Morgunblaðið - 15.03.1952, Side 11

Morgunblaðið - 15.03.1952, Side 11
JUuiSaráASur 15. mai-z. 1952 MORGIIJSBLAÐIÐ •11 WMHMHHMÍSM; THIT' 'líirtflr'"/') I^WHIWHiWilH I)||' I 1 11 iw fi ( ” Nokkrar íeslréffinier í NÝÚTKÓMINNI tok, ér nofn-' sst „Sjö dauðasyndir“, eftir pró- fessor Guðbrand Jónsson, eru nokkrar, aðallega ættfræðilegar misritanir, sem ekki er rétt að óleiðréttar séu, í frásögn af Sjö- undármorðunum. 1. Bls. 113. Foreldrar Bjarna (Saka-Bjarna), sem f. var 11. jan. 1761 í Saurbæjarsóbn, voru Bjarni Bjarnason og Sólveig Loftsdóttir, en ekki Bjarni Er- lingsson og Guðrún Bjarnadótt- ir, sem áttu heima í Kvígindis- dal, eins og greinarhöf. segir, en sá bær er í Sauðlauksdalssókn. Þessi síðarnefndu hjón áttu raun ar einnig son, er Bjarni hét, fæddur 5. júní 1761, en hann mun hafa dáið aðeins tveggja ára, svo að ekki verður hægt að eigna honum verk nafna síns, Saka- Bjarna Bjarnasonar. En það sem algerlega sker úr um foreldra Saka-Bjarna, er sú staðreynd, að órið 1801 er Sólveig Loftsdóttir ó Sjöundá hjá Bjarna og skil- merkilega sögð „móðir hús- bónda“. Það mun rétt, að óvíst sé hvar foreldrar Guðrúnar konu Saka- Bjarna, Egill Sigurðsson og Kristín Guðmundsdóttir, hafa Verið í Saurbæjarsókn árið 1765, er Guðrún fæddist, en hins vegar er víst, að þau bjuggu á Nausta-Brekku, sem er yzti bær á Rauðasandi, árið 1780, og eiga þá 4 börn 8—-16 ára. Egill hefir bvo á næstu árum flutt að Rakna dal, því að þar er hann bóndi, er hann deyr 1785, og er Kristín kona hans þá lifandi. Kemur þetta vel heim við það, sem höf. segir, að Bjarni hafi verið í Raknadal, þegar hann kvæntist <1789). Þess má geta, að Sólveig móðir Bjarna er húskona í Skápadal 1780, en ekki er Bjarni maður hennar þá í Rauðasandshreppi. En 1801 er þess getið, að hún hafi verið „dæmd frá manni sín- ium“. 2. BIs. 114. Höfundur nefnir 3 börn Bjarna og Guðrúnar: a) Guðrúnu fædda 1791, b) Gísla fæddan 1793 og c) þriðja barn, er verið hafi 8 ára 1802. Við manntal 1801 eru 3 börn á Sjö- undá hjá foreldrum sínum: a) tSigríður 12 ára, b) Gísli 6 ára og e) Bjarni 1 árs. Sigríður er þá 4■ barn þeirra Bjarna og Guð- rúnar, auðsjáanlega það fyrsta og fædd í Raknadal. Barn það, isem höf. telur verið hafa 8 ára 1802 virðist ekki hafa getað ver- ið annað en Gísli, nema um prentvillu sé að ræða og átt hafi ©ð standa 2 í staðinn fyrir 8 og væri þá um Bjama að ræða, 6em er 1 árs 1801. 3. Bbls. 114. Höfundur segir fiið manntalið 1801, sem Jón pró fastur Ormsson tók, sé ekki eins greinagott og vera ætti, með jþví að klerkur hafi aðeins til- greint húsbændur, en ekki ann að heimilisfólk. Þetta gæti átt yið bændatalið 1762, sem gert var löngu áður en Jón Ormsson feom að Sauðlauksdal, en alls tskki við þau manntöl ,sem séra Jón var við riðinn, en þau eru Jfrá árunum 1801, 1808, 1809 og 1817. Því miður er ekki um önn- tir manntöl að ræða frá dögum Jóns Ormssonar í Sauðlauksdal <1782—1820). Það er ekki á- Stæða til að