Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 12
Veðurúfiif í dag: Þykknar upp með SA átt — sennil. stinningskaldi, slydda or&tmMafód 42. tbl. — Fimmtudagur 21. fcbrúar 1932 Hatmuii rithöfundar minnst. Sjá grein Kristmanns á bls. 6. T ogaraverkf aSS liklegt í gærkvöldi Sagii.EsÍEi(gear höfðn @kkl tekizfi á miðnætti SAMNINGAK höfðu ekki tckizt milíi deiluaðila í togara- deilunni á miðnætti s. 1. Átti þá að hef jast verkfall á megin- hluta togaraflotans, eða samtals 35 skipum. Sáttanefndin sat á fundi með deiluaðilum í Alþingishús- inu tii kl. að ganga sex í gærmorgun án árangurs. Kl. 4,30 í gærdag hófust svo fundir að nýju og stóðu þeir yfir síðast er blaðið liafði fregnir af nokkru eftir mfðnætti. Allt var þá enn í óvissu um, hvort samkomulag næðist. Töldu deilu- aðiijar ekki rétt að gefa neinar upplýsingar um, hvernig horfur væru á að samkomulag tækist þá um nóttina. ENGINN TOGARI STÖÐVAST FYRSTU DAGANA Enda þótt verkfall hafi verið boðað frá miðnætti s. 1. mun það ekki verða raunverulegt allra næstu daga. Flestir tog- aranna eru nýfarnir á veiðar, margir á ísfiskveiðar en nokkrir veiða í salt. í gær lögðu nokkur skip héðan úr Reykjavík úr höfn. CSóðar horlur lcddar í saltSisksölumáluihuxia BLAÐIÐ ÁTTI í gær tal við Sölusamband ísl. fiskframleiðenda urrj horfur í saltfisksölumálunum. — Eru þær taldar góðar og líkur benda til að hærra verð muni fást fyrir þessa árs framleiðslu ea fyrra árs. I Miklir vatnðvextir urSu í KJósiiíni ^JALA TIL ÍTALÍU SÍF vinnur stöðugt að söln saltfisksins og hefur íyrifl skömmu tekizt að selja fyrsta skipsfarminn af þessa árs fram-i leiðslu suður til Ítalíu. Verðurj fiskurinn sendur þangað í marz- mánuði næstkomandi. Einnig hefur SÍF selt nokkuð af saltfiski bæði til Bandaríkj- Hefur VALDASTAÖIR í Kjós, 20. febr. — í gær urðu hér í Laxárdaln- um meiri vatnavextir en orð.ð hafa um margra ára skeið. — anna og til Danmerkur. Vegna hlákunnar hljóp mikill þegar nokkuð af hinu selda fisk' vöxtur í Laxá og flæddi hún yfir magni verið sent þangað, en ann Beyinn af Túnis, Sidi el Amin. Bæjarráð minnhi bæjarsfjómarforsefa í UPPHAFI fundar bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn minntist borgarstjóri Guðmund- ar Ásbjörnssonar bæjarstjórnar- forseta og bæjarráðsmanns. — Risu fundarmenn úr sætum til minningar um hann. Borgarstjóri skýrði síða'n bæj- arráði frá þeim samúðarkveðj- um er honum hefðu borizt vegna andláts forseta bæjarstjórnar, en ífkeyti hafa komið frá borgar- stjórnum Kaupmannahafnar og Helsingfors, frá aðalræðismanni íslands í Helsingfors, svo og frá sendiherra Frakklands hér. Aðaliundur Fósi- bræðrafélags Frí- kirkjusainaðarins AÐALFUNDUR Fóstbræðrafél. Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík var haldinn mánudaginn 18. þ. m. í stjórn voru kosnir: Kjartan Ólafsson, fonnaður, Óskar Erlends son, varaformaður, Jón Hafliða- son, ritari, Þórður Jónsson, gjald- geri, Stefán Thorarensen, fjár- niálaritari. — Varast.jórnendur: Njáll Þórarinsson og Gunnlaugur Báif arson. 