Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. sept. 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. pj ^ Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ^? Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Arni Óla, sími 3043. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. '1 ' Krefst nýrra hafta í SKJÓLI haftanna varð til fjöl- mennur hópur af manneskjum, sem lifði góðu lífi á því að sitja á skrifstofum nefnda og ráða, sem hjeldu viðskiftum lands- manna í heljargreipum. Þegar rýmkað var um höftin á s.l. vori fækkaði þessum hóp nokkuð og una sumir illa því hlutskifti. — Æðsti spámaður þessara ó- ánægðu embættismanna haft- anna er hinn fyrverandi verð- gæslustjóri, sem kaus að hverfa til síns fyrra starfs eftir að hann hafði sannað með framkomu sinni, að hann var enginn maður til að standa í því embætti, sem hann lenti í af leiðinlegri til- viljun. Hinn fyrrverandi verðgæslu stjóri hefur gerst oddviti þess hóps, sem nú vinnur að þvi leynt og ljóst að koma höft- unum á aftur og Alþýðublað- ið hefur gert sig að málgagni þessara manna og haftanna, eins og þau voru. Aðferð hinna óánægðu er sú að þyrla upp blekkingum um verslun- armálin og koma því inn hjá almenningi, að hin sívaxandi dýrtíð eigi rót sína að rekja til hækkaðrar álagningar kaupsýslumanna. Alþýðublaðið varði forystu- grein sinni til þess fyrir skömmu að halda uppi þessum áróðri.— Blaðið slær því föstu, að hinn fyrverandi verðgæslustjóri hafi sýnt fram á, að „hinn öri vöxtur dýrtíðarinnar" stafi af „stórauk- inni álagningu kaupsýslumanna, fyrst og fremst heildsala". Það er ekki gott að sjá hvernig Alþýðu- blaðið kemst að þessari niður- stöðu, því í grein hins fyrverandi verðgæslustjóra er ekki gerð hin minnsta tilraun til að sýna, að hækkuð álagning heildsala eigi þátt í aukningu dýrtíðarinnar. I greininni eru alls engar tölur birtar um álagningu. Það ein- asta, sem hinn fyrverandi verð- gæslustjóri færir fram, er laus- legt orðafálm um skósvertudós, bílkerti og ávaxtadósir. En Al- þýðublaðið er ekki kröfuhart um sannanir, þegar um er að ræða að fordæma innflytjendur. Það gerir sig fyllilega ánægt með' fleypur um skósvertudós, sem kosti á níundu krónu og trúlega er ékki til nema í hugarheimi verðgæslustjórans fyrverandi. En blaðinu finnst þetta alveg full- nægjandi sönnun þess hvaðan dýrtíðin stafi. Þetta sýnir betur en nokkuð annað á hvaða stigi sá áróður er, sem Alþýðublaðið rekur. Hinn fyrverandi verðgæslustjóri minn- ist ekki einu orði á stórfelldar verðhækkanir á mörkuðum er- lendis, sem valda dýrtíð um mik- inn hluta alls heimsins. Hvert mannsbarn, sem fylgist nokkuð með því sem gerist, veit þó um þá verðþenslu, sem vígbúnaður og ýmsar aðrar orsakir hafa kom ið af stað undanfarið og ekki er enn sjeð fyrir endann á. En hinn fyrverajKÍi verðgæslustjóri getur leyft syx að gapga algerlega fram íijá þessari staðreynd og skrifa grein um dýrtiðina hjer imrínbnds án þess að minnast eiviu orði á verðlagið í þeim löntf uin. scm við kaupum frá. Meðan hinn oánægði haf flokkur heldur appi áróðri þessari tegund r.iá .