Morgunblaðið - 12.01.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1952, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. jan. 1952 1 Syningargestir Þjóðleik- hússins 94500 s. I. ár - irt^tÐASTLIÐNU ári hélt Þjóðleikhúsið 209 sýningar og voru leikhúsgestir alls 94.500, eða að jafnaði 470 á hverri sýningu. Verð- ur það að teljast ágæt útkoma. Aðgöngumiðar voru alls seldir fyrir 2, 6 milljónir króna. FLESTIR SÁU RÍGOLETTO f Sýningargestir voru flestir á Rigoletto, eða 18.600 (á 29 sýn- ingum). Imyndunarveikin kemur næst með 16.500 gesti (á 32 sýn- ingum). Þriðja í röðinni er Heilög Jóhanna með 10.500 gesti (á 23 sýningum). STÚKUR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Þjóðleikhússtjóri skýrði blaða- mönnum frá því í gær, að for- seti íslands hefði óskað eftir því að sér væri ætlað sæti á fyrsta bekk á neðri svölum, þegar hann kæmi á sýningar, þar sem hann heyrði illa í stúkunni vinstra megin, sem hefir verið forseta- stúka. í samræmi við þetta hef- ir verið ákveðið, að þjóðleikhús- stjóri hafi stúkuna eftirleiðis til afnota. Stúkan hægra megin var ætluð ráðherrum, en þeir óskuðu strax eftir að fá sæti annarsstaðar'í húsinu, og hefir því verið selt í -þá stúku eftir þörfum. Báðar efri stúkurnar hafa verið teknar fyrir ljósaútbúnað. — Handan járnfjalds Framh. af bls. 7 en það er erfitt að ráða í rétt svar, villugjarnt eins og í frum- skógi. Það eina, sem ég veit, er, að kínverskir fulltrúar, sem koma til MoskVú, njóta allt ann- ars atlætis og fá viðtökur ger- óiíkar þeim er fulltrúar frá hjá- ríkjunum í Norðurálfu fá. Og allt bendir til, að Kínverjar láti Moskvu ekki knésetja sig. Skipulagsgjöld af nýbyggingum renni til bæjar- og sveifarfélaga ÞEIR Gunnar Thoroddsen og Jó- hann Hafstein flytja í neðri deild svohljóðandi frv. til laga um breyting á lögum um skipulag kauptúna og sjávarþorpa: A eftir 4. málsgr. 4. gr. laganna komi ný málsgr., svo hljóðandi: Þar sem bæjar- eða sveitar- stjórnir kosta skipulagsdeildir, er undirbúa eða gera skipulagsupp- drætti samkvæmt lögum þessum. skal gjald það, sem um ræðir í þessari grein og lagt er á nýbygg ingar í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélagi, renna í bæjar- eða sveitarsjóðinn. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð er á þessa leið: Frumvarp þetta er fyrst og fremst flutt með hliðsjón af kostn aði við skipulagsmál í Reykjavík. A undanförnum árum hafa skipu lagsuppdrættir þar svo til ein- göngu verið gerðir af skipulags- deild bæjarins, og hefur hann einn greitt allan kostnað vegna | þessarar starfsemi. Fyrir NIÐURSTAÐAN ER ÞESSI Hvaða haldkvæmar niðurstöð- ur getum við þá dregið af þessu spjalíi mínu? Hér koma tvær rök rænar ályktanir. í fyrsta lagi verða vestrænar þjóðir að eflast, unz komizt hefir á það jafnvægi er heldur heiminum í skorðum, eins og eftir atburðina við Water- loo. Núverandi jafnvægisleysi er enn meira en fjöldi herfylkjanna bendir til. Skipan rússneska hers ins er svo háttað, að miltlu stærri hluti hans getur tekið þátt í bar- dögum en tíðkast með vestræn- um þjóðum. Mér var til að mynda sagt, að ættingjum væri ekki einu sinni tilkynnt