Morgunblaðið - 15.03.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1952, Blaðsíða 1
 16 síður 39. ái-gangur. 62. tbl. Laugardagur 15. marz 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsins. TTO MJOLKURVERÐ JÁ FLÓABÚiNU KR. 2,04 TIL BÆNDA lniivagin mjóSk fil búsins 15.4 milli. kor. á sl. ári AÐALFUNDUR Mjólkurbús Flóamanna var haldinn að Selfossi i gær. Hófst hann kl. 1 og stóð til kl. 8 e. h. Sátu hann um 500 manns af öllu félagssvæðinu, Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu. — Fundarstjórar voru Bjarni Bjarnason á Laugar vatni og Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu. — Egill Thor arensen framkvæmdastjóri las reikninga mjólkurbúsins og gerði grein fyrir rekstri þess á s.l. ári. INNVEGIN MJÓLK ?* 15,4 MILLJ. KG Innvegin mjólk til búsins á ár- inu nam 15,423,157 kg. Var það nokkru meira en árið 1950. Félagsmönnum voru samtals greiddar 25,3 millj. kr. fyrir þetta mjólkurmcgn. Raunverulegt verð til bænda reyndist kr. 2,04 fyrir líterinh. Hafa þá verið dregnir frá 25 aur- ar á líter vegna flutningskostn- aðar að búinu. f þessu sambandi má geta þess að raunverulegt mjólkurverð í Reykjavík er kr. 3,32 fyrir líter- inn af brúsamjólk, en kr. 3,47 fyrir flöskumjólk. En ríkissjóður greiðir hvern mjólkurlíter niður um 42 aura. Verður því útsölu- verð brúsamjólkur kr. 2,90 líter- inn og flöskumjólkur kr. 3,05 líterinn. 6- MILLJ. KR. REKSTRARAFGANGUR Niðurstöðutölur á rekstrar- reikningi búsins urðu rúmlega 38,6 millj. kr. Rekstrarafgangur varð tæplega 6,1 millj. kr. Má það heita sæmileg afkoma þegar tekið er tillit til hins mikla auka- kostnaðar, sem leiddi af snjóa- lögunum á s.l. vetri. Uppbót til bænda á mjólkur- verðið, sem greidd er út eftir árið, nemur 4,6 millj. kr. Sam- svárar það um 30 anra uppbét á Kvern líter mjólkur. Felst hún að sjálfsögðu i því verði, sem áður var getið. — Netto mjólkur- verð til bænda er þannig kr. 2,04 fyrir líterinn. NÝ ÚRRÆÐI VI» SNJÓMOKSTUR Nokkrar umræður urðu á fund- inum um ýms hagsmunamál fé- lagsmanna. Samþykkt var tillaga um að Mjólkurbú Flóamanna skuli styrkja tilraunabúið í Laugar- dælum með 50 þús. kr. framlagi. Ennfremur var samþykkt til- laga þar sem skorað var á sýslu- nefndir héraðanna á félagssvæð- inu að beita sér fyrir nýjum úr- ræðum við snjómokstur. Fundurinn fór í öllu hið bezta ,fra,m. JarMjáiffi í Kanada VIKTOFJA, 14. .marz — Snarp ur jarðskjálftakippur gekk í dag yfir suðurhluta Vancouvereyjar síðari hluta dags í dag. Engar fregnir hafa borizt um tjón af völdum jarðskjálftans. arca inn- LUNDUNUM, 14. marz — Þrjár nýlendur Breta í Afríku hafa til- kynnt að mjög verði takmarkað- ur innflutningur til landanna, frá þeim ríkjum sem ekki eru á sterlingssvæðinu. Jafnframt var látið fylgja að þessar innflutn ingstakmarkanir kynnu enn að verða hertar. —Reuter-NTB. Vérzlun milli Austur- o| Veslur-Evrápu GENF, 14. marz — Efnahags- samvinnunefnd S. Þ. fyrir Evrópu ekipaði í dag nefnd til að rann- saka hvað nefndin geti gert til þess að auka verzlunina milli Austur- og Vestur-Evrópu. Nefnd in .