Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 14
t j 14 '• \ MORGVNBLAÐÍ9 Miðvikudagur 12. des. 1951' ^ nmnininv Framhaldssagan 20 mvnninii iinrnrnimnm Herberglð á arinari hæð Skáldsaga eftir MILDRID DAVIS „Ég er að merkja við hverjir koma í brúðkaupið“, sagði Hilda. „Svarið kom síðast frá þér“. „Já, brúðkaupið“. Helen sett- ist á milli Francis og Doru og lét eiginmanni sínum eftir legubekk- inn á móti. „Ég þurfti eiginlega ekki að svara skriflega. Þið viss- uð að ég mundi koma“. Weymuller kom hljóðlega inn ■og setti bakka með glösum og ís- molum á borðið. Svo gekk hann hljóðlega út aftur. „Eg verð að fara inn í bæinn á morgun og fá mér nýjan kjól fyrir brúðkaupið", sagði Helen. „Heltu í glas fyrir mig, Francis. Ég hef ákveðið að vera ennþá glæsilegri en brúðurin. Ég sá ein- mitt kjól....“ „Manstu eftir svarta kjólnum með klaufunum?" spurði eigin- maður hennar. „Hann mundi klæða þig vel. Hann var eitthvað svo skuggalegur og dularfullur". Hann talaði með tilgerðarlegum enskum framburði. Hár hans ang aði af dýrindis ilmvötnum og fötin voru eftir nýjustu tízku. „Hvers vegna klæða konur sig alltaf í svart á veturna, eins og þær séu í sorg“, sagði Francis. „Þú átt einmitt að klæða þig i sterka liti, Helen“. Helen virtist ekki heyra til hans. Hún sneri sér hægt að eig- inmanni sínum og hvessti á hann augun, eins og snákur, sem er tilbúinn til höggs. Weymuller kom inn aftur og tilkynnti komu herra Gledhills. Helen gaf þjóninum engan gaum, en sagði á milli saman- bitinni tanna: „Og þú hefðir átt að kaupa þér þann bláa. Hann var fallegur og kvenlegur og hæfði þér vel“. Dora stóð á fætur. „Vísaðu hon um inn, Weymuller". Þjónninn hikaði snöggvast á meðan hann renndi augunum yfir stofuna, en fór síðan. Það varð þögn. Spencer hafði hlegið stuttlega við, en ekki svar- að konu sinni. Hann hafði ekki einu sinni roðnað. Hilda braut saman blöðin fyrir framan sig og Dora rétti glös á milli. „Góða kvöldið", sagði Chris Gledhill. Hann settist niður við hliðina á frú Corwith og néri sam an höndunum. Hann tók ekki eft- ir neinu óvenjulegu. „Sæll vertu, Chris“, sagði Dora og rétti honum glas. Hann leit undrandi á hana, en tók við glas- inu. „Er eitthvað athugavert við mig?“ spurði hann. „Er það eng- um vafa undirorpið að ég þarf á hressingu að halda?“ „Þetta er gestrisni Corwiths- fólksins“, sagði Franeis. „Þau koma til móts við alla gesti með glas. Ef gesturinn getur tekið við glasinu, þá má hann koma inn“. Hilda stundi við og stóð á fæt- ur. „Allir koma af þeim sem boð- ið var nema sautján". „Þú mátt ekki halda brúðkaup of oft, Dora“, sagði Francis. „Það er allt of mikið lagt á Hildu“. „Þér væri ekki nóg að eiga eina konu allt lífið, Francis", sagði Helen og horfði fast á hann. Hún var búin að gleyma eiginmanni BÍnum. „Ég sagði ekkert um eina konu. Ég var að tala um eiginkonu“. Francis og Helen héldu uppi samræðunum og hin hlustuðu. — Eftir dálitla stund stóð Spencer upp og settist hjá frú Corwith og Chris. Dora fylgdi honum brátt. Hilda sat ein eftir. Hún horfði í eldinn í arninum og heyrði brot úr samtali Helen og Francis. Hilda lokaði augunum og lét sig síga lengra aftur á bak í púð- unum. Hún teygði fæturna fram