Morgunblaðið - 18.11.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. nóv. 1950 JH$» ÍíLÍ* Íft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ^ramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla' A.usturstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, mnanlands. 1 lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. OR daglega LlFINU A milli vita ATHYGLISVERÐUR atburður gerðist fyrir skömmu meðal háskólastúdenta. Samkomulag hafði tekist milli fulltrúa hinna þriggja lýðræðisflokka í Stúdentaráði um val ræðu- manna á vegum stúdenta við hátíðahöldin 1. desember. — Samkvæmt þvi var ákveðið að einn maður úr hverjum lýð- ræðisflokkanna flyttu þar ræðu. Kommúnistar snjerust af mikilli heift gégn þessum ráðagerðum. Töldu þeir það firn mikil, ef að stúdentar ljetu nokkurn þeirra manna, sem stuðlað hafa að þátttöku íslands í samvinnu vestrænna lýð- ræðisþjóða, koma fram á sínum vegum. Kröfðust kommún- istar síðan almenns stúdentafundar um málið. Á þessum fundi gerast þau undur, að þorri Framsóknar- stúdenta snýst á sveif með höfuðfjendum lýðræðis og mann- rjettinda og styður þá í hvívetna. Svo langt gekk þetta að kommúnistar ljetu Framsóknarmenn flytja tillöguna um að hrinda samþykkt stúdentaráðs, sem samkomulag hafði tek- ist um. Mynduðu svo þessir tveir flokkar nokkurskonar sam- iylkingu á fundinum. Svo fór að vísu að stúdentafundurinn, sem er einhver sá fjölmennasti ,sem haldinn hefur verið, vísaði hinni fáránlegu tillögu kommúnista og Framsóknar- manna á bug með miklum meirihluta atkvæða. Ákvörðun Stúdentaráðs um val ræðumanna stendur þessvegna óhögg- uð. Framsóknarflokkurinn segist vera milliflokkur til þess kjörinn að bera klæði á vopnin milli andstæðnanna til hægri og vinstri. Á það hefur þrásinnis verið bent að þetta sje hið mesta öfugmæli. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei komið fram sem sættir manna og flokka í íslenskum stjórnmálum. Engum getur a. m. k. dulist, að Framsóknarstúdentarnir i háskólanum, sem mynduðu samfylkinguna við kommún- ista, sjeu á milli vita. Þeir hafa ekki áttað sig á því, sem lýðræðisflokkar um allan heim hafa gert, að öll samvinna við kommúnista um fullveldis- og sjálfstæðismál er fráleit fjarstæða. Það þarf mikla glámskygni til þess að sjá ekki þetta. En hinir ungu „millifIokksmenn“ í háskólanum skilja það samt ekki. Þessvegna mynduðu þeir samfylkingu með fimmtu- herdeildinni um fyrirkomulag fullveldishátíðahalda. En þeir eiga sjer þó eina afsökun: þeir eru á milli vita, Skarð í haftamúrinn ? ÞRÍR AF þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeir Jóhann Þ. Jósefsson, Gunnar Thoroddsen og Pjetur Ottesen flytja þingsályktunartillögu á Alþingi um afnám skömmtunar á byggingarvörum. Er hún á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að afnema nú þegar skömmtun á byggingarvörum og gefa frjálsa bygg- ingu hæfilegra íbúðarhúsa, er menn byggja til eigin af- nota, ennfremur byggingu hæfilegra íbúðarhúsa í sveitum og verbúða“. Vel má vera að einhverjir telji að nú ári síst til þess að afnema skömmtun byggingarefnis eins og hjer er lagt til. Gjaldeyrisástandið sje aldrei verra en nú og möguleikar til þess að höggva skarð í haftamálin því litlir. Víst hafa þessar raddir nokkuð til síns máls. Hins er þó að gæta, að önnur atriði koma hjer jafnframt til álita. Láns- fjárkreppa og minnkandi peningatekjur hljóta af sjálfu sjer að vera nokkur hemill á byggingarframkvæmdir. Mjög er hæpið að annara takmarkana og hafta á slíkar framkæmdir s]e þörf. Með sanngjarnri skiptingu milli landshluta á gjald- eyrisleyfum fyrir byggingarefni ætti einnig að vera hægt að koma í veg fyrir að einstakir landshlutar yrðu út und- an um úthlutun þess. Hinsvegar myndi afnám fjárfesting- arumsókna fyrir almennum íbúðabyggingum spara