Morgunblaðið - 29.06.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1951, Blaðsíða 6
Föstudagur 29. júní 1951 W o « U N BL A tíltí nttMðMft fJtg.. H.f. Árvakur, ReyKjaviK Framkv.stj.: Sigfús Jónss'" Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (áb\ -'Oarm Frjettaritstjóri: ívar Guðmunns-or Lesbók: Árni Óla, sími 30* Auglýsingar: Árni Garðar Krs Ritstjórn, auglýsingar og afgreiftsu. ‘\usturstræti 8. — Sími i«oi Ásknftargjald kr. 16.00 á mánuði -..Hna í lausasöin aura eintakið 1 króna Lesbófc Forysta Sjálfstæðis- manna í raforkumálum Veröidin vi93 vera á ferð og fSugf ÞRÓUNARSAGA raforkumál- anna í Reykjavílt hefur verið rak in hjer undanfarna daga í til- efni af 30 ára afmæli Rafmagns- veitunnar. Sú frásögn er saga af framkvæmdum, sem unnið hefur verið að af dugnaði og fyrir- hyggju. Vegna hins öra vaxtar höfuðborgarinnar hefur þó ekki orðið komist hjá raforkuskorti öðru hverju meðan á framkvæmd um hefur staðið. En allt frá því að hin fyrsta vatnsaflsvirkjun var vígð við Elliðaár 27. júní ár- ið 1921 má segja að látlaust hafi verið unnið að raforkufram- kvæmdum á vegum bæjarins. — Þar hefur hvert stórátakið fylgt öðru. Það hefur að sjálfsögðu fyrst og fremst verið Reykja- víli, sem notið hefur góðs af þesusm framkvæmdum. En Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnaði Reykjavík og for- ystu hafði um raforkufram- kvæmdir bæjarins hafði þó alltaf opin augun fyrir nauð- syn þess að íleiri en höfuð- staðabúar yrðu þeirra giæsi- legu lífsþæginda aðnjótandi, sem raforkan skapar. Alllöngu áður en virkjanir Sogsfossa hefjast benda leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins á nauðsyn þess að sveitirnar fá raforku. Jón Þorláksson leggur árið 1929 fram stórhuga tiilögur um dreifingu raforkunnar út um byggðir iandsins. En þá gerðust þau undur, að flokkurinn, sem þóttist fyrst og fremst vera bændaflokkur og vinur sveit- anna, snýst gegn þessum tillög- um Sjálfstæðismanna. Formaður Framsóknarflokksins lýsir því yfir að ef tillögur Jóns Þorláks- sonar nái fram að ganga muni það setja landið á hausinn. Nið- urstaðan verður sú að hinum vit- urlegu og /aunhæfu tillögum er stungið svefnþorn um skeið. En Sjálfstæðismenn hjeldu áfram baráttu sinni fyrir þeim. Og árið 1931 er svo komið að þeir hafa fengið Alþýðuflokkinn. sem veitt hafði fyrstu ríkisstjórn Fram- sóknar hlutleysi, til þess að sam- þykkja með sjer ráðstafanir, sem gerðu virkjun Sogsins mögulega. Framsóknarflokkurinn taldi slík an háska stafa af þessum ráða- gerðum að hann fjekk Danakon- ung til þess að rjúfa Alþingi. — Flokkurinn var ennþá þeirrar skoðunar að . stórvirkjanir ís- lenskra fossa til raforkufram- leiðslu fyrir sveitir og kaupstaði myndi setja landið á hausinn, eins og formaður Framsóknar orðaði það þegar Jón Þorláksson lagði fram tillögur sínar. Þetta er forsaga raforkufram- kvæmdanna. Kjarni hennar er sá að Sjálfstæðismenn taka upp baráttu fyrir þeiin en Framsókn þvælist á móti. En það var ekki til lengdar hægt að kæfa raforkufram- kvæmdirnar með sleggjudómum og gjörræðistiltektum eins og þingrofinu 1931. Góð og mikil framfaramál er aldrei hægt að kyrkja. Kröfur tímanna og gró- andi þjóðlífsins hrindir þeim fram fyrr eða síðar. Þannig fór einnig að þessu sinni. Fyrr en varði sáu andófsmennirnir að þeir urðu að snúa frá villu sinni. Um land allt ríkti skilningur á þýðingu raforkunnar fyrir fram- tíðarstarf fólksins. Raforkumálin fengu nú betri byr á þingi. Árið 1942 samþykkir Alþingi frumvarp Sjálfstæðis- manna Um raforkusjóð. Sam- kvæmt því var stofnaður 10 