Morgunblaðið - 18.11.1951, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1951, Blaðsíða 16
YeðurútSif í dag: Austan gola. Ljettskyjjað. S. -I Sjálfsfæðismenn - fjölmennið' á Yariarfusidiisii s dag kl. 2 Rætt verður um flokksmál og skattamál. LANDSMÁLAFJELAGÍÐ VÖRÐUB efnir til fundar kl. 2 e. h. í dag í Sjálfstæðishúsinu, þar sem rætt verður um Landsfund Sjálf- stæðisflokksins og um skattamálin. Málshefjendur eru Jóhann Hafstein, alþm., og Sigurbjörn Þor- björnsson, fulltrúi. Öllu sjálfstæðisfólki er heimill aðgangur að fundinum. Frjálsar umræður verða að loknum framsöguræðum. Sú nýbreytni verður við fundartilhögunina að menn geta fengið framreiddar veitingar meðan á fundinum stendur. Jóhann Hafstein mun ræða um^ Landsfund Sjálfstæðisflokksins, tilgang fundarins og afgreiðslu mála, þó sjerstaklega það, sem veit að sjálfri flokksstarfseminni inn á við. Með því fá aðrir með- limir Varðar en þeir, sém sæti áttu á Landsfundi, gott tæki- færi til þess að gera sjer fulla grein fyrir gildi Landsfundanna. Jafnframt ber fjelögunum og öðrum samtökum Sjálfstæðis- manna nú að ieggjast á eitt um það, að áhrif Landsfundarins megi verða sem mest og þær ákvarðanir, sem þar voru teknar tii þess í senn að styrkja fjelags- böndin og herða samtökin fyrir sameiginlegum málefnum Sjálf- stæðismanna. Sigurbjörn Þorbjörnsson sem hefir sjerstaklega kynnt sjer framkvæmd skattamálanna og starfar að þeim málum mun reifa þessi mál, sem nú eru mjög ofar- lega á baugi. Mun hann leiða at- hygli að þeim þáttum þessara mála, sem öðrum fremur þarfn- ast endurskoðunar og reifa til- lögur til úrbóta. Mun fullur á- hugi fyrir því meðal Sjálfstæð- ismanna, að þessum málum sje nú tekið ærlegt tak og unnið að því með samstilltum átökum, að margt færist þar til betri vegar og skattabyrðin verði í eðlilegu samræmi við heilbrigða efnahags starfsemi borgaranna. Reynslan hefir fært Sjálfstæð- ismönnum heim sanninn um það að þeir verða að leggja höfuð- kapp á að efla sín eigin samtök til þess að megna að koma á þeim umbótum í þjóðfjelaginu, sem þeir stefna að. Ekkert nema öflugri flokks- samtök Sjálfstæiðsmanna, sem geta orðið þess valdandi, að Sjálfstæðismer.n nái meirihluta- aðstöðu á Alþingi, geta tryggt þær fjelagslegu umbætur og þá efnahagsþróun, sem borgararnir tala um, að þeir vilji. Þetta verða allir Sjálfstæðis- menn að hafa hugfast og stefna að því með ráð og dáð, að þessu marki verði sem fyrst náð. Þrjú þúsumtasta sýniugin nálgast ÞRJÚ ÞÚSUNDASTA leik- kvöld Leikfjelags Reykjavíkur hjer í bæ nálgast óðum. Eru leiksýningar þess í Iðnó orðnar 2967 þegar lokið er fimmtu sýn- ingu á gamanleiknum „Dorothy eigast son“, er verður í kvöld. Úti á landi hefur Leikfjelag Reykjavíkur haft 61 sýningu í níu leikferðum. í júnímánuði 1933 höfðu leik- sýningar alls orðið 1500 og 2500 voru þær orðnar í byrjun júní- mánaðar 1945. Aðalfundur S.