Morgunblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. marz 1952 MORGUTSBLÁÐIÐ 9 ) Elías Þ®rsfeinsson frkv,sfj. É Keflavík sexfugur í dag ELIAS ÞORSTEINSSON fram- kvœmdastjóri er 60 ára í dag, fæddur á Eyrarbakka 1. marz 1892. Sonur merkis- og ágætis- hjónanna Þorsteins sál. Þorsteins- sonar síðar kaupmanns í Kefia- vík og Margrétar Jónsdóttur, sem enn er á lífi. Þau hjón voru bæði Skaftfellingar, traust og sterkættuð. Elías fluttist til Keflavíkur með foreldrum sínum árið 1903 og hefur átt hér heima síðan. •— Snemma hneigðist hugur hans til starfa og sjálfsbjargar og hefur það æ mótað allt hans viðhorf til viðfangsefnanna. Starfs- og at- hafnaþráin hefur verið hans að- aleinkenni alla æfi. í æsku og á uppvaxtarárum hans hér í Kefla- vík voru svipmót staðarins að miklu mótuð á einn veg. Hafin yfir allt og alla var hin gamla Duus-verzlun, þar sem faðir hans starfaði þá sem bókhaldari. Þar mun hann hafa starfað nokkuð, sem títt var um flesta unga og gamla Keflvíkinga í þá daga. — Flestir lutu þeirri handleiðslu meðan hennar naut, hvort sem féll betur eða ver. Elias hóf ungur verzlunarrekst- ur hér á árunum 1913—1914 með æskuvini. sínum Ólafi Bjarnasyni. Þótti í mikið ráðizt, að lítt reynd- ir ungir menn leyfðu sér að leggja til samkeþpni við það vald, sem fyrir var. Skaphöfn hans lýsti sér þá strax. Trúin á lífið og eigin mátt. Verzlun þessa starfræktu þeir félagar saman til ársins 1916, að faðir Elíasar gerð- ist meðeigandi þeirra. Sú verzl- un starfar enn, þó með nafn- breytingu. Verzlunarstörf í þeim skilningi, sem hér getur urðu þó ekki til lengdar aðalstörf hans. Hvarf hann brátt frá þeim, sem virkur þátttakandi. Sneri hann sér þá að útgerð. Bæði sem sjómaður og útgerðar- maður á opnum bátum í félagi við góðvini sína. Síðar sem með- eigandi í vélbátaútgerð, sem þá færðist í aukana hér. Við útgerð fékkst Elías um ára- tugi. Reyndist hann þar traustur, áræðinn og framsýnn. Sérhlífni er honum ekki að skapi og reri hann oft erfiðan á fjáröflunar- miðin, meðan félagar hans háðu fangbrögð við Ægi og aflann. Studdi þar hver annan, svo sem vera þarf um félaga. Þá, eins og nú, lá fé ekki laust og þurfti oft á að knýja áður en allar gáttir stæðu opnar. Minnist ég þess að á árunum 1928—1929 hófust nokkrir útgerðarmenn (að mest- um hluta Elías og sameignar- menn hans) handa um byggingu bryggju og aðgerðarhúsa á Vatns- nesi. Fjár varð vant til að ljúka verkinu og það hvergi fáanlegt. Brá Elías sér þá til Noregs og út- vegaði fé það, sem á vantaði til að fullgera verkið á tilteknum tíma. Um langt árabil rak hann hér fiskverkun í stórum stíl. Þurfti til þess góð hús og mikla reiti, því þá var fiskur að jafn- aði ekki húsþurrkaður, eins og nú er tíðast. Á árunum eftir 1930 réðist hann í að kaupa hér Fiskimjöls- verksmiðju, sem hann starfrækti um árabil. Varð að því fyllri nýting fiskbeinanna, sem um þær mundir voru oft flutt óunnin úr landi. Fiskframleiðsla okkar var á þessum árum mjög einhæf í landi. Söltun eina verkunarað- ferðin. Þegar nýjungar um fryst- ingu fisks fara að berast okkur Varð Elías, sem ávallt er móttæki legur fyrir nýjungar í sjávarút- vegsmálum, hrifinn af þessum verkunaraðferðum og beindi sinni rólegu gerhygli að