Morgunblaðið - 31.10.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1951, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvíkudagur 31. október 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Pátstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók; Landsfundurinn 10. LANDSFUNDUR Sjálfstæð- ismanna verður haldinn hjer í Reykjavík þessa dagana. Fund- urinn verður settur í kvöld í Sjálfstæðishúsinu, og stendur fram á sunnudag. Fulltrúar Sjálfstæðisfjelaganna og trúnaðarmenn flokksins, sem kjörnir hafa verið á landsfund, eru nú allflestir komnir til bæj- arins. Landsfundurinn verður fjölsóttur og skipaður fulltrúum úr öllum kjördæmum landsins. i ★ Landsfundir Sjálfstæðis- flokksins hafa ætíð markað merkilegt spor í starfs- og þróunarsögu flokksins. Lands- fundurinn fer með æðsta vald í málefnum stærsta stjórn- málaflokks landsins. Á þess- um fundi eru ekki aðeins full- trúar úr öllum kjördæmum landsins, heldur einnig fólk úr öllum stjettum þjóðfjelags- ins, til sjávar og sveita. Lands fundurinn ber þannig í sjer þau einkenni, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur fram yfir alia aðra flokka þessa þjóð- fjelags, að vera flokkur allra stjetta, þjóðarheildarinnar, en ekki einstakra hagsmuna- hópa eða sjergreina. í þessu höfuðeinkenm Sjálf- stæðisflokksins felst bæði styrk- leiki og veikleiki flokksins. I þessu felst sá mikli styrkleiki, sem hefir verið þess valdandi, að flokkurinn hefir í senn verið stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins og öflugast sameiningartákn þjóðarinnar. Á hinn bóginn má segja, að Sjálfstæðisflokkurinn sje veikari í kröfupólitíkinni fyr- ir hina einstöku stjettarhags- muni, þar sem honum ber að festa sjónir á samræmdum þjóð- arhagsmunum. Sjálfstæiðsflokk- urinn verður að una þessum veik leika. ★ Landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins eru að jafnaði haldnir annað hvert ár, ályktanir þeirra og af- greiðsla mála marka í stórum dráttum stefnu flokksins á milli fundanna. Á Landsfundum hafa jafnan komið fram merk nýmæli til framfara og þjóðarheilla, sem síðan hefir verið kostað kapps um að framkvæma af forvígis- mönnum flokksins og þingflokkn um á löggjafarsamkomu þjóðar- ihnar. Það er t. d. merkilegt að minnast þess nú, þegar verið er að framkvæma hinar miklu j rafvirkjanir við Sogið . og Laxá, og þegar horft er til baka til þeirrar þróunar, sem i raforkan hefir skapað í þjóð- j lífinu, að það var einmitt á | fyrsta Landsfundinum, sem I söguleg ályktun var gerð í raforkumálunum. Fyrrverandi I formaður Sjálfstæðisflokksins, ) Jón Þorláksson, hafði þá beitt sjer fyrir flutningi frumvarps á Alþingi um raforkuvirkjan- ir til almencingsþarfa, en tak- mark hans var þá þegar, að raforkan skyldi beisluð í þágu allrar þjóðarinnar, einnig ; sveitanna, sem þá höfðu lítið 1 af rafljósum eða annarri notk- j un raforku að segja. Lands- ! fundurinn tók þá undir þetta J mál með eftirfarandi álykt- I un: I ★ „Fundurinn lætur í ljós ein- dregna ánægju sína yfir frum- varpi því um raforkuveitur, sem nú er fyrir þinginu og télur. sam- þykkt þess stórt spor í áttina til þess að halda fólki í sveitunum og gera vistina þar þægilegri og flýta íyrir ræktun landsins.