Ú.S. í Amessýslu SUNNUDAGINN 25. nóvember, næstkomandi halda ungir Sjálf- stæðismenn í Árnessýslu aðal- fund samtaka sinna. Verður fundurinn haldinn að Tryggvaskála og hefst kl. 2 e.h. Ekki er enn að fullu ráðið um fyrirkomulag fundarins, en þar munu fara fram venjuleg aðal- fundarstörf svo og umræður um skipulagsmál samtakanna, laga- breytingar o. fl. Er þess að vænta að ungir Sjálfstæðismenn í sýslunni sæki þennan aðalfund sinn og taki með því sem almenr.astan þátt í upp- byggingu samtaka sinna. Aðatfundur Dðins ÓÐINN, málfuntlafjelag Sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna heldur aðalfund í Sjálfstæðishús- inu í dag kl. 5 s.d. Auk venjulegra aðalfunda- starfa verður rætt um fjelags- mál. Þess er fastlega vænst að fjelagar fjölmenni á fundinn og mæti stundvíslega. BÍL MEÐ 27 SIGLFIEtÐ INGUM HVOLFIR Sex þeirra meiddust. f FYRRAKVÖLD varð bílslys norður við Hraun í Öxnadal. — Stórum áætlunarbíl, með 27 far- þegum, kirkjukór Sigiufjarðar, hvolfdi, er hann rakst á annan bíl. — Sex farþeganna sakaði og einn þeirra, frú Halldóru Þor- láksdóttur, svo mikið að hún ligg ur í Akureyrarspítala. Mjaðma- grindin er brotin. Hinir sem meiddust voru fluttir þangað til aðgerða. Einn hafði viðbeins- brotnað, annar gengið úr axlar- lið, tveir skrámuðust af glerbrot- um, og hlaut annar þeirra heila- hristing. — Þá marðist kona tals- yert mikið á fótum og handlegg. Siglfirðingarnir voru á leið til Akureyrar er slysið varð. Þar tek ur kórinn þátt í samsöng er kirkjukórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis efnir til í dag. Bíllinn, sem flutti Siglfirðing- ana er eign Norðurleiðar og var að mæta öðrum bíl og rakst utan í hann. Hálka var á veginum og rann bíllinn til hliðar -á svellinu og valt út af veginum. Fór bíllinn eina veltu og nam staðar á hvolfi svo hjólin vissu upp. Vegkantur7 inn er þarna nokkuð upphækkað- ur. Bíllinn skemmdist nokkuð við velíuna og hinir meiddu voru ásamt ferðafjelogum sínum flutt- ir til Akureyrar. Bílaverkstæðisbruninn. Tveir þcirra fimm bíla, er brunnu í verkstæðisbrunanum í fyrra- kvöld, hafðu lent í bruna áfhir og voru þeir til viðgerðar. Myndin af vörubílnum, er a,f öðrum þeirra. Peir skemmdust báðir, er eldur kom upp í vjelaverkstæði Reykjavíkurflugvelli í sumar, leiö. Eigandi verkstæð-isins, Pjetur Snæland, misti tvo bíla sína, láðs- og lagarjeppa og sendiferðabil, og fimta bílinn átti lögreglan. Verið var að setja vjel í þann bíl. Engin bílanna var vátrygður,og eru þeir taldir ónýtir. Þá brann þar lög- reglubifhjól, sem átti að selja næstu daga. Verkstæðið, innrjett- ing þess, sem eigandinn hafði kostað miklu til, vjelar allar og verkfæri, ásamt birgðum,, var að eins vátrygt fyrir 100.000 kr. — en vjelar allar og verkfæri eyði- lögðust. Talið er, að tjónið nemi um 200 þús. kr. TJm eldsupptök er elcki vitað. Á myndinni hjer til hliðar, sjest hvernig bogajárnið í skálan- um hefur svignað vegna hitans frá bálinu. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. iifislsilin mm fæpl. sei rniEJ. kr. f vskimni sem leið Hefja togaramir veiðar fyrir frysfihúsin! í VIKUNNI sem leið, var ísfiskmarkaðurinn í Bretlandi hagstæð- ur vel fyrst framan af en fór lækkandi er á leið. — Hæstu sölur voru nær 11.000 pund, en komust niður í 8.400. — Alls nam ís- fisksalan í vikunni tæplega sex millj. kr. brúttó, eða kr. 5.949.736 af 11 skipum. — Fisksölum í Þýskalandi er lokið í ár. Undanfarna daga hefur verið stormasamt á miðum togaranna, en þeir eru á Halamiðum og eru nú 22 á veiðum. Milli þess sem stormar hafa verið, hefur aflinn verið mjög tregur. F.