Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 12
Veðurúllif í dag: S-V gola, skýjað með köflura. 213. tbl. — Miðvikúdagur 19. september 1951. : H áiþjéða þingmaimasambandið. grein á bls. 7, Sjá Rússneska skipið Tungus )í>essi mynd af rússneska móðurskipinu er Ægir tók í landhelgi á Herdísarvík s. 1. sunnudag var teitin í gærmorgun, þar sem það lá út af Iíeflavík. — (Ljósm. Jón Tómasson). Rússinn jdtar að hafa verið innan landhelgi En neifai’ að hafa verið að ólöglegum athöfnum K.7ETTARHÖLD í Iandhelgismáli rússneska móðurskipsins Tungus, sem varðskipið Ægir tók á Herdísarvík s. 1. sunnudag og kom með til Keflavíkur síðari hluta mánudags, stóðu yfir hjá bæjar- fógetanum í Keflavík í allan gærdag. í fyrrinótt var þeim haldið áíram til kl. 2. Voru þá aðallega teknar skýrslur af skipherran- vm á Ægi og rússneska skipstjóranum. En aðalatriði framburð- ai hans er það að hann viðurkennir staðarákvörðun varðskipsins og játar að hafa verið innan landhelgi er komið var að skipi hans, ék að vísu af misgáningi. Hinsvegar neitar hann ákveðið að hafa verið þar að nokkrum ólöglegum athöfnum. ----—----------------------- ITNNU AÐ HAGNYTINUU AFLA Samkv. upplýsingum f r jetta- rítara Mbl. í Keflavík, hófust rjettarhöldin í gærmorgun kl. 10 árdegis. Var þá tekin skýrsla af Eckkrum yfirmÖnnum og skipverj- um á varðskipinu Ægi. Töldu þeir að skipshöfnin á hinu rússneska sfctpi hefði greinlega vei'ið að vinna við hagnýtingu afla þess, er Ægir kom að því innan land- helgi. Til dæmis hafi bómur skipsins verið úti, vindur í gangi, tunnur verið fluttar á milli móð- urskipsins og smærri skipa, sem lágu við það o. s. frv. Öllu þessu neitar skipstjórinn á Tungus áfcveðið. HELDUR LANGAR RÆÐUR Þessi rjettarh'öld yfir skipshöfn Ægis stóðu fram um hádegi í gær.; En kl. 1,30 kom rússneski sfcipstjórinn aftur fyrir rjettinn ásamt tveimur yfirmönnum á Tun- g-us. Stóð það rjettarhald svo að seg.ja óslitið tii kl. 8,30 í gær- kvöldi. Hófst það á því, að fram- fourður varðskipsmanna var þýdd tsr' fyrir þeim. En dómtúlkur er Pjetur Thorsteinsson fulltrúi í ut- auríkisráðuneytinu. Hjelt skip- stjóri fast við neitun sína. Tafði það rjettarhaldið mjög, að hinn rússneski skipstjóri svaraði stutt- urn og einföldum spurningum, er tif hans var beint, með lönguni ræðum. ÁKVÖRÐUN DÓMSMÁLA- RÁÐUNEYTISINS UM MÁLSHÖFÐUN Að loknum yfirheyrslum yfir y irmönnum rússneska skipsins vdr gert stutt hlje. En um' kl. 10 í gærkvöldi hófust rjettar- höld af nýju. Komu þá yfirmenn varðskipsins fyrir rjettinn og staðfestu fyrri framburð sinn og lauk yfirheyrslum nokkru fyrir n iðnætti. Verða prófin í mál- inu send dómsmálaráðuneyt- inu í dag til ákvörðunar um það, hvort mál skuli höfðað gegn hinum rússneska skipstjóra fyrir landhelgisbrot. En samkvæmt fcinni nýju löggjöf um meðferð opinberra mála er heimild dóm- ara til þess að taka ákvörðun um málshöfðun þrengd veruléga. I því tilfelli, sem hjer um ræðir liggur ekki fyrir játning hins sakfellda og verður dómsmála- ráðuneytið því að taka ákvörðun um, hvort mál skuli höfða. UÖGFRÆÐILEG AÐSTOÐ FRÁ 5KRIFSTOFU