Morgunblaðið - 07.09.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.1951, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FSstudagur 7. september 1951' r 10 ......... Framlialdssagan 57 mTtfmirtinttiiitititiiiiiitmiiiiiiiiititmtmuitittiiiittiitiiitriittiitMtiitiiititititiitiiiiifiiiii STÚLKAN OG DAUOINN iilllliiiiiliflfllilliiimtmil Skdldsaga eítir Quentin Patrick imiiimimiiium* Ljósið skein nú beint á hann. líann hafði ekki hreyft sig. En svo fór hann að þoka sjer aftur á bak lengra inn á verkstæðið. Jeg sá að hann gerði það eina, sem hægt var. Hann reyndi að fá manninn með sjer inn á litla verkstæðið, þar sem þeir gátu mætst jafnir að vígi. Hann þok- aði sjer hægt innar og dró á eft- ir sjer annan fótinn. — Ljósið íyigdi honum eftir og kom nær og nær.... Jerry var kominn langt inn núna, Hann stóð á milli veggj- Ciins og bíls Appels. Jeg greip andann á lofti. í liósinu hafði jeg sjeð að á bak \ ið Jerry var breiður járnstólpi á gólfinu. Hann sá hann ekki. Hann kom æ nær honum. Hann gek aítur á bak .... hann hlaut að detta .... Hann.... Jeg kæfði ópið, sem var að bvjóta af vörum mínum. Jeg sá hvernlg Jerry missti jr.fnvægið, skólablaðið datt á gólfið um lcið og hann greip í Píl Appels til að styðja sig. Mað- urinn með vasaijósið gekk hratt mn S verkstæðið. Jeg sá að Jerry datt endilang- ur á hart steingólfið. Og svo varð fllt dimmt. Jeg vissi ekki einu sinni hvort það var maður eða kona, sem hjelt á vasaljósinu. Jeg man ekki greinilega eftir næstu sekúndum. Jeg heyrði hávaða og þungt högg. Einhver íít-ó aftur þungu dyrnar fyrir verkstæðið. Jeg gat ekki hugsað um annað en það, sem þetta hljóð hlaut að tákna. Jerry hafði dottið. Það höfðu ekki vcrið nein slagsmál. ííann hlaut að hafa meitt sig í fallina. Hann lá ennþá þarna inni og sá ókunnugi hafði iokað dyrunum og læst hann inni. Og þar með var jeg útilokuð frá minni einustu hjálp. Og n.ú.... Það, sem skeði næst, kom svo fijótt og óvænt, að jeg var ekkí við neinu búin. Jeg gat ekki hugsað skýrt lengur. Vinstri bíl- hurðin var rifin upp. Einhver settist upp í bílinn, skellti hurð- inni á eftir sjer og þreifaði eftir lyklunum í mælaborðinu. Jeg gerði árangurslausa til- raun til að hindra að sá, sem sat viS hliðina á mjer kæmi bílnum af stað. Hendin á mjer rakst á fingur með beittum nögium. Það var ekki hönd Jerrys. Jeg kippti að mjer hendinni aftur. — Nú heyrði jeg að vjelin fór í gang. Bíllinn rann af stað með mikl- ■um hraða í áttina að útkeyrsl- unni. Jeg hugsaði aðeins um eitt. Jeg sat í bílnum ásamt einhverjum, sem ekki var Jerry. Einhver ók með mig burt. Jeg mátti ekki missa nokkurn tíma. Jeg þreif- aði eftir hurðarhúninum með vinstri hendihni. Hraðinn óx á bílnum. Jeg opnaði hurðina, fann að einhver reyndi að grípa í mig, jeg reif mig lausa og fleygði mjer út. Jeg heyrði að bíllinn ók áfram. Snöggvast fannst mjer jeg svífa í myrkri. Svo fann jeg snöggan sársauka í gagnaugað og svo var allt í myrkri fyrir mjer. Jeg veit ekki hve ler.gi jeg lá meðvitundarlaus eftir fallið. — Smátt og smátt kom jeg til sjálfr ar mín aftur og jeg fann til sárs- auka á gagnauganu. Jeg þreif- aði með hendinni yfir höfuðið. Jeg kom við eitthvað kalt. Það var málmur. Bílbretti. Jeg hlaut að hafa dottið með gagnaugað á Það. Og þá mundi jeg eftir