Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐ10 Fimmtudagur 21. febr. 1952 ~j f 2 lil Kanada Sparnaður við mælingar Flyzi búferlum og skipulag bæjarins — Fækkað við vörzlu bæjar- | landsins — Hætt verði að greiða kostnað við skemmtiferðir bæjar- starfsmanna HÉR fara á eftir 6 af tillögum cparnaðarnefndar Reykjavíkur- foæjar, sem bæjarstjórn sam- |>ykkti í sambandi við afgreiðslu tjárhagsáætlunar fyrir yfirstand- andi ár: Krafið verði gjald fyrir merkingu og mælingu lóða, I allt að kr. 159.00 fyrir fyrstu 1 mæiingu og hlutfalislega fyrir endurtekningar. Gjald fyrir áritun skjafa um 1 eignaskipti verði ákveðið kr. j 50.00. Gerðar verði ráðstafanir til ao skipulagsgjald það, sem inn heimt er af nýbyggingum í * bænurti, renni að mestu eða ■ öllu leyti í bæ&rsjóð til 1 greiðslu á kostnaði við skipu- lagsdeild bæjarins. Ríkissjóður verði krafinn urn greiðslu á helmingi kostn- aðar við mælingar og gerð uppdrátta, samkv. I. kafla laga nr. 55/1921. Vörzlu bæjarlandsins annist einn maður í stað tveggja. Hætt verði að gréiða sér- * staka þóknun fyrir Iógun á hundum og köttum. f greinargerð er þannig komist að orði um þessi atriði og nokkur 'önnur: Lóðaúthlutun er nú svo háttað, .aS óþarfi virðist að hafa mann á föstu kaup allt árið til að veitn upplýsingar um lóðir. Við leggj- um til, að sérstakur starfsmaður •verði því aðeins hafður til að veita þessar upplýsingar, að fast starfslið í skrifstofu bæjarverk- fræðings anni ekki þessum störf- um. Mæiingadeildin annazt m.a. mei’kihgu og mælingu lóða vegna lóðaskrárritara. samkvæmt reglu gerð nr. 44/1924, 9. gr., skal greiða gjöld fyrir þá þjónustu eftir nánar tilgreindum reglum. ■Ojöld þessi hafa ekki verið kraf- in, og sjáum við ekki ástæðu til •að gefa þau eftir. Miklu fremur væri eðlilegt að hækka þau veru- lega til samræmis við núverandi verðlag. Forstöðumaður mælinga ’deildar telur slíkt gjald nú hæfi- lega ákveðið kr. 150.00, og mundi það gefa í tekjur í bæjar- *jóð um 100 þús. kr. á ári. — Leggjum við eindregið til, að þessi skipan verði þegar tekin upp. Ennfremur annast mælinga- •deildin mælingar og gerð upp ■drátta samkvæmt I. kafla laga nr. 55/1921. Kostnaður deildar innar við þessi störf mun nema vm 200 þús. kr. í framangreindri áætlun. Samkvæmt 3. gr. lag anna' ber ríkissjóði að greiða helming þessa kostnaðar, eða um 100 þús. kr. Lóðaskrárritari fær nú, sam- kvæmt ofangreindri reglugerð, greiddar 2 kr. fyrir áritun skjala um eignaskipti. Er sjálfsagt að hækka einnig þetta gjald til sam- ræmis við núverandi verðlag. Með launakostnaði undir þess- um lið er fært kaup 5 manna, sem eingöngu vinna í skipulags- deild, og nemur það, samkvæmt -f.ramangreindum útreikningi, um 230 þús. kr. Með lögum nr. 64/1938, 4. gr., •er lagt gjald á allar nýbyggingar, og hefur það numið hér í bæ 3% af brunabótamati húsanna, jþegar þau eru tekin í notkun. A fl.l. ári var þetta gjald hér í bæn- um 240 þús. kr. Samkvæmt 2. gr. ■téðra laga á að nota þetta gjald -til að greiða með kostnað við ekipulagsuppdrætti, en nægi | gjaldið ekki til þess, greiðist það, sem á vantar, að jöfnu