Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1950. Þórður Jéhannsson Minningarorð HINN 21. sept. s.l. andaðist Þórð- ur bóndi Jól.annsson, að heimili sínu Kjartansstöðum í Skaga- íirði, eftir fremur stutta, en stranga legu Þórður var fæddur 3. sept. 1892, og var því rúmlega 58 ára að aldri. Foreldrar iians voru hjónin Jó- hann SigurSsson Finnbogasonar bónda á Sæunnarstöðum í Vall- árdal og Iagibjörg Jónsdóttir Magnússonar bónda Þórðarsonar í Vaílholti. — Þau hjónin bjuggu alllengi á Kjartansstöðum, og önduðust þar bæði. 8 börn eign- uðust þau, er náðu fullórðins aidri; var Þó.ður með þeim elstu. Fátæk voru þau, sem að líkum lætur, með mikinn barnahóp. En auðug voru þau af mannkostum, og greiðasemi þeirra oft um efni fram. Og hiósfreyjan var Ijós- móðir um marga áratugi, og stundaði það starf oft sárþjáð hin síðustu ár, er heilsan var á þrotum. Þar að auki var hún alls staðar nálæg { nóttu sem degi, til hjúkrunar, er sjúkdóma bar að höndum í nágrenninu. Jeg get þessa hjer, því ómak- lega, hef jeg hvergi sjeð starfs hennar opinberlega getið. Jóhann sál var afbragðs vel gáfaður maður. Sinnti hann um skeið bamakennslu og þótti far- ast það meö ágætum, hann átti lengi sæti í hreppsnefnd Stað- arhrepps. Þórður ólst upp með foreldrum sínum til fullorðinsára. Tók hann við búskap a hluta jarðarinnar, er hann kvæntist. En bjó svo á allri jörðimú eftir lát foreldra sinna. Kvæntur ar Þórður Sigríði Benediktsdóttur, Þorsteinssonar frá Gili í Borgarsveit. — Eign- uðust þau eina dóttur: Ingi- björgu, nú gifta Jóhannesi Han- sen; eru þau búsett á Sauðár- króki. Konu sína missti Þórður 1931, eftir f;' ■ a ára sambúð. Var dóttir þeirra þá kornung. Varð Elín systir hnns þá bústýra hjá honum og alla tíð síðan, og gekk hinni ungu ciottur hans í móður- stað. Þórður byrjaði búskap sem fá- tækur leiguliði, en síðan keypti hann jörðina, og var hún að fullu greidd, er hann andaðist. — Bú hafði hann altaf fremur lítið, en var vel bjargálna. Skepnur sínar fóðraði hann afbragðsvel, og var dýravinur mikill. — Var hann ætíð byrgur af heyjum og mundi hafa tekið sjer nærri ef hann hefði komisi » heyþrot. — Forða- gæslumaður /ar hann í Staðar- hreM>i um 1 \ngt árabil; rækti hann það starf vel. Síðast fór hann um hreppinn síðastliðið vor í þeim erindum, þá orðinn veik- ur. Greindur var Þorður vel, en dulur í skapi. Orðvar mjög og laus við lasí; ælgi. Hægur í fram göngu og bar lítið á honum á mannamötum. en þeim mun bet- ur tók hann eftir öllu er gerðist, sem hann talaði færra. Eigi mátti telja Þórð fram- kvæmdamauu, enda oftast ein- yrki og mikiu mun þar um hafa valdið vanhsilsa, er lengi mun hafa verið búin að þjá hann, þó hann gengi r.3 störfum. Vænt þótti honum um jörðina sína og þungt myndi honum hafa fallið að verða að fara þaðan. — Rifjast upp íyrir mjer samtal við hann, er vió áttum snemma á næstl. sumri. Hann mun þá hafa fundið hve/t stefndi með heils- una. Bjóst viti að verða að hætta búskap bráðlega. Hann sagði að sjer fyndist hann eigi geta farið frá Kjart- ansstöðum að vori til, er allt væri í blóma, en frekar geta sætt sig við .p .o ao ..uuc Á u.i. Hann íjekk ósk sína uppfyllta. Haustið var komið, grösin byrj- uð að fölna, veturinn í nánd. Þá kom kallið- Vertu sæii, gamli vinur. Þökk fyiii- sárufylgdina. iLKr. B. YfirEýsing Eevins nm varnlr Suerskurðar LONDON, 20. nóv. — Bevin, utanríkisráðherra, lýsti yfir í neðri málstofunni bresku í dag, að Bretlandsstjórn væri siað- ráðin í að skerða í engu varnir