Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. nóv. 1950. MORGUTSBLAÐIÐ II Áftræður í dag: J. Sigfrid Edsfröm forseti alþjóoa Olympíunefndarinnar FARIÐ UM SUÐURNES HANN er fædtlur og upp aliun 5 Sviþjóð, og einn kunnasti íþrótta- frömuður, sem nú er uppi. En Svíat hafa löngum átt snjalla íþróttaleið toga. Sigfrid, eins og bestu vinir þans kalla hann, lagði snemma stund 4 ýmsar líkamsíþróttir og varð fræg ur fyrir. Rösklega tvítugur að aldri 8etur iiann sænskt met í 150 stiku Sllaupi ó 16,4 sek. Hann iðkar jafnt inniíþróttir, sem útiiþróttir og mjög fjölþættar. Eftir að hann hafði lokið frækilegu Verkfræðinámi, bæði innanlands og Kltan, aldamótaárið, byrjar hann á á íiugastarfi sínu i þágu íþróttanna. fyrst heima fyrir i Svíþjóð, en síð- ar fyrir alþjóða-íþróttasamböndin. — Og kemur víða við. Hann hættir ekki áhugastörfum sinum i þágu iþrótt- anna, þótt hann sje af Ijettasta skeiði, eins og svo margir gera, og hafa gert. Hann er hugsjón sinni trúr. Sigfried tók íþróttahugsjónina ást- fóstri á unga aldri, og gleymdi því aldrei á þroskaferli sinum, að „góð íþrótt er gulli betri“, ---- Eitt hið fyrsta verkefni hans er að skipuleggjja sænska Ríkis-íþróttasam foandið og það gerir hann svo ræki- íega, að enn i dag eru grundvallar- atriði hans i gildi. Hann var kjórinn orseti Fjölíþrótta- eambands Svía 1901, og um sama leyti hefst samvixma hans við fim- leikafrömuðinn, Victor Balck, i fim- Jeikum og fjölíþróttum. Þá var Sigfrid aðalskipulagsmaður Olympíu- leikanna 1912 í Stokkhólmi, sem oss Islendingum eru svo minnisstæðir, vegna þátttöku vorrar í þeim og Jjeirra tiðinda sem þar gerðust. Árið Í913 er Sigfrid kjörinn forseti IAAF |(Alþjóðasamhands áhngamanna í fjöl íþróttum), og var forystumaður þess til ársins 1946, en þó sagði hann af @jer á íþróttaþinginu í Oslo, vegna ekyldustarfa sinna og anna i CIO. Kalþjóða Olympiunefndinni). Eftir liann tók við forustu IAAF, Bretinn Ford Burghley, sem vjer þekkjum svo vel frá Olympíuleikun- jun í London 1948. Þegar fyrstu Olvmpiuleikar nú tímans eru hóðir suður í Grikklandi, 5 Aþenuborg árið 1896, fyrir forgöngu iiins heimsfræga franska íþróttaleið- toga Baron Pierre de Coubertin, fer j Sigfrid þangað. Þar hittir hann Cou- , foertin. Þeir verða aldavinir, til ó-! snetanlegs gagns fyrir Olympíuhug- j sjónina. Sigi'id mætir á mörgum er- lendum íþróttaþingum og ráðstefnum am áratugi. Hann fer á Olympíu- Jiingið í -Luxemborg árið 1910 og eins árið eftir, er það var háð i Budapest. Arið 1920 er hann kjörinn fulltrúi 5 CIO, fyrir Svia, og hefur ótt þar ®eti síðan, eða i 30 ár. 1 framkvæmda I Bt fnd CIO, er hann kosinn 1921, tíu Íium síðar er hann kjörinn varafor- 8eti CIO. En þegar fyrv. forseti CIO, Baillet-Latour, ljest, í jan. 1942, tek- tar Sigfrid Edström við stjórn CIO. Forseti CIO var hann kjörinn ein- j iróma á fvrsta fundi Alþjóða-Olympíu Bidndarinnar eftir heimsstyrjöldina SÍðari, sem háður var í sept. 1946 ' Svisslandi (Lausanne). Þótt Sigfvid gje nú í dag óttræður að aldri, er foann enn víkingur við vinnu og ferðalög. Á þessu óri hefur hann t. d. i foeimsótt tíu höfuðborgir í austri og ▼estri, vegna þessara óhugamála ainna. Og allsstaðar er honum vel j líagnað, að makleikum. Hann hefur Jagurlega sannað oss, að aldurinn fer ©igi alltaf eftir árunum, eins og svo anargir