ÁKA JAKOBSSONAR Tveir fulltrúar frá sendiráði Sovjetríkjanna hjer í Reykjavík hafa verið viðstaddir rjettarhöld- in. Ennfremur lögfræðingur frá lögfræðiskrifstofu Aka Jakobs- sonar alþingismanns. Þá hefur Jakob bróðir Aka verið á vappi um Keflavíkurkaupstað síðan að Rússana bar þar að landi. Vita menn ógjörla um erindi hans þangað. En einhver erindi mun hann telja sig hafa að reka þar. HAFA 150 REKNET HVERT Hið rússneska móðurskip ligg- ur alldjúpt fyrir utan Keflavík en varðskipið Ægir nokkru nær landi. Sjómenn á Suðurnesjum telja að 20—30 rússnesk skip stundi nú reknetaveiðar á mið unum syðra, að því er frjetta- ritari blaðsins í Keflavík sagði í gærkvöldi. Mun hvert þeirra reka með um 150 net. Skapar þetta mikii þrengsli á miðun- um. En koma erlendra síld- veiðiskipa á þessi mið er mjög fátíð. Valdimar EHendsson læknir látðnn VALDIMAR ERLENDSSON, læknir í Frederikshavn á Jót- landi er látinn rúmlega 72 ára að aldri. Hann var fæddur að Garði í Kelduhverfi, sonur Erlendar Gott skálkssonar bónda og alþm. og konu hans Þorbjargar Guðmunds dóttur. Valdimar lauk stúdents- prófi 1902 og kandidatsprófi í iæknisfræði 1909, en framhalds- nám stundaði hann frá 1909 til J912. Gerðist hann þá læknir hjá dönsku ríkisjárnbrautunum og hefir verið það síðan, en jafn- framt hafði hann lækningastofu í Frederikshavn. Valdimar fjekkst mikið við rit störf. Ritaði hann bækur og auk þess fjölda greina í dönsk og íslensk tímarit. Hann var kvænt- ur danskri konu, Ellen Margrethe dóttur Ludvig Heegaard-Jensen, kaupmanns í Vordingborg á Sjá- landi.________________ Yfirlýsing frá Fjelagi matvörukaupmanna Blaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Fjelagi matvörukaupmanna: FJELAG matvörukaupmanna hefur að gefnu tilefni látið gera athugun á álagningu í smásölu á niðursoðnum ávöxtum h.já megin- þorra smásöluverslana I Reykja- vík. Hefur komið í Ijós, að smásölu- álagningin er hvergi hærri en 30%, þegar keypt er af innlend- um heildsölubirgðum. Er það lægri álagning en mun gerast annars- staðar í heiminum á þessari vöru- tegund, og lægri en hámarks- álagning sú, sem ákveðin var af verðlagsyfirvöldunum, þegar verð lagsákvæðin gengu í gildi. <S>- Island hefir tvö stig eftir 4 mnferðir bridgemótsins Noregur, italía og Egyptaiand eru efst. ] Einkaskeyti til Mbl. frá Brynjólfi Stefánssyní. 1 FENEYJUM, 18. sept. — Eftir fjórar fyrstu umferðirnar á Evrópu-* meistaramótinu í bridge, sem hófst hjer 1 Feneyjum s. 1. laugar» dag, standa l.eikar þannig, að Noregur, Italla og Egyptaland eru efst með 7 stig. ísland er 10.—13. í röðinni ásanit Bretlandi, FinnlanAj og Sviss með 2 stig. Alþingi stefnf ; saman 1. okt. FORSETI ÍSLANDS hefur með brjefi dagsettu í gær, kvatt Al- þingi til fundar mánudaginn 1 okt. n. k. Fer þingsétning fram þann dag, að lokinni guðsþjón- ustu í dómkirkjunni, sem hefst kl. 1.30. Sjera Jón Auðuns dóm- prófastur prjedikar. 1. UMFERÐ: Noregur vann Island, Svíþjóði vann Bretland, Belgía vann lr- land, Austurríki vann Frakklancí, Ítalía vaim Holland og Egypta- land Finnland, en jafntefli var hjá Sviss og Danmörku. 