þessum málum. Sannfærðist hann brátt um gildi þeirra fyrir íslenzkt at- vinnulíf. Hófst hann handa um undirbúning að stofnun hrað- frystihúss. Voru leiðir hugsaðar, en úr framkvæmdum varð ekki að sinni. Árið 1937 hefur hanh byggingu hraðfrystihúss hér í Keflavík og er það fyrsta hrað- frystihúsið á Suðurnesjum, sem eingöngu er hugsað og starfrækt með því markmiði að vinna og nýta fisk og fiskafurðir fyrir er- lenda markaði. Þegar litið er til frumherja þessara mála hérlend- is, gleymist oft að gera sér grein fyrir hvers virði frystihúsin hafa verið og eru til eflingar íslenzku atvinnulífi og einnig að þar er fiskinum breytt úr verðmæti í stórum aukið verðmæti til auk- innar gjaldeyrisöflunar fyrir þjóð^heildina. Elías var með þeim fyrstu hér, sem eygja, að vanhugsað er að eftiriáta erlendum veiðiskipum mestan hluta verðmestu^skteg- undanna við strendur landsins. Með dugnaði sínum og seiglu ifullyrði ég, að hann beint og ó- jbeint hefur verið og er einn af ötulustu og þekkingarbeztu mönn um þeirra, er um frystingu og út- flutning fisks fjalla. Þunga- miðja alls frá hans hendi er vöruvöndun og að mæta sann- gjörnum kröfum neytenda og kauþenda á þann veg, að allir megi vel við una. Þegar frystihúsum fjölgaði varð Elíasi ljós þörf þess að þau stæðu saman í hagsmunabaráttu sinni og um leið að þau sam- einuðust sern bezt um fiamie'ðsiu góðrar vöru. Vöruvöhdu.a var og er framtíðarskilyrði til viðhalds og eflingar fenginna, markaða og til öflunar nýrra. V*árð hann því einn af hvatamönnum stofnunar Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. í stjórn hennar frá upp- hafi. og stjórnarformaður lengst af. í því starfi má segja, að frá upphafi hafi mest mætt á hon- um, og hann verið sá öldubrjót- ur, sem margri háreistri óidunni mætti. Síðari árin hefur hann nær eingöngu helgað störf sín þessum samtökum. Með hliðsjón af heill, vexti og framþróun frystihúsmálanna fyr- ir þau sjálf, land oj þjóð er því vel farið, gn ef sjalfselska min, sem þessar línur rita kæmist að, kysi ég heldur að hann gæti helg- að tíma sinn meira eigin rekstri, í daglegu starfi, en nú er unnt. Ekki svo að skilja *að áhrifa hans gæti þar ekki, en þó á annan hátt en vera myndi, ef hans óvenju næma innsýni í framkvæmd hlut anna gætti þar að staðaldri. En einmitt hér kem ég að stærstu kostum Elísar sem manns og þjóðféiagsborgara, það er hversu fús hann er að helga starfskrafta sína þeim málum, sem hann tel- ur sjávarútveginum og afkomf almennings til heilla. Fyllri nýt- ing þess sem aflað er og í land er flutt hefur verið og er áhuga- mál, sem stuðlar að bættri af- komu. Auk þeirra starfa, sem hér hef- ur lauslega verið stiklað á, hefur Elías starfað í ótöiulegum nefnd- um. Allt frá hreppsnefnd til yfir- gripsmikilla samninganefnda. — Meðstjórnandi er hann í fjöl- mörgum fyrirtækjum og hollráð- ur og hjálpsamur meðbræðrum sínum, sem til hans leita til fjár eða fyrirgreiðslu. Hversdagsmaður utan starfa er Framh. á bls. 12. fiimnai’ Bfamason, Hvannsyrf: TÍMINN“ OG STAÐREYNDIRNAR ÉG RITAÐI greinarkorn í Mbl. nýlega um sveitaáróður Tímans og benti á nökkur mál, sem Sjálf stæðisflokkurinn hefði haft for- 5'stu um eða unnið verulega að. Tímalesendum sveitanna mun vafalaust