á að skila áliti á laugardag eða mánudag. —Reuter-NTB. Samúðarósksr !ii Brefa TÓKÍÓ, 14. marz — Japanskeis- ari veitti aðalritstjóra Reuters- fréttastofunnar viðtal í dag. -— Ræddust þeir við í rúman hálf- tíma. Keisarinn bað ritstjórann að flytja brezku þjóðinni samúðar- kveðjur sínar vegna fráfalls Georgs VI, konungs. Þetta er í 8. sinn frá sfríðslok- um sem Japanskeisari veitir brezkum þegn viðtal. —Reuter. HfvopnunornefEd Sameiniiðii óðanna er fekia til starfa 2 miiljónir manna fallnar WASHINGTON, 14. marz — Herstjórn Bandaríkjanna birti í dag tölur um mann- tjón herja kommúnista í Kóreu. Er mannfall komm- únista þar talið nema 1.614,- 710. Síðustu tölur voru birt- ar 19. febrúar. Var þá mann- fall þeirra 16.869 minna en nú. Frá byrjun stríðsins til 31. des. s. 1. var mannfall herja S. Þ. hins vegar 306.- 072 menn. —Reuter. áukavinna á laugarcSögum LUNDÚNUM, 14. marz — Full- trúar allra námuverkamanna í Englandi samþykktu í dag að enn skyldi gilda samþykkt sú sem námumenn gerðu fyrir ári um aukavinnu á laugardögum til aukningar framleiðslunni. Verða nú öll félög námumanna að greiða atkvæði um samþykktina. Jafnframt lýstu námumenn yf- ir að þeir myndu krefjast launa- hækkunar vegna kjararýrnunar af völdum hækkaðs vöruverðs. —Reuter-NTB. Braufryðjandi MADRID, 14. marz — 1 apríl- mánuði leggur utanríkisráðherra Spánar upp í opinbera heimsókn til Arabalandanna í Afríku. Verð- ur hann fyrsti utanríkisráðherra Spánar, síðan Frankó tóic við vold- um, sem lieimsækir þessi lónd. —Reuter-NTB. BELGRAD — Vegna óvenju harðs vetrar hafa úifar sótt til margra júgóslafneskra þorpa. Ríkið greiðir um 500 króna verð- laun fyrir hvern úlf sem lagður er af velli. vrópurfki Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter. WASHINGTON 14. marz. — í dag lauk tveggja daga umræðu á Bandaríkjáþingi um 7.9 milljarda dala fjárveitingu til gagnkvæmu oryggisáætlunarinnar. Við umræður í dag kom fram gagnrýni af hálfu démokrata gegn áframhaldi þessarar aðstoðar við Evrópu- þjóðir jafnframt því að bent var á að óánægja ríkti meðal Evrópu- þjóða úm skiptingu aðstoðar á vegum Marshalláætlunarinnar. GAGNRYNDI AÐSTOÐ VID BRETA Tom Conally öldungardeildar- þingmaður kvað Bandaríkin ekki' geta varið stórum fjárupphæð- um til aðstoðar við Evrópuþjóðir, sem ekki vildu verja sig sjálfar. — Hann gagnrýndi 300 milljóna dollara aðstoð við Breta, sem hann sagði að aldrei hefði átt að veita. OG VARIÐ TIL VELA- HRÁEFNAKAUPA Averill Harriman varð fyrir svörum og benti á að af hinni fyrirhuguðu fjárveitingu ætti að verja 2.5 milljördum til hráefna- kaupa og vélakaupa í þágu land- varna og sagði að Bretland og Frakkland fengju bróðurhlutann af þeirri upphæð. — Hann sagði að hið mikla framlag Breta hefði mjög rýrt efnahag þjóðarinnar, en brezka stjórnin ynni nú að því með kraftmiklum ráðum að leysa þá erfiðleika. — Jafnframt kvað Harriman að á Atlantshafs- ráðstefnunni hefði náðst sam- komulag um skiptingu aðstoðar- innar í aðalatriðum. ____ ____ - I V>—~ '-¦¦ ' r ""¦•¦¦ Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. KEW YORK, 14. marz. — Afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna kom saman til fyrsta fundar síns i New TTork í dag. Nefnd þessa skipa þeir er sæti eiga í Öryggisráði S.