fólKi geysilegt umstang og oft og tíðum mikinn drátt á afgreiðslu umsókna sinna. t ; Að öllu þessu athuguðu virðist tillaga Sjálfstæðismanna vera skynsamleg og eðlileg. Verður að vænta þess að Al- þingi samþykki hana og sýni þannig vilja sinn til þéss að skarð verði höggvið í þann haftamúr, sem nú lykur um allar framkvæmdir í þessu landi. JOLASVEINNINN FÆR EINKARITARA JÓLASVEINNINN hefur fengið einkaritara og það er danska ríkisstjórnin, sem greiðir kostnaðinn. í enskumælandi löndum trúa börnin því, að jólasveinninn, eða „Santa Claus“ eins og þau kalla hann, eigi heima einhvernstaðar nálægt Norðurpólnum og að á jólanótt komi hann með hreindýrasleða fullan af jólagjöfum til að gefa börnunum gjafir. En vissara sje að láta hann vita hvers óskað sje. Þess vegna skrifa mörg ensk og amerísk börn jólasveininum brjef og skrifa utaná til hans: Grænland, Norðurpóllinn, ís- land, Ævintýraland, Leikfangaland o. s. frv. • 7000 JÓLASVEINSBRJEFUM SVARAÐ FLEST AF ÞEIM jólasveinsbrjefum, sem skrifað var utaná til Grænlands, fóru til Dan- merkur og þess vegna var það, að danska ut- anríkisráðuneytið tók málið í sínar hendur og ákvað í fyrra, að svara öllum brjefum, sem til jólasveinsins bárust. Alls bárust 7000 brjef frá börnum í Amer- íku og Englandi og unnu 5 stúlkur við að svara brjefunum. Hvert barn fjekk ævintýri H. C. Andersens um stúlkuna með eldspýt- urnar og Ijósmynd frá Grænlandi í jólagjöf, ásamt einhverjum upplýsingum um Græn- land og Danmörku. Varð þetta hin besta landkynning fyrir Dani. • ÞEGAR PABBI FJEKK „KRULLUPINNA“ BRJEFIN FRÁ börnunum eru mörg skrýtin. Sex ára telpa skrifaði t.d.: „í fyrra sendir þú pabba „krullupinna“ í jólgjöf, en hann hef- ur bara ekkert hár“. John litli, sem á heima í Sheffield langaði að sjá jólasveininn og skrifaði því: „En þú ættir að koma í fyrra lagi, því jeg fer alltaf snemma að hátta“. Talsvert af jólasveinsbrjefum berast til ís- lands ár hvert og þess vegna var það, að í fyrra var stungið upp á því í þesusm dálk- um, að Ferðaskrifstofa ríkisins svaraði þeim, líkt og gert er í Danmörku. Ekki er mjer kunnugt um hvort sú tillaga var tekin til greina. ORÐ í BELG FRÁ 88 ÁRA FRÆÐIMANNI DR. JÓN STEFÁNSSON, hinn aldraði fræði- maður, varð 88 ára á dögunum. En hann fylg- ist vel með dægurmálunum og í brjefi, sem hann sendir, tekur hann þátt í umræðunum um Jón biskup Arason og leikiriti um hann. Dr. Jón segir: „Umræður standa nú yfir um leikrit Tryggva Sveinbjörnssonar, Jón Arason, með og móti. Jeg er með hvorugum. Þegar jeg sá það leikið, þótti áhorfendum mest varið í skipti Jóns biskups og sona hans fyrir Helgu biskupsfrú. — Sumir felldu tár. Mjer fannst þessi þáttur of „sentimental“. íslendingar á 16. öld voru ennþá svo líkir ís- lendingum sögutímans, að þeim þótti ókarl- mannlegt að láta sjer bregða“. • LÖGLEGT HJÓNABAND SAMKVÆMT GRÁGÁS „ÞÁTTURINN UM handtöku Jóns biskups í kirkju var tilkomumikill. Leikendur ljeku vel, en skáldið, glæsimennið, hugsjónamaður- inn, Jón Arason, kemur ekki fram. Fáir eru þeim vanda vaxnir að leika hann. Helga var honum samboðin í höfðingsskap. Hjónaband þeirra var löglegt samkvæmt Grá- gás og þarf því ekki að kalla hana fylgikonu hans“. • EN GERI EINHVER BETUR „LEIKRITAHÖFUNDAR hafa ætíð breytt efni leikrits til þess að það hefði sterkari áhrif, væri meira „dramatiskt“, segir Jón Stefánsson að lokum. ,',Höfundur þessa leiks varð að gera líkt. Um hvað á að taka með og hverju á að sleppa geta verið mismunandi skoðanir. Geri nú einhver íslenskur leikritahöfundur betur og riti ennþá dramatiskara leikrit uffl þjóðhetjuna“. • „BANNAÐ FYRIR BÖRN“ OPINBERT EFTIRLIT er með kvikmyndum til að tryggja áð alls velsæmis sje gætt og þó einkum, að börnum og unglingum sje ekki hleypt inn á sýningar, sem þau hafa ekki gott af að sjá, eða geta