Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. jan. 1952 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Hinn lnngþráði ríkiseríingi Egypta varð ekki friðarengill Atvinna og Öryggi FRUMSKILYRÐI þess að þjóðir geti notið öryggis um afkomu sína er að þær eigi tæki til þess að hagnýta náttúrugæði landa sinna. Við Islendingar þurfum þannig fyrst og fremst að eiga skip og báta til sjósóknar, tæki til þess að rækta með jörðina og reka bú- skap, raforkuver til þess að fram leiða orku til iðnaðar, ljósa, nita og annarra lífsþæginda. Reynsla þjóðarinnar af stjórn- málaflokkum sínum sannar henni að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft giftudrýgsta forystu um, að skapa henni aðstöðu til þess að hagnýta gæði lands síns. Hann beitti sér fyrir því, að gjaldeyris- sióðum þeim, sem hún átti í lok síðustu styrjaldar yrði varið til þess að kaupa ný og betri skip, fullkomnari landbúnaðarverk- færi og vélar og áhöld til vax- andi iðnaðar í landinu. Hann hef ur einnig unnið mest að því, að nú er verið að reisa stærstu orku ver. sem nokkru sinni hefur verið ráðist í hér á Iandi. Kommúnistar þykjast ævinlega bafa verið miklir vinir atvinnu- lífsumbóta þeirra, sem Sjálfstæð- ismenn höfðu forystu um. En þessi hlýhugur í garð þeirra birt ist þó aðallega í því, að þeir stefna rakleitt að því, að sökkva allri framleiðslu í landinu í fen hallareksturs og kyrrstöðu. Ef þetta tekst getur afleið- ing þess ekbi orðið önnur en sú, að skapa hér ennþá stór- felldara atvinnuleysi en nú ríkir af völdum erfiðs árferðis, aflaleysis og umhleypinga- samrar vetrarveðráttu. Verka mönnum oð sjómönnum er ekkert gagn að góðum atvinnu tækjum, sem ekki er hægt að reka vegna of mikils fram- leiðslukostnaðar. Þau veita þeim enga atvinnu. Þetta vita kommúnistar líka. En þeir vilja stöðva rekstur at- vinnutækjanna. Þegar svo er komið kenna þeir þjóðskipu- laginu og valdhöfunum nm, hvernig komið sé, alveg á sama hátt og þeir kenna nú- verandi ríkisstjórn og Marsh- allaðstoðinni um þá erfiðleika, sem nú steðja að almenningi ýmsra byggðarlaga. íslendingar hafa í raun og veru mjög gott tækifæri til þess að sjá í gegn um svikavef kommúu ista um þessar mundir. Öll þjóð- in veit, ekki sízt Reykvíkingar, Sunnlendingar og Akureyringar, að bygging hinna miklu orku- vera við Sog og Laxá eru þýðing- armestu mannvirkin, sem þjóðin nú er að framkvæma. Allir heil- vita menn skilja, að með þeim er verið að leggja grundvöll að fjöl- þættara atvinnulífi og auknum Jífsþægindum. En kommúnistar hér á landi hata þau eins og pest ina vegna þess, að þaU eru byggð fyrir amerísk láns- og gjafafé, sem Sovét-Rússlandi er illa við. Þarna er í raun og veru fenginn mjög greinilegur mælikvarði á það, hvora hagsmunina kommún istar meti meira, þá rússnesku eða hina íslenzku. Fjöldi verka- manna vinnur að því að reisa þessi miklu orkuver. Tugir þús- unda Islendinga munu hljóta vax andi atvinnuöryggi og aukin lífs þægindi þegar þeim er fulllokið. En Stalin og „Politbúreau" hans er á móti því að íslendingar fái aukna raforku til iðnaðar og þæg inda. Þessvegna er Sigurður Guðnason líka á móti því. Vel má vcra að þassí meinlausi og hógværi maður sé í hjarta sínu ekki alveg fullviss um það, að glæsileg raforkuver, aukinn iðn- aður og öruggari ljós og hiti á heimilum verkamanna, séu beint skaðræði og tilræði við hagsmuni þeirra. En