vilja halda fram og segja, a'ð þeir, sem náð hafa sextugs- eða»- sjötugs aldri, eigi að hætta störfum. Og jafnvel er til lagasetning um það fojer ó landi, að menn i opinberri þjónustu, skuli hætta störfum, er þeir foafa náð 65 eða 70 ára aldri. Og virð- ist þetta framkvæmt, én þess hugsað 8}e um heilsufar, starfsgleði, starfs- orku eða. viljaþrek manna,. Það er ©ins og þetta hafi engu þýðingu, þeg- ©r aldurinn færíst yfir hinn trúa þjón. Eða þegar meta skal mannkosti i foans og menningu. Hvað rnætti þá j Begja um tvo hina stóru — öldungana Churchill, og Stalin, sem eftir þessan j kenningu ættu aö vera fyrir löngu j foættir störfum. — Nei ieg hygg, að j Itort unga lýöveidi, megí eigi við því J að missa sína trúu og dyggu þjóna, sem eru svo lánsamir að vera heilsu hraustir og starfsglaðir, þrátt fjTÍr háan aldur — embættisaldurinn. Fáir hugsjónamenn sjá hugsjónir sinar rætast. Sigfrid Edström, er einn af þeim fáu, sem sjeð hefir margar hugsjónir sínar rætast. Olympíuhug- sjónin þróast og þroskast, til blessun- ar fyrir æskulýð marga þjóða. Á fjögra ára fresti hittast afreksmenn, svo að segja allra hinna frjálsu þjóða, á Olympíuleikvanginum. •—• Þar er ekki spurt um hör- undslit, trú eða stjómmálaskoð- un keppandans, heldur aðeins um afrek hans og ágæti. Þar ó dóð og órengskapur að haldast i hendur, jafnt innan leikvangs, sem utan hans. Og sú er og raunin hjá hinum sanna íþróttamanni. — Starf Alþjóða-Olym- piunefndarinnar, er friðarstarf, sem Sigfrid Edström hefir síðustu ára- tugina tekið mestan þáttmn í, og án annara launa, en þeirra, sem íiggja i starfinu sjálfu. Þegar þetta er at- hugað, furðar oss a því, að Sviar skuli ekki enn hafa bennt á Sigfrid, sem maklegan þess, að fá friðar- laun Nobels, tyrir hið mikla og mik- ilsverða menningarstarf, sem hann hefir unnið á alþjóðavettvangi, um áratugi. Hjer hefir aðeins verið stiklað ó þvi stærsta um iþróttaferil J. Sigfrids Edströms, hitt gleymist engum, sem viðskifti hefir haft við Svía, að hann hefir verið einn mesti iðjuhhöldur þeirra og forstjóri hins fræga versl- unarhúss ASEA, lika um áratugi. — Þess vegna óskum vjer i dag, Svíþjóð til hamingju, með þennan ágæta son, sem altaf hefir verið fyrst og fremst, Sigfrid Sviþjóðar, jafnt í íþrótta- -málum, setn atvinnumólum þjóðar sinnar. Að lokum iska jeg þessum íþrótta- jöfri, I. Sigfrkl Edström, farsældar og gifturíkrar framtiðar, bæði þessa beims og annars. B. G. » . Söngskemtun Frá frjettaritaja vorum á Selfossi. KARLAKÓRINN Söngbræður á Selfossi, undir stjórn Ingi- mundar Guðjónssonar, efndi til söngskemmtunar í Selfossbíó, laugardaginn 18. þ. m. Á söng- skránni voru 12 lög. Einsöngv- arar voru Hjalti Þórðarson og Sig. Fr. Sigurz. Einar Sturlu- son, óperusöngvari, var mætt- ur sem gestur kórsins og söng einsöng með kórnum og einnig milli þátta. Fór söngskemmtunin hið besta fram og varð að endur- taka mörg lögin og syngja auka lag. Áheyrendur hefðu mátt vera fleiri. Karlakórinn Söngbræður hef ur æft af kappi undaníarið, og notið tilsagnar Einars Sturlu- sonar. Má glöggt marka, að um frámfarir 0r áð ræða hjá kórnum, miðað við s.l. ár. Formaður kórsins er Arnold Pietursson, verslunarmaður. S. FRJETTABRJEF þetta var skrif- að fyrir miðjan október, þegar síldarútgerðin stóð með sem mestum blóma. (Jtgerðarmaður, kunnugur