-< gja, að na ast sje þörf á aö -vara. En kunna þeir að vera til, sem 1< ast til að t-úa bv: i í 'ótfa ni: áo dýrtíðin n„-r úmanlands stafi af verulegu leyti af álagningu kaup n anna og þá sjerstaklega heild- verslana. A updanförnum árum hefur „heildsalagrýlan" verið rnögnuð svo mjög, að auðvelt er að þyrla upp nýju og nýju ryki til þess að halda þeim blindum, sem einu sinni hafa misst sjónina íyrir margra ára látlausan áróð- ur. En það þarf meira en fleip- ur hins fyrrverandi verðgæslu- stjóra til þess að sanna þeim, sem hafa augun opin, að verðlag á heimsmarkaði ráði engu um bækkað verðlag hjer innanlands en verslunarálagningin öllu. Annars mun óhætta að stað hæfa, að áróður Alþýðublaðs- ins er vonlaus. Hinir óánægðu með verðgæslustjórann í broddi fylkingar komast aldrei að sinni fyrri jötu. Al- menningur vill ekki sjá þá. — Menn eru fyrir löngu orðnir leiðir á öllu því braski með vörur og gjaldeyri, smygli og hverskyns okri, sem þreifst í skjóli 'þeirra hafta og embætt- ismaima, sem settu svip sinn á viðskiptalífið á liðnum ár- um. Allur almenningur vill gefa mikið til að vera að fullu og öllu laus við þennan ó- sóma og Alþýðublaðið hefur aldrei tekið að sjer vonlaus- ara mál en að ætla sjer að hefja skrifstofulýð haftanna í sitt fyrra veldi. Er suðursfrönd íslands ekki fil! RÁNYRKJA íslenskra fiskimiða er áreiðanlega eitt mesta áhyggju efni allra heiðarlegra íslendinga. I því sambandi skiptir engu máli hvers þjóðernis þau erlendu skip eru, sem sækja á þessi mið og stuðla að því að afkoma íslensku þjóðarinnar byggist á stöðugt ó- tryggari grundvelli. Viðhorf kommúnista til þess- ara mála er allt annað, eins og greinilega hefur sannast á blaði þeirra „Þjóðviljanum" undan- farna daga. Þetta blað lætur sig nú -eingöngu varða það, sem ger- ist við norðurströnd íslands. Það birtir harðorðar greinar um yfir- gang breskra, þýskra %g fær- evskra skipa þar nyrðra, ræðst á alþjóða dómstólinn í Haag, sem á að dæma landhelgisþrætu Breta og Norðmanna og svívirðir ríkis- stjórn fslands fyrir að láta lög- fræðinga sína hlusta á munnleg- an málflutning í því skyni að treysta_ sem mest má verða að- stöðu íslendinga síðar. En á meðan öll þessi ósköp gerast í dálkum kommúnista blaðsins minnist það ekkert á það, sem gerist við Suður- strönd íslands. Hún er ekki lengur til. Þar eru engin fiski- mið, engir islenskir sjómenn, engir útvegsbæir, sem senda báta á sjoinn. Þar er heldur engin Iandhelgi!.' Hversvegna ekki? Vegna þess að við suður- strön-1 íslands hefur ura U „'t skeið legið stór rússnesk'r fiskiskipafloti. Vegna þess að skip úr þessum flota haf? far- ið inn í íslenska Iandhelgi, vegna þess a* Sovjeí Iiags- raitnir eru ís n um hags- munum æðri, uö' t Ití kommun ista, — vegna alls þcs ;a er suðurströnd íslands ekki leng ur íiIHí • .1 Þessir sex menn hafa um 49 ára skeið verið rjettamenn í Hafravatnsrjett og gengt þar ýmsum trúnaðarstörfum. — Þeir eru talið frá vinstri: Bjarni á Hraðastöðum, Gestur bóndi í Reykjahlið, Kjartan á Hraðastöðum, Andrjes á Hrísbrú, Þórarinn á Melnum, aldursforseti rjettamanna og Ragn- ar bóndi á Bústöðum. — (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon). ^¦,.L.