það skiptir ósköp litlu máli. Það er ágætt fyrir kommún ista að láta hann koma fram á fundum Dagsbrúnar. En að sjálf sögðu 'fær hann engu að ráða um stefnu kommúnistaflokksins. Hann verður að dingla aftan í Rússadindlunum og berjast með þeim gegn þörfustu og mikilvæg- ustu framkvæmdum, sem þjóð- in hefur ráðist í. Það er alveg rétt, sem kom fram í þremur samtölum við Dags brúnarverkamenn hér i blaðinu í gær, að kommúnistar nota Dags brún fyrst og fremst sem tæki í flokksbaráttu sinni. Raunveru- legir hagsmunir verkamanna liggja þeim í léttu rúmi. Allt þetta hljóta Dagsbrúnar verkamenn að gera sér ljóst þegar þeir kjósa stjórn í félagi sínu. Meðal Sjálfstæðisverka- manna og annarra stuðnings- manna B-listans í þessum kosn ingum ríkir enginn vafi á hin j um raunverulega tilgangi kommúnista. Hann er ekki út rýming atvinnuleysis og vand- ræða heldur þvert á móti enn meira atvinnuleysi og von- leysi meðal vinnandi manna.1 Þessvegna verða allir lýðræðis sinnaðir verkamenn að sam-1 einast um B-Iistann og skana öfluga samfylkingu lýðræðis aflanna gegn niðurrifsstefn- unni og hinni sálarlausu þjónk j nn kommúnista við erlenda ofbcldisklíku. Norðurlandaráð SAMA DAGINN og Alþingi var slitið var fundur haldinn í fs- landsdeild norræna þingmanna- sambandsins. Á þeim fundi var samþykkt, að ísland skyldi ger- ast aðili að stofnun Norðurlanda- ráðs, sem verið hefur í deigl- unni undanfarið. Til þess að þessi ákvörðun verði fullgild, þarf rík- isstjórnin að leggja fyrir Alþingi tillögu um gildi hennar. Mun það * væntanlega verða gert síðar á þessu ári. Áður höfðu Noregur, Dan- mörk og Svíþjóð ákveðið að standa að stofnun þessara sam- taka. Finnar hafa hinsvegar ekki treyst sér til þess að vera með vegna aðstöðu sinnar í alþjóða- málum. Hinsvegar hafa fulltrúar þeirra, sem þátt tóku í undir- búningi málsins, lýst yfir ein- dregnu fylgi sínu við slíka stofn- EFTIR J. ANDERSEN-ROSENDAHL Kairo VIÐ biðum þess að sorgarleik urinn hæfist, en lifðum æfin- týri. Upp á siðkastið hefur Kairo beðið og beðið full eftirvænt- ingar. Nýr maður hafði birzt á sjónarsviðinu. Hafez Afifi hafði verið tilnefndur ráð- gjafi konungs. Konungshöllin var orðin miðpunktur viðburð anna. Það var þaðan sem menn gátu vonast eftir ein- hverjum þeim aðgerðum sem myndu draga úr hinu hátt spennta stjórnmálaástandi. En lítið barst út frá konungs- höllinni og það var ofur skiljan- legt. Sérkver leikur á skákborði stjórnmálanna sem hinn uppesp- aði múgur myndi skoða sem smán við stolt þjóðarinnar gat orsakað algjöra sprengingu. Múg urinn var hættulegur. Það sýndi rás viðburðanna í Suez ofstækis- fullir múhamedstrúarmenn höfðu kveikt í kirkju annars trúar- flokks, eftir að 5 menn höfðu verið dregnir eftir götunum og skornir áður en þeim var kastað á kirkjubálið. Muhamcdstrúarmenn, sem eru í meirihluta í landinu, höfðu ákveðið að þeir skvldu ráða lögum og Iofum í bar- dögunum við Egypta. Það var þeirra ófriður og það var heilagt stríð gegn hinum van- trúuðu, jafnvel þó að þeir væru Egyptar. UPPLESTUR ÚR KÓRANINUM Þeir sem lengst höfðu gengið af hinum ofstækisfullu mú- hamedstrúarmönnum höfðu gert bæði ríkisstjórn landsins og stjórnum annara landa ljóst, að samkomulag myndi þýða ógnar- öld og blóðbað. Ráðist var að kvikmyndahúsum og skemmti- stöðum. Engin veraldleiki, þegar þjóðin var stödd í neyð. Engar skemmtanir skyldu