Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 7
[ Miðvikudagur 12. des. 1951 MORGZJISBLAÐIB Herra ritstjóri. MÖNNUM verður nú tíðrætt um Þjóðleikhúsið, eins og fyrri dag- inn. Það sýnir áhuga fólks á því, sem þar gerist, og þrátt fyrir alla gagnrýnina keppast menn um að vitna um vináttu sína igarð stofn Unarinnar. Seinast héfur Ragnar Jónsson tekið Þjóðieikhúsið inn í hugleiðingar sínar um bók- menntir og listir í bréfi til Mbl.’ í dag. Ekki œtla ég að svara því bréfi, því að ég er sammála megin efni þess um eflingu lista og góðra skemmtana, Hinsvegar gefa tvær þrjár setningar í bréfinu tilefni til skýr ánga á umræðum, sem orðið hafa ttm Þjóðleikhúsið. Þar segir að Jeikhúsið hafi hneigst að því til sparnaðar og vegna samkeppni I við ómerkilegar skemmtanir, að flytja létta list, sem jafnframt sé léleg list, og svo eigi nú að fara að eyða minna fé en áður í tón- Sist með leiksýningum. Um tónlistina er það að segja, að þótt nokkur viðleitni sé nú til þess að stilla í hóf kostnaði við ihana, eins og við fleiri störf í leikhúsinu, þá er þar enganveg- inn skorið við nögl eins og sjá má á því að nú eru í æfingu tvö leik- rit með allmikilli tónlist, auk þess sem freistað er undirbúnings und Sr nýjan söngleik í vor. En á ár- inu, sem nú er að líða hefur Þjóðleikhúsið greitt fyrir tóniist nálægt 400 þúsund kr„ að all- miklu leyti til Sinfoniuhljóm- sveitarinnar. Ég held því að tón- listarmenn hafi ekki yfir neinu að kvarta við Þjóðleikhúsið og aðrir tónlistarunnendur ekki heldur. Svo eru það leikritin. Það er sumra manna misskilningur, að létt list þurfi einnig að vera léleg list, en því fer fjarri. Þjóðleik- húsið hefur að vísu flutt létta list, nú seinast eftir Moliére og Somerset Maugham og bráðum As you like it Shakespeare’s, en það er líka allt góð list, hver á sinn hátt. Þessi léttu leikrit eru list í krafti þess gamans eða þeirrar ádeilu, sem skáldið hefur fólgið í þeim og í krafti þess list- ræna forms, sem leikarar og leik sviðsmenn fá út úr þeim í túlkun sinni. Bókmenntir leikhúsanna væru óbætanlega fátækari ef þess Um léttu leikum væri svipt burtu og margir hárfínustu leikarar heimsins hafa túlkað gamanleiki. Þjóðleikhúsið hefur reynt að láta skiftast á létt efni og alvar- legt. Við hinu verður ekki gert, og skiptir ekki máli, að sumir eru svo gerðir, að þegar boðinn er gamanleikur heimta þeir sorg- arleik, og þegar þeir sjá alvarleg- an leik spyrja þeir í vandlætingu sinni: því á allt að vera sorg, er enginn gamanleikur til? Gagn- rýni er góð og hún á að fá að vera frjáls, hvort sem við hinir erum sammála henni eða ekki. Við höfum stundum verið óheppn ir um æfinga- og sýningatíma og niðurröðun leikrita og almennir árferðiserfiðleikar bitna á Þióð- leikhúsinu eins og öðrum. Þetta síðasta ár hefur verið því mikils- vert, reynzluár, fögnuður og nýja- brum opnunarinnar liðið hjá og 'venjulegt leikár byrjað. 