Morgunblaðið - 10.12.1950, Side 8

Morgunblaðið - 10.12.1950, Side 8
8 MORGUKBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Yíiilýsing Trumans og Attlee LEIÐTOGAR hinna vestrænu stórvelda, Bretlands og Banda ríkjanna, hafa undanfarið setið á fundum og rætt öryggis- og friðarmál. Þeim fundi er nú lokið og hafa þeir Truman forseti og Attlee forsætisráðherra gefið út sameiginlega stefnuyfirlýsingu um afstöðu þjóða sinna til heimsmálanna. Kjarni hennar er sá að Bretar og Bandaríkjamenn muni í sameiningu stefna að því að varðveita friðinn, efla lýðfrelsi, eyða orsökum fátæktar og vandræða og skapa rjettlæti og framfarir. Um þessa meginstefnu lýsa hinar tvær stóru lýð- ræðisþjóðir yfir náinni samvinnu sín í milli. Jafnframt lýsa þær því yfir að friðþægingar eða undan- sláttarstefna gagnvart yfirgangi og ofbeldi kommúnista, komi ekki til greina. Hinsvegar sjeu Bretar og Bandaríkja- menn reiðubúnir til þess að binda endi á styrjöldina í Kóreu með samningaumleitunum. Þá er í yfirlýsingunni lögð áhersla á nauðsyn þess að allir meðlimir Atlantshafsbandalagsins flýti eflingu landvama sinna. Slíkur viðbúnaður sje frumskilyrði þess að friður geti haldist í heiminum. Það er ástæða til þess fyrir allar friðelsk- andi þjóðir að fagna þeirri einingu Bretlands og Bandaríkj- anna, sem fram kemur í þessari sameiginlegu yfirlýsingu leiðtoga þeirra. Um það blandast nú engum lengur hugur, að fullkomin samstaða og samvinna hinna vestrænu lýðræð- isþjóða er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir nýja heims- styrjöld og draga úr áhrifum hinnar samviskulausu heims- veldisstefnu kommúnista. Stofnun Atlantshafsbandalagsins var stórt skref í þessa átt. Hins vegar er það álit margra að viðbúnaður Atlantshafsþjóðanna hafi gengið alltof seint. — En hvað, sem um þær deilur má segja, er það nú deginum ljósara að aukinn hraði í varnarundirbúningi lýðræðisþjóð- anna er meginskilyrði þess að heimsfriðurinn verði varð- veittur. Hann hangir í dag á veikum þræði. Styrjöldin í Kóreu og þátttaka kínverskra þommúnista í henni hefur teflt honum á fremstu nöf. En ennþá liggur það ekki ljóst fyrir, hvað upp úr henni kann að spretta. Bretar og Banda- ríkjamenn munu ekki taka þar upp neina undansláttarstefnu. Þeir vilja hins vegar gjarnan binda enda á styrjöldina með samningum án þess að verðlauna það ofbeldi, sem hratt henni af stað. Allur er varinn góður FRÁ því hefur verið skýrt að Kristín Sigurðardóttir, 9. landskjörinn þingmaður, hafi lagt fram á Alþingi tillögu um viðbúnað vegna ófriðarhættu. Er sú tillaga á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að nægar birgðir sjeu jafnan til í landinu af hjúkrunar- gögnum, lyfjum og öðrum brýnustu nauðsynjúm, vegna yfirvófandi ófriðarhættu. Alþingi ályktar ennfremur að fela ríkisstjórninni að beita sjer fyrir því, í samráði við bæjar- og sveitarfjelög, að gerð- ar verði nauðsynlegar ráðstafanir til öryggis borgurúnum, ef til styrjaldar dregur.“ Þessi tillaga er fyllilega tímabær. Eins og ástandið er nú í alþjóðamálum er rík ástæða til þess að vera við öllu búinn. Smáþjóð eins og við íslendingar á þess að vísu ekki kost að leggja sjálf fram mikinn skerf til varnar landi sínu og öryggi. En hún getur samt sem áður gert margvíslegar ráðstafanir, sem auka öryggi fólksins ef til þeirra ótíðinda drægi, sem öll þjóðin vonar að vísu í lengstu lög, að ekki gerist. Tillaga frú Kristínar Sigurðardóttur á Alþingi fjallar fyrst og fremst um það, að aflað verði nægra birgða af hjúkrunar- gögnum, lyfjum og öðrum brýnustu