gera kíerk verri að jþessu leyti en hann var, því að Eióg virðist samt vanrækslan haf a verið við skráningu kirkjubókar tog sóknarmannatals eða þá við hitt að halda slíkum ritum til haga. 4. Bls. 114. Um börn Jóns Þor- jgrímssonar og Steinunnar Sveins dóttur virðist vera nokkur rugl- £ngur. Höf. telur börnin 5 og mun það rétt vera: a) Guðrúnu, f. 34. jan. (skv. kirkjubók 15. jan.) 1791, b) Svein, f. 30. ágúst 1792, c) Þorgrím, f. 27. okt. (skv. ikirkjubók 20. nóv.) 1793, d) Gísla, f. um 1794 og e) Ingibjörgu f. 1799—1800. í staðinn fyrir „Gísli“ virðist eiga að standa „Jón“ og í staðinn fyrir „Ingibjörg" á að vera „Ing- _ v 'ÝeldUr’Ý' en(fa þótt höf. segi að Gísla og Ingveldar geti greini- lega í húsvitjunarbókum. Leið- rétting þessi er gerð eftir mann- talinu 1801 ,en þá eru Jón og Steinunn ásamt 5 börnum sínum í Skápadal. Börnin eru: Guðrún, 10 ára, Sveinn 9 ára, Þorgrímur 8 ára, Jón 6 ára og Ingveldur 4 ára. Frá Guðrúnu og Ingveldi а. m. k. eru ættir komnar. Gísli Jónsson, sem elzt upp í Ilaga frá og með árinu 1803; og höf. hefur e. t. v. talið son Jóns og Steinunnar, er af allt öðru bergi brotinn. Þess má geta, að á 20 ára tíma- bili kring um 1800 eru engar kirkjubækur eða sóknarmannatal til í Sauðlauksdals- og Saurbæj- arsókn, en í Hagasókn eru slík- ar bækur til frá þessum tíma. 5. BIs. 115. Höf. telur að Jón og Steinunn hafi flutt frá Skápa- dal árið 1800 og óvíst sé, hvar þau hafa verið 1800—1801. Úm þetta virðist ekki þurfa neinar getgátur, því að við manntal 1801 eru þau, eins og áður seg- ir, í Skápadal og hafa því raun- verulega ekki farið þaðan fyr en þau flytja að Sjöundá vorið 1801. 6. Bls. 115. Höfundur segir að um uppruna Jóns Þorgrímsson- ar sé alls ekkert vitað og ekki heldur kunnugt um neina ætt- ingja hans á þessum slóðum. Hér gætir mikils misskilnings. Jón var því jafnaldri Saka-Bjarna. er fæddur 12. okt. 1761 í Kefla- vík í Rauðasandshr. að öilum líkindum, því að faðir hans er þar búsettur árið 1762. Jón Foreldrar Jóns voru Þorgrimur, f. í Rauðasandshr. um l704, Jóns- son, Diðrikssonar, að talið er, og Guðrún f. á Barðaströnd um 1731, Helgadóttir, Tómassonar. Alsystkini átti Jón Þorgrímsson б, meðal þeirra voru Guðrún kona Össurs bónda í Breiðavík og Stekkadal, sem alkunn ætt er frá komin, og Gunnhildur seinni kona Sigurðar Jónssonar í Breiða vík, föður fyrrnefnds Össurs. Þor grímur var kvæntur áður og mun hafa átt nokkur börn í því hjónabandi. Af því, sem nú hefir verið sagt, er augljóst, að talsvert er kunn- ugt um ættingja Jóns Þorgríms- sonar. 7. Bls. 115. Ekki skal ég full- yrða neitt um þá lýsingu, sem höf. gefur af Jóni Þorgrímssyni, að hann hafi vcrið talinn „væsk- ill, óáræðinn, jafnvel ragur, og nöldursamur heima fyrir.“ En ekki er það nema sanngjarnt, að tekin séu upp nókkur úmfnæli Gísla Konráðssonar um Jón. Hann segir að Jón hafi verið „kallaður góður drengur, og vel styrkur að afii“ og ennfremur „Jón Þorgrímsson var spakl^id- ur maður, en Steinunn kölluð stórlynd“. 