Morgunblaðið - 07.09.1951, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1951, Blaðsíða 1
C' Olíiidsílan: Brefar segjast eSdd geta Sð níiveraiidi stjórn Eiukaskeyti tii Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM, 6. ágúst — Forrnælandi breska utanríkisráðuneytis- ins ljet svo um mælt, að „ræða sú, sem Mossadeq, forsætisráð- herra hjelt seinast í þinginu, sýnir, svo að ekki verður um villst, að enginn árangur getur orðið af frekari viðræðum við núverandi fíkisstjórn Persíu. . SAMNINGUNUM SLITIÐ * - Breska stjórnin verður því i að líta svo á, að samninga- ' umleitunum þeim, sem inn- j siglisvörður konungs, Ric- ' hard Stokes, hefur átt í, sie slitið. Um frestun þeirra við- ræðna er ekki iengur að ræða. P / BJtYTI f BAGA VI» ÚRSKURÐINN For.mælandinn. vjek að'því, að til. mála hefur komið að visa öll- um breskum starfsmcr num olíu- iðnaðarins úr landi, ef samninga- umleitanir hefjist ekki innan skamms. Sagði hann, að bar vajri enn eitt brot á bráðabirgða- úrskurði Haag-dómsins, sem kveðinn var nýlega upp í olíu- deilunni. Kommónistar fengu engan kosinn í miðsfjorn BLACKPOOL, 6. sept. — 1 dag hjelt þing bresku verklýðs- f jelaganna áfram í Blackpool. — Rætt var einkum um hækkandi framfærslukostnað og kolaskort- inn í landinu. Þykir sýnt, að flytja verður inn kol á vetri komanda. Margar ályktanir voru gerð- ar. Felld var tillaga um að heimta kauphækkun til að vega upp á móti kjaraskerðingunni. Miðstjórnin var kosin óbreytt, og mistókst kommúnistum enn að koma nokkrum manni að. Þegar þeir foiuðusf seinast við HörSuslu bardagar, sfðan vopnahljes- viðræðumar hófusf TOKÍÓ, 6. sept. — í dag kom til snarpra bardaga vestan Yonchon, 8 km norðan 38. breiddarbaugsins. Eftir fregn um af bardögunum að dæma, eru þeir harðari en nokkrir aðrir á mið- og vesturvíg- stöðvunum, síðan vopnahljes- viðræðurnar hófust fyrir 2 mánuðum. Fregnir af bardögunum voru háðar eftirliti, svo að ekki verður greint frá þeim í einstökum átriðum. Þó er víst, að þeir voru háðir 12 til 16 km frá hinu friðlýsta svæði kring- um Kaesong. f dag varð rússneskra skrið- dreka af gerðinni T-34 vart á vígstöðvunum sunrtan Chor- won, en þeir hafa ekki sjest á vígvöllunum í ár. I fylgd með þeim var fótgöngulið komm- úuista. Orrustu- og sprengju- flugvjelar S. Þ. rjeðust til at- lögu gegn kommúnistum. Kommúnistar hört'uðu yfir- leitt á vígstöðvum Kóreu í dag. — Reuter. Ullarverðið lækkar enn LUNDÚNUM, 6. september. — 1 fregnum af ullarverðiryu í Well- ington í Nýja-Sjálandi, segir, að það hafi lækkað um 7%% til 10%. t Suður-Afríku hófst ullarmark- aður í dag og hafði verðið þá lækkað um 40%, síðan seinasti uO- armarkaður var þar. —Reuter. Ridgway leggur til, al nýr, hlutlaus sfaður verli valinn til átramhaldandi viðræðna TÓKÍÓ, 6. sept. — í dag sendi Ridgway, yfirhershöfðingi S. Þ- í Kóreu, leiðtogum kommúnista orðsendingu, þar sem hann leggur til, að fulltrúar S. Þ. og kommúnista hittist „þegar í stað“ í Pan Mun Jom í grennd við Kaesong til að velja nýjan hlutlausan stað þar sem viðræður geti haldið áfram, en þær hafa nú iegið niiðri síðan 23. ágúst. I Frá San Fransiskó: Undirrita Rússar friðarsamninga? SAN FRANSISKÓ, 6. sept. — í dag var annar dagur friðar- ráðstefnunnar í San Fransiskó. — Fulltrúi Rússa, Gromíkó, rjeðst hastarlega á tillögur Bandarikja- manna og Breta til japanskra friðarsamninga. Bar hann fram fjölda breytingartillagna. Mikið var bollalagt um það, hvernig Rússinn og fylgifiskar hans muni snúast við undirritun friðarsamn- inganna. Þó að Gróíkó hafi verið stór- orður, þá kemur mönnum saman um, að hann hafi verið vægari en búast hefði mátt við. Þykir ekki loku skotið fyrir, að Rúss- ar undirriti samninginn, þegar á hólminn kemur, þannig gæti þeir tekið upp eðlileg skifti við Japan. Líklegt þykir, að samn- ingamir verði undirritaðir á laug ardaginn. —Reuter-NTB ■®’ Síðan víðræður stöðvuðust, hafá kommúnistar æ ofan í æ sakað S.Þ. um að hafa brotið frið helgi hlutlausa svæðisins kring- um Kaesong. Hefir herstjórn S.Þ, vísað öllum áburði kommúnjsta á bug. Svæsnasfi olíubruni, sem sög- isr fara af í Bretlandi í gær lEldurinn komsf í*f|ártán oRku- geyma með 100 þúsund smál. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB AVONMOUTH, 6. sept. — Síðdegis í dag gaus upp eldur í Avon- mouth við Bristolflóann- og varð af einhver svæsnasti olíubruni, sem sögur fara af í Bretlandi. Komst elduiúnn í 14 stóra olíu- geyma með um 100 þús. smálestum. Á efri myndinni sjást 3 fulltrúar Ridgways koma frá þvrilvængj- unni. Þeir eru nýlentir með svar hcrshöfðingjans við þeim áburði koinmúnista, að flugsveitir S. Þ. hafi brotið hlutleysi Kaesong- svæðisins. Nokkrir hermenn kommúnista virða þá fyrir sjer úr „jéppanum“. — Neöri myndin sýnir Chang, fulltrúa N-Kóreu- manna á tali við uudirmann sinn, meðan hann býður sendimanna S. Þ. Nokkrir blaðaljósmyndarar bíða í ofvæni eftir fundi deilu- aðilanna. — Nú leggur Ridgway til, að vopnahljesviðræður hefjist Ú ný á einliverjum öðrum hlutlausum stað. Seint í kvöld brann enn, og^" 'iafði slökkviliðinu ekki tekist að hemja eldinn. MIKIL SPRENGING í upphafi varð firnamikil sprenging í olíubirgðum í Avon- mouth. Var öllu slökkviliði hjer- iðsins þegar boðið út, en stormur bljes af Bristolflóanum og tor- t'veldaði slökkvistarfið mjög. UPPSKIPUN STÖÐVAST Timburflutningaskip, sem lá /ið bryggju, lagði þegar út í fló- inn, og hætt var við uppskipun úr tveimur olíuflutningaskipum, >g voru þau reiðubúin að halda til úafs. MIKILL REYKJAR- MÖKKUR Mörg hundruð slökkviliðsmanna taka þátt í björgmninni og tólf stórar dælur voru í gangi sleitu- laust. Reykjarmökkurinn var svo mikill af brennandi olíunni, að hann sást í 1G0 kni. fjarlægð. — Eins manns er saknað eftir spreng inguna, en óvíst'er, hvort hann hefur farist eða el.ki. Sendiherrann ræddi við Vishinski MOSKVU, 6. sept. — Alan Kirk, sendiherra Bandarrkjanna í Rúss landi, átti hálfrar stundar viðtal við Vishinski, utanrílíisráðherra í dag. Sendiherrann kvaðst hafa átt frumkvæðið að fundinum, en vildi ekki geta um, hvaS var rætt. — Reuter—NTB. TalaS sór embæfl iseiðinn í gær AMMAN, 6. sept. — 1 gær sam- þykktu báðar deildir Jórdaníu- þings samhljóða, að Talal, elsti sonur Abdullahs, slcyldi tekinn til konungs, en Abdullah var myrtur 20. júlí í Jerúsalem. 1 dag kom nýi konungurinn til Amman frá Svisslandi, þar sem hann var sjer til heilsubótar. — Eftir heimkomuna sór hann em- bættiseið sinn fyrir báðum deild- um þingsins. VIÐRÆÐUR í KAESONG STOÐ A EKKI í orðsending’inni segir Ruig way enn fremur: „Atburðir seinustu viku hafa fært mjer heim sannini’ um, að frekari viðræður í Kaesong hljóta ó- hjávæmilega að enda \ öng- þveiti og frekara málaþrasi, í NAFNI MILLJÓNA Fyrr hefi jeg ábyrgst, að ner- sveitir mínar mundu ekki rjúfa samkomulagið um hlutleysi Kaesong-svæðisins. Þær hafa gætt hlutlej’sisins óaðfinnanlega. Ábyrgð mín helst óbreytt. I nafni þeirra milijóna, sem jeg er fulltrúi fyrir, sem hers- höfðingi S. Þ. skora jeg á yður að þjer látið af þeim sknpa- leik, sem þjer hafið leikið að undanförnn og kallar yfir yð» ur fyrirlitnmgu alls heimsins. Vopnahljesviðræðurnar í Kae- son hafa nú staðað í 7 vikur. Þjer verðið að viðurkenna, að enginn árangur hefir enn náðst.“ , Herlið Aflanlshafs- ríkja til Aior-eyja WASHINGTON, 6. sept. — Bandaríkin og Portógal gerðu í dag með sjer samn- ing. Telja kunnugir, að þar með sje hcrliði Atlantshafs- ríkjanna greidd svo gatan, að það fái baekistöðvar á Aze,~-,*’,ii"n.____ ,, Hjúkrunarfcsm í herinn STOKKHÓLMI, 6. sept. — Á aukafundi sænska þingsins í dag var lögð fram tillaga um, að hjúkrunarkonur yrðu skyldaðar til þjóriustu í riernum. Á morgun verður málinu vísað til nefndar. Ekki fundarfæri i Persíubinui StjórRaraRdsSæSingsr sæfcja cScfci fundi ai úm TEHERAN, 6. september. —« Mossadeq, forsætisráðherra, ljet kveðja til aukafundar í neðrimálstofu þingsins í dag, til E'ð fjalla um olíu- deiluna. Beið ráðherrann i rúmar tvær stundir, en varð að fara við svo búið, því að ekki varð fundarfært, sv® fáir komu. Blaðið Kchan, segir frá því í kvöld, að stjórnarand-« stæðingar hafi sent þingfor- setanum brjef, þar sem þeir segjast ekki munu sækja þingfundi, meðan „andrúms loft óttans“ rjenaði ekki. •—Reuter, J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.