millj. kr. sjóður, raforkusjóður, sem ríkissjóður leggur árlega i 2 millj. kr. Hlutverk þessa sjóðs er að lána fje til bygginga rafmagns veitna, virkja fallvötn og lána til smærri dieselstöðva þar sem vatnsvirkjunum verður ekki við komið. Árið 1946 er svo sett lög- gjöf um starfsemi þessa sjóðs og raforkumálin í heild. Með þessari löggjöf má segja að raforkumálin sjeu komin í ákveðin ramma. Stefna Sjálf- stæðismanna, sem Jón Þorláks son markaði á sínum tíma hef ur þá algerlega sigrað. And- ófsstefna Framsóknar hefur liinsvegar orðið að lúta í lægra haldi fyrir óhjákvæmi- legri framvindu og kröfum fólksins um hagnýtingu glæsi- legustu náttúruauðæva lands- ins. Á grundvelli raforkulaganna halda raforkuframkvæmirnar nú áfram. Með hverri stórvirkjun- inni af annari er raforkunni veitt til sveita og kaupstaða. Reykja- vík og sveitir og þorp Suður- lands, allt austur til Víkur í Mýr- dal fá orku frá Sogi. Þar er sam- tals hægt að virkja 136 þús. hest- öfl. Frá Andakílsfossum veruur orkunni veitt um mikinn hluta Vesturlands og frá Laxá í Þing- eyjarsýslu til Akureyrar _og nokk urs hluta Norðurlands. í öðrum landshlutum verður hafist handa um virkjanir stærri og smærri vatnsfalla. Sjálfstæðismenn mega vel una framkvæmd stefnu sinn- ar , í raforkumálunum. Þeir munu halda sókninni áfram þar til því marki hefur verið náð að allir fslendingar hafi afnot raforku, hvort sem þeir búa við sjó eða í sveit. Slær í baksegll! ÞAÐ hefur slegið heldur illilega í baksegl hjá Tímamönnum í gær. Allt fram til þess tíma hafa þeir haldið því fram að Sjálfstæðis- fiokkurinn væri á móti háum sköttum. Hann væri flokkur hinna ríku og teldi það eitt hlut- verk sitt að standa vörð um hagsmuni þeirra. En í gær segir Tíminn: „Það er orðið með öllu þýðingarlaust fyrir Sjálfstæðis- fiokkinn að ætla að auglýsa sig sem einhvern skattalækkunar- flokk“. Hvað er nú þetta? Er blaðið r ð eta ofan í sig öll fáryrðin um „flokk hinna ríku“? Hann hefur þá aldrei trúað þessu slagorði sinu sjálfur. Sannleikurinn um stefnu Sjálí stæðisflokksins í skattamálum er annars sá að flokkurinn telur að af háum tekjum eigi að borga háa skatta. En hann er mótfall- inn þeirri skattránsstefnu, sem Tíminn og flokkur hans hefu.’ alltaf verið reiðubúinn að semja um við kommúnista og krata. Þessvegna hefur heiðarlegri sparnaðarviðleitni einstakling- ar.na verið sagt stríð á hendur. Þess vegna hefur fjöldi manna verið beinlínís rieyddir út i skatt- svik. Sjálfstæðismenn hafa jafn- an barist fyrir skynsamlegii skattalöggjöf. Framsóknarmenn oftast á móti. ÍSLENSKA þjóðin þarf að hverfa aftur til einlægs og trúlegs sam- starfs við hina evangelisk-lúth- ersku þjóðkirkju sína. Án þess kemst engin festa í hið innra trú- arlíf hennar og heldur enginn svipur á ásjónu þjóðar og kirkju. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyr- ir ýmsar annarlega trúarlegar hreyfingar, sem uppi eru, þá vak- ir sú hugsun undir niðri að að- eins á grundvelli slíks samstarfs geti kristnin náð að þroskast og eflast í landinu. Jeg álít ennfremur að mjög snöggar breytingar á skipan kirkjumálanna sjeu ótímabærar og varhugaverðar. Þannig komst sjer Jónmundur Halldórsson, sóknarprestur að Stað í Grúnnavík, m.a. að orði er blaðið hitti hann að máli fyrir nokkrum dögum. Hann var elsti starfandi ' presturinn, er sótti prestastefnuna, sem nýlega er lokið. Er hann 77 ára gamall og hefur þjónað sem prestur í rösk 50 ár, þar af 33 ár í Staðarpresta- kalli. Hinn aldraði kennimaður ber þó aldur sinn vel, gengur beinn í baki og er hinn vask- legasti í allri framkomu. TRÚAÐ F.YRIR MIKLU STARFI