þykja slíkar upplýsing ar undarlegar og stinga mjög í stúf við hinn taumlausa áróður blaðsins um vonzku Sjálfstæðis- manna í garð landbúnaðarins. Tíminn vissi heldur ekki, hvern- ig skyldi taka á svona misþyrm- þyrmingu á málflutningi hans, en greip það „úrræði“ að kalla þessar fátæklegu upplýsingar um staðreyndir „sagnritun“. Má það vel svo heita, og uni ég því ágætlega. . • Tíminn hrakti ekkert orS úr grein minni, en reyndi aðeins að gera mál mitt tortryggilegt með ómerkilegum útúrsnúningum, einskonar sjónhverfingum í ,,Truxa“-stíl, enda var það blað, auk leiðarans, að mestu helgað trúðleikum. Hrifning Tímans af Trúxa og trúðleikum er annars mjög skiljanlég, því að Tima- menn eru mestu pólitísku trúðar, sem enn hafa þekkst á landi hér. Helzt kvartar Tíminn undan bví, að ég skuli sæk.ia upplýsing- ar mínar of langt aftur í tímann, en þó eru elztu staðreýndirnar aðeins sóttar aftur til 1923. begar beir sátu við að semja jarðræktar lögin Valtýr Stefánsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður bún- aðarmálastjóri. Mér fannst ekki sérstök ástæða tjl að geta þess, að upphafsmaður jarðræktarlaganna í Alþingi var Sjálfstæðismaður- inn Eiríkur Einarsson frá Hæli, sem flutti og fékk samþykkta ári áður þi.ngsályktun um.að láta semja allsherjarlöggjöf um jarð- rækt og aðrar framkvæmdir j sveitum og um styrk hins opin- bera til þeirra. Það er hins vegar mesti mis- skilningur hjá Tímanum, að ég eða aðrir Sjálfstæðismenn, vilji eða hafi nokkra löngun til að gera lítið úr verkum Jónasar lónssonar eða Tryggva Þórhalls- 'onar fyrir landbúnaðinn og þró- un hans á s.l. þremur áratugum. Þessir menn og ýmsir fleiri Fram sóknarmenn hafa gert nafn sitt ódauðlegt í búnaðarsögu landsins með gó|ri og giftudrjúgri bar- áttu. En hér skilur verulega um mál- flutning Mbl. og Timans, því að Mbl. getur metið og viðurkennt j góð verk andstæðinga sinna og hvorki vill né þarf að hrósa for-1 ystumönnum sínum á kostnað Framsóknarmanna eða annara' andstæðinga, en Tíminn hins veg ar getur sjaldnast getið góðra verka sinna liðsmanna öðru visi en niðra á einhvern hátt um ieið ándstæðingi sinum, og þá helzt einhverjum Sjálfstæðismanni. Þessari staðhæfingu minni þarf raunar ekki að nefna neitt dæmi til sönnunar, því að lesendur Tímans hafa þau vikulega fyrir augum sínum, — þejr, sem sjcn hafa sjái. Fyrir yngri menn sveit- anna skal ég þó nefna hér eitt dæmi, sem mér er sérstaklega minnisstætt. Veturinn 1944 ritaði ég grein í blaðið Bóndann um gagnsemi þess, þegar þingmenn sveitanna gætu sameipast utan við flokks- mörkin og borið þurftarmál land búnaðarins fram til sigurs fölskva laust og án allrar undirhvggju. Af gefnu tilefni nefndi ég nöfn eftirtalinna manna í þessu sam- bandi: Pétur Ottesen og Jörund í Skálholti, Ingólf á Hellu og séra Sveinbjörn Högnason. Tíminn tók þessari saklausu grein með mestu vonzku og sagði það hin verstu öfugmæli að telja störf Péturs lík störfum Jörundar og hitt væri mannskemmandi fyr ir klerkinn á Breiðabólsstað að vera nefndur i sömu setningu og Ingólfur á Hellu og hafa ekki einu sinni greinarmerki á milli. í sömu viku var ég staddur með Eysteini Jónssyni á fundi í Hvera gerði, mætti ég á þeím fundi Framsóknarmanna fyrir Jónas