heldur virt
ist það fara í taugar þeirra, að
vörn samsteypunnar tók af
hörku og festu á móti, einkum
voru Einar og Guðbjörn ófeimn-
ir við að ýta frá sjer og stundum
á þann hátt, að ekki hafi verið
ólíklegt að þeir hafi farið út fyr
ir þau takmörk er lögin heimila.
Þegar eftir voru um 10—15 mín.
fjekk Hörður Óskarsson langa
sendingu fram miðjan völlinn og
tókst honum að skjótast fram
fyrir Unkelbach og Voightmann
og skora með löngu skoti, sem
kyssti innri brún á stöng. Eftir
það keyrði harkan í leiknum. ál-
veg um þverbak, og, þurfti dóm-
arinn oft að ganga svo langt að
sansa leikmenn úr Rínarliðinu,
áður en hægt var að spyrna úr
aukaspyrnum.
Það var mjög leiðinlegt að ein-
mitt sá Þjóðverjanna, sem best
gekk fram í að halda aftur af
gestunum, fyrirliðinn Gauchel,
skyldi verða að hverfa frá um
langa hríð vegna meiðsla, og var
einn þeirra fáu„ sem sýndi þá
tegund íþróttaanda, er við telj-
um til fyrirmyndar.
Rínarliðið: Jahn, Voightmann,
Oster, Morhs, Unkelbach, Miltz,
Gutendorf, Oden, Ahlbach, Gauc-
hel, Warth.
KR—Valur: Örn, Guðbrandur,
Guðbjörn, Gunnar, Einar, Hörður
Felixsonv Sigurður Bergsson.
Hörður Óskarston, Sveinn, Hall
dór Halldórsson, Ellert.
Dómari var Þráinn Sigurðs-
son. — Ahorfendur voru um 2500.
Egyptar takmarka
olíuflutninga
um Suez
ALEXANDRÍA, 25. ágúsct. —
Utanríkisráðherra Egyptalands,
Salah E1 Din Bey, sagði í dag,
að egypska stjórnin hefði nú
til athugunar orðsendingar
Breta og Bandaríkjamanna, þar
sem þeir andmæla því, að ferð-
ir olíuskipa hafa verið takmark
aðar um Suezskurðinn.
Kvað ráðherrann þessar orð-
sendingar nú vera til athugunar
í utanríkisráðuneytinu, sem og
órðsending Norðmanna um
sama efni. — Reuter.