-±l±t mJlJkI Skyndiferð í Hafravutnsrjett Þar hefur verið rjettað í 49 ár I GÆR voru Hafravatnsrjettir og eru það hinar síðustu þar til íjár- stofn bænda hefur verið endur- nýjaður, eftir niðurskurð þann sem nú er hafinn á öllum fjár- stofni bændanna sem smala í rjettina. — Giskað er á að um 6000 fjár hafi verið í almenn- ingnum, er byrjað var að draga í dilkana nokkru fyrir hádegi í gær. Mannfjöldi var i rjettunum, enda hið fegursta veður. SMALAÐ í ÞOKU Afrjetturinn var smalaður í fyrradag, en þá var þoka á heið- um uppi og skyggni slæmt; Þrátt fyrir það töldu bændurnir heimt ur góðar. — Fátt v^r ómerkinga, enda var fje svo lengi á gjöf yfir- leitt, að kindur báru í húsum. — Mosfellssveitarbændur og Reyk víkingar áttu flest fje, Einnig kom fram fje af Suðurnesjum, úr Grafningi, Ölfusi og víðar. Þeir sem áttu langt að sækja rjettirnar svo sem Suðurnesja- menn og bændur austan Fjalls, voru með vöruflutningabíla er þeir fluttu fjeð heim á, en þeir sem nær eru, ráku fje sitt í heima haga. Kringum rjettina stóðu bíl- ar og hestar og er ekki gott að segja hverjir væru fleiri. — Var fjárflutningabílum ekið að rjettarveggnum og fjeð síðan handlangað upp á pall bílanna. Á veggjum sátu menn og röbb- uðu um dægurmálin, en einkum þó um fjeð. Kristinn Guðmundsson á Mos- felli er rjettarstjóri í Hafravatns riett og var jafnan mannmargt kringum hann, meðan verið var að draga úr almenningnum í ddkana. í Hafravatnsrjettum í gær var fólk á öllum aldri saman komið, konur og karlar, enda er rjettar- dagurinn einn aðal hátíðisdagur inn.til sveita. 49 RJETTADAGAR Þarna voru margir hinna traustu bænda í nágrenni bæjar- ins. Þar voru bændur sem verið hafa í Hafravatnsrjett hvert ein osta haust frá því að rjettin var tekin til afnota fyrir 49 árum. Má þar til nefna bræðurna Bjarna og Kjartan á Hraðastöðum, Þórarinn á Melnum, er var aldurs forseti í Hafravatnsrjett í gær. Hann er um áttrætt, en ber ald- urinn vek Þar var Ragnar á Bú- stöðum og Gestur í Reykjahlíð við Hafnarfjarðarveg. — Eggert bóndi í Hólmi, sem nú er orðinn aldraður maður, var ekki í rjett- unum í gær, en þar hefur hann verið einn af fyrirmönnum enda Fjallkóngur í nokkra áratugi. Bjarni og Kjartan eru fjallkóng- ar nú. FLAGGA VERÐUR Þessir bændur sögðust allir ætla að endurnýja sinn fjárstofn. í dag ætti að vera fáni í h;jlfa stöng hjá okkur, en í heila þegnr við fáum lömb;n, sem skapa mu nýjan stofn, v.igðu þeir. Svo hefur mæðiveikin herjað fjárstofi. bænda sem smala í Hafravatnsrjett, að þar var ekki óalgengt á haustin áður en veikin lagðist á stofninn að sjá þar yfir 20.000 fjár. — Þá voru fjárrík- ustu bændurnir með um 200—300 fjár. í gær var giskað á að um 6000 fjár væri þar og bar fjöldinn allur þess merki að vera með mæðiveikina. IIÁLFRAR ALDAR AFMÆLI Næsta haust á Hafravatnsrjett hálfraraldar afmæli. — Þá munu hændur fjölmenna þangað, enda þótt engin verði þar rollan. — Við munum minnast afmælisins eigi að síður hjer í rjettinni, sagði Ragnar á Bústöðum. Margs er að minnast á hálfri öld, til að mynda þess, að bygging Hafravatns- rjettar var algjör nýlunda í fjár- rjettarbyggingu. Hún er spor- Framhald á bls. & Velvokandi skiiíar: ÚR D3GI.EG& LÍWmV Ný kvikmynd frá Lofti MILLI fjalls og fjöru var fyrsta íslenska kvikmyndin. Hana tók Loftur Guðmundsson, eins