á Suöurnesjum, og ungur maður, ikunnugur þar syðra, segja frá íerðalagi sínu þangað. CJM leið og lagt var af stað frá leykjavík til Suðurnesja, skýrði itgerðarmaðurinn samferða- nanni sínum frá því, að aðalum- ræðuefnið á Suðurnesjum myndu /erða hafnarbætur og fiskigöng tr, vegna þess að þorskgengdin á vertíðinni er mest í kring um ieykjanesskagann; hvalurinn, ;em veiddur er, heldur sig þar og næsta hvalveiðistöð myndi /erða byggð á Suðurnesjum; síldin sje þar í ríkulegra mæli en nokkursstaðar annarsstaðar hjer við land; það komi fyrir að' stórupsinn vaði þar í stórum torf um ofansjávar að haustinu til og það muni fáa dreyma um það nú, að það verðf örstuttur tími þar til þessi lifrarmikli, stóri og fallegi fiskur verði veiddur þar í sjávarskorpunni í herpinætur 'fyrir tugi miljóna króna á hverja hausti. Lúðumið sjeu góð við Eldey og Geirfuglasker að ó- gleymdum Garðsjónum með all- an skarkolann. Fyrst var ferðinni heitið til Innri-Njarðvíkur, og á leiðinni spurði ungi maðurinn hvar engj- arnar væru, en þegar hann fjekk að vita, að það væru engar engj- ar til á Súðurnesjum, heldur smá býli með ræktaða túnbletti í kring, þá leitst honum ekki á landslagið, því það var allt ann- að en í heimasveit hans. INNRI-NJARÐVÍK Þegar til Innri-Njarðvíkur kom, var verið að koma með síld þangað á bílum, og átti hún að fara til söltunar og frystingar, því að ekki er þar bryggja, sem hægt er að landa fisk við. Þar er fiskimjölsverksmiðja, en ekki var hún í gangi og þarf að aka öllu hráefni til hennar langa leið. Ekki þótti unga manninum mikið koma til hagsýninnar, sem þar hafði verið að verki og vat nú haldið þvert yfir skagann og til Grindavíkur. GRINDAVÍK Þegar þangað kom voru þar um fjörutíu bátar, sem höfðu komið þá um daginn til að landa síld. Af þessum bátum voru að- eins níu heimabátar; hitt aðkomu bátar víðsvegar af landinu. — Þarna voru 20—-30 aðkomubílar til að sækja megnið af síldinni, sem átti að fara til Keflavíkur, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þótti unga manninum mikið koma til athafnalífsins á þessum stað. Hóp heitir sá staður í Grinda- vík, þar sem allir bátar athafna sig nú. — Eru aðeins örfá ár síð- an það var tekið í notkun og hef ír það gjörbreytt útgerðarskil- yrðum Grindvíkinga. Grindavík er brimaverstöð, en þegar fæ t er að komast inn í Hópið, eða úr því út á rúmsjó fyrir brimi, þá fara allar fleytur til fiskjar og stutt er á fiskimiðin, og hafa þau reynst Grindvíkingum drjúg. Eru flestir útgerðarmenn þar fjárhagslega mjög vel stæðir og sjálfstæðir í orðsins fyllstu merk ingu. Þegar kornið er inn í Hópið, sem er eins og stöðuvatn, fer vel um bátana, en rennan eða ósinn, sem liggur frá Elópinu út á rúm- sjó, er á fjöru aðeins fær minni vjelbátum, vegna þess, hve hún er grunn og mikla aðgæslu þarf að hafa þegar bátar „leggja í“ þessa rennu þegar sjór er úfinn. Inni í Hópinu eru tvær báta- bryggjur sæmilega góðar, en alls ófullnægjandi þeim mikla fiski- flota, sem þangað sækir og þarf að athafna sig, og oft hefir það komið fyrir í haust, að bátar, sem komið hafa að morgni, hafa ekki getað lagst að bryggju fyrr en kvöld var komið og tapað róðrum þess vegna, því flein en þrír bátar geta ekki athafnað sig þar í einu. Miklar hafnarfrarr'ikvæmdir standa nú yfir í Grindavík. Er verið að