nauðsynjum. Ennfrem- ur að ríkisstjórnin hafi samráð við bæjar- og sveitarfjelög um undirbúning óumflýjanlegra ráðstafana, sem grípa yrði til ef til heimsófriðar drægi. Vitað er að hver einasta þjóð Evrópu hefur haft mikinn viðbúnað og undirbúning undir slíkar ráðstafanir. Það væri þess vegna óafsakanlegt and- varaleysi ef við íslendingar, sem eigum heimkynni okkár á veðramótum austurs og vesturs, Ijetumst ekki sjá þær hætt- ur, sem að öryggi okkar steðja um þessar mundir. Yíkverji skríla^ ÚR DAGLEGA LÍFINU EITT MESTA HITAMALIÐ ÞEGAR ALÞINGI eyddi nokkrum dögum í það í haust, að ræða hvort rjúpan skyldi frið- uð eða rjettdræp, gerðu sumir gys að starfs- háttum þingsins og töldu, að nær væri þing- mönnum, að snúa sjer að vandamálunum, sem steðjuðu að þjóðinni á sviði atvinnuvega og fjármála, en vera að pexa um, hvort leyfa skyldi, eða banna, að drepa rjúpu. Lítið vissu þessir gárungar hvað mikið hita mál hjer var á ferðinni hjá þjóðinni, því vart mun annað dægurmál, sem á döfinni hefur verið síðustu mánuðina verið rætt með öllum stjettum af meira kappi. • VINMARGUR FUGL OG það er langt frá því, að fólk sje hætt að skeggræða um rjúpun.a Enginn fugl mun eiga svo marga forsvarsmenn hjer á landi, sem rjúpan. Enginn fárast út af því, að lundi er drepinn í tugþúsunda tali, eða svart- fugl og verðlaun eru jafnvel veitt þeim,- sem bana svartbak. En rjúpuna vilja langflestir friða. • SUNNUDAGSHUGLEIÐING ALDRAÐUR maður kom til mín í gærmorg- un með pistil, sem hann hafið skrifað um fugla og þá einkum um rjúpuna. Pistill hans er fallegur og fullt eins góð sunnudagshug- leiðing og hvað annað. Maðurinn bað mig að geta ekki nafn síns í blaðinu, enda skiptiV það minna máli, því að hann talar án efa fyrir munn margra, sem líkt hugsa. En þetta vildi hann segja: • SÖNN ÁNÆGJA „VÍKVERJI segir: „Þeir sem einu sinni hafa tekið upp á því að gefa smáfuglunum í harð- indum, hætta því seint“. Það hygg jeg líka. Það er unun að horfa á þá, þegar þeir taka til matar síns. Jeg þekki stúlku á einni vinnustofu, sem tók upp á því að gefa fuglum, og það leið ekki á löngu þangað til þeir fóru að koma í hópum daglega, þegar snjór var. Aðrir, sem unnu á vinnustofunni, fóru að dæmi hennar. Það er gott, að menn sjeu við og við minnt- ir að líkna smælingunum. • „Á SJER EKKERT HREYSI — „EN mennirnir eru samt ekki góðir við alla fugla. Suma, sem eitthvert verðmæti er í, skjóta þeir eða drepa á annan hátt. Einna helst mun rjúpan verða fyrir ofsóknum mannanna. Hún hefur svo að segja hvergi friðland ná- lægt mannabyggðum. Til eru þó bændur, svo er fyrir að þakka, sem hvorki skjóta rjúpur eða leyfa rjúpna- dráp í löndum sínum. þó er ekki lagt síðan að sagt var frá því, að drengir kvöldu og drápu rjúpur, og fengu harðar ávítur fyrir, sem von var. ÓNAUÐSYNLEG BJÖRG EN hvað segja menn um rjúpuna? Er ekki hverjum heimilt, sem kann að halda á byssu, að skjóta hana? Hún er skotin í tugþúsunda- tali — að óþörfu, vil jeg segja. En hver veit tölu þeirra, sem sleppa undan skothríðinni meira og minna særðar og limlestar? Enginn er sjónarvottur að þjáningum og dauðastríði þessara vesalinga. — Þegar svo er komið að gengið hefur verið of nærri stofn- inum, tekur þing og stjórn til óspilltra mál- anna og friðar fugiinn. Og allt sinn vana- gang fyrir því. Það sýnir, að þjóðin hefur vel ráð á að lofa þessum fuglum að lifa í friði ár og síð. „Vörður við veginn‘% ný bók eftir Ingólf Gíslason NÝ BÓK er nú komin út eftir Ingólf Gíslason, lækni, er hann nefnir „Vörður við veginn“. Þetta er safn