og menn rekur vafalaust minni til. Allmiklar deilur urðu um þá mynd, en þeir, sem hörðustum orðum fóru um hana, hafa varla gert sjer grein fyrir öllum erfið- leikum brautryðjendastarfsins. Nú hefir Loftur gert nýja mynd, sem heitir Niðursetning- urinn. Þó að efnið sje ömurlegt, cf dæma skal eftir nafninu, þá getur hún ekki verið laus við sllt gaman. AHir skelltu upp úr ISUMAR heyrði jeg sögu, sem sannar það. Börn sældust mjög til að sjá leikendur myndarinnar að starfi, og leyfði Loftur þeim góðfúslega að horfa á, en þau máttu þá ekki heldur æmta nje skræmta, svo að myndatakan spilltist ekki. Allt gekk vel lengi, en þó fór svo að lokum, að einn snáðinn skelti upp úr og það svo ótæpilega, að hann ætlaði aldrei ð geta hætt. Aðrir hrifust með, svo að ekki var víst örgrannt um, að blaðran spryngi í hópi leik- enda. íslenska fálkaorðan HJERNA kemur brjef frá „Ó- fróðum". „Ekki allsjaldan heyrist þess getið í útvarpi og víðar, að menn sjeu heiðraðir hinni íslensku fálkaorðu. Mjer hefir löngum leikið forvitni á að vita, hvað menn þurfa að hafa unnið sjer til ágætis áður en þeir öðlast slík heiðursmerki. — Getur þú frætt mig um það, Vel- vakandi? Eru þau ekki greidd af ríkisfje?" Efla hag og heiður fósturjarðarinnar ÞVÍ er þá til að svara, að „orð- unni má sæma þá menn, inn- lenda og erlenda og þær konur, sem öðrum fremur hafa eflt hag ög heiður fósturjarðarinnar eða unnið afrek í þágu mannkyns- ins", eins og segir í forsetaúr- skurði um hina ísl. fálkaorðu. Enginn skyldi vefengja, að þessu væri fylgt. Seinna í þessum sama úr- skurði: „Þegar ísl. ríkisborgarí er sæmdur orðunni, skal ávallt skýra opinberlega frá þvi, hverj- ir sjerstakir verðleikar hafa gert hann verðan sæmdarinnar" — Þetta ákvæði virðist eiga að koma í veg fyrir, að misbrestur verði á að fyrra ákvæðinu sje fylgt. Svo undarlega vill þó til, að verðleikanna mun sjaldnast getið. Fjelögin eru mörg AÐ er nú til siðs að stofna fje- lög alls konar, skattgreiðenda fjelög, sexfetungafjelög og þar fram eftir götunum. Um eitt fjel. var nýlega getið í blöðunum, þar komust allir í stjórn að þremur undanskildum, 2 þeirra komust þó í einhverja nefnd, rjett dá- litlar sárabætur. Og óvenjulegur maður væri sá, sem vissi, í hve mörgum fjelögum hann væri. t Omissandi f jelög SUM þessara f jelaga eiga rjett á sjer, þau eru meira að segja ómissandi. Eitt þeirra er Krabba meinsfjelagið. Nú fyrir skömmu hefir það sannað áþreifanlega til- verurjett sinn þeim, sem höfðu ekki komið auga á þjóðþrifastarf þess áður. Fjölmargir gegnir menn, kunnir og ókunnir hafa stutt starf þess, þó að nokkra beri þó hæst. Allir eitt FJELAGIÐ hefir nú heitið að gefa Landspítalanum röntgen lækningatæki, en með ljóslækn- ingum hefir einmitt margur krabbameinssjúklingurinn orðið bólpinn frá kröm og bana. Að- eins eitt slikt tæki er nú til í landinu, og er verkefni þess ær- ið. Verður bætí úr biýnni þörf rneð komu nýja tækisins, sem Krabbameinsfjelagið gefur. Enn ber þó á nokkurn skugga. Fjelagið hefir ekki nægilegt handbært fje til kaupa á tækinu, en almenningur ætti nú að r/jinnast þess, að margar hendur vinnaljett verk. _^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.