Morgunblaðið - 29.06.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1951, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. júní 1951 r 10 1 Framhaldssagan 32 ERFÐASKRAIN Skáldsaga eftir Neliu Gardner White Jæja, hvað á jeg nú að gera, hugsaði Webster. Á jeg að fylgja Miröndu heim? Á jeg að óska Francis til hamingju? Eða á jeg að láta þau í friði? Já, jeg læt þau í friði. Það kjósa þau sjálf- sagt. Þrátt fyrir allt, er þetta einkamál. Hann sá hvar frú Lord stóð og hann sá að Francis ætlaði að ganga til hennar, en það var eins og hún sæi hann ekki. Hún gekk beint fram að dyrunum án þess að líta til hægri eða vinstri og hvarf út. Miranda hikaði við dyrnar, leit á Francis, eins og hana langaði til að segja eitt- hvað við hann, en fór síðan út á- eftir móður sinni. „Jæja, Francis“, sagði Burrell. „Á jeg að óska þjer til ham- ingju?“. „Já, endilega". sagði Francis. „Þetta er merkisdagur í ævi jninni". Svo fór hann líka. „Jeg er feginn að jeg er ekki í hans sporum“, sagði Burrell. „Jeg veit ekki“, sagði Webster. „Jeg held að jeg hefði ekkert á móti því að iikjast Francis, Burr- ell“. „Jeg hef sjaldan sjeð svo kuldalega framkomu“. „Hvaða vitleysa. Þú veist að þer þykir vænt um hann. Þjer líkar það bara ekki þegar hann hagar sjer ekki eins og þú hefðir best hugsað þjer“. Burrell gekk álútur út á göt- una við hlið Websters. „Já, mjer hefur alltaf þótt vænt um hann .... jeg hef verið hreykinn af honum .... þangað til núna“. „Haltu áfram að láta þjer þykja vænt um hann. Nú þarf hann á því að halda". I „En mjer þykir ennþá vænna 1 um Mary“, sagði. hann. „Þvílík niðurlæging". „Já, það var hræðílegt". „Og 'gert aðeins t-il að krækja í skítná peninga". „Peningarnir eru ekki skítnir“. „Þeir geta ekki verið annað, þegar þeir verða svo dýrkeyptir“. Burrell fór heim, en Webster fór á skrifstofuna. Frank Lord og kona hans sátu þar og biðu hans. „Mjer ferst það aídrei vel að bíðjast afsökunar", sagði Frank Lord, „en jeg verð að viðurkenna að jeg hef hagað mjer eins og fífl í þessu máli, og jeg vildi bara segja það“. „Nei, það held jeg ekki .... þegar á það er litið að þjer áttuð ekki upptökin". „En jeg vissi sannieikann í málinu. Jeg vissi það frá byrjun“. „Jeg skil ekki hveinig þjer átt- uð að geta vitað það. Þjer höfðuð sannarelga rjett til að gera kröfu. Meiri rjett til þess en jeg bjóst við“. „Nei, þegar allt er tekið til greina, þá hafði jeg það ekki. Það var ekki Thorne, sem móðir mín vijdi hitta í verksmiðjunni. En jeg hugsaði sem svo....“. „Jeg veit. Þier hugsuðuð sem svo að þjer þyrftuð á peningun- um að halda. Þjer hugsuðuð um hve konan yðar þarf að vinna mikið og um uppskurðinn og allt sem mundi vera hægt að gera fyrir Chris. Og þjer hjelduð að konan yðar álasaði yður fyrir að reyna ekki. Það eina, sem er víta- vert við framkomu yðar er að þjer treystuð ekki konu yðar. Mjer finnst þjer hefðuð átt að vita betur .... jeg er ekki að prjedika. Það er svo margt, sem jeg vissi heldur ekki. Og það var mjer að kenna að yður var flækt inn í þetla. Og nú fáið þjer ekki einu sinni peningana eða að minnsta kosti eru ekki líkur til þess“. „Við getum fengið lánaða pen- Í mga fyrir upþskurðinn", sagði | Jennie. „Við höfum alltáf komist § af“- * >.