Morgunblaðið - 04.10.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1951, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐID "Fíihhttudágur 4. októbér 195í Útg.: H.f. Árvakur, Rtykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. íjariapfrmrp og framhaids- niðurjöfnun GAURAGANGUR sá, sem minni hlutaflokkarnir í bæjarstjórn Reykjavíkur gerðu í sambandi framhaldsniðurjöfnunarinnar er nú alveg að lognast út af. Það _r heilbrigð skyr.semi fólksins, sem hefur kveðið hann niður. Almenn ingur hefur sjeð, hversu órök- studdar þær ádeilur voru, sem beint var að meirihluta bæjar- stjórnarinnar fyrir þessa ráðstöf- un. Það hefur legið í augum uppi, að þegar útgjöld vaxa af völd- um kauphækkana og dýrtíðai, þá verður að fá auknar tekjur til þess að standa undir þessum út- gjaldaauka. Af þeim ástæðum hækkaði t. d. Tryggingarstofnun ríkisins iðgjöldin til lífseyris- sjóðs um 11%. Þá heyrðist hvorki stuna nje hósti úr herbúðum kommúnista, Alþýðuflokksins eða Framsóknar. Með þeirri ráð- stöfun voru þó lagðar 6—7 miijj. kr. auknar álögur á þjóðina. Það fannst minnihiutaflokkunuxr í bæjarstjórn Reykjavíkur vera allt í lagi. Þá heyrðust hvorki stór orð nje heitingar. En þegar að bæjarsjóður þurfti að afla sjer aukinna tekna af sömu ástæðum til þess að geta haldið uppi verk legum framkvæmdum og at- vinnu í bænum, þá grjetu þessii hræsnarar og æsingaseggir krókó dílatárum yfir ofurþunga þeirra byrgða, sem lagðar væru á borg- ara Reykjavíkur. Þáttur Framsóknar er þó sjer- staklega þess verður að honum sje nú gerð nokkuð frekari skil. Tíminn hjelt uppi hvað harðastri hríð að Sjálfstæðismönnum í bæj arstjórn fyrir framhaldsniðurjöfn unina. Það er ekki ófróðlegt að bera þessa afstöðu málgagr.s fjármálaráðherrans saman við stefnu l’.ans sjálfs í því fjár- lagafrumvarpi, sem hann hef- ur nú lagt fyrir Alþingi. Ætla mætti, eftir skrifum Tímans um fjármál Reykjavíkur að fjármálaráðherrann myndi leggja til að skattar yrðu lækk aðir eða að útgjöldum ríkisins yrði a. m. k. haldið í sama horfi og á f járlögum yfirstand andi árs. En hvað segir fjár- lagafrumvarpið fyrir árið 1952 um þetta?. Það sýnir hvorki meira nje minna en 60 millj. kr. hækkun útgjalda frá því sem áætlað var á þessu ári. Og hvernig skyldi eiga að ná auknum tekjum til þess að rísa undir þessum viðbótar út gjöldum? Skyldi eiga að taka lán til þess að standast þau? Nei, f jármálaráðherrann ætl ar sjer að fá 50 millj. kr. hærri tekjur handa ríkissjóði með tollum og sköttum og 10 millj. kr. meiri gróða af tóbaki og brennivíni. Þarna er þá lifandi lýst sam- kvæmni Tímamanna 1 málflutn- ingi þeirra. Þeir skipa sjer í sam- kór með stjórnarandstöðunni, kommúnistum og Alþýðuflokkn- um, til þess að gera hróp að Sjálf stæðismönnum í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir 6 millj. kr. aukna gjaldheimtu hjá Reylcvík- ingum, Sjálfir láta þeir svo sinn eiginn fjármálaráðherra leggja fram fjárlagafrumvarp, sem krefst 60 millj. kr. aukinna álagr.a á þjóðina!!! Fmnst . Imenningi í Reykjavík ekki að Tíminn hafi barist af einlægni njartai.s gegn framhalds niðurjöfnuninn i ? Á það má svo benda enn einu sinni að Sjálfstæðismenn lögðu út á þá braut, að