Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 9
I Surmudagur 10. des. 1950. MORGUIVBLAÐ19 3 REYK Sjósóknin TREGUR afli hafði verið í nóv. á Halamiðum. En eftir stór- viðrið um mánaðamótinn kom þar aflahrota í nokkra daga, aðallega af þorski. Sem dæmi um aflann þessa daga þar vestra hefur verið sagt frá upp- gripafala Akureyjar. Hún fór frá Flateyri þ. 1. des. og kom aftur þangað aðfaranótt þess 5. með fullfermi af fiski, mest þorsk, alls 267 tonn og vur komin aftur á veiðar samdæg- urs. Verðgildi aflans úr skip- inu hefur verið um það bil 180 þús. kr., sem fjekkst á þrem <dögum. En mikið meira fæst að sjálfsögðu fyrir aflann, þegar úr honum hafá verið unnar út- ílutningsafurðir. Hefði Akurey siglt með afla sinn til Englands og haft hann ísaðan, hefði fyrir hann feng- íst um 12 þús. stpd. En þá hefði líka farið 10 dagar í ferðir fram og aftur. Á sama tíma er hugs- anlegt, að hægt sje að fara allt að því tvær veiðiferðir þeg- ar aflinn er settur hjer á landi. Á hinn bóginn er það sárt að hugsa til þess, hve mikið af góð íiski fer fyrir lítið verð, þegar afli togaranna fer að miklu eða ollu leyti í bræðslu. Hjer í Reykjavík voru t.d. 5 togarar í dag, er lönduðu í bræðslu. — í afla þeirra var lítill karfi, til þess að gera meira af þorski og góðfiski, eins og ýsu og lúðu. En allt er þetta malað og brætt og flutt út sem mjöl og lýsi. Byrjaður er útflutningur á ísaðri síld fyrir Þýskalands- markað. En búið er að salta í samninga þá, sem gerðir hafa verið um Faxasíld á þessu ári. Ails eru það 125 þús. tunnur, sem seldar hafa verið fyrir sam tals um 40 rnillj. kr. Sjö togarar eru á ísfiskveið- um fyrir Englandsmarkað. En tveir á heimleið úr söluferð. Þeir seldu fyrir sæmilegt verð í þetta sinn. Eru það gamlir tog arar. En einir tólf af þeirri tog- arate.gund liggja nú aðgerðar- lausir, vegna þess, að ekki er talið, að útgerð þeirra svari kostnaði. Frá Alþingi í SÍÐASTLIÐINNI viku voru fjárlögin afgrbidd í þinginu til 3. umræðu. Er þess fastlega vænst, að þau verði afgreidd hallalaus að þessu sinni. Verð- ur haldið mjög fast á þeirri kröfu. Ríkisstjórnin og flokkar henn ar leggja megin áherslu á, að afgreiðslu fjárlaganna verði lokið fyrir jól, hvað sem öðr- um þingmálum líður. Hafa nefndarmenn Fjárveitinga- nefndar unnið ósleitilega að því, að þetta megi takast. Eins og nú horfir við, eru allar líkur til þess að fjárlaga- afgreiðslunni verði lokið fyrir 20. des. Fagna menn almennt afgreiðslu þessari. Því undan- farin ár hefur það dregist, að Ijúka við fjárlögin, þangað til liðið var fram á það ár, sem þau áttu að gilda fyrir. Enda þótt ekki sje hægt að staðhæfa, að þessi seinagangur hafi orsakað fjárhagslegt tjón, þá er slík af- greiðsla að sjálfsögðu óeðlileg. Þegnskapuriim nýtur sín í ÞEIRRI stjórnarsamvinnu, sem nú stendur yfir, virðist það að vissu leyti hentugt, að Fram- sóknarráðherra fari með fjár- málin. Því flokkur fjármála- ráðherrans sýnir að sjálfsögðu J A V í þegnskap, við afgreiðslu þess máls. Eins og horfir við, fær Sjálf- stæðisflokkurinn einmitt tæki- færi til að sanna að hugur fylgdi máli, þegar hann á undan- förnum árum hefur krafist þess, að fjárlögin yrðu afgreidd halla laus, enda þótt hann hafi ekki æfinlega fengið þeirri kröfu sinni framgengt vegna þess, að hann hefur ekki haft þingmeiri hluta. Nú nægir aftur á móti, til að fá æskilega afgreiðslu málsins með því að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og flokkur fjármála- ráðherra leggja saman. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur tvennt með þessu. Fær halla- laus fjárlög. Og sannar að hann sýnir sömu ábyrgðartil- finningu í fjármálum, og sama þegnskap, hvort sem fjármála- ráðh'errann er úr hans flokki, eða ekki. Stjórnarandstaðan ANDSTÖÐUFLOKKAR stjórn- arinnar hafa líka sýnt hug sinn til afgreiðslu fjárlaganna. Hef- ur kapphlaupið á milli komm- únista og Alþýðuflokksins um boð og yfirboð verið næsta hjá- kátlegt. Má ekki á milli sjá, hver flokkurinn er aumari. Hef ur Alþýðuflokkurinn af þessu meira tjón, en kommúnistrar. Því til Alþýðuflokksins hafa menn gert nokkrar kröfur, til ábyrgðartilfinningar* og póli- tísks siðgæðis. En allir viti- bornir menn eru fyrir löngu búnir að gefa upp alla von í þeim efnum, að því er snertir kommúnista. Að ætla sjer að finna ábyrgðartilfinningu hjá þeim gagnvart þjóðinni og fjár hagt hennar, er sama og að fara í geitarhús og leita sjer ullar. Sem dæmi af kapphlaupi þessara flokka má t.d. nefna: Kommúnistar ætluðu að taka rösklega forystu í málefnum bátaútvegsins. Buðu þeir fyrir sitt leyti fram 4% milljón úr ríkissjóði í því skyni. Alþýðuflokkurinn brá snöggt við, og „dobblaði“. En það leið- inlegasta fyrir þá var, að báðir flokkarnir sýndu jafn mikla fáfræði um hag og afkomuhorf ur útvegsins. Eins og allir vita er það ekki aflabresturinn einn, sem hefur þjakað útgerðinni í ár. Þó hann hafi skipt mestu máli, og heldur ekki verkföllin, sem hafa gert geisitjón. Heldur er það verð- fall afurðanna, markaðstregða og verðhækkun á notaþörfum útvegsins, sem einnig skiptir miklu máli í erfiðleikum útvegs ins, sem stendur. Þessi mynd af framkomu stjórn arandstöðunnar sannar, glöggt, hvílík endemis vitleysa allt tal Alþýðuflokksins og komúnista er um það, að hægt hefði verið að komast hjá gengislækkuninni. Án gengislækkunarinnar hefði það verið vonlaust nú, að hreyfa við nokkurri útgerð. Án gengislækkunarinnar hefði út- gerð landsmanna og þar með allt atvinnulífið verið í rúst, — Bátaútvegurinn Þegar lokið er afgreiðslu fjár laganna og nokkurra mála, sem stjórnarflokkarnir eru sam- huga um, er sá vandi eftir, að finna úrræði til þess að sjá báta útveginum farborða, þrátt fyrir verðfall afurðanna. í því efni hafa útvegsmenn lagt aðaláherslu á að þeir fengju meiri umráðarjett yfir gjald- eyrinum, en þeir hafa hingað til haft. Hefur ríkisstjórnin það mál nú til athugunar. KURB Ríkisstjórnin mun einnig yfirvega hve langt verður hægt að ganga í því, að gefa vérslun- ina frjálsa enda þótt árferðið hafi torveldað enn sem komið er að gengislögin kæmu að þessu leyti að gagni. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd, að þeg- ar þjóðartekjurnar bregðast um hundruð milljóna, eins og átt hefur sjer stað í ár, þá hlýt- ur sú ógæfa, að hafa sín áhrif, og menn finna afleiðingar henn ar á ýmsan hátt. Heimsstvrjöldin þriðja? UMRÆÐUFUNDUM Trumans forseta, og Attlee forsætisráð- herra er lokið. En hvað tekur svo við? Hvað gerir þing Sam- einuðu þjóðanna? Og er nokk- ur von um málamiðiun, eða sættir í Kóreudeilunni? Þó við höfum okkar inn- lendu vandamál að leysa, þá verða þessi viðfangs- efni harla lítilfjörleg, saman- borið við þau verkefni, sem bíða óleyst hjá þeim, sem á- kveða stefnurnar í heimsmál- unum. Þegar öllu er á botninn hvolft eigum við íslendingar meira undir því, hvað gerist í hinum stóru málum heims, en hvernig tekst með þau mál, sem við sjálfir berum ábyrgð á, og get- um haft áhrif á. Vandamál heimsþjóðanna eru á síðustu tímum orðin svo samtvinnuð. Útlit er fyrir að forystuliði kommúnistaflokksdeildarinnar íslensku sje það ljóst, að meira velti á ýmsu