Hvernig hafið þjer kunnað líf- inu í Jökulfjörðum? Á svipaðan veg og Jósep verð- ur að kunna við sig á helgimynd- um kaþólsku kirkjunnar. Hann er þar vanalega út í horni. En honum var þó trúað fyrir miklu starfi og hann reyndi að fram- kvæma guðsvilja. Það hefi jeg líka reynt. En aðstæðurnar eru stundum erfiðar. Þegar jeg mess- aði síðast á Stað í Grunnavík nokkru áður en jeg fór hingað suður þá lá 7 metra djúpur skafl milli kirkjunnar og íbúðarhúss- ins. Þrátt fyrir það var allur þorri safnaðarfólks við kirkju. Jeg hefi annars kunnað ágæt- lega við mig meðal fólksins þar vestra. Það hefur reynst mjer sjerstaklega á síðari árum, eins og hinir fyrstu kristnu menn Jó- hannesi postula. Það hefur borið mig á höndum sjer. Þjónið þjer ekki prestakallinu áfram? Söfnuðir og kirkjustjórn hafa óskað þess. Ómögulegt er hins- vegar að fullyrða um, hvað oían á kann að verða um prestakalla- skipun þar vestra og viðar. En verði allt með felldu mun jeg þjóna þar áfram. FJENAÐARIIÖLD GÓÐ Hvað er tíðinda úr sóknum yð- ar? Það fyrst að þrátt fyrir mjög haroan vetu.r gekk fjenaður vel fram. Bændur áttu yfirleitt mik- il hey og góð og margir áttu veru- legar fyrningar þegar sumarið kom. Lambahöld hafa verið með ágætum í vor. Er þess að vænta að bændur á fjárpestasvæðunum eigi enn kost á að fá hraust og arðvænlegt fje úr okkar hjeraði. Annars fækkar fjenu hjá okkur eins og fólkinu. Er ekki útgerð í Grynnavík? Jú, þaðan voru í vor gerðir út tveir vjelbátar. Þar hefur verið byggð bátabryggja, sem er til mikils hagræðis. Þyrfti þó að lengja hana nokkuð og láta um hana gilda reglur um ferjubryggj ur. MIKIL RÆKTUNARSKILYRÐI Hvaða framkvæmdir aðrar á- líhð þjer nauðsynlegar í sóknum yðar? -leg tel að ræktanlegt land í Grunnavík þurfi að mæla upp og skipuleggja. Ennfremur inn í sveitinni norðan Staðarheiðar og í Vestur-Aðalvík, þar sem er mik ið ræktanlegt land. Þetta land þarf að rækta, þá er hægt að reka þar mörg hundruð kúa bú. Þá þarf að leggja akfæran veg yfir Staðarheiði og inn að Dynj- anda í Jökulfjörðum. Allt þetta þarf að athuga. LÍFSSKILYRÐIN MIKIL OG GÓÐ Hverja álítið þjer aðal orsök hinnar miklu fólksfækkunar í þessum byggðalögum? Skortir einlægt og férnfús! Hfstakmark Sðiíílal viS sjera iéfíiíiynd Haíldósssön, eisla slarfandi presf þjóðkirkjisnnsr Sjera Jónmundur Halldórsson Þegar að jeg kom að Stað fyr- ir rúmum 30 árum voru 2 presta- köll í Grunnavíkur- og Sljettu- hreppum. íbúar þeirra voru 7— 800 manns. Nú eru íbúar þeirra aðeins rúmlega 100. Sumt af fólk inu, sem farið er, mundi áreiðan- lega vilja koma heim aftur ef því yrði við komið. Jeg álít að þjóðfjelagið, þing og stjórn, verði að koma í veg fyrir að útkjálka- byggðirnar eyðist. Þær hafa eirmig mikilvægu hlutverki að gegna. Til þess ber brýna nauð- syn að gera aðstöðuna þar betri og lífvænlegri. Orsök fólksflutninganna er að núnu viti sú, að þrátt fyrir mjög bætta afkomu fólksins þarna fyr ir norðan var hún ekki og er ekki sambærileg við það, sem nefnd er góð afkoma á hinum fjölbýlli stöðum. Lífsskilyrðin í þessum. norðurbyggðum eru að vísu góð. Þai er stutt á góð fiskimið, sem nú hafa verið friðuð fyrir drag- nótaveiðum og þar eru víða mikil ræktunarskilyrði. En mjer liggur við að halda að margt fólk, sem þarna bjó hafi verið gripið af sama eirðarleysinu og einkennt hefur' þjóðlífið. Þjóðin, raunar öll veröldin villi vera á ferð o.g flugi. Hún virðist ekki hafa eign ast neitt alvarlegt og fórnfúst lífa takmark um þessar mundir, segir sjera Jónmundur Halldórsson að lokum. Einhvern næstu daga heldur hann heim til safnaðar