Alþýðublaðið - 22.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐÍÐ blaðsins er í Alþýðuhusinu við IngóHsstræti og Hverfisgötu. Sínai 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO, þaan dag, sem þær eiga að koma í blaðið. og bærinn 3 menn í hana, en sýslumaður og bæjarfógeti er sjálf- kjörinn og því sá 4 Hluthafar kjósa svo 3 menn í stjórnina, Þetta fulitrúaráð, ef svo mætti kalla, kýs svo 3 menn úr sínum hóp, sem ræður framkvæmdarstjór- ann, er annast um allar framkvæmd- ir í samráði við hana, stjórnar verksmiðjunni og hefir takmarkað prókúruumboð. Þetta fyrirkomulag hefir reynst vel og ber ekki á neinu ósamkomulagi milli fulltrúa hluthafa og hinna annara tullttúa.“ »Nú þarf auðvitað að auka hlutaféð; og breytist þetta þá ekki?“ „Jú. Hlutaféð verður aukið. Og verða boðin út ný hlutabréf með- al hinna gömlu hluthafa. Hvað viðvíkur breytingu á stjórnarfyrir- komulaginu, þá hefir þess verið farið á leit við sýsiunefnd og bæj- arstjórn, að þær hættu að kjósa í stjórnina. Sýslunefndin hefir sett þau skilyrði fyrir því að þeíta verði, að hrepparnir fái að taka þátt í hlutafjáraukningunni með því að gerast hluthafar. Bærinn hefir enga ákvörðun tekið í mál- inu ennþá. En líklega verður gert út um þstta mál á aðalfundi „Gefj- unnar", sem haldinn verður 10. júlí n. k.“ „Þið hafið keypt vélarnar úr Iðunni? Hafið þið nóg rúm fyrir þær allar?“ „Já, við höfum keypt þær. Verk- smiðjuhúsið, sem við nú höfum, var haft svo stórt að hægt væri að fjölga vélunum um helming, eins og eg áður sagði. Og vélarn ar úr „Iðunni" gera það einmitt að verkum, að „Gefjun* stækkar um helrning og verður þar með stærsta verksmiðja á Islandi öun- ur en síldaibræðsluverksmiðjan í Krossanesi." „Hvað er hægt að vinna úr mikilli ull yfir árið?“ „Þegar búið verður að koma íyrir nýkr-yptu vélunum — en það verður síðari hluta þessa sumars — ætti að vera hægt að vinna úr sem svarar 80—90 smál. árlega. Við höfum tvær 300 spólu spuna- vélar, 11 vefstóla, 3 ,sett‘ af kembi- vélum, ásamt öðrum tilheyrandi vélum." „Hafið þið nóg vatnsafl sem stendur til þess að reka allar vél- arnar, þegar þær nýju bætast við?“ „Onei, það verður hart á þvf, en rafstöðin kemur nú á laggimar á næsta ári, og þá fáum við afl hjá henni “ „Vinna margir í verksmiðjunni, þegar hún er a!búin?“ „Um 40 manns, og feýst eg við að næturvinna verði lögð niður, nema sérstaklega mikið berist að " „Er vinnutíminn langur? Og hvernig er kaupið?" „Vinnutíminn er 60 stundir á viku, og er hætt kl. 2 á laugar- dögum. Kaup kvenna er um 100 kr. mánaðarlega, og karlm. sem ekki hafa sérstök störf sem betur eru borguð, 150 kr. byrjunarlaun. Auk þessa er búið að ákveða að láta alla starfsmenn hafa hlutdeild í ágóðanum, og verður sú ágóða- hlutdeild ákveðin eitt skifti fyrir öll með skipulagsskrá, er samþykt verður á aðalfundi fél.“ „Mun hægt að fullnægja eftir- spurninni þegar viðbótin er fengin?" „Ekki nærri því. En eg hefi í hyggju að koma því lagi á, að þeir sem vilja fá unna dúka, geti lagt inn ull sína til verksmiðjunn- ar, en fengið svo dúka í staðinn. Með því gengi öll afgreiðsla fljót- ar, og töiuverð vinna sparaðist. Kembingu og spuna yrði hagað eins og áður, að teknir væru smá- slattar af mönnum til að vinna úr.“ „Hafa ekki verið vandræði að reka verksmiðjuna á stríðsárun- um?“ „Ekki verður því neitað ', segir Jónas, „en þó hefir hún altaf geng- ið. Við höfum til dæmis altaf átt dálítið af þýzkum Iit, og þegar kolavandræðln voru sem mest, uppgötvaði eg það, að hægt var með góðurn árangri að nota mó við kyndingu gufuketilsins." „Verðið þið lengi að taka nið- ur vélarnar í Iðunni?" „Eg vonast til að það verði bú- ið í þessari viku, og fer það af vélum sem eftir er á Sterling er hann fer hringferðina norður." „Nokkuð fleira í fréttum?" „Já, ( fyrra var stofnaður, af á- góða rekstursins árið 1918, slysa- tryggingarsjóður fyrir verkafóikið,. með 5000 krónum. í þennan sjóð leggur svo verkafólkið lítinn hluta af launum símum og verksmiðjan leggur eitthvað fratn árlega. Höf- um við í hyggju að komast í samband við erlenda slysatrygg- ingarsjóði og endurtryggja í þeim, svo sjóðurinn geti þegar tekið til starfa. Yfir höíuð leggur stjórn verksm. alt kapp á það, að rekst- ur verksmiðjunnar geti orðið til fyrirmyndar bæði hvað snertir vandaða vinnu og alla aðbúð verka- fólks, frekar en að gera haaa að stórgróðafyrir tæki. “ Nú þóttist eg vera búinn að fregna það af Jónasi, sem mig fýsti að vita, kvaddi hann því og þakk- aði honum fyrir góð svör og greið. Ingi. Jffr ríkiskastzlari. Khöfn 21. júní. Símað er frá Berlín, að Fehren- bach sé útnefndur ríkiskanzlari og myndi stjórn í samráði við borg- arafiokkana. Nýtt stríð. Tyrkir byrjaðir. Khöfn 21. júní. Símað er frá London, að tyrk- neskir þjóðernissinnar .herji í þvf nær allri Anatolfu, sömuleiðis hafi þeir ráðist á enskar hersveitir í Litlu Asíu og við Dardanellasund. Venizelos hefir boðið herstyrk til þess að kæfa niður upphlaupið. Hjálparlið hefir verið sent frá Malta (herstöð Englendinga í Mið- jarðarhafi) til Konstantinopel. Fnndnr í Hythe. Skyndilega hefir f dag verið skotið á fundi í Hythe (Englandi) til þess að ræða um Tyrkjamálin. Á fundinum sitja: Lloyd George, Millerand, Foch, Henry Vilson og Venizelos.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.