byggja þar nýtt „ból- verk“ á milli bryggjanna, sem verður tilbúið á þessu ári og geta þá 3—4 bátar athafnað sig þar. Það, sem mest ríður á nú, er að dýpka ósinn og sprengja grjóthoft, sem í honum eru, og að því hefir „Grettir", hið stóra og góða dýpkunarskip unnið í sumar og bætt mikið um, en „Grett.ir“ þarf að koma aftur til Grindavíkur næsta surnar og dýpka og sprengja meira og breikka ósinn (innsiglingarrenn- una). Þegar því er lokið, þarf að stækka og dýpka það svæði ir,ni í Hópinu, sem er framundan bátabryggjunum. Það eru ekki eingöngu Grindvíkingar, sem þrá þetta, heldur fjöldi annara báta eiganda, sem vilja og þurfa að fá athvarf þarna, jafnt á vetrar- vertíð sem haustvertíð. í Grindavík eru tvö góð frysti hús og lítil beinaverksmiðja,. og hefir þetta allt verið til mikils hagræðis fyrir útgerðina. Við spurðum sjómann á bryggjunni, hvað þá vanhagaði nú mest um. Sagði hann ao það fyrsta væri, að haldið yrði áfram með að ’bæta lendingarskilyrðin og því næst þurfi bátarnir að bvggja sjálfir fyrir sig söltunarhús, sem hægt sje að nota á vertíðinni til þorskaðgerðar og að haustinu til síldarsöltunar, ef með þurfi. — Fjöldi báta hefir ófullnægjandi beitingarskýli og svo til engar verbúðir eru til fyrir sjómenn- ina. Því næst þyrftu útgerðar- menn að eiga sameiginlega stórt og gott fiskþurrkunarhús, því að allt útlit sje fyrir að salt- fiskþurrkun verði aftur hafin. — Því byggið þið þetta ékki? Spyrj um við. Svarið var, að bygging- arefni fengist ekki og að Fjár- hagsráð hafi synjað beiðnum um það. Síðastliðið vor vildi aðkomu maður, sem leitst vel á sig hjer, fá lóð nærri höfninni og ætlaði að byggja hjer stórt aðgerðarhús, sem jafnframt yrði saltgeymsla, síldarsöltúnarpláss og verbúðir fyrir sjómenn, en hann fjekk það ekki fyrir Fjárhagsrá-ði. Síð- an hefir ekkert spurst til þess- ara framkvæmda. Fjöldamörg- um útgerðarmönnum líst vel á sig hjer og vilja setjast hjer að, en ailt strandar á því sama. — Það vantar íbúðarhús, verbúðir og öll hús fyrir nýja aðkomna útgerð. Hjer er ekkert gistihús, engin matsala og ekki er hægt að fá keypt kaffi eða að koma manni fyrir eina nótt. hvað sem við liggur. Og verður þetta að nægja um Grindavík. YTRI-NJARÐVÍK Þegar farið var frá Grindavík var ferðinni heitið til Ytri-Njarð víkur. Við höfum stansað lengi í Grindavík og hvorki fengið þar vott nje þurrt. Nú vænti ungi maðurinn að sjá mikil hafnar- mannvirki og stóran vjelbáta- flota í þessari væntanlegu og mikið umtöluðu Landshöfn, sem verið hefir í smíðum síðan j stríðslok og ríkissjóður hefir veitt til fleiri miljónum króna. En þegar þangað kom var að- eins einn bátur við bryggju og hafðist ekkert að. Eitthvað . af síld hafði komið .þangað um dag- inn, en henni hafði verið ekið þangað frá Keflavík eða Sand- gerði, að því er okkur var sagt. KEFLAVÍK Þegar þangað kom, var stórt haískip við bryggjuna og nokkr- ir sildveiðibátar — einir tíu eða tólf, en megninu af nýsíldinni hafði verið ekið þangað á bilum frá Grindavik og aðallega frá Sandgerði. Þar var mikil síldar- söltun og iðandi athafnalíf. Þeg- ar jeg spurði hverju það sætti, ( að bátarnir kæmu ekki með sild Íina til Keflavíkur, svaraði kunn- ugúr maður, að t. d. jafnhygg inn og reyndur maður og Loftur Loftsson útgerðarmaður, sem h rf ir mikinn rekstur og útgerð margra