“ ★ Meirihlutinn á Alþingi snjerist þá öndverður gegn þessum til- lögum í raforkumálunum. Nú, eftir 22 ár, skilja menn betur, hversu mikla þýðingu hefði haft að veita þeim þegar brautar- gengi. Slík dæmi eru mörg í sögu Landsfundanna og er ekki tóm til þess að víkja að þeim hjer. Þó þykir rjett að minna einnig á annan málaflokk, sem nú er mjög mikið umræddur, en það eru húsnæðismálin. í þeim gerði síðasti landsfundur, sem haldinn var á Akureyri 1948, tvær álykt- anirr sem báðar hafa nú náð fram að ganga. ★ Annars vegar var gerð krafa um það, að eignaauki, sem skapaðist vegna aukavinnu manna við byggingu eigin íbúða, yrði skattfrjáls. Þessi krafa var borin fram í frum- varpsformi af hálfu þing- manna Sjálfstæðisflokksins og lögfest á næsta þingi eftir Landsfundinn. Einnig var lögð áhersla á að skapa mönnum aðstöðu til þess að geta sjálfir byggt smáíbúðir til eigin af- nota, og var fyrri krafan for- senda þess, að menn gætu hag nýtt slíkt, án þess að verða fyrir refsivendi skattalaganna. Smáíbúðabyggingarnar með þessum hætti eru nú eitt helsta úrræðið til þess að greiða fram úr hinum miklu húsnæðisvandræðum, ekki síst þegar bæði er við að etja efnisskort og einnig tilfinnan- legan lánsfjárskort. Það er ástæða til þess að láta í Ijós þær vonir, þegar 10. landsfundur Sjálfstæðis- manna sest nú á rökstóla, að hann megi verða til þess að efla og styrkja flokkinn og marlta ný og heillarík fram- faraspor í þróunarsögu ís- lensku þjóðarinnar. Aukin sljórnmála- fræðsla. EINS og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu er Sjálfstæðisflokkur- inn nú að hefja að nýju starfsemi stjórnmálaskóla flokksins, sem starf- ræktur var áður fyrr, en hætti aftur störfum á stríðsárimum. Það er ástæða til þess að fagna því að þessi þáttur flókksstarfsem- innar er endurvakinn. Ekkert er líklegra til þess að styrkja Sjálfstæðisflokkinn sjálfan og efla heilbrigða stjórnmálaþróun í landinu en að halda uppi öflugri og sannri fræðslustarfsemi meðal hinn- ar uppvaxandi kynslóðar. Að þessu sinni sækja skólann 30— 40 ungir og áhugasamir Sjálfstæðis- menn viðsvegar af landinu. Þeim er veitt fræðsla með fyrirlestrahaldi um 'helstu þætti stjórnmálanna og iðka jafnframt mælskuæfingar á málfundum. Aukin pólitísk fræðsla er grund- völlur þroskaðs lýðræðisskipulags. — Því ber að fagna sjerstaklega þeirri starfsemi, sem stefnir að þessu marki, ___________, 1 áhugamál Húsvíkingu er hitss- FRJETTAMAÐUR Mbl. hitti nýl. Júlíus Havsteen sýslumann, sem er á ferð í Reykjavík um þessar mundir, og spurði hann frjetta að nörðan úm tíðarfar, heyskap og fleira. Fórust sýslumanninum orð á þessa leið: Um tíðarfarið er það að segja, að framan af virtist sem það ætl- aði að verða sæmilegt. Um miðjan júlí tók það hinsvegar stakka- skiptum og rigningartímabil hófst. Fór úrkoman vaxandi í ágústlok og september. Um tíma ieit út fyrir að gera þyrfti stórfelldan niðurskurð á búpeningi. En þá stytti upp og gott veður hjelst allt fram til miðs októbermánaðar. Göngum var frest að en unnið var af kappi að því að bjarga heyjunum og hefur það tekist vonum framar. HEYFENGUR í MINNA LAGI — Heyfengur þingeyskra bænda mun þá lítill eftir sumarið? — Hann mun nokkuð fyrir neð- an meðallag. Fyrri sláttur var þó góður og þeir best settir, sem fyrstir hófu slátt. Hinsvegar byrjaði sláttur seint vegna þess að seint voraði og kal í túnum tafði mikið fyrir sprettu. — En hvað er um sauðfjárrækt- ina að segja? — Lömb