Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 10
10 I MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. febr. 1952 EFTIR HILDU LAWRENCE u iiardimommur og iiauiil í bréfum, — fyrirliggjandi. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR Sími 1755 Framhaldssagan 12 ..Líklega hefur það bara verið súgur“, sagði hún. „Jæja, ef það er ekkert, sem ég get gert fyrir yður....“ Hún tók upp bakkann og lagði af stað upp tröppurnar. Hann gekk aftur inn að arn- inum og var síður'en svo ánægð- ur með framkomu sína. Ef til vill liðu tvær mínútur cða svo, og þá heyrði hann að gengið var hratt niður tröppurn- ar, og inn í borðstofuna. Það var Uorey. Hann heyrði það þegar itann kallaði í Perrin, hann. svaraði og raddir þeirra lækkuðu svo að Mark heyrði ekki orða- skil af samtali þeirra. Mark kveikti sér í sígarettu og virti fyrir sér Renoir-málverkið gegn um reykinn. Málverkið var r<f stúlku með blómahatt og í hendinni hélt hún á vínglasi. Ef hann hefði ráð Moreys þá mundi Kánn kaupa svona málverk, hugs aði hann. Mark var feginn þegar Stone- jnan kom loks inn og néri saman höndunum, glaðlegur á svip. — Hann afþakkaði vínglas fyrir matinn og hóf fjörugar samræð- ur um fornleyfafundi í Egypta- landi. Hann var í miðri setningu, þegar Perrin tilkynnti að kvöld- verðurinn væri framreiddur. Mark bauð Stoneman að leiða hann til sætis og þeir gengu inn í boiðstofuna. Morey var þar fyrir og auðséð var á svip hans að eitthvað amaði ?ð. „Gerið þið svo vel og fáið ykk ur sæti og borðið meðan tæki- færi er. Heimurinn er að farast, ski’st mér“. Perrin bar fram. súpuna alvar- legur á svip. „Erú Lacey ætlar að yfirgefa okkur. Hún gefur enga skýringu rða ástæðu fyrir því hvers vegna hún vill fara .... Guð má vita hvsð við eigum til bragðs að taka í þessari afskekktu holu . . . Þegar þér tr luðuð við hana í dag. Virt- j't vður henni hafa sárnað við • kkur?“ ..V!ð töluðum aðallega um bók“,*ragði Mark. „En hún minnt irt þó á það að hún ætlaði að fara. pg mér sýndist .... en ef til vill hefur það bara verið mis- sýni .... en mér sýndist hún haf” grátið“. ..Ó, drottinn minn!“ hrópaði Stov’ejrian. „Vesalings konan“. „H-'ærs vegna ætti hún svo sem rð gráta. Það þætti mér gaman i’ð vitá. Hún sendi bara upp skrif lega u rpsögn. Það er konan mín, sem ætti að gráta, en ekki hún“. , „Má ég sjá miðann??“ spurði Mark. Morey leit undrandi á hann. „Sjá hann? Ég sá hann ekki einu ..s'nni sjálfur. Konan mín reif liann. Ég var að vinna í herbergi rnínu, þegar hún fékk hann og y úo viidi ékki ónáða mig. Ef ég l.efði fengið að vita þetta fyrr, þá brfði ég ef til vill. ...“ „Ákaflega óáreiðanleg kona“, srgði Stoneman. „Ég mundi reyr.a að gera sem minnst úr þessu í þínum sporum , Jim“. „En mér líkar þetta ekki“, sagði Morey reiður. „Perrin, vitið þer nokkuð um þetta. Hafa stúlkurnar verið að stríða henna aftur?“ Svo snéri hann sér að I.Iark. „Þær voru stundum að stríða henni fyrir það hvað hún «r feit, en ég sá nú um að þær hættu því fljótlega. Perrin, góði segðu okkur hvað hefur gengið á niðri i eldhúsinu“. „Ég hef ekki heyrt neitt“, sagði PeiTÍn. .