því, er gerist er- lendis, en hjer heima fyrir. — Formaður Kommúnistaflokks íslands, Brynjólfur Bjarnason, dvelur vikum saman erlendis meðan á þingi stendur og er ekkert gefið upp um verustað hans, eða tilraun til þess gerð, að skýra óbreyttum flokks- mönnum frá hver sjeu hans „löglegu“ erindi sem fjarlægja hann frá Alþingi. Framtíð íýðræðisþjóðaima EFTIR að komið er á daginn, að yfirráðamenn Kínaveldis hafa fullkomlega gengið Stalin einræðisherra á hönd, og-Kína- herinn er í þjónustu heims- valdastefnu Ráðst j ómarrí k j - anna, hefur heimsmyndin breyst. — Það gera menn sjer ljóst. Fyrir áratug síðan hafði Stalin einræðisherra yfir að ráða 170 milljónum manna. En samkvæmt síðustu fregnum og staðreyndum, eru það um 800 milljónir, sem hann stjórnar nú. Ekki undarlegt þó valdadraum ar hans og yfirgangsstefna hafi heldur styrkst við þessa (við- bót. Eins og géfur að skilja láta kommúnistar sjer ekki nægja það sem komið er. Ef yfir- gangsstefna þeirra á að stöðv- ast, þá er ákaflega hætt við, að það gerist ekki sjálfkrafa. Ef Mao hinn kínverski á að vera viðmælandi, eftir það að hann hefur rutt milljónarher inn í Kóreu, er talið, að hann geri Sameinuðu þjóðunum þá kosti: Norðurríki Kóreu verði end- urreist. Allir fari þaðan, nema Kínverjar og Rússar. Síðan verði efnt til kosninga í öllu landinu, þar sem einræðisríkin geti ráðið úrslitum, éftir algild- um reglum, um gerfikosningar þeirra. Bandaríkin hætti af- skiftum af Chiang Kai-shek, R JEF svo kommar geti gereytt valdi hans og liðsmönnum. Og svo eigi Kínastjórn Maós að geta tafarlaust útnefnt fulltrúa í Ör- yggisráðið, í viðurkenningar- skyni fyrir „unnin afrek“ í Kóreu. Síðan hafa Kínvei'jar og Moskvastjórnin frjálsar hendur til að leggja undir sig lönd í Asíu, með meiri hraða en hing að til. Vesturveldin myndu þurfa að draga lið frá heima- stöðvum sínum, svo Sovjetrík- in hafi leik á borði, til að leggja undir sig Vestur-Evrópu. Aðvörun Churchills I SUMAR dró. Churchill upp mynd af hervörnum Véstur- Evrópuþjóða í samanburði við vígbúnaðinn, sem Sovjetríkin hafa komið sjer upp. Hann hafði það eftir Shin- well landvarnaráðherra, að Sovjetríkin hefðu 175 heri und- ir vopnum. En kvaðst leyfa sjer að giska á, að herafli sá, sem þeir gætu teflt fram, hvenær sem væri, myndi vera helmingi meiri. En landvarnaráðherrann hafði giskað á, að þriðjungur þessara herja væri vjelaher- deildir. Síðan sagði hinn breski for- ingi Churchill að samkvæmt áreiðanlegustu heimildum hefðu Vesturveldin alls 12 heri undir vopnum í allri Vestur- Evrópu, á móti þessum 175, sem standa Rússamegin. Það er engin furða, þó „frið- ardúfurnar“ í Fimmtuherdeild um kommúnista telji að friðn- um í álfunni yrði best borgið, með því að þessir 12 herir Vesturveldanna yrðu minnkað- ar í 8. Samtímis sem einræðis- herrarnir austan Járntjaldsins gætu haldið áfram að hervæð- ast eins og þeim sýndist. Þegar Attlee kom á fund Trumans fyrir nokkrum dög- um, er haft eftir honum, að reynslan hefði sýnt, að ætíð þegar erfiðleikar steðjuðu að lýðræðisþjóðunum, þá stæðu Bandaríkjamenn og Bretar saman sem einn maður. Eins og ástandið og útlitið er í heiminum í dag, myndi vera eðlilegt að bæta við þetta: Oft var þörf. En nú er nauðsyn. Nýtt 30 ára stríð BERTRAND RUSSELL ljet um daginn svo ummælt við blaða- mann: Það er enn von um, að hægt verði að komast hjá þriðju heimsstyrjöldinni. Báðir aðilar komist að þeirri niðurstöðu, að styrjöld borgi sig fyrir hvor- ugan. Og einræðisþjóðirnar og lýðræðisþjóðirnar jafni ágrein- inginn sín á milli með tíman- um. En