um dauða ó- breyttra hermanna á friðartím- um til að komast hjá skrif- finnsku í hernum eins og hægt væri. I annan stað verða vestrænar þjóðir allar sem ein að fá Rússa til að trúa sannleikanum um her Vesturveldanna. Hann er aðeins efldur í varnarskyni. Þetta verð- um við að koma Rússum í skiln- ing um, með áróðri og öðrum þeim ráðum, sem tiltæk eru. Ríkissjóður faki þátl í kostnaði - __ _ vegna sundkennslu GUNNAR THORODDSEN og Jó- hann Hafstein flytja frv. í neðri deild um að ríkissjóður taki þátt í kostnaði við kennslu í Sundhöll Reykjavíkur fyrir skólanemend- ur vegna hinnar lögboðnu sund- skyldu. Ríkissjóður mun greiða slíkan kostnað að einhverju leyti vegna sundkennslu í sundhöllum og sundlaugum utan Reykjavík- ur. í greinargerð ílutningsmanna frv. segir svo: Með íþróttalögunum, nr. 25 frá 1940, var lögboðin sundskylda í skólum landsins. Hér í bænum hefur sundkennslan að allveru- legu leyti farið fram í Sundhöll Reykiavíkur. A tímabilinu frá 1. okt. til 20. maí er hún mestmegnis notuð til sundnáms frá kl. 10— 16(4 fimm daga í viku hverri (mánud.—fötud.), og á þeim tíma má heita, að hún sé lokuð almenn um sundhallargestum. Vegna ákvæðis þess, sem lagt er til að felltverðiniður meðfrum varpi þessu, hefur rikissjóður neitað að greiða fyrir þessi al’not af sundhöllinni, enda þótt kostn- aðurinn vegna þeirra sé mjög mikill og sívaxandi. Heildarkostn aður við sundhöllina nam árið 1950 900 þús. kr., eða 200 kr. á hverja rekstrarstund. Ligguj í augum uppi, að óeðli- legt er, að bæjarsjóður beri einn allan þennan kostnað við fram- kvæmd íþróttalaganna að þessu leyti, enda munu sundlaugar og sundhallir utan Reykjavíkur fá greiðslur úr ríkissjóði vegna hlið stæðra afnota. Virðíst eðlilegt, að gert verði slíkt samkomulag um greiðslu þessa kostnaðar, að hann skiptist milli ríkissjóðs og bæjar- sjóðs í sömu hlutföllum og annar kostnaður við skólahald. Flugvélar F. í. flutlu 26400 farjþega s.I. úr FLUGVÉLAR Flugfélags íslands fluttu samtals 26401 farþega á árinu 1951. Á innanlandsflugleiðum félagsins voru fluttir 22020 farþegar en 4381 á milli landa. Hefur heildarfarþegatalan aukizt um 10% miðað við árið 1950. Hlutfallslega meiri aukning hefur verið í millilandaflugi en innanlandsflugi. í millilandaflugi hefur farþegafjöldinn aukizt um nálega 23%, en í innanlandsflugi er aukningin um 7%. staði á landinu mun skrifstofa skipulagsstjóra ríkisins hafa ann azt þessi störf, og virðist sam- kvæmt lögunum, að sama máli hefði átt að gegna í Reykjavík. Slíkt hefði þó naumast verið fram kvæmanlegt þar vegna hinna miklu og öru framkvæmda. Ljóst er þó, að þessi störf hefðu átt að greiðast af því fé, sem lögum samkvæmt er ætlað til þeirra, en vegna ákvæða laganna hefur það ekki verið gert. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þetta ástand. I framsöguræðu sinni fyrir frv. við fyrstu umræðu um það í neðri deíld í gær, benti Gunnar Thor- oddsen á að þetta frv. væri flutt með samkomulagi við skipulags- nefnd ríkisins og skipulagsstjóra, enda væri það réttlætismál að þaðgjald sem greitt er af nýbygg ingum skv. þessum lögum renni til þeirra bæjar- og sveitaríélaga sem sjálf annazt undirbúning og geFð skipulagsuppdrátta fyrir sig. Að iokinni umræðunni var frv. vísað til annarar umræðu sam- hljóða. VÖRUFLUTNINGAR Vöruflutningar með flugvélum Flugfélags íslands hafa aukizt aðra I stórlega á árinu og hafa aldrei fyrr verið svo miklir. Alls voru flutt 689.852 kg. af ýmiskonar varningi, 528.511 kg. á innan- landsflugleiðum og 131.341 kg. með „Gullfaxa" á milli landa. Hafa vöruflutningar aukizt um 125% að jafnaði, ef miðað er við árið 1950. Póstflutningar jukust einnig mikið á s. 1. ári. Voru flutt 66.370 kg. hér innanlands og 18.578 kg. á milli landa. Einkum hafa millilandapóstflutningar auk izt mikið, eða 68%. GULLFAXI „Gullfaxi" hefur flogið um 450.000 km. vegalengd á árinu 1951, en flugvélin var á lofti í rösklega 1362 klukkutíma. Svar- ar það til, að hún hafi flogið 3 klst. og 44 mínútur á dag að jafnaði. „Gullfaxi" lenti á 17 stöðum í 9 löndum á s. 1. ári og flutti fleiri útlendinga en nokkru sinni fyrr. Ástiiíður Cyjólfsdöttiar v í DAG verður til grafa»; borin, frá Kálfatjarnarkirkju, Ástríður Eyjófsdóttir, er lézt að heimili mu, boieyjargötu 17, hér í bæ: !. inniiar s.l. Ástríður var fædd 6. júlí 1868, að Læk í Hraungerðishreppi. — Foreldrar hennar voru Eyjólfur Björnsson og Sigríður Egilsdótt- ir, er þar bjuggu. Ástríður ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldist með þeim þar til hún árið 1893 fluttist af æskustöðv- unum að Hliði á Vatnsleysu- strönd, og giftist Agli Halldórs- svni, bónda þar. Eignuðust þau eina dóttur, Guðríði. Eftir 12 ára sambúð varð Ástríður fyrir þeirri þungu sorg að missa mann sínn, á bezta aldri. Egils var sárt saknað af öllum er hann þekktu, enda í tölu efni- legji bænda þar í hrepp. Ástríður dvaldist áfram _ að Hliði eftir lát manns sins. Árið 1908 fór hún að búa með Krist- iáni Jóhannessyni frá Laxfossi í Norðurárdal. Með honum eignað- ist hún einn son, Egil, heildsala hér í bæ. Að Hliði bjuggu þau til ársins 1924, að þau fluttust til Revkjavíkur. Kristján lézt árið 1931. Bjó Ástríður eítir það með börnum sínum þar til Egill gift- íst. Kona hans er Margrét Ó. Briem. Eftir það bjuggu þær mæðgur tvær einar saman. Það má teja að Ástríður hafi verið gæfukona i lífi sínu, þótt hin veraldlegu gæði væru að jafn aði ekki mikil, þá naut hún þess, sem meira er um vert. Báðir þeir menn, e rhún batt lífshamingju sína við voru henni traustir og ástríkir förunautar og börnin hennar og tengdadóttir sýndu henni það í smáu sem stóru, að bau mátu að verðleikum alla þá ástúð og umhyggjusemi, er hún jafnan bar fyrir þeim. Ástríður var að mörgu leyti sérstæð kona. Ef til vill ekki hjá þeim er þekktu hana aðeins á yfirborðinu, en hjá hinum, er kynntust henni nánar, leyndi sér ekki að þar fór kona, sem gekk sína eigin götu, en tróð ekki slóð- ir annarra og öllum sínum ákvörð unum fylgdi hún fram með hóg- værð og stillingu. Allt hennar tal var mótað af velvilja til fólks. Ég, sem þekkti hana um áratugi, heyrði aldrei hnjóðsyrði af hennar vörum, í annara garð, en málsbætur jafnan á reiðum höndum, ef einhver varð fyrir aðkasti að henni áheyrandi. Eitt var þaðv er var ríkur þátt- ur í skapgerð Ástríðar — það var tryggðin, sem hún batt við fólkið og sveitina, þar sem hún dvaldi sín beztu ár. Aldrei bar fundum okkar svo saman að það væri ei fyrsta spurningin: „Hvað hefir þú frétt af Ströndinni?" Gæti ég sagt henni góð tíðindi, gladdist hún innilega og ánægjan leyndi sér ekki í svip hennar. Á hverju vori, þegar hlýna tók og klaka leystj úr jörðu, lagði hún leið sína að Hliði, setti niður í garðinn sinn og færði í lag það, er aflaga hafði farið um vetur- inn, því að hjá henni var það ófrávíkjanleg regla, að hver hlutur væri á sínum stað. Þegar leið að miðsumri fró hún til dval- ar þangað, tjaldaði á blettinum sínum um lengri eða skemmri tíma, eftir því sem ástæður henn- ar leyfðu. Þar undi hún hag sín- um vel. Þar rifjáði hún upp göm- ul kynni við • fólkið, sem hún dvaldi með fyrrum. Þar tók hún á móti þeim er að garði bar með sínu hlýja handtaki og veitti þeim af alúð góðgerðir, eins og hún hafði áður gert í bænum sínum. Ég hygg að þau sumur er hún gat ekki komið því við að dv.elja syðra, hafi henni þótt danrari og eitthvað á þau vanta. Nú, þegar þú leggur upp í þína síðustu för í sveitina, sem þú unnir svo mjö<* og vannst þitt æfistarf, þá hefðum við, sem fylgjum þér þangað, kosið að hún hefði átt þess kost að taka á móti þér í sólskini og sumarklæðum, en þó að svo geti ekki orðið, þá mun hún taka á móti þínum jarð- nesku leyfum með þökk fyrir allt er þú vannst henni, og veita þér öruggt skjól fyrir byljum og stormum vetrarins. Þökk sé þér fyrir hin góðu kynni á lífsleiðinni, þú sýndir okkur með þinni daglegu breytni hversu langt má ná, ef maðurinn er hógvær og af hjarta lítillátur. í Guðs friði. Kristján Árnason frá Kálfatjöm. Rússar þrjóikir VÍNARBORG 11. jan. — Full- trúar Vesturveldanna í hernáms- stjórn Austurríkis höfnuðu í dag tillögum Rússa, þess efnis, að þjóðþing Austurrikis yrði kallað saman til sérstaks fundar til þess að samþykkja lög, sem svipta eiga Ernst Starhemberg fursta, rétti til eigna sinna, en hæstirétt- ur landsins héfur nýlega úrskurð að að honum skuli afhentar þær. Hernámsstjóri Rússa kvað svo að orði, að Starhemberg væri fasisti, sem stjórnaði vopnuðum skæruliðum, er berðust gegn verkamönnum Sakaði hann stjórnmálafiokkana í Austurríki um að hafa stigið fyrsta skrefið í þá átt, að hefía furstann aftur til valda. •— NTB—Reuter. MMItfllfMf f tflfffttf tltftMf MIMttltff tttttMtlt MttttltttttlttMtllttlltfltltt'tMfMXMIftWffflMIIMIItlMIIMMMMMMMtllMf ■MIMMittltttlft** Markús: & llfllllllllllMIMMMMff •fitiiftiniiiriMiiiiiflifm Eftir Ed Dodd. •MIMIIItllltlHllllllftM Endurreisn Koreu PARÍS — 20.000 hús eru um þess ar mundir í smíðum í Kóreu og er það fyrsti þátturinn í endur- reisnaráætluninni, en samkvæmt henni munu Þþ veita aðstoð við að endurreisa 400 þúsund hús, sem eyðilagst hafa i landinu. 1) — Biman er illilega særð, 2) — Við snörum hana báðir, svo að hún kemst ekki hratt svo bindum við hrammana og áfram. - Ibregðum lykkju að kjaftinum á henni. 3) — Ertu til? | 4) — Jæju þá förum víð a£ — Jeg hef aldrei vitað annað stað. En vertu varkár, eins. En ég skal eliki láta standai íá mér. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.