bíl ! Normu, sem ekið var niður úr geymslunni. Svo gleymdi jeg öllu öðru og hugsaði aðeins um Jerry. Hvar var hann? Var hann enn innilokaður á verkstæðinu? Sem svar við sþurningu minni heyrði jeg óijóst að vjel var í gangi. Fyrst hjelt jeg að bíll Normu væri ennþá á næstu grös- um. En brátt varð mjer ljóst að hljóðið kom að innan .... frá verkstæðinu. Skyndilega rann upp fyrir mjer ljós. Einhver hafði sett í gang bíl Appels. Jerry lá þarna inni hálf- kæfður af kolsýrunni. Jeg skreið á fætur, og flýtti mjer að dyrunum. Jeg barði með hnúunum á þungu dyrnar. „Jerry. Jerry....“. - - • En jeg fjekk ekkert svar. Jeg þreifaði eftir lásnum. Jeg hafði engar eldspýtur, og sá því ekkert. Loks fann jeg lítinn hengilás yst á dyrunum. Það -var öryggislás, sem lokaðíst sjálf- krafa þegar dyrunum var lokað. Jerry var læstur þarna inni og jeg gat ekki náð honum út. Jeg hjelt áfram að berja utan dyrn- ar og kallaði á hjálp. Jeg hafði sjeð gamla næturvörðinn niðri á skrifstofunni. Hann hlaut að hafa lykil. Hann hlaut að heyra tii mín.... Og allt í einu var bílageymsl- an böðuð í ljósi. Jeg snerí mjer við. Þarna stóð næturvörðurinn og góndi á mig með syfjulegum augum. „Fljótt! Lykilinn! Það er mað- ur þarna inni. Hann kafnar, ef við oþrium ekki strax“. Hann gekk til mín og dró sila- lega fæturna á eftir sjer. — Jeg heyrði hringl í lyklum og jeg sá hvefnig hann fálmaði skjálfhent ur eftir .lyklinum. Svo stakk hann honum í skrána og dyrnar opnuðust. „Gaetið yðar!“ hrópaði hann. „Gætið ýðar á gasinu". En hann hefði eins getað beðið hjarta mitt að hætta að slá. Jeg ýtti honum til hliðar og þaut inn. Jtrry var þar. Jeg sá hann strax. Hann lá á gólfinu, þar Sem hann hafði dottið, aðeins nokkur fet frá útblástursrörinu. Jeg tók í jakkann hans og dró hann út. „Stöðvið vjelina!“ æpti jeg. Jég heyrði að vörðurinn flýtti sjer fram hjá mjer og loks stöðv- aðist vjelin. Jeg var komin með Jerry út úr verkstæðinu. Nætur- vörðurinn kom aftur- og við dróg- um hann á milli, okkar ut að giugganum. Jeg kraup á hnje við hliðina á honum og beygði míg yfír hann. Varirnar á honUm vöru bláar og það var bláleitur blett- ur í kinnum hans. Jeg barðist við óttann og tók um úlnllð hans. Jeg fann að slagæðin sló, hægt og jeg heyrði líka að hann dró andann. Jeg get ekki lýst því hve mjes ljetti. Jeg stakk l’.andleggnurrt undír höfuð hans og lyfti honum upp. „Jerry, elsku hjartans Jerry .... þetta iagast .... þetta lagast allt bráðum". Aaugnalokin hreyfðúst lítið eitt. Svo opnaði hann augun, og starði fram fyrir sig án þess þó að sjá nokkuð. Nú leit hann á mig og þekkti mig. Og áður en jeg vissi af var jeg farin að hágráta, Jeg grjet eins cg barn. 26. Loks náði jeg aftur stjórn á mjer. Jerry hafði nóg að bera, þó að hann þyrfti ekki iíka að dragnast með skælandi stelpu. Jeg og næturvörðurinn hjálpuð- umst að við að koma honum inn í næsta bíl, sem af hendingu var bill Steve. Jeg bað næturvörð- inn að aka okkur á sjúkrahúsið í Wentworth. Svo settist jeg í aft- uvsætið við hlið Jerrys. Það var farið að birta að degi. Það var öðru nær, en að mjer liði vel á meðan við ókum eftir götunum í Wentworth. — Jeg hafði hagað mjer eins og fífl. Jeg hafði næstum valdið dauða Jerrys vegna þess að jeg hlýddi ekki fyrirskipunum Trants. — í öllum ósköpunum, sem