Jónsson, þáverandi formann flokksins. Réðst Eysteinn harka- lega að mér fyrir þessa grein og útgáfu Bóndans, og taldi hann flokknum mikla hættu stafa af því, ef farið væri að viðurkenna störf andstæðinganna og telja þau svipuð að gagnsemi og til- gangi og flokksmannanna. Þa sannfærðist ég um, að höfuð- paurinn sjálfur, Eysteinn Jóns- son, mundi hafa skrifað hina sið- gæðisfátæku grein, sem áður er nefnd. Þarna er starfsaðferðum Tím- ans og pólitísku siðgæ Ji Fram- sóknarmanna bezt lýst. Sveitamenn munu einnig vafa- laust hafa veitt því athygli, að hvenær, sem einhver maður ut- an Framsóknar beitir sér fjTÍr einhverjum málefnum sveitanna, þá hefst hirm ósvífnasti áróðuf gegn þeim'manni í Tímanum, og því þjösnalegri eru skriffn, sem málefnin eru merkilegri. Hér get ég nefnt 2 fersk dæmi máli mínu til sönnunar. Pétur Ottésen hefur á s.l. ári skipulagt með miklum hyggindum og heilindum baráttu fyrir því, að hálfum mótvirðis- sjóði yrði varið til framkvæmda í sveitum landsins. Fyrir aðrar stéttir hlýtur þetta að verða v:S- kvæmt mál, og bað er hér bægt að fullyrðn, að þetta mál hefði aldrei fengið samþykki og getað gengið fram, nema af því, að frjálslyndur þjóðflokkur, sem engin stéít tortryggir, bar málið fram. Hefði Framsókn borið-mál- ið fram sem þröngsýnn stéttar- flokkur, þá má telja-fullvíst, að hinar stéttirnar hefðu algerlega mótmælt því qg stöðvað það vegna eðlilegrar torttyggni. En Tímánum og Framsóknarmöivn- um skal bent á, að hvorki Pétur eða aðrir Sjáifstæðismerrn studdu þetta mál vegna „bændavináttú eins og Tíminn skiluv og notar þetta orð. heldur vegna bjóðiegra sjónarmiða. Trú hins i.téttlausa þjóðflokks, Sjálfstæðisflokksins, á landbúnaðinum birtis'. gleggst í þessu mál. En laun Pétur.s Otfe Árni Eylands hefur með frum- kvæði sínu og trú á æsku sveit- anna og studdur af stjórn félags- ins Island—Noregur, en aðallega þó af Valtý Stefánssyni, beitt sér íyrir að kyrma hér og koma á starfsíþróttum, sem er einhver merkilegasta nýjung síðustu ára í sveitum nágrannalandanna. Tímanum fannst réttast a5 hundsa málið algerlega, þegar forvígismenn þessara mála £ Noregi heimsóttu landið á s.l. hausti. En það var of lítið að gert. _ Hér var sennilega mál, sena Árni Eylands gat vaxið af, og hann var ekki Framsóknarmaður. Tíminn brást ekki „siðgæði" sínu fremur en endranær. Nú.var haf- inn hinn dónalegasti áróðui gegn Árna úr mörgum áttum. Bændur skyldu halda, að hann væri til einskis nýtur eða fær. Það er nú aðeins svo, að bændurnir þekkja Árna, svo að Tímamenn munu fá litla uppskeru af þeim kornskurS armánuði rínum. Ég sé enga ástæðu til að svara þeim ummælum Tímans, sem har.n ýmist að gefnu tilefr.i eða tilefnislaust gefur mér. Harm tel- t ur mig ósannsöglan og Htinn karl í hvívetna. Má vera, að svo sé. Hitt er víst, að hann getur nvorki breytt innræti mínu né afskiptum af þeim málefnum, sem ég hef áhuga fyrir. Það mun því íara svo um hríð, að hvor hefur sitt álit á hinum. Næstu kvnslóðir | dæma réttasta dóminn urn mál- efnin og manngildið. G. Bj. slæpamaður NEW YORK — Rrannsóknarlög1- regla Bandaríkjanna handsamaði hinn 18. febr. s. I. einn umsvifa- mesta bankaræningja þar í landi. Hefur hans verið leitað um ára- bil. Glæpamaður þessi, sem hlotið hefur viðurnefnið „leikarinn", á .. _............... að baki sér skuggalegan feril sem sen hjá Timanum urðu rangfærsl F'msteinaþjófur, bankaræningi og ur um gang málsins og niðrandi SLr°bufangi. ummæli um hann. | Éyrst strauk hann úr Sing Sing- Árni G. Eylands hefur nú í 30 ffng^siv fyrir 20 árum og 1947 ár unnið sleitulaust að málefnum _ann,_ dulbúinn sem fanga- landbúnaðarins og helgað hon- iv.