2. UMFERÐ: Island vann Belgíu, Egyptalani vann Irland, Finnland vann Bret- land, Svíþjóð vann Holland, Italía vann Austorríki, Frakkland vann Sviss og Noregur vann Danmörku, EVA BERGE, söngkona, hefur nú fengið framjpngt leyfi sitt, frá Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Fjekk þjóðleikhús- stjóri brjef þcss efnis frá leikhús- stjóra Konunglega leikhrússins fyrir helgi. Verður því hægt að halda áfram sýningum á Rigólettá fram að mánaðamótum. Sex sýn- ingar hafa verið af Rigólettó, en nú fer þeim mjög að fækka. Það þykir rjett að benda fólki, sem ætlar að sjá óperuna á, að, ef það frestar því til síðasta dags, getur það misst af óperunni, því að reynslan er sú, að ösin er jafnan mést síðustu dagana. Söngkonan Eva Berge mun fara til Kaupmannahafnar í byrjun október, en hún er ráðin til að fara með aðalkvenhlutverkið í Rakar- anum í Sevilla við Konunglega leikhúsið. Mjólkurflöskur á leið lil landsins UNDANFARIÐ hefur allmikill skortur verið á flöskumjólk, eink um í heilflöskum, en að því er 5 jf' ólkursamsarlan hefur skýrt blaðinu frá, þá standa vonir til að úr þessu rætist innan fárra daga. Það er hörgullinn á flöskum sem þessu veldur, en í Goðafossi sem nú er á leið til landsins, eru nýjar flöskubirgðir og verður vonandi hægt að koma þeim í umferð innan fárra daga. Nokkrir skipverjar um borð munu vera um 600 manns, þ. Jón Tómasson). í Tungus í gsérmorgun. Á skipinu á m. allmargar konur. — (Ljósm. Kappróðurinn á Akureyrarpolli AKUREYRI, 17. september: —• Kappróður Æskulýðsfjelags Ak- Ureyrarkirkju fór nýlega fram á Akureyrarpolli. Keppt var í fjórum aldursflokkum um verð- launagripi, sem Jón Sigurjóns- son og Trausti Sveinsson höfðu gefið. í 1. flokki sigraði sveit Jóhanns Sigurðssonar, í 2. flokki sveit Sverris Skarphjeðinssonar, í 3. flokki sveit Magnúsar Stef- ánssonar, sem einnig hlaut róðr- armanninn Faxa, fyrir best ára- lag. Hjá nýliðum bar sveit Vals Þorsteinssonar sigur úr býtum. Áður en keppnin hófst gengu fjelagar til kirkju. — H, Vald, 3. UMFERÐ: Danmörk vann Island, Holland vann Finnland, Ítalía vann Sviss, Noregur vann Frakkland, Egypta- land vann Belgíu og jafntefli varð hjá Svíþjóð ©g Austurríki og Bret- landi og frlandi. •* ■ 4. UMFERÐ: Frakkland vann Island, Holland vann Irland, Austurríki vana Finnland, Belgía vann Danmörku* en jafntefli varð hjá Noregi og Italíu, Bretlandi og Egyptalandi og Svíþjóð og Sviss. * STAÐA.N: I Staðan eftir fjórar fyTstu uiií-» ferðirnar er þessi: | 1. —- 3. Noregur, Italía og Eg< yptaiand 7 stig, 4. Svíþjóð 6 stig, 5. Austurríki 5 stig, 6.—8. Frakk- land, Holland og Belgía 4 stig„ 9. Danmörk 3 stig, 10.—13. ísland^ Finnland og Bretland 2 stig og 14, írland 1 stig. ( Var aðeias 22 ;] daga á veiðum TOGARINN Akurey kemur I kvöld af saltfiskveiðum í Græn- landshafi. — Hefur togarinn að~ eins verið úti í 22 sólarhringa og mun það vera skemmstur veiði- tími hjá togurunum síðan byrja® var að veíða í Grænlandshafi. —• Akurey er með fullfermi. Skip~ stjóri í þessari veiðiför er Jóhana Magnússcn, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.