höfðu gengið á í bílageymslunni, hafði jeg steingleymt brjefinu, sem við höfðum farið til að leita að. — Hvar var það núna? Var það enn [ þá í geymslunni? Eða hafði ó-' kunnugi maðurinn tekið það? Mjer stóð á sama. Mjer stóð nákvæmlega á sama. Mig verkj- aði í ennið og mig verkjaði í fæturna. Mig langaði mest að skríða út í horn og deyja. Hjúkrunarkonan tók vel á móti okkur á sjúkrahúsinu. Hún lagði ekki fyrir okkur neinar spurn- ingar. Hún tók aðeins við Jerry. Ljet hann hátta upp í rúm og fullvissaði mið um að ástæðu- laust væri að hafa áhyggjur af honum, Jeg vildi vera kyrr hjá honum, en þótt hann værl mátt- farinn, vildi hann ekki heyra það nefnt, og sagði mjer að fara og hvíla mig. Jeg fór því. Jeg vissi að með rjettu átti jeg að fara beina leið á lögreglustöðina, eða að minnsta _ . LESBOff 'jTloKjuzTÓlaðsins * MÖRG TUNGL Eftir James Thurber í n. r ■~v n. Kóngsdóttirin leit á hann og hló. — Skilurðu það ekki, kjáninn þinn. Þegar jeg missi tönn, þá kemur ný tönn í staðinn, er það ekki? — J.ú, auðvitað, svaraði hirðfíflið. — Og þegar einhyrningur' n.issir hornið sitt, þá vex annað horn í staðinn upp úr miðri krún- 1 unni. :r ' t — Alveg rjett, sagði kóngsdóttirin. Og þegar konunglegi garð- yrkjumaðurinn klippir blómin í garðinum, þá koma ný blóm í þeirra stað. | — Jeg hugsaði ekki út í það, sagði hirðfíflið. En svona er það líka með dagsíjósið, að þó að það hverfi á kvöldin, þá kemur það a' ltaf aftur næsta morgun. _ . — Og alveg eins er það með tunglið, sagði Lentjtfa kóngsdóttir. — Þannig er það víst með allt. Málrómur hennar varð lágur og fjarrænn og þegar hirðfíflið horfði á hana, sá hann, að hún var sofnuð. 4> Hirðfíflið hagræddi ábreiðunni og klappaði kóngsdótturinni á kollinn. En áður en hann gengi út úr herberginu, fór hann fram að glugganum og kinkaði kolli íbygginn til tunglsins, því að honum sýndist það blikka til hans. SÖGULOK Húseignin nr. 19 við Bræðraborgarstíg, ásamt tíiheyrandi eignarlóð er TIL SÖLU nú þegar. Tilboð sendist til skrifstofu SVEINBJARNAR JÓNSSONAR & GUNNARS ÞORSTEINSSONAR hæstarjettarlögmanna fyrir 15. þ. m. Sími 1535. ■ ■ FRuSTL Höfum Mobil frostlög til sölu ÖGuR á eftirtöldum stöðum: Benzínstöð BP Tryggvagötu — — Hlemmtorgi — — Laugavegi 168 — Nafta Kalkofnsvegi Smurstöð h.f. Stillis Laugavegi 168 — s.f. Sunnu Digraneshálsi Þvottastöð BP Tryggvagötu Fæst í lítratali og eins gallons brúsum Oiíuuerálim Oáíandá b.p. Húsmæðraskóli AKUREYRAR tekur nú nemendur í heimavist. — Nemendur, sem ætla, að sækja skólann í vetur, sendi umsóknir sínar, sem allra fyrst og ekki síðar en 15. september. SKÓLINN BYRJAR 1. OKTÓBER Duglegar starfsstiílkur vantar á barnaheimillð SILUNG APOLL og í heimavist LAUGARNESSKÓLANS Meðmæli æskileg. Upplýsingar í síma 5827 kl. 10—12 fyrri hluta dags og klukkan 6—8 síðdegis. Sníðaskólinn Sniðnámskeið hefst 10. sept. Kennt verður eins og að undanförnu að sníða eftir. máli allan dömu- og barna- fatnað. Jafnframt hefst saumanámskeið í kjólasaumi og bamafatnaði ef næg þátttaka fæst. BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR Laugarnesvegi 62. Sími 80730. Hljóðbylgju þvottatækin komin, pantanir óskasi sórt.ar. Verð kr. 1070.00. BRÆÐURNIR ORMSSON _ Vesturgötu 3 Sími 1467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.