Þ. auk fulltrúa Kanada. Nýjar tillögur frá Bandaríkja- mönnum iiggja fyrir nefndinni Forseti nefndarinnar er fulltrúi Bandaríkjamanna, Benjamin Cohen og á þessum fyrsta fundi lagði hann fram nýjar áætlani? um afvopnun. , —fTILLOGURNAR ' í hinum nýju tillögum er svo mælt fyrir að fyrsta skilyrði af- vopnunar sé að rétt sé gefið upp um herstyrk hvers ríkis. Er mælt fyrir um að stofnað skuli til ör- uggs eftirlits með réttmæti slíkra upplýsinga. Tillögurnar eru í 5 liðum: 1) Að afvopnunarnefndin ræði um skyldur allra þjóðas er her hafa til að gefa upp hve stór herinn er og öll helztu vopn herjanna. Nefnd- in komi einnig á öryggiseftir- liti með að rétt sé gefið upp. 2) Nefndin ræði leiðir til aö ákveða hvað hverri þjóð er heimilt að hafa stóran her og: hve mikið af vopnum. — Hér undir heyra alls kyns atom- vopn. 3) Öll ríki skuli samnings- bundin við afvopnunarnefnd- ina um stærð hers síns ogj vopnabirgðir. 4) Alþjóðlegt öryggisráS verði stofnað, sem tryggi frani tíðaröryggi afvopnunar. I 5) Afvopnunarnefndin sam- þykki ákveðna tímaáætlun um framkvæmd afvopnunar- innar. • STÓRORÐUR AÐ VENJU / Margir fulltrúanna í afvopnurl' arnefndinni tóku til máls á þess- um fyrsta fundi nefndarinnar. — Malik var að verrju stórorður mjög bg talaði lengi um árásir Bandaríkjamanna á Rússland og kvað Rússa vilja á allan hátt forðast vopnaerjur við Banda-: ríkin eða aðrar þjóðir. VONLAUST VERK ÁN TRAUSTS Sir Gladwyn Jebb, fulltrúi' Breta, kvað nauðsynlegt að á ráð stefnu sem þessari ríkti eitthvert lágmark trausts milli þjóðanna. Án þess, sagði Jebb, er starf okk- arvoniaust frá byrjun. í ræðu sinni sagði Cohen að allar þjóðir mændu vonaraugum til þessarar ráðstefnu. og nefndar mennirnir mættu ekki bregðast vonum milijónanna. Ráðstefnan heldur áfram 19. marz. J Benjamin Cohen, Warren Austin. eftirmaður Gladwyn Jebb: nauðsynlegt". traust er naarnir ei Vilja fakmarka TILLOGUR vesturveldanna þriggja um friðarsamninga við Austurríki voru birtir í Lundún- um í dag. Er hér um að ræða styttingu á fyrra uppkasti. Hinar nýju tillögur eru í 8 liðum. Hafa Rússar þegar sam þykkt 7 liði þeirra, en sá átt- undi kveður á um að allar i T,........ skuldakröfur hernámsliðisins'^J5*AB0RG' "¦ marz - Bla« á hendur Austurríkismönnum' V^,kf"sl,ns ^ytor i dag þa fregn vegna hernámsins skuli falla1 að kaÞ°lskir hafi sett a laggirnar njgur I leiðbeininganefnd um siðferði Rússar' hafa nú um margra ára! einstaklinga og fjölskyldna. Höf- skeið tafið friðarsamninga við uðmarkmið nefndarinnar er að Austurríki. Hefur það mjög orð- | koma á takmörkunum á barneign- iðtil að skapa uggvænlegar horf, um- skiPa nefnd þessa prófessor- ur í heimsmálunum. ar í siðfræðum kvæntir karlmenu. — Reuter-NTB. ' og giftar konur, —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.