°™ul um alla sína starfskrafta, en hann Slnn,ð er, eþis og bændum öllum ei Ijóst, einhver mikilhæfasti starfsmað- ur landbúnaðarins á þsssu'tíma- bili. Árni var lengst af afskipta- laus um stjórnmál, mat fagmálin meira en pólitískt þref. Tíma- menn héldu þó um tíma, að ef til (valdur að 1,5 millj. dollara þjófn- úr öðru fangelsi. 1 fyrra var 'hann að afplána 30 ára íangelsisdóm fyrir rán. Lög- reglan hefur upplýst, að hann hafi verið einn af 10 glæpamonnum, sem mest hefur verið leitað í Bandaríkjunum á undanförnum; árum. „Leikarinn“ er. taiinn vera vill myndu þeir geta krækt í hann og fengið hann til að ná einhveriu kjördæini úr höndum Sjálfstæðis m.anna. Én þessi von þei^a brást. Með an vonin lifði var Árni góður oi; honum var t.reystandi til að vera jforstióri í SÍS, forstjóri fyrir jÁburðarverzluninni og Grænmet- isverzluninni, ráðunautur hjá Búnaðarfélaginu, ritstjóri Freys, og hann var góður ög gegn til að leysa af hendi margs konar ntörf fvrir landbúnaðinn. Hann vann öll þessi störf með mikilli prýði, og voru þó flest þeirra Vandasöm brautrjiðjendastörf, sem fáum einum var treystandi til að leysa af hendi. En hvað skcði? Vonin brást! Árni varð tortryggilegur. Valtýr Stefánsson og Pétur Magnússon höfðu trú á honum. Hann varð ekki eingöngu hættulegur, held- ur ónothæfur til allra starfa. Það var ákveðið að grafa hann lif- andi. Þetta .skeði' með svipuðum hætti og jafn skyndilega og þeg- ar „þiófur kemur úr heiðskír.u lofti". Fleiri dæmi á ég í handrað anum um pólitískt siðgæði Fram sóknar og raunverulega um- hyggju þeirra fyrir málefnunum sjálfum, en skal nú fara að stytta mál mitt að sinni. Aðeins lítil- ræði vil ég bæta við, sérstaklega til athugunar fyrir æsku sveit- anna. aði sem framinn var í Boston 1950. Sftuggalepr ferlll PARÍS — í tiiefni af hinum tíðu orðsendingum Rússa til ríkis- stjórna lýðræðisríkjanna, þar serrv þeir mótmæla hvers konar við- leitni til að koma á fót varnar- samtökum frjálsra þjóða gegu hugsanlegu ofbeldi og hamra á. því að Vesturveldin rjúfi gerða samninga með því, tekur franska blaðið Le Figaró til meðferðar feril Rússa í alþjóðamálum und- anfarna áratugi. Á árunum 1925 til 1941, segir blaðið, undirrituðu Rússar 15 vináttusamninga við önnur ríki, af þeim hafa þeir hundsað og~ rofið 11. Á árunum 1935 til 1950 gerðust Rússar aðilar að 18 varn- arbandalögum og hernaðarsam- tökum. Þeir hafa nú svikið 15 þeirra en hinum þrem var kúg- að upp á vesæl leppríki. Þessi fyrirlitning fyrir gerðum samningum hefur aldrei verið eins augijós og á árunum eftir heimsstyrjöldina síðustu, segir blaðið að lokum,______ Standa höllum fæti PARÍSARBORG. — Svo kann að fara, að Frakkar verði að hörfa úr norðurhluta Indó-Kína á ár- inu vegna sóknarþunga kommún- ista þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.