16 leik- rit hafa verið flutt á árinu í nær 200 skipti fyrir rúmlega 90 þús- Und gestum. Meðal leikritanna hafa verið klassisk leikrit, leik- rit eftir höfuðskáld nútímans, ís- lenzk leikrit, og ópera. Reynzlan ,á sjálfsagt enn eftir að kenna okkur ný og betri hlutföll og nið- urröðun leikritanna. Allt um það hygg ég að ekkert \eikhús mundi þyk.jast þurfa að biðjast afsökun- ar á leikskrá, sem hefur inni að halda leikrit eins og Sölumaður deyr, Flekkaðar hendur, Heilög Jóhanna, ímyndunarveikin og Hve, gott og fagurt, auk stórrar óperu og 6 innlendra leikrita og heíur á stokkunum leikrit eftir Shakespeare, Ibsen og O’Neill. Og rneðal annarra orða: íglenzk leik- rit. Það hefði einhverntíma þótt í frásögur færandi að 6 íslenzk leikrit (eða 5 leikrit og þættir úr einu) væru leikin á sama ári i sama leikhúsinu. Þjóðleikhúsið hefur fullan hug á því að styðja enn íslenzka leikritagerð eftir föngum. Þetta getur svo allt verið gott og blessað, segja einhverjir, en hvað kostar það, höfum við efni á því? Þetta hefur verið rætt mikið og lostið upp um það fárán legum fregnum, um lokun og leigu á leikhúsinu. Sannleikurinn í málinu er miklu einfaldari en æsiíregnir gefa tilefr.i til að halda. Það er satt að Þjóðleikhúsinu er nú var.di á höndum, sem góðir menn reyna nú rólega að greiða úr. Sá vandi mun hinsvegar ekki vera meiri eða ægilegri í Þjóð- leikhúsinu en víðar í þjóðfélag- inu og ekki meira tiltökumál í Þjóðleikhúsinu en í cðrum menntastofnunum, þótt jafna þurfi þar reksturshalla. Það er alls staðar dýrt að reka leikhús, og er svo einnig hér. Hitt er svo annað mál, að yitanlega geta fjár- haldsmenn þjóðfélagsins sagt með fullum rétti, að þeir vilji setja við því nokkrar skorður, hversu mikinn halla ' þeir vilji greiða af hverri menningarstofn- un og geta skoðanir manna skipts þar eðlilega eftir áhugamálum og smekk. Það sem nú er að gerast um Þjóðleikhúsið, er ekki annað en það, sem hver sjáandi maður vissi fyrir: að nú verður þjóð- félagið að gera það upp, hvers virði það er að eiga þjóðleikhús og hversu mikið skal af mörkum leggja til þess. Þjóðléikhúsið er ný stofnun og á undir högg að sækja margt það, sem aðrar eldri stofnanir fá nú orðið umyrða- laust. Það væri nauðsynlegt að reyna við tækifæri að gera grein fyrir framtíð Þjóðleikhússins og stöðu þess í þjóðfélaginu, en þetta verður að nægja.að sinni: Höfuðvandi Þjóðleikhússins nú stafar af því að löggjafar- og fjár- veitingavaldið breytti skyndilega og á óheppilegum tíma þeim fjár- hags- og starfsgrundvelli, sem leikhúsinu var lagður í upphafi, með því að taka af því skemmt- anaskattinn, eða rýra þann hlut, sem ætlaður var í rekstur leik- hússins ofan í 25%. Allur rekst- ur Þjóðleikhússins veltur mikið á fyrirkomulagi og skiptingu skemmtanaskattsins, sem er framlag ríkisins til að jafna hall- ann. Samt skyldu menn einnig athuga þetta: Þjóðleikhúsið er enganveginn háð opinberum styrkjum ein- göngu, Það leggur sjálft á borð með sér 214 til 3 milljónir krórsa á ári, það er tillag leikhúsgesta og aðrar tekjur. Þjóðleikhúsráðið hefur þegar gert ráðstafanir til þess að reyna að lækká reksturshalla