„Frú Lacey er vön fá- itfermará heimili. Davenport oíursti bjó hér einn. Ef til vill hcfui henni fundist verkið vera Xj' ðið of. erfitt“. „Hvaða vitleysa“, sagði Morey. „Hún er hraust og sterk. Það mætti segja mér að þér hafið gert henni eitthvað á móti skapi“. „Nei, ég hef alltaf borið hina fyllstu virðingu fyrir frú Lacey". „Jæja, þetta eru launin, scm maður fær fyrir gpða framkomu við fólkið hérna. Ég er búinn að fá nóg af því. Þér verðið að fá samband við vinnumiðlunarskrif- stofuna, sem þér komuð frá og biðja þá að senda okkur mat- reiðslukonu á morgun“. „Ef ég má korpa með uppá- stungu. . . . “ „Nú?“ „Frú Lacey mælir með Violet. Hún hefur kennt henni sjálf, svo að hún hefur getað tekið við mat- reiðslunni fyrir Davenport of- ursta, þegar hún sjálf hefur ver- ið fjarverandi og þegar veizlur voru“. „Það er ágætt“, sagði Stone- man. „Violet þekkir okkur og veit hvað við viljum“. Morey lauk við súpuna. „Jú, ef til vill“, sagði hann hugsandi. „En við fáum aldrei svona góða súpu aftur, Joe. Og þetta er allt þér að kenna. Þú með þín dýr- mætu skjöl og læstu dyr. Næst fara hin þrjú, sem eftir eru“. „Nei“, sagði Stoneman. „Nei, Jim. Þetta er ekki mér að kenna. Ég hef hver»i komið nálægt“. „En það á eftir að koma þér i koll, Joe“, sagði Morey bros- andi. „Þú færð ekki matinn fram ar upp í herbergið og þú verður að búa sjálfUr um rúmið þitt“. Perrin tók burt súpudiskana og kom inn með tvær steiktar gæsir á fati. Morey bað um rauðvín og Perrin fór út til að sækja það. „Lacey og Perrin hafa ekki getað látið sér lynda hvort við annað“, sagði Morey. „Henni lík- aði aldrei framkoma hans. Satt að segja get ég heldur ekki fellt mig við hana. Ég verð að finna eitthvað ráð til að gera Violet og Florrie ánægðar. Ef þær fara, þá er úti um okkur“. „Dálítil peningaupphæð er allt af velkomin gjöf“, sagði Stone-' man. „Eða þú gætir gefið þeim í skyn að þær fái myndarlega jóla- gjöf“. „Hmmm“, sagði Morey. Perrin kom aftur með rauðvín- ið og skál með salati. Morey sagði að hann mætti fara og bað hann að bera kaffið inn í bóka- herbergið. „Og biðjið Florrie og Violet að koma upp“, bætti hann við. „Mig langar til að tala við þær. Þér getið beðið frú Lacey að koma líka, en ég býst varla við að það beri árangur“. Þeir luku við kvöldverðinn. — Stoneman borðaði mjög lítið og Morey virtist niðursokkinn í sín- ar eigin hugsanir. „Mig langaði til að láta litlu stúlkurnar borða niðri í kvöld“, sagði hann. „En Laura vildi það ekki“. Eftir kvöldverðinn ætlaði Mark að fara beint til herbergis síns. Hann langaði ekkert til að heyra það sem Morey hafði að segja við Florrie og Violet. En Morey kallaði í hann og bað hann að koma. Hann var að ljúka úr kaffibollanum, þegar stúlkurnar tvær komu inn. Þær stóðu vand- ræðalegar á svip á miðju stofu- gólfinu. Þeim leið auðsjáanlega ekki vel. Morey byrjaði á því að hrósa þeim fyrir starfið og bætti jafn- vel nokkrum vilyrðum inn í til frú