Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1950. Framhaldssagon 94 FRÖ MIKE Eftir Nancy og Benedict Freedman Hann var einn eins og hann hafði verið áður en hann fann góðvild og ást Oh-Be-Joyful. Barnið teygði sig á eftir hon- um en litli lófin greip í tómt. Jeg sneri mjer að Mike. Qh- Be-Joyful, stúlkan í svörtu sokkunum, sem sat stolt á svip t hegningarklefanum. Jeg sá hana fyrir mjer er hún hló. — Mjer fannst jeg aftur heyra söguna um Fleet Foot, og mjer fannst jeg einnig heyra hana kjassa við Mary Aroon á hinu hýða Indíánamáli. Mike kraup niður og horfði alvarlegur á svip á kringluleití andlit barnsins. „Hún er falleg lítil stdlka“. Hann settí fing- urinn undir höku hennar og hakan hristist til. Mike glotti. „Halló, Kathy“. Hann veifaði til mín. „Við getum ekki haft hjer tvær með nafninu Kathy. Það er best að kalla hana Kate“. Kate. Þetta dökka Indíána- barn átti sama nafn og jeg, ef til vill einnig sömu örlög að einhverju leyti. „Þú hefir ver- ið mjer betri en systir“, hafði Oh-Be-Joyful sagt um mig, — Og barnið hennar var tengdara mjer en systur mínar. Jeg muldraði nafnið „Kate“ fyrir munni mjer. Jeg sá hana fyrir mjer, beygja sig yfir barnið sitt og hugsa um mig um Ieið og hún hvíslaði nafn mitt. „Mike“, sagði jeg. „Það er svo undarlegt .... og mig lang ar helst til að gráta. En hvað þýðir það?“ „Það er Iíkt“, sagði Mike. — „Barnið heitir Kate og þú Kat- herine og það virðist rjett að þú skyldir hafa tekið við henni“. Jeg vissi hvað hann átti »nð með því að segja að það væri líkfc. En því er ekki hægt að lýsa með orðum, þó maður vissi af því hvar sem var og fyndi til þess. Ef reynt var að tala um það var ekkert hægt að segja annað en hversdags- lega hluti um það, eins og vatn er alltaf vatn og laufblöð eru alltaf laufblöð. En það hafði þó sína þýðingu. Það var hægt að líkja atburðunum við fólkið sem fyrir þeim varð. AUt sitt líf hafði Oh-Be-Joyful haft ríka tilfinningu, þráð af öllu hjarta hamingju, sem móðir mín sagði að væri inkennandi fyrir þá „sem eiga stutta dvöl í þessum heimi“. Einhvem ann an dag mundi jeg vafalaust hlægja að þessu og líta á það sem hjátrú, en í dag, þegar jeg horfði á barn Oh-Be-Joyful í örmum Mikes, þá sá jeg lík- inguna. Yfir öllu lá feldur Norðurs- ins. Yið vorum nálarnar stutt- ar og langar og vegir okkar teygðu sig í allar áttir, skærir og skuggalegir: Oh-Be-Jo.yfi.I var hjer fædd og elskaði Norðrðið vegna þess að það v?ir heimili hennar; Constanee sém kom hingað vegna þess að hún fann engan betri sfcað, vegna þess að hún var að byrja nýtt líf; og jeg — jeg hafði komið og haft þá trú að jeg gæti sjálf kosið mjer þann stað á jörðinni sem jeg vildi lifa á en jeg var knýtt Norðrinu engu slakari böndum en hinir. Þeir tímar voru að jeg hafði reynt að hlaupa á b»ott. Mjer hafði allt í einu fundist allt hjer vera of stórt. Hinar snöggu breytingar: veturinn, kaldur og hvítur, hinn kaldasti og hvítasti; sumarið og norðurljós in leifttruðu á himnum. — Jeg hafði reynt að flýja eins og frú Neilson, sem hafði farið aftur til New York, eða frú Marlin, sem varð vitskert. En þegar jeg yfirgaf Mike, yfirgaf jeg sjálfi mig, jeg yfir gaf þá Katherine Mary, sem Norðrið hafði skapað. Jeg var hluti af Crouard Sarah hafði hjúkrað mjer; jeg hafði hjúkr að Randy. Constance hafði gert að fötum mínum; jeg hafði gerfc við skyrtu McTavish. Oh-Be- Joyful hafði annast um og elsk að börn mín og nú var það mitt að elska og sjá um hennar barn. „Það er undarlegt“, sagði jeg, „en ástin á umhverfinu verður að myndast í hug hvers einstaklings á sama hátt og ö)l önnur ást“. I „Annt þú því í raun og veru, Kathy?