næsta árs mjög verulega, Meðan , skemmtanaskatturinn er í óvissu er erfitt að; gera áætl- anir. Nú sem stendur þykir, stjórn Þjóðleikhússins yarlegast að reikna með lækkandi skatt- tekjum á næsta ári, svo að þá, þyrfti enn að sjá fyrir um 500, þús. kr. viðbót, eða þeim muh lægri, sem skatturinn kynni aði verða hærri. Er þetta of þungur baggi á sig að legg.ia fyrir það að eiga þjóð- leikhús? Því verður hver að svara fyrir sig. Ef til vill gætu menn betur gert sér grein fyrir svarinu ef þeim væri það Ijóst, að þessi viðbót er álika upphæð og ætluð er á næsta ári í „eyðublöð, bók- bar.d, auglýsingar o. fl. í þágu stjórnarráðsir.s og opinberra. embætta“. Það er lægri upphæð en nemur rekstursballa einnar af þremur deildum í Atvinnudéild háskólans. Það er minna fé en lagt er í iþróttasjóð á árinu. Menn eiga kröfu á því að Þjóð- leikhúsið sé rekið af hagsýni og heiðarlegri viðleitni til þess að, fullnægja ströngum og skynsam- legum kröfum góðrar listar. En þess skyldu menn gæta um leið að góð list er fjölbreytt list og! það borgar sig ekki að slá af þeim kröfum, eða skera við nögl sér1 þau framlög, sem listrænt gildi leikhússins, og þar með aðsóknim að því, hvílir á. Ég veit að for- Framh. á bls. 12. Br. Louis PadiIIa Nervo frá Mexico var kosinn forseti Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, sem nú er háð í París. Hér á myndinni sést Nervo í forsetastóli. ;ui Samþykktir Fisklþin-gis Tillögur fjárhagsnefndar: 1. Að yfirstjórn peningamál- anna, þar með talin seðlaútgáfa, sé með þeim hætti, að fjármagn- inu verði fyrst og fremst veitc til undirstöðu atvinnuvega þjóðar- innar, það er frekar til frarn- leiöslu bæði til lands og sjávar, en til uppbyggingar á rekstri, sem engum er til góðs nema þeim sem hann starfrækja. 2. Að gætt sé fyllsta sparnað- ar í allri starfrækslu bankanna, og að reynt sé að koma starf- seminni þannig fyrir, að öll lána- starisemi geti gengið sem greið- ast fyrir lántakanda. 3. Starfrækt sé ein fjárfesting- arstofnun meo nægu fjármagni, sem láni til nýbygginga á skip- um og bátum svo og til gevmslu- og vinnslustöðva og ennfremur til er.durbygginga og endurnýj- unnar véla. Þess verði gætt, að lár.skjör séu sem hagstæðust og vextir af slík- u:n lánum ekki ákveðnir yfir !2S2%. Samkvæmt þessu ber nefndin fram eítirfarar.di tillögu. Þar sem fjárhagsneínd telur j þess enga von, að geta aflað sér ; þeirra gagna, sem nauðsynleg eru j til þess að geta lagt fram ákveðn- ; ar tillögur í jafn stóru og yfir- ' gripsmiklu máli og hér um ræð- ir, þá telur nejindin einu færu leiðir.a, eð stjórn Fiskifélagsins taki að sér að svara bréfi banka- málanefndarinnar og taki þá til greina þær ábendingar, sem fel- ast í 'framaru'ituðu áliti. LANDHELGISMÁL Tillaga siávarútvegsnefndar. Samþ. með 16 atkv. gegn 2. Fiskiþingið bendir á þá gifur- legu hættu, sem afkomu lands- manna stafar af eyðingu fiski- stofnsins við landið, vegna of- veiði og- telur að íslendingum beri einum fullur réttur til fiski- miðanna urahverfis landið. Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér nú þeg- ar fyrir því, að viðurkenndur verði á alþjcSavettvar.gi réttui,, íslendinga yfir öllu landgrunn- inu. Br.tillaga Arngr. Fr. Bjarna- sonar: Fiskiþingið skorar á Alþingi að setja nú á yfirstandandi Al- þingi ótvíræð lagaák.væði um að landgrunnið umhverfis ísland sé íslenzk eign, þar sem erlendum ríkisborgurum séu bannaðar veið ar. Ennfremur skorar Fiskiþingið á Alþingi, að ákveða takmörk landhelginnar gagnvart íslenzk- um botnvörpuskipum á þann veg, að þau verði 4 mílur fxá yztu ananesjum og bein lína fyrir alla firði og flóa. Felld með 11 atkv. gegn 7, ao viðhofðu nafnakalli. EFTIRLIT MEÐ .HIRÐINGU VÉLA, TÆKJA OG FISIUEÁTA Tillögur laga- og félagsmala- nefndar: Fiskiþingið felur stjórn Fiski- félagsins að bejta sér fyrir því við fiskideildirnar, að þær til- nefni einn mann eða fleiri til eftirlits með hirðingu véla og tækia i fiskibátum, svo og bátun- um sjálfum. Til þess að örfa árangur þessa starfs skal árlega veita viður- kenningu öllum þeim, sem fram úr skara með hirðusemi. Fiskifélagið lætur gera viður- kenningarskjöl og skal jafnan tilkynna þ-ví hverjir viðurkenn- ingu hljóta. STOFNLÁN SMÆRRI VÉLBÁTA Tillögur laga- og félagsmála- nefndar. 21. Fiskiþing skcrrar á stjórn Fiskveiðisjóðs íslands, að hlut- ast til um að smærri vélbátar sæti sömu eða svipuðum kostum um lán úr Fiskveiðisjóði, eins og nú er um stærri vélbáta. Ennfremur skorar Fiskiþing á stjórn Fiskifélagsins að vinna að því við ríkisstjórnina, að smá- bótaútveginum verði tryggð stofn lán á svipuðum grundvelli og Frawih. á tós. 12 fh'es-agf^tbækLO"', Yinir frelsisins .. kr. 23.00 Ásláknr í Bakkavík kr. 22.00 Flemniing í lieima- vistarskóla ..... kr. 22.00 | Flemming og Kvikk kr. J9.Ö0' ' Flemmiiig & Co.... kr. 2Ö.00~ Flemming í meimta skóla .......... kr. 22.00»; í Kalli skipsdrengur kr. 25.00? ‘ Litli sægarpurinn .<kr. 15.00: SmiSjudrengurmn kr. 18.00' : Unggr hetjnr ...... kr. 18,00 Þórir ÞrcsSarson . kr. 25.00 I Lrir vinir ........ kr. 20.00 i © í>essar bæknr má telja í Jiópi^ allra \ insælustu drengjabóka, * sem út hafa komið. Þær þurfaj alíir drengir að eiga. Fást hját öllum bóksölum. ciPíicinnci AuSur og Ásgeir kr. 20.00 Bangsi og flugast kr. 5.00 Beimi og Bára kr. 10.00 Bláa kannan kr. 6.00 Börnin hans Baniba kr. 8.00 Ella litla kr. 20.00 Gí-íerí h&tturinn kr. 6.00 Kári litíi í sveit Litla bangsabókin kr. 22.50; kr. S.OOÍ ■Nú er .gaman kr. 12.00 s E’alli var einn í - beicninum kr. 15.00 Selurinn Stiorri kr. 22.00- Snati og Snotra kr. 11.00* Stubbur kr. 7.00 Sveitin heillar kr. 20.00' Þrjár tólf ára teipur kr. 11.00 Ævintýri í skerja - .garcÍEium kr. 14.00. Gefið börnurium Bjarkarbæk- urnar. Þær eru trygging fyrir fallegum og skemmtilegiim , ( | barnabékum, og þær ódyrustu. w»iiminttttumi»mniiimiitti»mniimMiwnwtHiltM» EGGERT CLAESSEN GÍJSTAY A. SVELNSSOH , kæstarjeUarlögmsssa ÉtCir-f rshisinu tí9 ád]£kocar lögfræðístorf — Fasteigaaaala.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.