framkvæma framhaldsniðurjöfnun, sem að vísu var engan vegin ánægjuleg ráðstöfun, til þess fyrst og fremst að geta haldið uppi verklegum framkvæmdum og komist hjá að segja miklum fjölda verkamanna upp atvinnu þeirra um hásumar- ið. Minnihlutaflokkarnir gerðu það hinsvegar beinlínis að kröfu sinni að sú leið yrði farin og að fjöldi verkamanna yrði sviptur atvinnu. Þar, sem Alþýðu- flokkurinn rjeð ríkjum fór hann líka þá leið. í Hafnarfirði var verkamönnum sagt upp vinnu þeirra nú fyrir skömmu þrátt fyr ir það að við síðustu útsvarsálagn. ingu þar væri stórum hærra álagi bætt á útsvörin, en gert var í Reykjavk með framhaldsniður- jöfnuninni. Þvættingur minnihlutaflokk- anna um óreiðu og sukk í fjár- reiðum Reykjavíkur afsannast svo best með þeirri staðreynd, sem öllum bæjarbúum er kunn, að Sjálfstæðismenn hafa bæði nú og undanfarin ár framkvæmt margskonar sparnaðarráðstafan- ir í rekstri bæjarins. Oftast nær hafa minníhlutaflokkarnir snú- ist harkalega gegn slíkum ráð- stöfunum. Er þess skemmst að minnast er bæði kommúnistar og krat- ar greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu Sjálfstæðis- manna að undirbúin yrðu út- boð einstakra framkvæmda í gatnagerð bæjarins, með það fyrir augum að draga úr kostn aði við þær. Báðir þessir flokk ar hafa hinsvegar talið kostn- að við þessar framkvæmdir alltof mikinn. Þannig rekst eitt á annars horn hjá þessum ábyrgðarlausu skrumurum, sem ekkert jákvætt hafa til málanna að leggja, aðeins upp nám og æsingar. En heilbrigð skynsemi almennings í Reykja vík hefur sjeð í gegnum þenn an skrípaleik. Hvað gráta þeir! HVAÐA ástand er það, sem Al- þýðuflokkurinn grætur í versl- unar- og viðskiptamálum þjóðar- innar? Það er í fyrsta lagi vöruskort- urinn, sem einkenndi stjórnar- tímabil Stefáns Jóhanns. Það er í öðru lagi svarti markaðurinn, sem þá blómgvaðist. Það er í þriðja lagi bakdyraverslunin, braskið og spákaupmennskan, sem þá fjekk byr undir báða vængi í skjóli baftanna og nefnda valdsins. Þetta er ástandið, sem Alþýðu- blaðið skælir daglega yfir að skuli vera liðið undir lok. En hvers krefst þá Alþýðu- flokkurinn í viðskiptamálun- um? Að sama ásfand vevði skap- að á ný. Vöruskorttmnn, höft in, svarti markaðurism og braskið — það ( hið fyrir- heitna iand pessa „hugsjóna- lausa, gam'a og værukæra hækju)iðs“ eins og einr. af þingmönnum Aíþýð 'okk .ins lýsti honum fyrir sí'.usíu al- þingiskosningar. Ekki er nú von í, góðu um fylgi og tra st :;Iíi*s s jórnmála flokks!'. SjéiTierarBadagskabarettlnrB: E'rumsýníngin í Aus! urbæiurbíói FRUMSÝNING Sjómannadags- kabarettsins í Austurbæjarbíó s. 1. mánudag var engan veginn lítill atburður í skemmtanalífi bæjarins. Það er ekki mjög al- gengt að Reykvíkingar eigi kost á að sjá jafn fjölmennan hóp fjölleikamanna sýna listir sínar og þessi kabarett hefur á að skipa. Áður en sýningin hófst flutti Henry Hálfdánarson, formaður Sjómannadagsráðsins, stutt á- varp. Bauð hann áhorfendur vel- komna og minnti á það, að til- gangurinn með því að fá hingað þessa erlendu skemmtikrafta væri. í senn sá, að styðja gott málefni og gefa almenningi kost á fjölbreyttri skemmtun. Þetta málefni væri bygging Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. — Hann