“ sagði Mike lágri og hjelt áfram að leika við Indíánabarnið. „Þú hefir att erfiða daga hjer og ekki alltaf skemmtilega, og ef til vill verð ur framtíðin þannig líka“. „Jeg vil enga breytingu, ef við fáum að vera saman“. Jeg hreyfði mig ekki. Jeg var of ástfanginn til þess að geta snert hann eða jafnvel norft á hann. 1 „Mike, mjer er innanbrjósts núna, eins og þegar jeg var barn og át allan páskakandís- inn áður en systur mínar vókn- uðu. Jeg hefi hjer allt. — O? hugsaðu svo um Jonathan cg tómleika lífs hans“. „Hann eignaðist það, sem hann óskaði og á ennþá hluta þess. Og þannig var einnig um Oh-Be-Joyful“. „En aðeins stuttan tíma**. „Þau nutu þess bæði og það er mikilsverðast!“ Mike teygði sig upp og ljet mig setjast á gólfið við hlið sjer. Kate. Hann tók utan um okkur báðar. „Enn eru það minningarnar sem taka hug minn allan. Það erekki langt síðan við vorum éin líka“. Tvíburarnir urðu upp til handa og fóta morguninn eftir þegar þeir komust að því, að þeir höfðu eignast systir. Við sögðum þeim að þeir mættu halda upp á daginn á hvern hátt sem þeir vildu. Það reynd ist samkomulag um það. Dög- um saman höfðu þeir þrábeð- 1 ið Mike að fara út með þeim á sleða. Mike hló. „Jæja, Kathy, klæddu þau þá. Jeg verð fyrir utan“. Og hann þrammaði út til að gera eitthvað sem levsa þurfti af hendi. Þegar jeg hafði lokið við að klæða tvíburana, sendi jeg þá út meðan jeg dúðaði barnið og klæddi sjálfa mig. Þetta var yndislegur vetrar- dagur, bjartur, þurr og kaldur, en þó var sólskin. Þegar jeg kom út var Mike að lagfæra sleðann okkar. Jeg hjelt hann hefði brennt hann eða "ifið hann sundur, en auðsýnilegd hafði hann aðeins verið falinn, ef til vill undir eldiviðarhlað- anum. Hann var að bera á skíð in og bursta af þeim hið sjö ára gamla rið. Tvíburarnir voru önnum kafnir að hjálpa til. — Mike leit til mín og sagði: — „Jeg kom auga á hann fyrir nokkrum dögum og jeg bjóst við að þau mundu hafa mikið gaman af“. Jeg brosti til hans. „Allir upp á sleðann!“ Það varð mikill hamagangur, og fleiri handleggir og fætur, en i jeg hjelt að við ættum yfir að ráða öll saman. Mike hjelt upp í vindinn. Það var dásamtlegt að horfa á hann stika á hvítri fannbretð- unni og jeg var ánægð — aftur aftur á sleðanum og varð að gæta þess að börnin fjellu ekki af. Þetta var töfrandi skip. Við sigldum á frosnu hafi. George var skipherrann og hrópaði skipanir sínar til Connie, sem endurtók þær inn í skóginn og upp til skýjanna. „Nógu heitt?“ spurði Mike, þegar við vorum komin upp á brún hæðarinnar. 1 1 „Já“. Tvíburarnir toguðu í hann, og vildu fá hann í snjókast, en hann horfði enn á mig og vivt Jeg heyndi að skýra það fyr ist ekki ánægður á svip. ir honum. „Það stingur mig dálítið11. „Hvað stingur þig?“ spurði Connie. „Prjónn?“ „Nei“, sagði jeg. „Hvað jeg er hamingjusöm“. i ENDIR. MnMKIHMHHIMHMMl 1 Hákon Hákonarson 21. Jeg settist á stein og byrjaði að velta kringumstæðunum fvrir mjer. Allt, sem jeg átti, voru tötralegu fötin mín og ein ostruskel. Mig hafði rekið á land á auðri og ófrjósamri ey-------. En var þetta þá ey? Og ef svo var, var hún þá eins gróðurlaus og jeg ímyndaði mjer? Jeg komst að þeirri niðurstöðu, að það væri best að reyna að komast að því, sem fyrst, og lagði af stað í rann- sóknarferð. Jeg gekk lengi, lengi og sá ekkert nema nakifi fjall, sem ekki eitt einasta trje eða runni greri á. Sólin skein beint fyrir ofan höfuðið á mjer, og brátt var jeg orð- inn svo þyrstur, svangur og þreyttur, að jeg gat með naum- indum dregist áfram.” % í órafjarlægð, að því er mjer virtist, kom jeg auga á eitt- hvað, sem líktist trje, og bak við það gnæfðu háir, skörð- óttir fjallatindar við himin. En nú var jeg orðin svo þreytt- ur, að jeg gat ekki gengið lengra, og hugsaði bara, að jeg yrði að reyna að komast heim aftur. Heim — það var stað- urinn, þar sem mig hafði rekið á land, og þar sem jeg hafði fundið ostrurnar. Ef þetta var í raun og veru trje, sem jeg hafði sjeð, voru þar að öllum líkindum fleiri en þetta eina. Það gaf mjer ofurhtla von, og jeg ákvað að fara og athuga þetta betur daginn eftir. Niðri á ströndinni fann jeg enn nokkrar ostrur, og þegar jeg var búinn að borða þær, leið mjer miklu betur. En þegar