haldnar, sem brytu í bág við reglur Koransins. Flöskur og glös voru eins og skæðadrífa í lofti á dansstöðun- um. Allt í nafni spámannsins. Frelsissveitir Múhameðstrúar- manna tóku útvarpsstöðina á sitt vald. Söngkona ein var stöðvuð í miðju lagi og dagskráin hélt áfram þegar í stað með upplestri úr kóraninum. Hinn egypzki sorgarleikur var kominn á alvarlegt stig. Arineld- urinn var Kairo, þar sem kilo- metra langar raðir manna fylgdu föllnum frelsishetjum til grafar. Þetta voru „þögular mótaðgerð- En hættulegri kreppu var afstýrt, með fæðingu drengsins, en ennþá á kóngurinnf mikltun vandræðum ir.“ Hundruð þúsunda manna , gengu á eftir kistunum sveipuð- um fána Egyptalands. Hvergi heyrðist stuna. í röðunum mátti sjá hrukkuð enni og æðisleg augu. Skammbyssurnar voru einnig hafðar með. Þær voru ekki notaðar, en þær voru samt þarna KAIROBORG LÍKIST HERBÚÐUM Muhamedsbræðurnir skerpa i hnífa sína .... hvísluðu tauga- óstyrkir Egyptar og hræddir út- lendingar. I Rauðum húfum skaut upp eins og draumsóleyjum á öllum göt- um Kairoborgar. Þær voru glæsi legar ásýndum og sátu á höfð- um vopnaðra lögreglumanna. Hinir illa klæddu hermenn sem fram að þessu höfðu staðið vörð fyrir framan hús sendisveitanna • í „Garden City“ hurfu af sión- • arsviðinu. Einnig þar birtust hin ar rauðu húfur lögreglumann- anna, sem voru reiðubúnir að skjóta. I Höfuðborg Egyptalands bar svip herbúða. I 1 Kairo beið. Eftirvæntingarinn- ar gætti hvarvetna. Blaðamenn- irnir gengu ekki til hvílu fyrr en þeir höfðu sett simatæki á nátt- borðið og skóna tóku þeir ekki af sér. Það hlaut að sjóða upp úr inn- an skamms, en enginn virtist bera kensl á klukkusláttinn til hinnar fyrstu atlögu, eða vita hvar eld- ingunni mundi ljósta niður. GLEÐIBOÐSKAPUR Að morgni das hins 16. jan- úar skeði það. 101 skot þrum- uðu yfir Kairoborg. En það var ekki merki um blóðbaðið, ekki eggjan til að drepa, held- ur boðskapur um nýtt líf. Prins var fæddur. Allah hafði gefið Farúk konungi og Narriman drottningu son. Konunglegur prins og ríkiserfingja. Sveinbarn er merkur atburður í tilveru muhamedskrar fjöl- skyldu, sem áður hefur ekki hlotnast sú hamingja að eignast erfingja. Hinn langþráði ríkis- erfingi var allri þjóðinni gleði- boðskapur. Velvakandi skriíar: ÚB DAGLEGA LÍFINU I Laugarnar í vetrarhörkum. FORELDRUM, sem börn eiga í Lauganesskóla, þykir þau í vanda sett. Þar eins og annars staðar er þeim gert að iðka sund, þegar þau fara að stálpast. En börnin úr Lauganeshverfi, Vogahverfi og Langholti eiga engrar sundhallar völ. Þeim er því gert að sækja Sundlaugarnar í sundtímunum. Tilgangurinn með þessum nýju samtökum hinna norrænu þjóða er fyrst og fremst sá, að gera samvinnu þeirra víðtækari og reunhæfari. Norðurlandaráðið \erður nokkurskonar ráðgjafa- þing hinna fjögra þjóða, skipað þingmönnum þeirra og ráðherr- urh. Er gert ráð fyrir að Svíar, Danir og Norðmenn eigi þar í hæsta lagi 16 fulltrúa hver þjóð, en íslendingar 5. Lagt hefur ver- ið til að það komi saman einu sinni á ári og standi aðeins stutt- ar. tíma, eina til tvær vikur. Það er áreiðanlega ósk allra þeirra þjóða, er að þessum samtökum standa, að með þeim skapist auknir möguleik- ar til þess að ráða þeim mál- um til lykta er varða sameig- inlega hagsmuni Norðurlanda. Námskeið Slysa- varnadeildarinnar „Ingólfs" NÆSTKOMANDI miðvikudag hefst námskeið í hjálp í viðlög- um og meðferð öryggistækja á vegum slysavarnadeildarinnar „Ingólfs" og Landssíma íslands. Námskeiðin eru einkum ætluð sjómönnum og verður lögð á- herzla á að kenna Iífgun drukkn- aðra og fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Kennslan í hjálp í viðlögum fer fram í hinum nvja fundarsal Slysavarnafélagsins í V.B.K.