Í.B. og S. H. í SAMNINGUM Komið hefur til tals að togar- arnir hefji veiðar fyrir innan- landsmarkaðinn. Nú eiga togara- eigendur og Sölumiðstöð hrað- fiystihúsanna í samningum várð- andi fiskverðið. Mikil eftirspurn er nú eftir freðfisk bæði í Ev- rópu og eins í Bandaríkjunum. Nú stunda tveir togarar veiðar fyrir hraðfrystihús, 'Bjarni Ólafs- son og Úranus. SÖLUR f VIKUNNI í þessari viku munu' 10 tog- arar selja 1 Bretlandi. Þeir fyrstu selja á mánudaginn. Ingólfur Arnarson og Harðbakur á þriðju daginn. Svalbakur á miðvikudag, Karlsefni á fimmtudag. í lok vikunnar Júní, Kaldbakur og Júlí. SÍÐASTA ÞÝSKA- LANDSSALA Togararnir eru nú hættir að selja í Þýskalandi á þessu ári. Helgafell var síðasti togarinn og seldi þar um daginn og náði prýðis hagstæðri sölu. Var með e---------------------------- 217 tonn og seldi fyrir 11.050 pund. GILDA FRAM í JANÚAR Sjómannafjelögin hafa ekki sagt upp núgildandi samningum enn. Er því örugg vissa fengin fyrir því að ekki kemur til stöðv- unar fyrr en um miðjan janúar. Vonandi að til þess komi ekki. Sjómannaráðstefnan sem nú stendur yfir hjer í bæ mun fjalla um þetta mál. SÍÐUSTU SÖLUR Þesseir togarar seldu í vik- unni í Bretlandi: Pjetur Hall- dórsson 191 tonn fyrir 8793 pund, Fylkir 208 tonn fyrir 10641 pund, Bjarni riddari 230 tonn fyrir 10809 pund. Egill rauði 244 tonn fyrir 9446 pund, Akurey 226 tonn fyrir 10811 pund, þetta er hæsta salan í vikunni, Bjarnarey 225 tonn fyrir 9280 pund. ísólfur 259 tonn fyrir 10300 pund, Hvalfell 213 tonn fyrir 10065 pund, Jör- undur 237 tonn fyrir 9048 pund og Jón Baldvinsson seldi 217 tonn fyrir 8423 pund. Útvarpsráðstefna. GENF, 17. nóv. — í Genf stend- ur nú yfir útvarpsmálaráðstefna 70 þjóða. ÍsleissMr flngmemi lil sfarfa í Bandsríkjtmum UM jmiðja þesea riku mua G rumnrianflugbáti, sem LoftleiðiF eiga, verða flogið tól New York„ en þangað Jjefnr hann verið eeld- ur. Flugmeimimir, sem fljúga. bátnum vestur muna taka upp f 1 ugmannsstörf í Ban4aríkjunum„ Flugnaeam þessir eru: Stéfáa Magnújsson, sem verður flugstjóri á bátnum, Dagfiunur Stefánsson og Bolli Gormarason loftskeyta- maður. Þíár tðtóust báðir tH áhafnar Geysis, er hann fórst. UndanfariS hafa flugmennimir verið að undibúa sig undir sjer- stakt pröí, er veitir þeim leyfi tib atvinnuHugs í Raadaríkjunum* en þar man Wða þeirra atvinna. Flugbáturinn mun fljúga hjeð- an til Grænlands, síða» til Labra- dor og þaðan til New Yolk, Sjómamarái- sfefnan hafin S JÓM ANNARÁÐSTE FN A Al- þýðusambands íslands hófst ái föstudag kL 4 1 Alþýðuhúsinu viA Hverfisgötu. Forseti sambandsins Helgt. Hannesson setti ráðstefnuna og bauð fulltrúa veikomna til fund- ar. Hann skýrði frá tilgangi ráð- stefnunnar og þeim inálefiium, er tekin yrðu til meðferðar á henni, Ráðstefnuna sitja auk sam- bandsstjórnar fulltrúar hinna ýmsu fjelaga um land allt, er semja um kaup og kjör sjó- manna. Eftir ræðu forseta urðu nokkr- ar umræður iim hin miklu vanda mál er fyrir ráðstefnunni liggja, en að þeina loknum var kosið i nefndir og tóku þær þá þegat iil starfa og störfuðu fram á ótt. Tillögur .nefndanna verða svo teknar til nmræSu 4 fitndi, er hófst á sama stað kl. 13.30 i gær. Þá höfst í gær fundur fullskip aðrar sambandsstjórnar i skrif- stofu sambandsins klukkan 5. „ Kvenfjelag Hsssckn- ar 10 ára í TILEFNI af tíu ára afmæli Kvenfjelags Neskirkju, efndi fje lagið til happdrættis síðastliðinn vetur og ínr dráttur fram 15. þ.m. Allur ágóði hapdrættisins renn- ur í byggmgarsjóð Neskirkju, en fjárhagsráð hefir nú heimilað a<5 byrjað verði á byggingunni. Kveníjelagið efnir til afmælis fagnaðaT i Sjálfstæðishúsinu n.k. íöstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.