virtust í vor mundu verða væn, en er til slátrunar kom náðu dilkar vart meðalvigt. Jeg tel þetta stafa af hinum miklu rigningum, að þær muni hafa haft sín áhrif á lömbin og um leið spillt grösum. Áhrif rigninganna komu líka fram á berjum. Aðalbláber eru bragðminni en venjulega og virð- ast eins og vatnssósa. Krækiber eru hinsvegar vel þroskuð. BRENNISTEINSVINNSLA í NÁMUSKARÐI veita fró Eeykfahverfi Samtal við Júlíus Havsleen sýslumann. Júlíus Havsteen. HAFNAR- VEGA- OG RAFORKUMÁL — Hafa ekki verið neinar fram- kvæmdir nyrðra í sumar að brenni- steinsnáminu undanskildu ? -— Að hafnargerð á Húsavík hefur ekkert verið unnið í sumar, en jeg er nú hjer meðal annars í erindum hafnarinnar. Hafnar- garðinn þarf að framlengja um 30—45 metra. Jafnframt þarf að dýpka og skipuleggja höfnina en þá er Húsavíkurhöfn einhver besta höfn á Norðurlandi. Vegakerfi er nú orðið gott í sýslunni, en áherslu þarf þó að leggja á að vegurinn yfir Tjömes, sem tengir saman sýslufjelögin, verði tilbúinn á sumri komanda. Hvað raforkumálum viðvíkur stendur nú sem hæst bygging Laxárstöðvarinnar. Þangað , kom jeg stuttu áður en jeg fór suður og þótti mjer hún stórkostlegt mannvirki. Þetta orkuver mun um ókomin ár flytja Ijós og hita yfir byggðir Eyjafjarðar og Þingeyj- arsýslu auk Akureyrarbæjar, sagði sýslumaðurinn að lokum. .4. St. Fjársöfnun Flugbjörg unarsveilarinnar FLUGBJÖRGUNARS3T3ITIN hef- ur undanfarið unnið að fjársöfnun meðal manna hjer í bænum, er á- huga hafá á starfsemi sveitarinnar. Hafa memi brugðist vel við og er árangurinn orðin allgóður þegar. Samskotafjenu verður varið til kaupa á útbúnaði og tækjum til björgunarsveitarinnar, svo hún geti fyrirvaralaust lagt af stað til að- stoðar nauðstöddum flugvjelum, með ellan útbúnað, sem fullkomnastan, er þarf i slikum neyðartilfellum. Á næstunni verður lialdið áfram að leita til manna um að efla sjóð- inn, er standast á straum ai kostn- aðinum, en forráðamenn björgunar- sveitarinnar vilja koma allri skipan mála í örugga höfn, sem allra fyrst. — Hvað er annað markverðra tíðinda úr sýslunni. — Það er um brennisteins- vinnsluna í Námuskarði. Þar hafa í sumar náðst upp um 300 smá- lestir af mjög hreinum brenni- steini, sem nú á að senda til út- landa. Þar verður hann fullhreins- aður, en vjelar vantar til þess að fullhreinsa hann hjer heima. Þá hafa verið á vegum ríkisins gerðar 2 borholur á þessum sömu slóðum. Úr annari borholunni fást um 18—20 smálestir af brenni- steinsgufu á klukkustund. Hin er nokkru minni. FRAMTÍÐARFYRIRTÆKI — Þarna má sjálfsagt á ekki mjög stóru svæði gera fjölda bor- hola slíkar sem þessar. Þegar fjár- magn fæst virðist því framtíðin vera annaðhvort að vinna brenni- stein úr gufunni þarna á staðn- um eða leiða hana í pípum til Húsavíkur og vinna brennistein úr henni þar. Leiðin liggur þá framhjá eldfjallinu Kröflu en þar er mikið brennisteinssvæði. — Á hvers vegum fer brenni- steinsgröfturinn fram í Námu- skarði? — Það er hlutafjelag sem hefir hann með höndum. Að því fjelagi standa m. a. sýslufjelag S-Þing- eyjarsýslu og Húsavíkurbær. Eru miklar vonir tengdar við þessa brennisteinsvinnslu og jeg tel að þetta sje stórkostlegt framtíðar- fyrirtæki, þó ef til vill sje ekki hægt að fullyrða frekar um það. HITAVEITA FYRIR HÚSAVÍK — Eru ekki fleiri framfaramál á döfinni í yðar hjeraði? — Meðal annara eitt sem er ennþá þýðingarmeira fyrir hjerað- ið. Það er að leiða vatn úr heit- um hverum í Reykjahverfinu til upphitunar húsa í Húsavík, svo ekki þurfi að kaupa kol með okur- verði. Báðum megin við hitaveitu- leiðsluna ættu síðan að rísa byggða hverfi sveitabæja, sem einnig fengju heitt vatn til upphitunar og til ræktunar. Þetta er mjög mikilsvert mál og þyrfti nákvæmr- ar rannsóknar við. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU ISUMAR ló hún á í lyngmónum full móðuróstar, seinna fóstraði hún upp stóra ungahópinn, og hún jjet sjer annt um hann eins og mæð- urnar við Laugaveginn eða Hverfis- götu, að litlu greyin færi sjer ekki að voða. Þessa dagana 'koma fyrstu rjúp úrnar i búðir, smávaxnar og lostætar. — Það verður einni krásinni fleira á borði sælkerans. Mikið hefir verið rætt og rit að um friðun rjúpunnar. — 1 fyrra óaði mörg um, hve þing- mennirmr fjöl- yrtu þar um, en niðurstaðan varð sú, að rjúpnadráp er heimilt. Ný friSunarlög í uppsiglingu IUPPHAFI þess þings, sem nú sit- ur, lagði rikisstjórnin fram frum- varp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun. Þar er dreginn.saman í eitt sægur ísl. lagaákvæða um rjett til fuglaveiða, friðun fugla, veiði- tíma o. fl. Þar er ,gert ráð fyrir, að heimilt sje að veiða rjúpuna frá 15. okt. til 31. des. Landeigendur banna rjúpnadráp MAPvGIR landeigendur láta sjer ekki nægja þá vemd, sem rjúp- unni er veitt í friðunarlögum, held- ur banna a.m.k. utansveitai-mönnum rjúpnaveiðar í landareignum sínum, þó að á veiðitímanum sje. Sunnan lands, þar sem ágengni veiðimanna er mest vegna nálægðarinnar við höfuðfoorgina, hafa nokkrir hreppar þannig sett bann við rjúpnaveiðum. það þykir þeim vitaskuld súrt í brot- ið v t j-ðimöím un uxn, þvi að óveuju mikil rjúpa liefir setst að í byggð. Það hefðu gömlu mennirmr talið t ita á snjóa- og harðindavetur. u Hlustandi þaklsar Kristmanni NOKK.RA.R línur frá hlustanda: „Um leið og jeg óska Krist- manni Guðmundssyni innilega til hamingju með fimmtugsafmæiið langar mig a.ð færa honum j>akkir fvrir prýðilega hugleiðingu, sem hann fíutti í útvarpið s.l. sunnudag og nefndi: „Að eiga og missa“. Teg býst .við, að fleiri en jeg hafi orðið hrifnir bæði af efni og flutningi. Hlustandi“. Rithöfumlarnir fátíðir gestir SANNARLEGA var skemmtilegt að heyra í Kristmanni. En jeg er stundum að velta því fyiir mjer, hvers vegna íslensku rithöfundarnir kpmi ekki oftar í útvarpið. Snjallir menn senda frá sjer bækur dögam oítar, en það er viðburður, ef þeir lesa upp úr þeim í útvarpið. Og úr því að talað er um afmæli, þá er rjett að skjóta þvi hjer inn í. að pað er eins og íslensku rithöfundamir eigi aldrei afmæli, eða hvi er g>ð- um höfundum svo sjaldan helguð vaka útvarpsins? Aftur á móti fara afntæli tónskáldanna ekki fyrir oían garð Oig neðan hjá hlustendunum. Þjóðin hlýtur að fara mikils á mis að heyra ekki nokkrum sinnum árlega i slyngustu höfundum sínum. Þau eru stundum kaldhæðin örlögin ÞAÐ ER helsti djúpt tekið í árinní að segja, að stafrófskver fáist hreint ekki í bókabúðunum, en ósköp fer litið fyrir þeim. 1 sumum búðum eru þau alls ekki til, aðrar hafa kver á boðstólnum., allar það sama. Mesta bókaþjóð í heimi, já hætt er irú við, en þar er roestu erfið- jieikum bundið að fá stafrófskver. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.