af ríkis- ! sjóði og bæjarsjóði. Á undanförn ' um árum hafa skipulagsuppdrætt ir fyrir Reykjavík nær eingöngu j verið gerðir af skipulagsdeild . bæjarins, án þess að nokkur I greiðsla hafi komið fyrir, hvorki j af skipulagsgjaldi né úr ríkis- sjóði. Fyrir aðra staði á landinu | mun skrifstofa skipulagsstjóra ríkisins hafa annazt þessi störf. Virðist, samkvæmt lögunum, að sama máli hefði átt að gegna hér í bæ. Slíkt mundi þó hafa verið lítt framkvæmanlegt hér vegna hinna miklu og öru framkvæmda. Ljóst er þó, að þessi störf hefðu átt að greiðast af því fé, sem lögum samkvæmt er ætlað til þeirra. Má því líta svo á, að ríkis- sjóður skuldi bæjarsjóði fyrir þessi störf á undanförnum árum sinn hluta af kostnaðinum við þau eftir ákvæðum laganna. r VARZLA KAUPSTAÐARLANDSINS Hana hafa annazt að undan- förnu tveir menn. Nemur grunn- kaupsgreiðsla til þeirfa á ári kr. 41.400.00 + 17% eða kr. 48.438. — Verðlagsuppbót af þeirri upp- hæð, 23%, nemur kr. 11.140.00 og aukaverðlagsuppbót 32% af kr. 43.920.00 gerir kr. 14.054.00. Heildarkostnaður yrði þá kr. 74 þúsund. Eftir niðurskurð sauðfjár s.l. haust sýnist ekki ástæða til að hafa nema einn mann við vörzl- una. Er því lagt til, að annar mað- urinn sé látinn hætta þessi starfi. Mundi kostnaðurinn við vörzluna þá nema kr. 37 þús. NÁMSFEP.ÐIR LÖGREGLUMANNA . Fyrir yfirstandandi ár voru á- ætlaðar kr. 10 þús. í þessu skyni, og af þeirri upphæð hafa verið notaðar kr. 4 þús. Eftir atvikum þykir rétt að leggja til, að þessi áætlunarliður falli niður. ÝMÍSLEGT Undir þenna lið falla eftirtalin útgjöld: a. Kaup nuddara, sem er jafn- hátt kaupi lögregluþjóna, eða kr. 41 þús., miðað við vísitölu 155 stig. b. Auglýsingar, sem rétt þykir að áætla kr. 2 þús. c. Lógun á hundum og köttum. Kaup fyrir þau störf mun nema kr. 14 þús. Eðlilegt virðist, að lögreglan sjálf annist þessi störf, og ætti þessi kostnaðarliður því að falla niður. d. Skemmtiferðir lögreglu. — Kostnaður vegna þessa nam s.l. sumar kr. 33 þúg. Kostnaður við skemmtiferðir starfsfólks - bæjarins hefur farið ört hækkandi frá ári til árs, og greiðir bæjarsjóður þó einungis bifreiðaleigu og mat starfsmanna og maka þeirra. Leggjum við til, að þessi siður verði lagður niður og hætt verði að greiða kostnað af skemmtiferðalögum starfs- manna bæjarsjóðs og bæjarstofn- ana. Grikkir heiðraðir. TÓKÍÓ — Van Fleet hefir veitt grísku hersveitinni í Kóreu æðsta heiðursmerki, sem Bandaríkin sæma heila herflokka. Viðurkenn inguna fengu Grikkirnir fyrir hreysti, er þfcir þóttu sýna, þeg- ar þeir réðust gegn kommúnist- um í október s.L Geir Jón Helgason. GEIR JÓN HELGASON, sem verið hefur lögreglumaður hér í Reykjavík undanfarin 13 ár, tekur sér far í dag með Trölla- fossi áleiðis til Bandaríkjanna, ásamt fjölskylduliði, — alls 11 manns. Hann fer til Kanada þar sem hann hyggst setjast að. Fyrir nokkrum dögum kvöddu lögreglumenn hann með sam- sæti og voru þar ræður fluttar. Nokkrir ræðumanna töluðu í bundnu máli. Færðu lögreglu- menn Geir Jóni gjöf til minning- ar um samstarfið. Geir Jón Helgason er 43 ára, fæddur á Akranesi. — Lengst af ævinnar