Morgunblaðið - 10.12.1950, Page 5
r
Sunnudagur 10. des. 1950.
MO RGV N BLAÐIÐ
&
BOKAVERSLUN ISAFOLDAR
\ f
l.ærið að matbúa
V
eftir Helgu Sigurðardóttur. Vinsælustu matreiðslubæk-
urnar hjer á landi eru eftir Helgu Sigurðardóttur, skóla-
stjóra húsmæðrakennaraskóla íslands. AHar húsmæður
kannast við stóru matreiðslubókina Matur og drykkur.
Ilún er nauðsynleg í liverju eldhúsi. — En bók Helgu
„Lærið að matbúa“ er handhæg' og 'veitir í flestum tilfell-
um nægilegar ieiðbeiningar. Þessi nýja útgáfa er mikið
aukin og í henni eru meðal annars fullkomnar leiðbein-
ingar um allan íslenskan mat. Framan við bókina er ágrip
af næringarefnafræði, eftir dr. Júlíus Sigurjónsson.
jrcí ~3scijo íclarnren tóm i Éíu
illamma skilur alt
Ný saga um HJALTA LITLA, eftir Síefán Jónsson. Hjalti
litli er vinsælasta unglingabókin, sem samin hefur verið
á síðari árum. Hún seldist upp á skömmum tíma, og síðan
hefur verið látlaus eftirspuin eftir bókinni. Nú er komin
ný saga um Hjalta litla — og þó framhald hinnar fyrri.
Hjalti er að stækka. Eftir mjaitir morgni á — mjakast
Hjalti að slætti. Og hann er samviskusamur og gerir það
sem hann getur. Smækkar ljárinn strá og strá — stækkar
skári á teigi. Það er gaman að fylgjast með Hjalta litla
og athuga umhverfi hans og samferðamenn.
MAMMA SKILl'R ALLT er jólabók unglinganna, og þeir fullorðnu hafa líka gaman af henni.
Ditbmiösn Egyptalasii-ts
eftir Paul Brunton. Frú Guðrún Indriðadóttir hefur þýtt þessa ágætu bók. Paul Brunton er orðinn kunnur íslenskum lesendum.
Bók hans Ðulheimar Indialands hefur verið lesin með athygli og aðdáun um allt land. Dularmögn Egyptalands er ef til vill ennþá
dularfyJlri og merkilegri. Brunton Iýsir í þessari bók af aðdáanlegri snilld Pýramídunum, konungagröfunum, launhelgunum og
musterunum i Egyptalandi. Hann Iýsir og skýrir trú manna ig siði. Á einum stað uegir hann, er hann hafði skoðað Pyramída:
„Þegar vörðurinn opnaði framhliðið, skömmu eftir dögun, reik aði út úr Pyramídanum maður, þreytulegur til augnanna, lúinn
og rykugur. Hann gekk niður eftir hinum miklu tilhöggnu klettum út í morgunsólskinið og horfði ljósfælnum augum yfir landið,
flatt og kunnugt. Honum varð það fyrst fyrir að anda að sjer d júpt nokkrnm sinnum. Því næst sneri hann andliti sínu ósjálfrátt
upp méti Ita, sólunni, og þakkaði hljóður hina blessuðu gjöf ljóssins mannkyninu til handa.“ Lesið DULARMÖGN EGVPTA-
LANDS um jólin. Þið getið ekki fengið betri bók.
Virkið í norðri
eftir Gunnar M. Magnúss. Þetta er þriðja og síðasta bindi vcrksins og fjallar inn atburðina á sjó og við strendur landsins. Aftan við bindið er skrá yfir alla þá
er fórust af völdmn ófriðarins, ásamt mynd og stuttu æviágripi.
IMonni
eftir Jón Sveinsson. Frevsteinn Gunnarsson þýddi. — Af öllum Nonnabókunum er Nonni vinsælastur og sú bók er víðfrægust, enda eru allar bækur Jóns Sveins-
sonar við Nonna kenndar. Með þeirri bók tók sjera Jón Sveinsson sess meðal frægra rithöfunda og varð eins og kunnugt er víðlesinn höfundur. Árið 1943 var
búið að gefa út 103.000 eintök af Nonna í Þýskalandi, en auk þess hefur hann veriö þýddur á meira en tuttugu tungur. Nonni var fyrsta bók Jóns Sveinssonar,
sem Freysteinn þýddi. Nú, eftir tæp þrjátíu ár, kemur þessi þýðing út aftur, að mestu leyti óbreytt.
Eiríkur Hansson
eftir J. Magnús Bjarnason. Þeir sem komnir eru á fullorðins ár, munu kannast við söguna
um Eirík Hansson. Þegar hún kom fyrst út Iijer á landi, var hún lesin um allt land af ung-
um og gömlum. Fólkið fylgdist af áhuga með litla* íslenska drengnum, sem fór til Ameríku,
og þáð lifði með honum ævintýrin, sem hann rataði í þar vestra. — Þá voru fólksflutningar
hjeðan af landi vestur til Ameríku og þarna opnaðist nýr töfraheimur. En ævintýrin eru
þau sömu í dag og þau voru þá, og yngri kynslóðin mun fagna komu þessarar bókar, og hin-
ir eldri ryfja upp gamlar og góðar endurminningar. „Og kynlegar sögur hann kunni og lög.“
— Eiríkur Hansson er bæði gefinn út í heilu lagi og í þremur sjálfstæðum heftum.
Ffósakona fer út i heim
eftir Önnu frá Moldnúpi. íslenskir lesendur kannast við Önnu frá Moldnúpi. Hún er vel rit-
fær og segir meiningu sína umbúðalaust, hver sem í hlut á. Anna hefur ferðast, bæði innan-
lands og utan, og segir í þessari bók frá því, sem fyrir augu og eyru ber. — Og hún ratar í
ævintýri, sem raargur mun hafa gaman af að kynnast.