mjer datt í hug, að nóttin væri í nánd, fór skelf- ingarhrollur um mig. Það gátu verið villidýr hjerna á eynni og jeg hafði ekkert vopn. Með hverju átti jeg að verja mig? Jeg varð að finna mjer einhvern stað til þess að sofa á, en fyrst og fremst varð jeg að finna mjer einhverskonar vopn. Jeg gekk niður í fjöruna og tók að róta þar í spýtna- rekaldinu, og þar sá jeg átta tommu skipsnagla. Ef til vill var hægt að nota hann. Jeg tók hann upp og rótaði í fjörunni, þangað til jeg fann spýtu, sem virtist vera hentug sem skaft. Til allrar hamingju var gat í gegnura hana á öðrum endanum. Jeg ýtti naglanum þar í gegn og festi hann með dálitlum sundurröktum kaðalspotta, sem jeg batt hann fastan með. Þetta var býsna frumstætt vopn og líktist mest einhverskonar haka, en jeg gat notað það til þess að verjast með ef til slíkt kæmi. Þegar jeg var búinn að þessu, dró jeg kaðal í gegnura hringinn á trjehleranum og dró hann upp að klettaskoru, sem jeg hafði tekið eftir fyrr um daginn. Jeg hafði hann QfílfixT nrru&UfiJLArJuJ^Ásru^ MIIIIIIIIMIlMMtMMMMMMMMMIMMMMMMIItlKMHMMMIIf Fótsnyrting | (ViSurkennd af danska Lækna- ; sambandinu). Pósthússtraeti 13. Sími 7394 I Ásta Johngen ............... iKAUPI GULL I OG SILFL'R hæsta verði. j : Sigurþár, Hafnarstræti 4. j Samkvæmt siðum Hollywood, fóru rithöfxmdurinn Lewis Browne og kon an hans, eftir að þau voru skilin að borði og sæng, saman í samkvæmi, og hlustuðu þar á tilkynninguna um skilnað sinni i útvarpinu. Leopold Stokowski var einn af gestunum og sagði hann við Browne- „Mjer finnst það mjög óviðeigandi, að þið skuluð skemmta ykkur svona vel. Við konan mín vorum að minnsta kosti svo hátt vís, að við rifumst, þegar við skild- um.“ ★ Charles Coghlan leikari var jafn þekktur fyrir það, hve hann var fljót ur að snúa sig út úr vandræðum og fyrir það, hve vænt honum þótti um kvenþjóðina. Dag nokkum fór konan hans að heiman ’ stutta skemmtiferð, og hún var tæplega komin út úr hús- inu en Coghlan bauð ungri og fallegri stúlku heim til sín til miðdegisverðar. Frú Coghlan hafði gleymt einhverju mikilsverðu, o gsneri heimleiðis til að ná í það, og kom alveg hæfilega til þess að sjá manninn sinn hjálpa ungu stúlkunni út úr bílnum. Caghl- an brá ekki hið minnsta, heldur kynnti konuiuar tvær með mikilli hæversku. Þær horfðu orðlausar hvor é aðra, en Coghlan sagði: „Þar sem jeg veit, að þið tvær hafið svo mikið að segja hvor við aðra, ætla jeg að biðja ykkur að afsaka mig.“ Að svo búnu tók hann ofan, steig inn í vagninn xg ók burtu. ★ Þegar Cato eldri var búinn að missa konu sína, kvæntist hann ungri konu. Sonur hans kom til hans og sagði: „Faðir minn, é hvem hátt hefi jeg móðgað þig, að þú skulir koma með stjúpmóðir inn á þetta heimili?" „Þú hefir alls ekki móðgað mig, sonur“, svaraði gamli maðurinn, „þvert á móti Hkar mjer svo vel við þig að jeg hefi ekkert ó móti því, aS eignast fleiri slíka.“ Eleanore Duse, leikkonan fræga bauðst eitt sinn til þess að gæta eins árs gamals bams, á meðan foreldrar þess, sem voru vinir hennar, færu í gönguferð. „Hvað ætlarðu að gera, ef hún fer að gráta?“ spurðu þau. „Gera! Jeg ætla að syngja fyrir hana“, sagði Duse. „Jeg kann heil- mikið til þess að skemmta börnum.“ Þegar foreldramir komu ti! baka, fundu þau bamið sitjandi rólega £ rúmi únu og stara eins og dáleitt á sófann — og þar lá leikkonan mikla með lokuð augu og opinn munni, háhrjótandi. Hún opnaði augun hægt. „Uss“, sagði hún. „Ef jeg hætti £ sekúndu, fer hún að gráta. Jeg er búin að syngja fyrir hansa, dansa fyrir nana, jeg ljek allan „Paolyo og Franseca'* fyrir hana, og hún há- grjet. En hrotur! Þær eru að hennar hæfi.“ •MMMMMIllMIIIIMIIfllllMMfMIMlMMMMM*l HlllflWllMMt Q9 íbúð Maðpr i góðri atvinnu óskar eftir | 2—3. herbergjum og eldhúsi. | Fátt i heimili. Uppl. í sima | 2520' kl. 5—7 i kvöld. • MlllMlllllMMIMfllllMMMMIIM IMIMMIIM9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.