landanna fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Er yfirlýsing þessi fram kom in, vegna þeirrar kröfu Egypta, að Bretar flytji her sinn frá Suezskurðinum. Bevin lagði í dag áherslu á, að varnir þessa mikilvæga skipaskurðar væru ekki einka- mál Breta og Egypta, enda vörð uðu þær öryggi ýmissa annarra þjóða. Og Bretum kæmi ekki til hugar, sagði hann, að láta Suezskurðinn vera varnalaus- an. — Reuter. Rússar hindra upp- töku Kína-komma í S. Þ. FLUSHING MEADOW, 20. nóv — Bretar sökuðu Rússa um það á allsherjarþingi S.Þ. í dag, að þeim væri það ekkert kapps- mál, að kínversku kommúnist- arnir hlytu viðurkenningu Sam einuðu þjóðanna. .? í Þetta kom fram ræðu, sem Kenneth Younger,: breski inn- i anríkisráðherranp'; flutti á þing inu. Kvað hann Rássa með fram komu sinni svo hafa torveldað meðlimaþjóðum S.Þ. að styðja upptökukröfu Kínakomma, að menn hlytu að komast að þeii'ri niðurstöðu, að Sovjetríkin teldu nærveru kínversku kommúmst anna hjá S.Þ. alls ekki æski- lega. .! Kommanefndin á leiðinni tii New York LONDON, 20. nóv. — Sendi- nefnd kínverskra kommúnista á fund Sameinuðu þjóðanna kom í dag til Prag frá Moskvu. | Frá Prag fer hún flugleiðis tiL Lóndon og þaðan 111 Banda- ríkjanna. Er nefndin væntan- leg til New York á fimmtudag. —Reuter Stefán Siefánsson eftirlitsmaður fimmtugur rr — Vtll rannsókn Framh. af bls. 7. þann tíma eingöngu vera starfs maður útvarpsráðs, var hann leystur undan þeim starfsaga í stofnuninni, sem allir aðrir starfsmenn lúta. Mun þetta m. a. valda því, að hann gerist nú svo ofsafenginn í ofsóknarvið- leitni sinni. Út af þessu leyfi jeg mjer að æskja þess, að ráðuneytið hlut- ist til um það, að fram verði látin fara rannsókn á því, hvort aðdróttanir Helga Hjörvar hafi við rök að styðjast, og ef svo reynist ekki, að honum verði refsað eftir tilefnum. í öðru lagi óska jeg að fram verði látin fara athugun á því, hverjar or- sakir muni liggja til þess ófrið- ar, sem Helgi Hjörvar hefur haldið uppi hjer í stofnuninni, nú og á undanförnum árum, og gerðar verði ráðstafanir til að skapa starfsfrið í stofnuninni. Líti ráðuneytið svo á, að það sje rjett, að aðilar þeir, sem hjer eiga hlut að máli, víki úr starfi um stundarsakir, meðan á rannsókn stendur, mun jeg fyrir mitt leyti taka því án allrar þykkju. Þess skal að lokum getið, að jeg mun höfða meiðyrðamál á hendur Helga Hjörvar fyrir Morgunblaðsgreinina svo og fyrir bæklinginn. Virðingarfyllst, Jónas Þorbergsson. Til menntamálaráðuneytisins. — „FriÖarþingið Frh. af bls. 1 mundu berjast gegn Sameinuðu þjóðunum í Kóreu á meðan nokkur maður stæði uppi. Varð fög-iu.'iur þingheims svo rtv’ 'II við þessi orð hennar, að hún var hyllt með lófataki og hróp- um í níu mínútur samfleytt!! „Friðarþinginu“ lýkur á morg un með hljómleikum. - Útvegsmannafjel. Framh. aí' bls. 6. laust upp samninga um viðun- andi verð á Faxaflóasíld til bræðslu. 4. Á fundinum var kosin nefnd til þess að undirbúa stofn fund olíusamlags í Reykjavík. (Frá Útvegsmannafjel. Rvíkur) — Suðurnes Frh. af bls. 11. Sandgerði eru hyggnir og dug- legir menn, sem hafa lagt meira kapp á byggingu frystihúsa, lifrarbræðslu og fiskhúsa en verbi'iða fyrir fólkið eða lúxus- bygginga yfir sjálfa sig, því þeir hýrast hjer í lítilfjörlegum kumböldum. — Það sem við þrá- um mest, er að fá lengri og stærri bryggjii. því að Sandgerði er perl an af öllum bátaútgerðastöðv- um Suðurnesja. Og betur hefði verið varið einhverju af þvi mikla fje, sem fór í Landshöfn- ina í