síns fyrir vestan, þar sem hann hefur unnið merkilegt starf með- al trygglynds og dugandi fólks. Vel má þó vera að hann vendi sínu kvæði í kross og heimsæki son sinn í Lundúnum. Og víst er um það að sjera Jónmundur Hali dórsson sóknarprestur að Stað í Grunnavík sómdi sjer engu verr í heimsborginni, en sem klerki.tr og stórbrotinn athafnamaður í Jökulfjörðum. Varnir víð kjarnorkuárásyin LUNDÚNUM, 28. júní — í dag- sátu 250 Lundúnabúar á rökstól- um, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og aðrir sýslunarmenn borgarinn- ar. Rætt var um áhrif kjarnorku- sprengju, sem varpað væri niður , innan 50 km frá Mið-Lundúnum, ] og verndun þeirra 9 milljóna, sem borgina byggja. Fundum þessum heldur áfram seinna. —Reuter-NTB. —Yíkverjl skrifarr *——--— IJR DAGLEGA LÍFINU -B Ilaltir, blindir og lamaðir synda ,AGLEGA berast frjettir af af- rekum, sem menn vinna í nor rænu sundkeppninni. — Blöðin hafa skýrt frá höltum mönnum, blindum og lömuðum, sem lokið hafa sundkeppninni með mesta sóma. Börn og gamalmenni láta heldur ekki sitt eftir liggja. — En þrátt fyrir þetta vantar víst enn nokkuð á, að allir, sem geta lokið 200 metra sundinu hafi þreytt það. Það ætti að vera hinum heil- brigðu nokkur uppörfun, að héyra frásagnir af því hvernig hinir sjúku standa sig fyrir land sitt. Afrek lamaðrar stúlku I' LANDSPÍTALANUM er tví- tug stúlka. Hún hefur verið lömuð í f jögur ár. Hún gengur við tvær hækjur og kemst áfram við illan leik á þann hátt.. Fyrir skömmu fór hún að synda í Sundhöllinni til þess að vita, hvort sjer ykist ekki styrkur við sundið. * Þegar samnorræna sundkeppn- in hófst langaði hana mikið til að taka þátt og nú hefur hún lokið sundþrautinni með sóma. Þetta er mikið afrek og þeir, sem heila hafa hendur og fætur og kunna sund mega skammast sín, ef þeir verða eftirbátar þess- arar ungu stúlku. Hrottalegur leikur ÞAÐ bar við fyrir skömmu í þorpi úti á landi, að maður j nokkur, sem átti kött (læðu) * kvartaði til yfirvalda staðarins j yfir því, að högnar nágrannanna! væru nærgöngulir við kisu sína og bað hann um lögregluaðstoð ‘ til að flæma elskhugana frá húsi sínu. I Það stóð ekki á aðstoð lögregl- unnar, sem kom með byssu og hóf skothríð á kettina með þeim afleiðingum, að einir fjórir — eða fimm — lágu eftir dauðir í valnum. Sjónarvottur lýsir þeim aðför- um, sem hrottalegum leik. Heggur sá er hlífa skyldi á TVIK þetta hefur vakið reiðí i* dýravina í þorpinu, sem og von er. Heimildarmaðurinn fyrir þessari frásögn segir þannig frá, að einn kötturinn hafi fengið í sig fimm skot, áður en hann drapst og spyr, hvort ekki sjeu til nein lög, sem nái yfir verknað eins og þenna. Það er gott og blessað þegar yfirvöldin bregðast skjótt við og aðstoða borgarana í erfiðleikum þeirra. — En fyr má nú gagn gera, en „aðstoð" eins og þessi. Fulltrúar Dýraverndunarfje- lagas íslands geta að sjálfsögðu fengið nafn heimildarmanns hjá mjer, ef þeir vilja láta þetta mál til sín taka. Heilræði IPRENTARANUM, blaði Hins íslenska prentarafjelags er eft- irfarandi heilræði, sem fleiri ættu að kynna sjer en prentarar einir: „Þeir, sem vinna við vjelar eða í námunda við þær, hvort sem þær eru lausar eða staðfastar, eiga að varast eins og brennheit- an eld heilsu sinnar og öryggis vegna að keppast eða flýta sjer. Vjelarnar eiga að annast um hraðann og gera það betur en nokkur maður getur, ef þær eru rjett stilltar og gætilega er aS þeim farið. Annars er voðinn vís í áföllum og slysum og spellvirkj um, „Hægan, hægan far!“ segja Kínverjar, spök þjóð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.