hreinlega verið þeim skað- legar. En öðru máli gegnir með útvarpið. Oft eru flutt leikrit í útvarpi, sem ekki eru við hæfi unglinga, þó kemur það ekki fyrir, að varn- aðarorð fylgi þeim til hlustenda um að leyfa ekki börnum að hlusta á þau. Leikrit var t.d. leikið í útvarpi s.l. laugar- dag, sem álitamál gæti verið, hvort börn áttu að hlusta á. Vill nú ekki útvarpið láta fylgja orð um það, þegar slíkum leikritum er útvarpað, að börn ættu ekki að heyra þau? Kostnaðurinn við það ætti ekki að skerða 5 milljónirnar að neinu ráði eða hafa áhrif á hvernig þeim er skipt milli útvarpsmanna. „Faðir minn" - 27 þjóðkunnir menn skrifa um feður sína KOMIN ER út hjá Bókfellsútgáfunni bókin „Faðir minn“, þar sem 27 þjóðkunnir menn rita um feður sína látna. Er hún með sama sniði og ,Móðir mín“, sem kom út í fyrra og náði mikl- um vinsældum. Pjetur Ólafsson hefir sjeð um útgáfuna. Þessir rita í bókina: 1 Björn Þórðarson, fyrrv. for- sætisráðherra, um Þórð Run- skipstjóra, sr. Jakob Jónsson, um sr. Jón Finnsson, Helgi Val ólfsson í Móum, Thora Frið-, týsson, um Valtý Valtýsson, riksson um Halldór Kr. Frið-, bónda, Sigríður Björnsdóttir, riksson, yfirkennara, prófessor húsfrú, um Björn Jónsson, pró- Guðmundur Thoroddsen um fast, Þórarinn Egilsson, útgerð- Skúla Thoroddsen ritstjóra, armaður, um Þorstein Egilsson, Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup kaupmann, Þorsteinn M. Jóns- um Jónas Jónasson frá Hrafna- son, skólastjóri, um Jón Óla- gili, Thor Thors, sendiherra,1 son, bónda, Guðný Jónsdóttir, um Thor Jensen, Anna Bjarna-' um Jón Bjarnason, bónda, Þor- dóttir um dr. Bjarna Sæmunds- björn Björnsson, Geitarskarði, son, Steingrímur Steinþórsson,1 um Bjöm Jónsson frá Veðra- forsætisráðeherra um Steinþór móti, Gísli Halldórsson, verk- Björnsson, bónda, Agnar Kl. fræðingur, um Halldór Guð- Jónsson, skrifstofustjóri, um mundsson raffræðing, prófessor Klemens Jónsson, landritara,, Magnús Jónsson, um sr. Jón Ó. Ríkarður Jónsson, myndhöggv- Magnússon, Jóhannes Gunnars- ari, um Jón Þórarinsson frá son, biskup, um Gunnar Einars- Núpi, prófessor Guðbrandur son, kaupmann, sr. Ásgeir Ás- Jónsson, um Jón Þorkelsson,! geirsson, um Ásgeir Guðmunds þjóðskjalavörð, Guðrún Björns son, hreppstjóra, Guðrún Geirs dóttir um Björn Sigfússon ájdóttir, um Geir Zoegá, kaup- Kornsá, Dagur Brynjólfsson, mann og Jóhann Þ. Jósefsson, bóndi, um Brynjólf Jónsson frá fyrrv. ráðherra, um Jósef Valda Minna-Núpi, prófessor Einar son. Ól. Sveinsspn, um Svein Ólafs-| Pjetur Ólafsson segir m. a. í son, Guðm. H. Þorláksson, húsa formála: „í erindi, sem sent meistari, um Þorlák Teitsson. var höfundum greinanna í þes3 ari bók, með beiðni um að þeir skrifuðu um föður sinn, segir svo m. a.: „Greinarnar geta tæplega orðið tæmandi per- sónulýsingar. Hjer skiptir mestu máli, að saga föðurins er sögð að heiman, og af þeim, sem næstur honum stóð og best hafði skilyrði til að skilja hann. — Kynslóð sú, sem sagt verður frá, lifði stórbrotna tíma í sögu íslensku þjóðarinnar. — Þeir atburðir, stjórnmálalegir og efnahagslegir, hafa markað djúp spor og mótað kynslóðina, á sama hátt og hún hefir sett mót á þá“.“ Söfnunin fi! bænda ENN berast gjafir í söfnunina til bænda á óþurrkasvæðinu, —■ Nýlegá hafa eftirtaldar gjafir borist: Frá búnaðarf jelögunum í Eyr arsveitarhreppi 1630 kr„ Eyrar hreppi 3000, Fellsstrandar- hreppi 2575, Hofshreppi (við- | bót) 3780 (áður 2100), Norður- árdalshreppi (viðbót) 2175 (áð ur 5000), Svínavatnshreppi 3000, Áshreppi 3875, Rípur- hreppi 2900, Reykjafjarðarhr. j 3000, Eyrarbakkahreppi 2600, Laugadalshreppi 4200, Mosfells hreppi (viðbót) 160 (áður | 2605), Búnaðarfjelagi Merkur- I bæja í V.-Eyjafjallahreppi 4680 og einstaklingum í Reykjavík og nágrenni 870. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.