á gólfið. Hún tók ekki eftir því þegar Helen og Francis fóru inn í músík-herbergið. Hún hrökk upp við hvellan hlátur og leit upp. Chris hallaði sér upp við arinhilluna og horfði glettnislega á hana. „Þú ert eins og brúðá, liða- piótalaus brúða“. Hilda néri augun hálf skömm- ustulega yfir því að hafa sofnað innan um fólkið. Hún rétti úr sér og krosslagði fætur. „Gerðu svo vel að fá þér sæti“, sagði hún og klappaði á legubekkinn við hlið sér, eins og hún væri í vand- ræðum með hendurnar á sér. En Chris tók ekki eftir því. Hilda horfði á hann taka upp litla postulínsköttinn af arinhill- unni og handleika hann. En þeg- ar hann fann að Hilda horfði á hann, flýtti hann sér að setja hann frá sér aftur, og settist nið- ur. „Hún fleygði aldrei þessum ketti“, sagði hann. Hilda néri saman höndunum. „Nei“, sagði hún. „Mér datt aldrei í hug að hún mundi geyma svona lengi svona ómerkilegan hlut. Hún hefur átt hann núna í fjórtán ár“. Hún svaraði ekki. Hann hall- aði sér fram á borðið, hellti í tvö glös og rétti henni annað. „Hvernig líður henni?“ spurði hann og leit u.ndan um leið. „Hún er eins“. „Er henni sama um hávaðann?" Hann kinkaði kolli í áttina að músík-herberginu, þar sem Fran- cis og Helen voru að spila á píanó og syngja. Hilda jánkaði því. Síðan varð löng þögn. Handan úr stofunni heyrðist hvellur hlát- ur Doru og Spencer sagði eitt- hvað um tígrisdýr og svarta bletti. Svo lækkuðu raddir þeirra aftur og urðu að lágu muldri. Chris saup á glasinu og sneri því milli fingra sér. „Það var markaðsdagur sem greifafrú County hélt“, sagði Chris, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Mamma lofaði mér að komameð til að sjá verð- launadýrin. Ég man að krakkarn ir héngu allir í kring um leik- fangaborðið og ég fór þangað til að sjá hvað þau væru að horfa á. Það var lítill api og maður- inn lét hann klifra upp streng. Ég bað mömmú um að gefa mér peninga“. Chris saup aftur á glasinu ann- ars hugar og hélt svo áfram. „Þá tók ég eftir kettinum. Það var blár postulínsköttur. Jafnvel þá minntu augun í honum mig á Kitten. Þess vegna ákvað ég að kaupa hann handa henni“. Hann hló við. „Jú, henni þótti vænt um hann. Hilda sat hreyfingarlaus. „Hvers vegna heldur þú að hún hafi átt hann svona lengi?“ spurði Chris án þess að líta upp. Þð varð augnabliks þögn. Þeg- ar Hilda svaraði var rödd hennar undarlega hvöss. „Það var fyrsta gjöfin, sem hún fékk frá karlmanni", segir hún. Hún hendir gaman að því“. Hún sá hvernig axlir hans sigu og glampinn hvarf úr augum hans. „Chris, hvers vegna býður þú mér út?“ Spurningin kom honum að ó- vörum. Hann leit undrandi á hana. Daufur roði færðist upp vanga hans. Hann setti glasið á borðið og tók upp pípuna. „Hvers konar spurning er nú þetta?“ „Eiginlega er það ekki spurn- ing“. Hún krosslagði hendur. „Ég veit svarið. Þú gafst mér aldrei minnstu gaum nema þegar Kitten var ekki til staðar. Þú hefur verið einn í hópnum meðal aðdáenda hennar allt frá því að hún fór að ganga. Þú bauðst henni út með þér hvað eftir ann- að, enda þótt hún neitaði oft. Og þegar hún neitaði, þá bauðstu mér“. Hún horfði beint í augu hans. „Nú ætlar þú að bjóða mér út þangað til hún getur komið aftur. Er það ekki rétt, Chris?