báta, ljeti báta sína ör- sjaidan koma til Keflavíkur, heldur væri aflanum landað á Sandgerði, en ekið í bílum .11 Keflavíkur og þar væri hanxi verkaður. Skýringin var þessit Síðan nýi vegurinn kom yfír heiðina frá Sandgerði til Kcfla" víkur, styttist leiðin mikið og er nú 8 kílómetrar. Akstur bílhlasa frá bryggju í Keflavík upp að aðgerðarhúsum Lofts á staðnum er um 200 metrar og kostar yfir 20 krónur að aka bílhlassinu, en akstur sama bílhlass frá Sand- gerði til Keflavíkur kostar 25— 30 krónur. En það, sem vinnsfc á þessu, er, að bátarnir sleppa við að sigla fvrir Garðskaga til Keflavíkur. Þetta sparar um. þriggja tíma siglingu, en þó er það aðalkosturinn við Sandgerði að menn sjá þar betur til veðura og sjólags — og fá þessvegna marga sjóferðina fram yfir Kefl- víkinga. Er ungi maðurinn hafði skoðað sig dálítið um í Keflavík og látið í ljós, að sá staður hefði þó nokkuð til síns ágætis, var lagt af stað til Sandgerðis. SANDGERÐI Þá um daginn höfðu komið þangað um 50—60 bátar með síld. Helmingur þeirrar síldar var saltaður í Sandgerði, en öllu hinu var ekið í burtu. Sandgerði er tvímælalaust sf* verstöð hjer á landi, sem liggttr best við hinúm auðugu fiskimið- um við sunnanverðan Faxaflóa og sunnan Reykjaness. -— Þetta er staðreynd. — Metafli af þorski og síld hefir verið þar um mörg undanfarin ár. Aðsóknin að Sanagerði hefir nú sem endranær verið svo mik- il, að til vandræða horfir, ef ekki verður úr bætt með nýjum bryggjum og hafnarbótum. Þeg- ar sá mikli fjöldi reknetabáta var hjer í haust, var langmest aðsóknin að Sandgerði. Þar hafa komið á land í sumar og í haust, 45 þúsund tunnur af síld, eða þriðji hluti allrar þeirrar sild- ar, sem aflast hefir i reknet. — Sýnir þetta betur en nokkpð annað, að Sandgerði er sá sta3- ur, sem sjómenn og útgerðar- menn hafa haft mest gagn af. Sandgerðisvíkin er grunn og ekki fær nema takmarkaðri stærð af bátum, og í stórstraum- inn er svo grunnt við bryggji n ar, að stærri fiskibátar fljóta þar ekki að á fjöru, og verður oft fjöldi báta að biða úti á víkinni þangað til flot kemur við bryggj urnar og svo þegar flotið krm- ur, þá flykkist sá aragrúi af bát- um upp að bryggjunum í einni lotu, að vandræði eru að fá afl- ann iosaðan nógu fljótt fyrir alla bátana, vegna þess, hva bryggjuskilyrðin eru slæm og fáir bátar komast að í einu, eða aðeins 10 bátar þegar best gengur. Við gáfum okkur á tal vifj nokkra menn, þar á meðal garal- an, glöggan og reyndan formann úr Garðinum. Hann sagði, afj bryggjuna þyrfti að lengja um 100 metra og svo þyrfti ; ö koma 50 metra langt hnje hcrnrjett við endann á henni, en við þu'ð myndaðist skjól, svo að bátarn- ir gætu legið innan við bryggju- hausinn, i svo til hvaða veðri, sem væri. Og svo bætti hann \ið; „Þá yrði Sandgerði sá ákjósan- legasti staður til útgerðar, sem jeg þekki til, og betur vær* farið ef peningarnir, sem síðast- liðið ár voru látnir I byggingu' nýrra verbúða i Sandgerði, væn* komnir í lendingu bryggjunnar41. Þá gáfum við okkur á tal við annan útgerðarmann, sem g°rt hefir út báta frá Sandgerð; ii fjöldamörg ár. Hann sagði: — „Hjer vantar ekkert eins tilfinn- anlega eins og að lengja og stækka bátabrvggjuna. — Hjer er duglegt og starfsamt fólk og eigendur útgerðarstöðvanna * Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.