Lacey. „Ég vildi líka tala við hana“, sagði hann. „Ég vonaði að hún mundi koma upp með ykkur, en hún er til vill önnum kafin við að ganga frá dóti sínu“.: Violet jánkaði því. Hún hafði mikinn farangur. Hún þurfti ein- hver ósköp af fötum, vegna þess hvað hún var stór og feit og svitn aði mikið við eldhússtörfin. Og svo fleygði hún aldrei neinu burt. Hún geymdi allt. Hún hafði marga fulla kassa. ÆVINTÝRI MIKKA IV. Gíraldi Eftir Andrew Gladwin 15. —- Hann getur stokkið eins og kengúra, lýsti prófessorinn yíir. Við verðum að rannsaka allt nágrennið. Við verðum að leita vel og vandlega í hverjum krók og kima og skilja engan blett eftir. Gíraldann verðum við að finna hvað sem það kostar. Vísindin krefjast þess — og ég sjálfur verð aldrei ánægður án þessa óviðjafnanlega félaga míns. Eftir skamma stund hafði prófessor Árbákíu skipulagt leitarflokk, sem í voru að honum meðtöldum: Mikki, um- sjónarmennirnir Batti og Matti, þjónninn, bílstjórinn, garð- yrkjumaðurinn og vikadrengurinn. Hverjum þeirra var sett fyrir ákveðið svæði af umhverfi dýragarðsins til að leita á og hver þeirra fékk sterkt reipi til að snara Gíraldann með. — En gleymið ekki, sagði prófessorinn, að Gíraldinn er viðkvæmt dýr og verður að meðhöndlast með stökustu var- kárni. Þið megið ekki slá, ekki ógna og ekki viðhaía Ijótt orðbragð. Ef þið farið vel að honum þá mun hann éta úr lófa ykkar, en ef þið farið illa að honum,þá mun hann troða ykkur til bana. Þeir hétu því allir að fara vel með Gíraldann. — Að lokum nokkur orð til uppörvunar! hrópaði prófessor- inn. Sá sem kemur hingað með minn kæra Gíralda heilan á húfi fær hundrað króna verðlaun! Og ef hann finnst fyrir klukkan fjögur í dag, en þá koma nokkrir vísindamenn hingað til að rannsaka hann, þá skal ég tvöfalda verðlaunin. Af stað nú, menn, og gerið það sem þið getið! Það var ánægjulegt að sjá ákafa leitarmannanna þegar. þeir lögðu af stað í leitina. Hafið þér séð Alladínteppi ? 30 litir af garni Ef svo er ekki, þá lítið í gluggana hjá Gefjun- Iðunn við Kirkjustræti, en þar verða sýnd nokk- ur teppi, sem gerð hafa verið af fólki hér á landi með undranálunum ALI og ALLADÍN. Fjöldi manns hefur með þess- ari nýju tómstundaiðju búið sér til stór verðmæt teppi og auk þess hlotið óblandna ánægju af starfinu, eins og jafnan fylgir allri heimilisiðn. Gefjunar-garn kostar aðeins kr. 9,00, hver 100 gr. hespa, en erlent garn kostar flest 20—30 krónur. Lítið á teppid í yluypn Gefjun-lðunn KIRKJUSTRÆTI 8 Höfum nú fyrirligyjandi til afyreiðslii strax: Sólar-kúafóður, Sólar-hænsnafóður, Sólar-hestakorn, Rlandað korn, Kurlaðan maís, Ilestahafra, Ilvcitiklíð, Hveitikorn, og Alfa-Alfa mjöl Leitið upplýsinga um hið hagkvæma verð hjá okkur, áður en þér festið kaup annars staðar. Síldar- og Fiskimjölsverfcuniðjan h.f. Ilafnarstræti 10—12 Sími 3304. Símnefni: FISKIIVIJÖL. í Gólfteppi oy yólfdreylar FYRIRLIGGJANDI flJ.Bertelsen e Qj ’A. Hafnarstræti 11. Sími 3834 Morgunblaðið með morgunkaííinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.