ef sú veika von rætist ekki, og styrjöldin skellur yfir okkur alla, þá er víst, að hún verður mjög langvinn. Hún verður önnur 30 ára styrjöld, sem endar á svipaðan hátt og hin, fyrir 300 árum síðan. — Hvorugur aðilinn sigrar. Því Sovjetríkin geta aldrei sigrað Bandaríkin, og Bandaríkin get* ekki heldur gersigrað Sovjet- ríkin. En það er hræðilegt að þurfa að hugsa fram á allar þær hörmungar, sem slík við- ureign hefur í för með sjer. Russell sagði við sama tæki- færi, að það væri misskilning- ur, að höfuðóvinur vestrænu- þjóðanna væri kommúnisminn. Kommúnisminn fyrir sig getur vericvinnanríkismál Sovjetríkj- anna. Við vesturlandabúar þurf um ekki að skipta okkur af því, þó Rússar eða aðrir aðhyllist Laugardagur 9. desember I þetta stjórnskipulag hjá sjer. Okkur stafar hætta af vfir- gangsstefnu Rússastjórnar. Það er hún, sem ógnar öllum frjáls- um þjóðum veraldar. 1 Friðardúfurnar Jónas Árnason er byrjaður á‘ ferðasögu í Þjóðviljanum. —• Þar kvartar hann yfir því, að* „rannsóknardómarar", sem þeir fjelagar hittu í Prestvík, hafi‘ verið ókurteisir við þessa fugla. Og heimtað m.a. að fá að vita> hvað Þórbergur hafi verið aá" gera í heilan mánuð í Londom fyrir ári síðan. Jónas hafi þáir gripið það ráð að segja „dóm- urunum“, að Þórbergur hafi verið að hugsa þar í heilan mán uð. Og þá hafi honum verið sleppt án frekari rannsóknar. Bretarnir hafa sennilega ekki litið svo á, að nokkur hætta stafaði af þessiím friðarenglunrt. frá hinu kalda landi. Ekki sýnst þeir vera þesslegir. Og kannsko> hafa þeir lagt einhvern rrúnað' á framburð Jónasar, að Þór- bergur eigi það til að hugsa i mánaðartíma í einu. En þessir menn hafa að sjálfsögðu vitað sem er, að hreinræktaðir sendi- menn kommúnista leggja flest. frekar fyrir sig en einmitt það,. að hugsa. Þeirra er, að gera það,- og það eitt, sem þeim er sagt. Og það umyrða og möglunár- laust. En benda má þessum tveim fuglum hjeðan á það, að fjelag- ar þeirra, sem boðaðir voru til Sheffield, áttu þar að inna sjer- stök erindi af hendi, í sam- bandi við starfsemi Fimmtu- herdeildanna, starf, sem bresk stjórnarvöld álitu, að væri á engan hátt þeim þóknanleg, og óþarfi að láta útsendurum Sovjetríkjanna líðast slík skemmdastarfsemi. Þar sem kommúnistar ráða Frjettaritari einn, sem ný- lega er kominn frá Áustur- Þýskalandi, hefur komist &&■ þeirri niðurstöðu, að þeim í þeim landshluta hafi hin svo- nefnda Öryggislögregla Rússíé „hreinsað burtu“, eða látíÚ hverfa, á einu ári 612 trúnaðar- menn kommúnistaflokksins. —= Flestir hafa þeir horfið þegj- andi og hljóðalaust. En sumir hafa verið leiddir fyrir hina,svo nefndu „alþýðudómstóla“, þar sem menn eru dæmdir, án þess að tekið sje tillit til nokkurs annars en skilyrðislausrar hlýðni við flokksstjórnina. Þeir verða allir eins og Þór- bergur rjettilega tók fram, að" afklseðast hinum íslenska per- sónuleika sínum, og gerast viljalaus verkfæri í höndunV' yfirgangsmanna. Lítið öfunds- vert hlutskipti. Nýjar Æsku-bækur NÝLEGA hefir Bókaútgáfa Æskunnar sent 3 barnabækur á markaðinn. Adda í kaupa- vinnu er eftir Jennu og Hreið- ar Stefánsson. Hún er fram- hald Öddu-bókanna, serv mikilla vinsælda hafa notið. Stella eftir Gunvor Fossum er norsk stúlknasaga. Loks eru Sögurnar hennar ömmu eftir Hannes J. Magnússon, skóla- stjóra. Áður hefir hann sent frá> sjer 4 barnabækur, safn af sög- um og ævintýrum um marg- vísleg efni. Tvær seinast töldu bækurnar eru með mynduim eftir Þórdísi Tryggvadóttur og lífga þær óneitanlega upp ár lestrarefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.