“ Hann stakk pípunni upp í sig, en gelymdi að kveikja í henni. Þegar hann svaraði ekki, hall- aði hún sér fram, svo að hún gat horft beint framan í hann. „Það hefur aldrei átt sér stað nein rómantík á milli okkar, Chris. Mér er sama þó að þú segir það. Ég vil vita það“. „Eg .... ég .... mér þykir það mjög leitt.... “ „Það er þá satt“, sagði hún, þegar hún sá fát hans. Hann velti pípunni milli handa sér. Loks kinkaði hann kolli án þess að líta upp. ARNALKBOlf 'ins Ævintýri IVtikka li: Andinn I turninnm Eítir Andrew Gladwin 19. varlega við, — að það er eitthvað grunsamlegt, sem hefur verið að gerast hér. Það er víst rétt að ég fari og segi lög- reglunni frá þessu. — Nei, ekki gera það, sagði Mikki, en svo þagnaði hann skyndilega, því að hann mundi eftir því að lögreglulið þorps- ins var allt saman komið í einni dyflissu kastalans og skreið þar um gólfið á fjórum fótum undir álögum andans. Þeir ! gátu víst heldur lítið aðhafzt eins og á stóð eða hjálpað til. Kaspar frá Bagdað reis á fætur, þegar póstmaðurinn skip- aði honum svo. Hann stóð með spenntar greipar í þögulli lotningu fyrir framan póstmanninn. Það var þögn um stund. Svo sagði andinn: — En hvað þessir nýýju rauðu stríðsvagn- ar Ósreks eru dásamlegir. Segðu mér, ó, þú voldugi liðs- maður hans, er það töfraafl, sem dregur þá áfram, það eru engir hestar spenntir fyrir þá. I — Já, fyrst þú spyrð, sagði póstmaðurinn góðlátlega. — Það er í rauninni nokkurskonar töfrafl. Að minnsta kosti skil ég það ekki sjálfur fyllilega. En svo mikið veit ég þó, að þessi stríðsvagn eins og þú kallar það, gengur fyrir þrjátíu hestöflum. | Augun á Kaspar spenntust upp af undrun, þegar hann Iheyrði þetta. I — Þrjátíu hestar? — Svo sannarlega er Ósrekur prins af Gur miklu voidugri en ég gat ímyndað mér og hinir frægu ( rauðu stríðsvagnar hans jafnvel hraðari og ægilegri en ég hélt. Ó, hlýð á mál mitt, þú sem keyrir áfram þrjátíu ósýni- legú hestá; ét þú'ekur vaghi þínum. Ég sver það, að ég skal sölubúða: Samkvæmt samkomulagi við Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur verða sölubúðir vorar opnar um jól og nýár 1951, sem hér segir: Laugardaginn Fimmfudaginn Fösfudaginn Laugardaginn 15. des. opið til kl. 22.00 20. des. opiö fil kl. 19.00 21. des. opið iil kl. 19.00 22. des. opið fil kl. 24.00 24. des. opið fii kl. 14.00 27, , des, . opnaðkl.1 lOárd. 31. des. opið iii kl. 14.00 Miðvikudaginn 2. janúar lokað all- an daginn vegna vörutalningar. Alla aðra daga verða sölubúðir vor- ar opnar á venjulegum tíma. Félag blómaverzlana Félag búsáhaida- og járnvirukaupmanna Félag ísð. békaverzlana Félag kjöiverzlana Félag leikfangasala ! Félag maivörukaupmanna Félag raftækjasala Félag iébaks- og sælgæfisverzlana Félag vefnaöarvörukaupmanna SkókaupmannafélagiÖ j Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Kaupmannafélag HafnarfjarÖar Kaupfélag Hafnfiröinga i 3 ■i : ■JUÖÍW* Dívanor Höfum fyrirliggjandi divana i 3 stærðum: 75 cm. breiðir á kr. 550,00. 90 cm. breiðir á kr. 650,00. 100 cm. breiðir á kr. 750,00. Tekið á móti pöntunum í síma 6450 , '1 Sent til kaupcnda. VINNUHEIMILÍÐ AÐ REYKJALUNDI m : i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.