Þið getið fengið lán hjá mjer. jg Jeg á nokkur hurjdr * banka“, sagði Webster. Jennie. „Þjer hafið verið okkur mjög góður. Jæja, við skulum koma núna, Frank. Jeg vil ekki vera burtu lengur en nauðsyn er“. En það var eins og hún hefði akki sagt allt, sem hana langaði til að segja. þEn Webster sagði það óafvit- andi fyrir hana. „Gallinn er að- úns sá, frú Lord, að það er ekki hægt að strika yfir það, sem gert er. Þegar traustið bregst eða þeg- ar orð eru sögð, sem ekki eiga að segjast, þá er ekki hægt að taka þau aftur. Það er margt, sem hefur breytst og við getum ekkert við því gert. Jeg veit það að mkmsa kosti ekki“. Það mátti lesa það úr svip Frank Lord að hann vissi að þetta var satt, en hann elskaði konu sína. Þetta mundi loða við þau alla þeirra ævi og þau gætu ekk- ert við því gert. Þau höfðu íjat’- lægst hvort annað um tíma, en það var ekki vegna peninganna, held- ur vegna þess að traustið hafði brugðist. „Mig langaði til að segja henni hve leitt mjer fannst þetta“, sagð1' Jennie. „Það var svo miklu erfið- ara fyrir hana en nokkurt okkar“. „Jeg veit ekki“, sagði Webster. „Það var auðvitað nógu slæmt .. jeg vona að jeg megi koma og heimsækja ykkur annað slagið. Mig langar til þess“. „Já, sannarlega", sagði Frank. Eftir hádegið, hringdi frú Bur- rell og sagði að maður hennar væri lasinn. Það væri ekki alvar- legt, en hann yrði að liggja í rúm- inu í nokkra daga. Og hvað nú? Hvað átti að taka við. Þessu var lokið. Eftir hverju var að bíða? Það var ekki hægt að gera neinum meira illt, en kom- ið var. En, jú. Það var meira í vænd- um. Webster ætlaði einmitt að fara að loka skrifstofunni, þegar sím- inn hringdi. „Ö, Burrell .... Burrell“, hróp- aði Miranda. „Þetta er John Webster. Hvað er að? Burrell er veikur“. „Ó, viltu koma? Jeg næ ekki í lækninn. Jeg verð að ná í lækni", „Jeg skal ná í hann“, Hann hljóp frakkalaus og ber- höfðaður niður til Bell læknis. „Það hefur eitthvað komið fyr- ir hjá Lordfólkinu. Þjer verðið að koma strax. Gregory er ekki við“. „Jeg er hættur að starfa", muldr aði Bell. „Þjer verðið að koma samt. Þjer hljótið að vita hvað á að gera. Jeg veit ekki hvað er að“. Hann gat ekki gengið eins hægt og Bell en var kominn löngu á undan honum að hliðinu fyrir framan Lordliúsið og beið hans þar. Miranda opnaði dyrnar áður cn þeir höfðu hringt bjöllunni. „Guði sje lof“, sagði hún. „Flýt- ið ykkur. Jeg held að hann sje dáinn“. Jú, Francis. Lord hafði gert til- raun til að ráða sig af dögum. Hann hafði tekið stóran skammt af svefnpillum og lá eins .og liðið lík ofan á rúminu. Nóttin var eins og marti’öð en hann dó ekki. Eng- um datt í hug matur. Hver stund- in leið af annarri. Þau gengu til skiptist með Francis fram og at't- ur eftir gólfinu. Webster var að gefast upp af þreytu cn hann hætti ekki. Ekki heldur læknirinn, Miranda cða frú Lord. Einu sinni settist Webster í efsta þrepið í anddyrinu og frú Lord settist við hlið hans. Hún hallaði