hefur hann verið sjó- maðui’. Hann gerðist sjómaður um fermingu. Fór á Sjómanna- skólann og iauk þaðan prófi 1921. Var síðan stýrimaður eða skipstjóri á línuveiðurum og tog- urum fram til ársins 1939, að hann varð lögreglumaður. Fyrsti togarinn sem hann var á, var „Leifur heppni“, þá var hann að- eins 14 ára og var þar hjálpar- kokkur. — Hann var stýrimaður á Leikni er hann sökk á Hala- miðum, en síðast var hann á Framh. á bls. 4 Skógræktarfélag Eyfirðii^ga gról- nrsetti 44 þús. trjápiöntur s.l. ár AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn á Akur« eyri sunnudaginn 17. þ. m. Á fundinum voru mættir 27 fuiltrúaí frá 9 félagsdeildum auk stjórnar félagsins. Áður en gengið var til dagskrár minntist formaður félagsins, Guðmundur Karl Péturssonj yfirlæknir, Jónasar Þór verksmiðjustjóra, sem lézt á síðastliðnu ári. Jónas Þór var einn af aðal- stofnendum Skógaræktarfél. Ey- firðinga og í stjórn þess frá stofn un þess, 1930, og til ársins 1948. Hann var áhugamaður mikill um skógræktarmál og fékkst sjálfur við plöntuuppeldi og ræktun ýmissa trjátegunda og eplatré hefur borið ávexti í garði hans. Fundarmenn risu úr sætum til hciðurs minningu har.s. 44 ÞÚSUND PLÖNTUR GKÓÐ URSETTAR Skýrsla stjórnarinnar sýndi vaxandi skógræktarstarfsemi í héraðinu. I skógarreiti félagsins höfðu verið gröðursettar 9500 Guðmundur Karí Pétursson. skógarplöntur. Skógræktarfélag Akureyrar gróðursetti í brekk- urnar í bænum 600 plöntur. Var verk þetta unnið í sjálfboðavinnu af bæjarbúum. Hinar deildir fé- afssonar í Ausfurbæjarbíói FYRSTU tónleikar Tónlistarfé; lagsins á þessu ári fóru fram í Austurbæjarbíói dagana 18. og 19. þ. m. Voru það fiðlutónleikar er Björn Ólafsson hélt með að- stoð Árna Kristjánssonar. Efnis skráin var bæði fjölskrúðug, og skemmtileg: Rondo í C-dúr eftir Björn Ólafsson Mozart, Capricur nr. 20 og 13 eftir Paganini, Siciliano eftir Geminini, Prelúdía og tvöföld fúgu um B, A, C, H, eftir Þórar- inn Jónsson, fjögur rómantísk lög eftir Dvorak og sónata fyrir fiðlu og píanó op. 30 í C-moll eft- ir Beethoven. Verk það sem leikið var eftir Þórarinn Jónsson hefur ekki heyrzt hér áður, enda þótt það sé samið fyrir löngu ,eða um það bil 1925. En fréttir hafa menn þó haft af því. Það hefur verið leikið í Berlín, París, Ameríku og víðar og allstaðar vakið at- hygli. Tónskáldið játar hér trú sína á meistara Bach. Er strax auðheyrt, að hann hefur rækilega kynnt sér handbragð og snilld Bachs í meðferð tónanna, en þó er ekki minna um vert, að andi meistarans svífur hér yfir vötn- unum. Er þetta verk hið merk- asta, rökfast og vel byggt og þróttmikið. Björn Ólafsson lék þetta erfiða og margraddaða fiðlu verk, sem samið er án undir- leiks, af mikilli snilld og þeim þunga, sem því hæfði, og bar það þannig fram til sigurs. Tónleikar þessir voru frá upp- hafi til enda mjög glæsilegir og fagrir, og verður ekki gert upp á milli verkefnanna. Björn Óiafs- son leysti þau öll af hendi með hinni mestu snilld og prýði, sem sannur meistari fiðlunnar. Hon- um til aðstoðar var Árni Kristj- ánsson, og varð ekki á betra kosið. Undirleikur hans