Alþýðublaðið - 21.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 8 konar íulltrúa Vestur Evrópu ann- ars vegar og Rússa hins vegar. Mun það sennilega leiða til mikils verðfalis á ýmsri nauðsynjavöru, svo sem byggingareí'num og mat- vöru. .Svarta jörðin" í Kuban og öðrum kornhýuðum Rússlands er frjósamásta Iandið í heimi. Samn- ingar þessir vekja geysilega gremju meðai auðvaldssinna í Englandi og hamast blöð þeirra rnjög. Frakkar eru einnig mjög óánægðir. Þykjast franskir auðtnenn, sein voru stærstu lánveitendur Rússa á keisaratím- uuum, vera settir hjá, er Bretar gera fyrstir samninga við Rússa, Di dagiirn 09 yegmn. Karlakór, undir stjórn Jóns Halldórssonar, söng nokkur lög í gær við Lækjargötu. Eiga þeir þakkir skildar, er gaagast fyrir því, að skemta almenningi. Embættisprófi í læknisfræði hafa þeir lokið: Helgi Guðmunds- son með II. eink. betri, Kjartan Ólafsson með I. eink., Kristmund- ur Guðjónsson með II. eink. betri og Páll V. G. Kolka með I. eink. Sólstöður eru í dag kl. 4 og 40 mín. síðdegis, eftir ísl. meðal- tíma. Suðurland fer í kvöld kl. 8—9. Landspítalasjóðsdagurinn. — Veðrið var fremur óhagstætt á laugardaginn, en þó var múgur manns á ferli, og munu konurnar varla geta kvartað undan þátt- tökuleysi í samkomum þeirra. Ræður þeirra Guðrúnar. Lárus- dóttur og Aðalbjargar Sigurðar- dóttur tóku langt fram ræðum þeim, er hér hafa heyrst þessa dagana, og sýndu þær þar með, að konurnar standa sízt að baki karlmönnunum. Yfirleitt megakon- urnar vera ánægðar með daginn, þó helzt til lítil stjórn hafi verið á ýmsu, er fram fór. Dr. Helgi Péturss var meðal farþega í Gullfossi síðast. Embættisprófi í lögum luku á mánudaginn þeir: Lárusjóhann- zSTofiMrir éugfagir JlsEimann gefa fengié pfdss d móforfiúfferum d Eané~ fœrafísRi fií Rausfs. éC. Æ ÍDum. Skrifstofa Sambands ísl. samvinnufél. er flutt í hið nýja hús þess á Arnarhólstúni. Útborganir eru kl. 10—12 árdegis, hvern virkan dag. esson, bæjarfógeta, með I. eink., 1402/3 stigs, og Þorkell Blandon með II. eink, 862/3 stigs. Lárus er yngsti stúdent, sem út hefir skrifast hér við lagaskólann. Hann hefir tekið hæst próf, er hér hefir verið tekið í lögfræði, og búið sig styztan tíma undir prófið. Sýslumannsembættið í Eyja- fjarðarsýslu og bæjarfógetaembætt- ið á Akureyri er veitt Steingrími sýslumanni á Húsavík frá 1. sept- ember að telja. Erlend mynt. Khöfn 19. júní. Sænskar krónur (100) kr. 129,75 Norskar krónur (100) — 104,00 Frankar (100) . — 47.5° Pund sterling (1) — 23,60 Dollar (1) — 5,95 Þýzk mörk (100) — 15.75 Alexander Grikkjakonungur gift- ist í fyrra konu einni að nafni Mlle Manos, án þess að fá til þess leyfi erkibiskupsins, eins og gríska stjórnarskráin ákveður. Hjónabandið er því skoðað ónýtt, og neyddi gríska stjórnin frúna til að yfirgefa konungshöllina í Saloniki, er hún settist þar XJv tapaðist 20. þ. m. á leiðinni frá íþróttavellinum vest- ur á Mýrargötu. Skilist gegn fund- arlaunum til Þorbergs Ólafssonar rakara, Hafnarstræti 16 Liindarpenni fund- inn. Vitjist á afgr. Alþbl. gegn borgunar þessarar auglýsingar. Ætlið þér að láta leggja raf- magnsleiðslur í húsið yðari Sé svo, þá er yður best að tala við okkur, sem allra fyrst. Helst í dag. H.f. Rafmfél. Hiti & Ljós Vonarstræti 8. — Sími 830. að. Varð frú Manos að flytja þaðan til Parísar. En konungur vék sér þangað til fundar við hana og dvelur þar nú. Konung- urinn kyntist konu sinni, sem er af gömlurn grískum ættum, áður en til stóð að hann yrði konung- ur, og hélt við hana trygð, þótt margar tilraunir hafi vetið gerðar til að fá hana til að slíta vin- fenginu og giftast einhverri atm- ari, sem grísku stjórninni væri meiri hagur í að hann giítist. Ekki er Ösennilegt, að þetta sé ein ástæðan til þess, að Venizelos hefir nú skorað á konung að leggja ' niður völdin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.