höfðinu við handriðið, r.n Webster tók utan um hana og Ijet hana hvíla höfuðið við öxl sjer, eins og hún væri hans eigin móðir. Það var aðeins þreytan sem olli því að hann gerði það. „Beynið að hvíla yður“, sagoi hann, blíðlega. „Já, jeg er þreytt“, sagði hún. Hún sat góða stund og hreifði Isig ekki. Loksins sagði hann. „Frú LorcU .... þ.ier vitið að Francis vildi aðeins að yður þætti nógu vænt um hann til þess að segja honum , það. Hann kærði sig ekki um pen- ingana .... ekki fyrir sjálfan sig .... kannske fyrir yður og Mir- öndu. Hann hjelt að yður stæði á sama um hann“. „Stæði á sama um hann?“ sagði hún. „Stæði á sama um hann?“ |Hún stóð upp og fór inn í her- bergið til Francis. Um miðja nóttina sátu þau öll við borðið í eldhúsinu og drukku kaffi. Francis var náfölur og tek- inn í andliti cn hann drakk lika kaffi. Svart sterkt kaffi. Bell læknir studdi olnboganum fram á borðið eins og hann sæti við sitt feigið hlaðna skrifborð. I „Börnin góð ... .“, sagði Mary Lord skyndilega, en þagnaði aft- ur. p Miranda rjetti fram hendiíiá..og lagði hana á handlegg móður sinn- ar. „Þú þarft ekki að tala núna“. „Jú, jeg verð að tala. Og ein- mitt núna“, sagði Mary Lord. „Þetta virðist allt vera rhjer að kenna. Jeg verð að segja ykkur í dálítið og jeg verð að gera það núna. Við höfum talaá of lítið j saman .... og þess vegna hefur þetta skeð. Franeis . ...", hún þagnaði snöggvast cn hjelt svo áfram. „Jeg hugsaði um framtíð- ina og um það hve litla peninga \,Þakka yður ARNALESBOK f}TÍr“, sagði UPPREISN I AFRIKU EFTIR J. BOSTOCK 3 „Ljónið“ öslaði áfram upp ’eftir grugfugu fljótinu. Þannig sigldu þeir nær allan daginn og var ferðaíagið heldur tilbreyt- ingalaust fyrstu 50 km. Robert beið þess með óþreyju að komast suður í Osarisland og taka til að glíma vi&Bawali svertingjahöfð- ingja. En þeir virtust aldrei ætla að komast þangað, fyrir augum bar stöðugt sama tilbreytingaleysið, gruggugt fljótið og grænrt skógarveggurinn. Og Robert Merrill tottaði pípuna sína, geispaði áf leiðindum Pg horfði á nokkra krókódíla, sem lágu í sólbaði meðfram fljót- inu. Hjer virtist aldrei gerast neitt spennandi. — Herra, var kallað. — Það var Abikou foringi svertingjanna, scm kallaði og Merrill horfði þangað sem Abikou benti. Reykjarstrókur stóð þar upp í loftið um það bil kílómeters vegalengd frá þeim. — Þetta er ekkert merkilegt, muldraði Merrill. Þarna býr . Sikandi og hann er að baka í dag, fyrst það rýkur svona úr strompinum hans. Cadbury’s C O C O A : s ú k k ulaðiduft : ■ H. B E N E DIKT S S O N & C O. ! í. f ' H A F X A R H V O L L. R E Y K.J A V í K Astarsaya Tatjana =r komin í bókaverslanir. Þetta er spennandi og sjer ;tæð ástalífssaga ungrar jtúlku. Berorð og sönn lýsing. Takið hana með yður í sumarfríið og lesið hana. Kostar aðeins 25 krónur. Fæst í öllum bókaversl- unum. SHELJL X-IOO hefyr forustuna! mm Vinsældir SHELL X-100 víða um heim sanna yfir- burði hennar fram yfir aðrar bifreiðaolíur. SHELL X-100 heldur forustunni! i| xj Sd.p. ~S>Let( á Sólandi MIMUM I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.