var óvið- jafnanlegur. En hámarki sínu náðu þessir tónleikar í sónötu Beethovens, op. 30 í C-moll fyrir fiðlu og píanó. Túlkun þeirra félaga í þessu stórkostlega verki var með þeim hætti fögur og snjöll, að meistaraleg má kall- ast. Fögnuður mikill ríkti meðal áheyrenda og hvað við mikið lófatak í salnum allt kvöldið. Einnig barst mikið af blómum. P. I. lagsins gróðursettu hver um sig allt frá 200 upp í 4000 plöntur. Samtals voru gróðursettar um 44 þús. skógarplöntur á félagssvæði inu. Á árinu var hafin gróðursetn^ ing í minningarlund Jónasan I-Iallgrímssonar að Sveinsstöðurm í Öxnadal, svo og í minningar- lund Jóns Arasonar að Grýtu í Eyjafirði. Veitti félagið nokkurn styrk til beggja lundanna. « s AUKIÐ PLÖNTUUPPELDI OG NÝTT LANDNÁM Uppeldisstöð félagsins var’ nokkuð aukin. Var sáð 'trjáfræá af birki og fimm tegundum barr- viða. Settir voru niður græðling- ar af ’Alaskaösp og fleiri runna- tegundum. Gert var ráð fyrir að hægt yrði að taka til útplöntunai' úr stöðinni allt að tuttugu þús. skógarplöntur í vor og auk þessi nokkrar tegundir af runnum og! öðrum garðplöntum. Á árinu var stækkaður skógar-* reitur félagsins við Garðsárgil, en þar hefur vaxið upp á síðustu árum kyngott og fallegt birki. Var byrjað að gresja það í sum* ar. f Þá var gert á árinu nýtt land-i nám til skógræktar syðst i iandl Akureyrarbæjar. Fær hið nýi stofnaða Skógræktarfélag Akur-i eyrar þar land til umráða og er| ætlunin að hefja gróðursetningq þar á næsta vori. REIKNINGAR OG STJÓRN FÉLAGSINS _ Framkvæmdastjóri félagsins, Ármann Dalmannsson, las uppj reikninga þess fyrir s.l. ár ogj sýndu þeir hreina eign í ársiok: kr. 81,056.14, þar af voru sjóðifl í árslok kr. 46.346.14. Reikning-( arnir sýndu eignarýrnun á árinul rúml. kr. 4000.00. Helztu tekjuij voru styrkir frá bæ og ríki, tekji ur af plö.ntusölu, heysölu o; kartöflusölu. Björn Þórðarson, verzlunar-i maður, og Þorsteinn Davíðsson, verksmiðjustjóri, óttu að ganga úr stjórn féagsins, en voru báðiij endurkjörnir. Aðrir í stjórn fé-i lagsins eru: Guðmundur Kar3 Pétursson, yfirlæknir, sr. SigurS-< ur Stefánsson, Möðruvöllum, ogj Ármann Dalmannsson, sem verið hefur framkv.stj. félagsins. — H. Vald. iridge-keppnin: Sveitir Harðar eg Benedikfs jafnar SJÖTTA umferð í meistaraflokkíi- Bridgefélags Reykjavíkur var spiluð á mánudagskvöldið. Leik- ar fóru þannig, að sveit Harðan Þórðarsonar vann sveit Benedikts Jóhannssonar með 10 ,,punktum‘% sveit Einars Guðjohnsens sveii! Gunngeirs Péturssonar með 8, sveit Zophoníasar Benediktsson- ar sveit Agnars ívars með 18, sveit Ásbjörns Jónssonar sveit Hermanns Jónssonar með 30 ogj sveit Róberts^ Sigmundssonag sveit Hilmars Ólafssonar með 21, Jafntefli varð hjá sveit Ragnars Jóhannessonar og Einars Bald-, vins Guðmuhdssonar (0). Sveitir Harðar og Benedikts eru nú jafnar að stigum með 10 hvor. 3.—4. sveitir Zophoníasar og Ásbjörns með 8 stig hvor. 5,— 7. sveitir Róberts, Einars Guð- johnsens og Ragnars með 7 stig hver og 8. sveit Gunngeirs me3 6 stig. Sjöunda umférð verður spilu'S n.k. sunnudag'. _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.