1 félaginu ríkir mikill samhug- ur og áhugi um allt, sem miðar til heilla fóðu félagslífi. Eru mikil verkefni að vinna fyrir þetta félag innan Fríkirkjusafnaðarins, sem það er ákveðið í að leysa hvert af öðru í framtíðinni, með heill og hag safnaðar og kirkju fyrir aug- um. Mikil valnsfióð í Eyjaiirði AKUREYRI, 20. febr. — Mikil hlýindi hafa verið hér í Eyja- firði í nokkra daga og hefir hlaupið mikill vöxtur í árnar hér um slóðir. Á þriðjudaginn var Akureyrar pollur morandi af framburði Eyjafjarðarár og flæddi áin yfir bakka sína á láglendinu í Eyja- fjarðardalnum, svo sem fjörður væri á að líta. Hörgá óx einnig mikið og flæddi hún yfir bakka sína neðar lega. Einnig hljóp mikill vöxtur í Svarfaðardalsá svo áin ruddi sig og hlóð upp íshröngli og rofn- aði símsambandið hjá bænum Bakka á línunni sem liggur frá Akureyri um Heljardalsheiði til Skagafjarðar. Ekki var vitað í gær um hve mikla bilun væri að ræða þarna, en aðstaða erfið til viðgerða, því Svarfaðardalsá flæðir langt yfir bakka sína. I dag hefir veðurátt breytzt og kólnað með norðanátt. — H. Vald. Bæjarsijóritin minnisl Guðmundar i r Asbjömssonar í dag í DAG klukkan 5 verður hald- inn fundur í bæjarstjórn Reykja- víkur. Þar verður aðeins eitt mál á dagskrá. —- Hallgrímur Bene- diktsson, er verið hefur fyrri varaforseti bæjarstjórnar, minn- ist Guðmundar Ásbjörnssonar, forseta bæjarstjórnar. Skrifstofu borgarstjóra 'til- kynnti þetta í gær og gat þess, að gert væri ráð fyrir því, að aukafundur verði haldinn í bæj arstjórninni, þegar upp úr næstu helgi. Á þeim fundi verða tekin til afgreiðslu almenn mál er fyrir bæjarstjórn liggja. að á förum. EFTIRSPURN ER GÓÐ Eftirspurn eftir íslenzkum salt- fiski hefur' verið góð, að því er SÍF tjáði blaðinu. Verðið er nú bakka sína, og eins varð af mikið vatnsflóð er snjóinn tók upp. Var Laxárdalur allur undir vatni í gær. — Skemdir hafa orðið nokkrar á veginum, bæði norð- an Laxár og eins við Bugðubrú. Vegna vatnavaxtanna fór engin hærra á saltfisknum en það var mjólkurbíll úr Kjósinni í gær. á sama tíma í fyrra. — Standa Mikill vöxtur hljóp og í Bugðu vonir til þess að hærra verð og varð jakaburður mikill. Brotn fáist fyrir fiskinn á þessu ári en, Flóðin sjatna mikið í BLAÐINU í gær var skýrt frá flóðum vegna hláku, bæði vestur á Barðaströnd og eins í Þykkva- bænum. — f gær höfðu flóð þessi sjattnað mjög, enda var snjókoma og kaldara veður um land allt í gær. Skemmdir á vegum hér í nær- sveitum Reykjavíkur hafa ekki orðið teijandi af voldum vatna- vaxtanna og var unnið að lagfær ingum þeirra í gær. Vegurinn á Miðnesheiði skemmdist á kafla og einnig urðu lítilsháttar skemmd á vegaspottanum niður í Þorlákshöfn. riæil við að ryðja Heflisheiðna í FYRRAKVÖLD voru snjóýtur Vegagerðar ríkisins konTnar á vellina fyrir neðan Kolviðarhól, á leið sinni austur yfir Hellis- heiði. — Þá tók að snjóa af suð- vestri. Var þá ákveðið að ryðja ekki veginn a. m. k. í bili. í gær- kvöldi var óráðið hvenær verk- inu verði haldið áfram. Mjólkur- og vöruflutningar fara fram um Krýsuvíkurveg. Hann er sæmilegur yfirferðar fyr ir stóra bíla, en mun ófær vera minni bílum. Sama og ekkert innanlandsflug síðan á föstudag SEGJA MÁ að allt innanlands- flug hafi legið niðri frá því á föstudaginn var. — Þá lokaðist Reykjavíkurflugvöllur vegna þoku, en flugvél frá Flugfélagi Islands, er kom frá Akureyri, lennti þá á Keflavíkurflugvelli. — Þar var hún veðurteppt vegna þokusúldar fram á mánudag, en þá var henni flogið hingað til Reykjavíkur. Þann dag mun’ þó ekkert hafa verið flogið út á land, og síðan hefur aldrei verið flugveður til innanlandsflugs. Reyna Argeniínu- menn afóm- sprengjur! SANTIAGO 20. febr. — Blað eitt í Argentínu flytur þær fréttir að flugvél ein er var á sveimi í grend við argentinsku landamær- in hafi kastað út tveim sprengj- um sem mjög líktust atomsprengj um. Varpar blaðið fram þeirri spurningu hvort Argentínumenn séu farnir að gera tilraunir með