fagnaði þvi að þessari nauð synlegu stofnun hefði nú verið úthlutað ágætri lóð í Laugarásn- um og ljet þá von í ljós að þar risi innan skamms fögur og mynd arleg bygging. SÝNINGIN Því næst hófust skemmtiatriði kabarettsins. Kynnti Pjetur Pjet ursson þau. Fyrst ljek hljóm- sveit Kristjáns Kristjánssonar nýjustu danslögin. Er óhætt að fullyrða að þessi hljómsveit sje ein hinna bestu í bænum. Ljek hún öðru hverju allan timann meðan að sýningin stóð. Var ekki laust við að sumnm fyndist kenna heldur mikillar angurværðar og deyfðar í danslagavalinu. Við slík tækifæri verður að vera hressileg ur og fjörgandi blær yfir hljóm- listinni. Þá sýndu tveir „Ottous“ akro- batik. Voru það ung stúlka og piltur sænsk, sem önnuðust það atriði. Eru þau bæði ákaflega fim. Næst komu tveir austurrískir grínleikarar, John og Edwin, fram á sjónarsviðið. Það voru skrýtnir og skemmtilegir náung- ar. Ljeku þeir allskonar kúnstir og var ágætlega fagnað. BÚKTAL OG HUGS- ANAFLUTNINGUR Þá kom búktalarinn Jack At- kins til sögunnar ásamt sýni sín- um, pörupiltinum Nikolæ. Rædd- ust þeir við um skeið og fór margt spaugilegt á milli þeirra feðga. Síðan sýndu þýsk systkini margskonar listir á einhjólum, m. a. á palli, sem nær upp undir loft í kvikmyndahúsinu. Þá var komið að athyglisverðasta og langsamlega besta atriði kabar- ettsins. Voru það Truxahjónin, Erik Bang og kona hans, sem önnuðust það. Sýndu þau svo magnaðan hugsanaflutning að á- horfendur sátu bókstaflega agn- dofa í sætum sínum. Sat frúin upp á leiksviði með svart bindi fyrir augum en maður hennar gekk úr á meðal áhorfenda og fjekk lánaða hjá þeim allskonar hluti. Spurðu þeir frúna síðan, hvaða hlutir þetta væru. Svaraði hún því hiklaust og greinilega. M. a. upplýsti hún, hvernig vasa- hnífar áhorfenda væru á litinn, hve mörg blöð væru í þeim, hvar þeir væru framleiddir o. s. frv. Hjá einum áhorfenda fjekk Truxa lánað fjelagsmerki, öðrum græn- lenskan peningaseðil, þriðja lyk- il, fjórða tóbaksdósir, fimmta tölu, o. s. frv. Frúin svaraði jafn harðan, hvaða hlutir þetta væru og lýsti þeim nákvæmlega. T. d. sagði hún hiklaust númerið á grænlenska peningaseðlinum, sem þó var 6 tölur!! Út yfir tók þó þegar hún nefndi nafn, heím- ilisfang og símanúmer mamv eins, sem einn áhorfenda benti á í símaskránrii!!! Trux-, sýndi ennfremur ýms ti ibi-ögð af mikilli leikni. 1.5' ■ 1NS OG v.-ií -T ,1’NAÐUR Þ- . ndi sænska parið línu- dans af ótrúlegri fimi. Stóð p' t- urinn rn. a. á höíði á miðri ]í,i- Truxa-hjónin. unni, dansaði og hjólaði á henni. Næsta atriði annaðist „Gentle- ^ man Jack“. Gerði hann nokkrum áhorfendum þann greiða að : hnupla allskonar hlutum úr vös- I um þeirra. Er hann svo slunginn að menn rönkuðu ekki við sjer þó veski hyrfi úr vösum þeirra, , úrið af úlnliðnum og einn varð meira að segja fyrir þvi óhappi að stolið var af honum axla- böndunum!! Þá sýndu þeir austurísku jafn- vægifimleika, stóðu m. a. á höfði á flöskustútum og gerðu allskon- ar lygilega hluti. Þrír Búlgarar, þar af ein stúlka, sýndu flug- fimleika af mikilli færni. Að sýningunni lokinni komu allir fjölleikamennirnir fram á sviðið og voru óspart hylltir. — Þakkaði Truxa áhorfendum