endurminninga og ritgerða og skiptist í fjóra meginþætti: „Þrír merkismenn'S „Innanlands og utan“ „Frá fyrri árum“ og „Gamli tíminn og sá nýi“. í fyrsta kaflanum, „Þrir^ mex-kismenn“ eru þessar grein-' ar: Fyrsti sálusorgarinn minn,1 sjera Björn Halldórsson í Lauf- ^ ási, Jón Hjaltalín landlæknir og Góður samferðamaður •— Matthías Einarsson læknir. Þættirnir í „Innanlands og & ir notið þar mikilla vinsæ’.da. Bók hans, „Vörður við veginn“, er 2,20 bls. að stærð í stói'u broti. Frágangur er ágætur. Útgefandi er Bókfellsútgáfan. Ari Guðmundsson form. Ægis Ingólfur Gíslason. utan“ nefnast: Nes við Sel- tjörn, Til Djúpavogs, í Rangár- þingi, Á Raufarhöfn — verk- smiðjulæknirinn, Á Borðeyri og í Færeyjum. „Frá fyrri árum“: Þúsund ára hátíð Eyjafjarðar, Jeg var fylgdarmaður útlendinga, Bjarg ið og Guðmundur góði, Guðni gamli og Á sýklaslóð. Og „Gamli tíminn og sá nýi“ flytur greinarnir: Læknisrabb, Hvað erum við að fara? og Starf ið okkar. Ingólfur Gíslascn er löngu orðinn kunnur sexn rithöfund- ur og útvarpsfyrirlesari og hef- AÐALFUNDUR Sundfjelagsins Ægis var haldinn fyrir skömmu Gefin var skýrsla yfir störf s 1. árs, og var starfsemi fjelagsins margþætt. Fjelagið fór í sýn- ingar og keppnisför norður í land s. 1. sumar. Var keppt á Siglufirði, Ólafsfirði og Akur- eyri. Mikill áhugi fyrir sund- íþróttinni er ríkjandi á þessum stöðum. Fjelagið á nú sumardvalar- skála í bvggingu við Hafravatn í Mosfellssveit. Hafa fjelagar unnið að byggingunni í frí- stundum sínum í sumar og mið ar byggingunni vel áfram. Kennaraskipti urðu hjá fjelaginu á árinu. Jón D. Jóns- son, sem verið hefur kennari fjelagsins um margra ára skeið liet af störfum en við tók Jón Pálsson sundkennari. Þórður Guðmundsson form. fjelagsins baðst undan endur- kosningu og var Ari Guðmunds son kjörinn í hans stað. Aðrir í stjóm fjelagsins voru kjörn- ir Magnús Guðmundsson, Marteinn Kristinsson og Hall- dór Baehman. Fyrir voru í stjórninpi Theodór Guðmunds- son, Hörður Jóhannessoil og Hannes Sigurðsson. Afmælfsmóf Tafl- fjelags Hafnar- fjarðar EINS og skýrt hefur verið frá hjer í blaðinu gengst Taflfjelag Hafnarfjarðar fyrir skákmóti í tilefni af aldarfjórðungsafmæli fjelagsins. Keppni þessi fer fram með þeim nýstárlega hætti, að tefld- ar verða tvær umferðir í hvert sinh, en umhugsunartíminn er helmingi skemmri en venjulegt er á skákmótum — eða ein klukkustund á 40 leiki. Með þessum hætti verður keppnin hraðari, og því fjörugri, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Þrír Reykvíkingar taka þátt í mótinu í boði Taflfjelags Hafnarfjarðar, þeir Guðjón M. Sigurðsson, Friðrik Ólafsson og væntanlega Eggert Gilfer. Af Hafnfirðingum tefla m. a. Jón Kristjánsson, Bjarni Magnússon og Sigurgeir Gíslason. Má búast við að skákmót þetta veki allmikla athygli, því að fimm af ofangreindum skák- mönnum tóku þátt í Skákþingi Norðurlanda í sumar, og eins og menn muna, stóðu þeir Guð- jón og Friðrik sig þar með af- brigðum vel. Keppt verður einnig í I. og II. flokki, en í þeim flokkum eru ýmsir ungir og efnilegir skák- menn. Skákmótið fer fram í Albýðií húsinu í Hafnarfirði og er áhorf endum heimill aðgangur. Fyrsta og önnur umferð verða tefldar í dag (sunnudag) kl. 2, en dregið verður um röð keppenda kl. 1,30 og er þátt- tökufrestur þá útrunninn. Á mánudagskvöld verða 3. og 4. umferð tefldar. OrSofinu afS verðs lokið AÞENU, 9. des. — Elísabet, konungsdóttir, og Filipp, maður hennar, eru senn á förum frá Grikklandi, en þar er Filipp f æddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.