Njarðvíkum, til þess að bj'ggja bryggju hjer í Sandgerði. Nú eru vonir okkar, að ríkissjóð ur veiti ríflega fje til hafnarinn- ar í Sandgerði og að byrjað verði á verkinu sleitulaust næsta vor“. Sje nokkur höfn tilvalin lands höfn fyrir vjelbátaflotann, þá er það Sandgerði. Sjómenn og útgerðarmenn kalla á Sandgerði sem landshöfn og reynslan nú í haust hefir, sem endranær, sýnt, að þar á lands- höfn að vera. — Alþýðusam- bandsþtngið Framh. af bls. 5 fjelagi höfðu kommúnistar framið ýmiskonar ofbeldi, er fulltrúakjör fór þar fram. Hafði stjórn Alþýðusambandsins því fyrirskipað að kosið skyldi þar að nýju. En það var ekki gert. Var því eins og fyrr segir fellt að taka kjörbrjef þessa fulltrúa gilt, en hinsvegar samþykkt sú tillaga meirihluta kjörbrjefa- nefndar að heimila honum þing setu með málfrelsi og tillögu- í'jetti. Þá var staðfest innganga 12 nýrra verkalýðsfjelaga í Al- þýðusambandið. Hafa þau gerst meðlimir þess milli þinga. Síð- an fóru forsetakosningar fram. Að þeim loknum var kl. orðin rúmlega 6. Fór þessi fyrsti fundur þings- ins mjög rólega fram. Var allt annar bragur á honum en fyrsta fundi síðasta þings. En þá voru miklar viosjár milli flokka í þann mund, sem komm únistar misstu meirihluta siixn. Lýðræðissihnar í verkalýðs- hi’eyfingunni hafa eins og kunn ugt er yfirgnæfandi meirihluta á þessu þingi. Næsti fundur þingsins skyldi haldinn á mánudag kl. 2 e. h. Gert er ráð fyrir að það geti staðið meginhluta þessarar viku. S. Bj. FIMMTUGUK var þann 18. þ. m; Stefán Stefánsson, eftirlitsmaður, Borgartúni 7. Hann er fædduf að Selalæk, Rangárvöllum. For- eldrar hans voru þau Guðriður Guðmundsdóttir og Stefán Bryn- jólfsson, fyrr bóndi á Selalæk, síðar bóndi í Flögu. Systkini Stefáns eru þau Kristín, gift Jóni Hlíðberg, húsgagnameistara hjer í bæ; Brynjólfur, framkvæmdar- stjóri og Vigdís, húsfreyja í Flögu. Stefán fluttist til Reykja- víkur árið 1920 og starfaði þá sem bifreiðastjóri til ársins 1937, er stofnuð var bifreiðadeild Sjó- vátryggingarfjelags íslands. — Rjeðist þá Stefán sem eftirlits- maður þeirrar deildar. — Hefur hann gengt því starfi síðan með ágætum og er prýðis vel liðinn af sínum samstarfsmönnum. Eitt a£ áhugamálum Stefáns er Bridge- íþróttin. Hann er einn af stofn- endum Bridgefjelags Beykjavík- ur, og er mjög framatlega í þeirri list, enda valinn af Bridgesaml bandinu til þess að keppa fyrir ísland á Evrópumeistaramótinu í Englandi síðastliðið sumar. Stefán er drengur hinri besti, og uppsker því ekki annað en góð- hug, samtíðar sinnar. Hann er þjettur á velli og þjettur i lund og traustur öllum sínum vin um. Það var mannmargt hjá Stefáni á afmælisdaginn hans, og mátti af því sjá hve vinsælí hann er. Jeg veit að heillaóskir alíra hans mörgu vina fylgja hon um um ókomna ævidaga. Kunningi. Óhagstæður verslunarjöfnuður. LONDGN — Verslunarjöfnuður Kanada fyrstu átta mánuði þessa árs var óhagstæður um 14,300,000 dollara. REYKJAVÍK - ÍSAFJÖKR17K mdnudaga — miðvikudaga laugardaga LoitieiSir h.i. sími 81440 ! j : Markúf Efti? Síd Dod4 NMimiMumi «r » wntnwvB 1) — Jeg skil ekkert f þessu. 2) — Hann hlýtur að hafa Jeg er búinn að leita í öllum vösum hans. Jeg finn lykilixxn að handjámunuixi hvergi. dottið úr vasanum einhvers staðar. ÍÚÍÚTT fíy THUNOERf J ' "• 7KSRE/TI3 ON * THAT FLAT ROCK... , \ ■'JSTCUTOF REACRf 3) — Hver skollinn, þarna liggur lykillinn á steinhellunni. Það er of langt frá, ekki get jeg teygt mig .þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.