fyrir þeirra hönd góðar viðtökur og framkvæmdastjóra kabarettsins, Framh. á bls. 12. Velvakandi skriíar: ÚR DAGLEGA LáFINU Þeir dæma sig' sjálfir úr leik HÚSMÓÐIR skrifar mjer á þessa leið: „Kæri Velvakandi. Jeg get ekki annað sagt en jeg undrast nokkuð blaðaskrifin um hina ó- hóflegu álagningu vissra versl- ana, sem hafa óheiðarlega notað sjer hið fengna viðskiptafrelsi. Mjer hefir alltaf skilist, að frjáls viðskipti væri eftirsóknar- verð til þess að menn geti keppst um að bjóða vildarkjör, bjóða vörurnar fyrir sem hag- kvæmast verð. Þeir kaupsýslu- menn, jafnt stórkaupmenn og smásalar, sem skeyta ekki þessu hlutverki sinu, þeir hljóta að dæma sjálfa sig úr leik, því að enginn vill versla við þá, þegar menn hafa áttað sig á verslunar- háttum þeirra. Verðið þarf að auglýsa meira Íj'N verslanirnar sjálfar verða J hjer að koma til móts við almennihg, þeim á líka að vera hagur í að auðvelda honum hið frjálsa val. Þær verða að gera meira að því að auglýsa, við hvaða verði þær bjóða vörurnar. Fólk hefir tekið eftir því, að harðla sjáldgæft er orðxð, að verðlagsins sje í nokkru getið, þegar varan er auglýst; eins og það væri aukaatriði. — Þetta kemur til af því, að árum saman hefir aðalatriðið verið að fá vör- una, svo að almenningur hefir keypt hana án nokkurs tillits til þess, hvað hún kostaði. Og svo nikið hefir óðagotið verið að íiá í vörurnar, að merm kaupa þær oít dýi'ara verði en þær fást í næstu búð. Fyigikvii’ar Kaftanna ÞAÐ var eins og kaupmaður sagði við mig i fyrra: „Alit kaupmannsstarfið c orðið íeið- inlegra en það áður var, það er að engu orðið hjá því, sem þaðþetta ekki var fyrrum. Öll fyrirhöfn okkar fer í að fá innflutningsleyfi, sitja í biðstofum og reikna út kvóta, en ekkert hirt um að gera hagkvæm innkaup. Áður fyrr höfðum við þó aðalfyrirhöfnina af því, en nú er allt fengið, ef við náum í vöruna, hvernig sem hún er og hvað sem hún kostar, því að allt gengur út. Versiunar- hömlurnar eru okkur slíkur fjöt- ur um fót, að annað verður að sitja á hakanum“. ! Breyttir siðir með breyttum tímum JEG sje ekki betur en nú sjeu komnir allt aðrir tímar fyrir kaupmennina og á því verða þeir að átta sig umsvifalaust. — Nú verða þeir að vanda sig meir en nokkru sinni fyrr, sjá almenn- ingi fyrir góðri vöru við hag- xvæmu verði. Þeir eiga að auðveida verðgæsl una, sem almenningur hefir nú sjálfur fengið í hendurnar, ef svo mætti segja, og gera meira a<$ því að auglýsa vöruverðið. Þeir, sem afrækja ekki skyldu góðs kaupmanns, halda virðingu sinni og verslun, en hinir eiga að sitja uppi með vörurnar óseldar. Það kennir þeim rjetta álagningu bet- ur en nokkuð annað“. Vantar varahluti EYRARRÓS hefir sent þetta brjef: „Jeg er ein þessara lánssömu kvenna, sem hefi eign- ast ýmis nýju heimjlistækin, ís- skáp, þvottavjel og hrærivjel. Aí:t gott hefi jeg um þau að segja, en nú ber þó skugga á. Hrærivjelin er farin að ganga nokkuð úr sjer, og lái jeg henni það ekki. En mikið varð jeg forviða, þeg ar jeg gat hvergi fengið í hana varahluíi, Hrædd er jeg um, að það bagi flcirj en mig, og vil jeg því mælast til, að á því verði ráðin bót, því að svona getur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.