atomsprengjur. NTB—Reuter. Gullfaxi tefsf vegna veðurs GULLFAXI, sem héðan fór á þriðjudaginn áleiðis til Prestvík- ur og Kaupmannahafnar, komst ekki á áfangastað vegna veðurs í Höfn þá um daginn. Varð Gull- faxi að bíða veðurs í Prestvík til kl. 2.30 í gær að hann flaug til Hafnar. Var ráðgert að flugvélin færi þaðan í dag kl. 7.30 árdegis, ef veður leyfir og ætti Gullfaxi því að koma hingað milli kl. 2 og 3 í dag. Sfjórn Málarasveína- féfagsins endurkosin AÐALFUNDUR Málarasveinafé- lags Reykjavíkur var haldinn sunnudaginn 17. þ.m. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin en hana skipa eftirtaldir menn Kristján Guðlaugsson, for maður, Haukur Sigurjónsson, varaformaður, Grímur Guð- mundsson gjaldkeri, Jens Jóns- son ritari, Hjálmar Jónsson að- stoðarritari. aði við það einn símastaur og er því símasambandslaust í sunnanverða Kjósina. Býiið Káranes var allt umflot- ið í vatnavöxtum og sumarbú- staður Eggerts Kristjánssonar. — í dag hefur flóðið rénað mikið, en Laxá er þó ekki enn kominn í sinn venjulega farveg. á síðastl. ári. Vorleysingar en síð- an brasi á stórhríð SIGLUFIRÐI 20. febr.: — Hér hefur verið óhemju hláka undan farna þrjá daga, Hefur snjó tekið svo upp, að líkast er sem verið hafi vorleysingar. — í dag brá til stórhríðar af norðri með stormi, en úti fyrir er stórsjór og því nokkurt brim hér inni. — Hér er Hvassafell og ætlaði það til Hofsóss. En vegna veðurs úti fyrir hefur skipstjórinn frestað brottför skipsins. Götur hér í bænum voru orðn- ar allgreiðfærar er hríðin brást á, en hætt er við að fljótlega verði ófært aftur. •— Guðjón. Akureyrarmeisfarar í bridge AKUREYRI, 20. febr. — Keppni j unni við óaldarseggina sem vaða Aðalfundur Verziun- armannafélags Akureyrar I AKUREYRI, 20. febr. — VerzD unarmannafélagið hér hélt aða!- fund sinn 14. febr. s. 1. Á fund- inum urðu allfjörugar umræðuc; um verzlunar- og skattamál. Stjórn félagsins skipa nú! Tómas Björnsson, Valgarður Stefánsson, Jón E. Sigurðsson, Páll Sigurgeirsson og Gunnar H. Kristjánsson. — H. Vald. Templer selfur i í embætfi MALAYA 20. febr. — Templer hershöfðingi var formlega settur í embætti landstjóra á Malakka- skaga í dag, en hann sór embætt iseið sinn fyrir um það bil tveim vikum. Við hátiðahöidin í dag lýstl hann því yfir að hann teldi fyrstu skyldu sina að vinna að góðri sambúð íbúa á Malakkaskaga og Englands. Hét hann því jafnframt að láta einskis ófreistað í barátt- meistaraflokki bridgefélagsins er nú lokið. Úrslit urðu þau, að Akureyrarmeistarar í sveita- keppni varð sveit Þórðar Björns- sonar, en hana skipa nú auk hans: Alfreð Pálsson, Axel Jó- hannsson, Jónas Hallgrímsson og Þórir Elfisson. Þeir hlutu 4 vinn- inga af 5 mögulegum. — Sveit Halldórs Helgasonar hlaut 3 %, sveit Agnars Jörgenssonar og Karls Friðrikssonar 3, sveit Frið- riks Hjaltalíns 1 Vz og sveit Hin- riks Hinrikssonar fékk engan vinning. Keppt var um Morgunblaðs- skjöidinn, sem gefinn var fyrir nokkrum árum. H. Vald. Iðnráð Akranesx AÐALFUNDUR Iðnráðs Akra- ness var haldinn 29. jan. síðastlið inn. Formaður fráfarandi stjórnar, Daníel Vigfússon, flutti skýrslu yfir störf Iðnráðs á síðastliðnu kjörtímabili. — Skýrslan bar það með sér að mörg voru þau mál, sem um hafði verið fjallað. Framkvæmdastjórn hins ný- kjörna Iðnráðs skipa nú þessir menn: Daníel Vigfússon, húsa- smíðam., formaður, Halldór Þor- steinsson, vélvirkjam. og Geir- laugur Árnason* rakaram. uppi á Malakkaskaga. ■— Reuter—NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.