-húsinu við Grófina og stendur yfir í fimm kvöld á tím- anum 9—10,30. Kennsla í með- ferð talstöðva, radíómiðunar- tækja og dýptarmæla fer fram í húsakynnum Landssímans við Sölvhólsgötu, sömu daga kl. 7—8 á kvöldin. Það er von Slysavarnafélagsins að sjómenn notfæri sér þetta ein- staka tækifæri til að auka þekk- ingu sína á þessum efnum og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að tilkynna þátttöku sína í síma S.V.F.Í. 4897 eða 81135 á mánu- dag, þriðjudag eða miðvikudag. V: að morgni I frosti og hríð afcatagar mFWHH'iIP ff Við þetta er ekkert að athuga, þegar tíð er skapleg. En það er kunnara en frá þurfi að segja, að viðrað hefir óvenjuilla í jan- úar, bæði frost og stórhriðar. Með blautt hárið í frosti ALLT að einu hefir litlu sund- iðkendunum ekki verið gefið eftir. Þau verða að sækja opnar Laugarnar í vonzkuveðrum og sýnist reglunum þannig nokk- uð harkalega fylgt. Það er ekki hægt að ætlast til, að 10 ára börn fari í sund í op- inni laug kl. 8 að morgni í frosti og hríð. Og þó að hlynnt sé að þeim eins og föng eru á, þá er þó allt af gangurinn heim hættulegur með blautt hárið. Hér sem annars staðar er kapp bezt með forsjá. Siðir og ósiðir. KÆRIVelvakandi. Ég hefi ekki átt heima hér í Reykjavík nema lítinn hluta ævi minnar, en tel mér þó vitaskuld skylt að fara eftir þeim kurteisissiðum og venjum, sem hér tíðkast. Þó eru sumir siðir fólks hér svo fyrir neðan allar hellur að mínu viti, að ekki komi til nokkurra mála að fallast á þá. Mig langar til að tilfæra hér eitt dæmi af þessu sauðahúsi. Hvererðeta? ÞEGAR hringt er í símann (ég á við heimilissíma, þar sem margt er fólk) svaraði ég fyrst í stað með hinu alþjóða og alkunna „hallói“. Kvað þá ævinlega við svarið: „Hver er þetta?“ Sagt eins og eitt orð væri. Nú tel ég það furðumikla ókurteisi og óþægilegt, þegar ætl- azt er til, að menn kynni sig í síma fyrir hverjum sem er, þótt þeir hinir sömu kynni sig alls ekki sjálfir. Tók ég því það ráð að segja alltaf símanúmerið, þegar ég tók símann, en allt kom fyrir ekki. Ég fæ alltaf sama svarið eða öllu heldur spurninguna: Hvererðeta? Þykir þér þetta ekki óhemju- mikil frekja og ókurteisi hin mesta? Flökkukind.“ Hvað heitirðu, manni? ÞAÐ hefir löngum þótt brenna við, að við íslendingar stæð- um höllum fæti í umgengnis- menningu, drykkjumenningu og alls konar menningu, símamenn- ing ekki undanskilin. Þessu, sem þú kvartar yfir, má jafna til þess, að þú færir heim til símnotandans, kveddir þar dyra og spyrðir hann formála- laust þegar hann kæmi fram: „Hvað heitirðu, manni?“ Og sann. aðu til, hann mundi setja upp hundshaus. Á misskilningi reist. VEGNA ummæla tveggja stúlkna hér í blaðinu varð- andi veitingahús á Laugavegin- um, vill Morgunblaðið taka fram, að það hefir átt viðtal um málið við eigendur veitingahússins og telur blaðið, að fengnum upplýs- ingum, að afstaða veitingamann- anna hafi verið rétt. Biður blaðið því velvirðingar á þessum ummælum, sem voru á misskilningi byggð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.