8. Bls. 176. Hér er komið að lokum þéssa þáttar um Sjöundár- máiið og ver höfundur 12 sein- ustU línunum til þess að afsanna eða mótmæla, að þau Steinunn og Bjarni hafi eignast son þann, er Jón nefndist og manna á með- al hefir verið kallaður Sýslu- Jón, af því að uppeldi hans mun hafa verið kostað af Barða- sjrandarsýslu allri, en ekki af ein stökum hrepp, svo sem venja er. Þættinum lýkur með þessum orðum: „Það verður því unz ann- að reynist sannara, að vísa þessu barni þeirra inn í þjóðsagna- heiminn, og er bættur skað- inn“. Hvað sem seinustu ályktun- inni líður, þá er það víst, að Jón þessi var til og dó á Græn- hóli á Barðaströnd 6. sept. 1882, og" að því er kirkjubók segir úr mislingum. Fæddur var hann 21. marz 1803 í Haga. Er fæðing hans greinilega skráð í kirkju- bók sóknarinnar ,talinn laungetið barn fanganna í Haga, Bjarna Bjarnasonar og Steinunnar Sveinsdóttur. Guðfeðgin eru nefnd og klykkt út með þessUm orðum: „Þeirra fyrsta brot að barneign". Jón Bjarnason ólst upp í Rauðsdal á Bstr. og er nefndur í sálnaregistrum „sýslu- barn“. Árið 1826 stendur: „á- mmntur um kunnáttu og lestur“ og árið eftir stendur „tekið sér fram“. Jón kvæntist árið 1840 á Rauðasandi, Guðrúnu Sig- mundsdóttur, og átti með henni tvær dætur. Báðar eru þær fædd ar í Krókshúsum, Júlíana árið 1842 og Sigurbjörg 1848. Árið 1850 ef Jón kominn á Barða- strönd að nýju og dvaldi þar upp frá því. Júlíana var seinni kona Péturs Guðmundssonar, sem bjó víða á Barðaströnd, ættaður norðan úr Strándasýslu. Þau áttu nokkur börn, sem flest dóu kornung. Éinn sonur þeirra lifði og mun hafa kvænzt. Sigurbjörg Jónsdóttir giftist ekki en átti 9 börn og varð fjör- gömul. Kristín hét þriðja dóttir Jóns, er hann átti fram hjá, fædd á Hreggstöðum 21. okt. 1883. Hún mun hafa gifzt, en ekki átt af- komendur. Trausti Ólafsson. op fealæfísir Skíðafclk athugið! Einungis þeim, sem fara á vegum skíðafélaganna í Reykjavík, er tryggður aðgangur að Skíðalyftunni við Skíðaskálann. Aðgangur að lyftunni er seldur á skrifstofu skíða- félaganna, Amtmannsstíg 1 og í Skátaheimilinu. SKÍÐAFÉLÖGIN PVei¥AI.OGUIIil\] KIPP — CIIEMI aftur fyrirliggjandi í V-i og 1/1 flöskum. DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. IIEILDVERZLUN 3ja herbergja íhúðarhæð við Snorrabraut til sölu. — Útborgun kr. 100 þúsund. NÝJA FASTEIGNASALAN Hafnarstræti 19. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. I HUGVEKJU í Morgunblaðinu um fjósameistara hafið þér herra i ráðunautur deilt á íslenzka dýra- , lækna fyrir það að þeir væru | ófáanlegir til að kenna f jósa- ! meisturum nægilega vel hjálp í | viðlögum til hjálpar sjúkum grip um." Þessi hugvekja yðar er ranglát í minn garð og fleiri dýralækna. Ég hef haldið námskeið í hjálp í viðlcgum til hjálpar sjúkum gripum, þegar ég var dýralæknir á ísafirði, en á Austurlandi hafa bændur ekki óskað eftir slíku námskeiði. Hugvekja Gunnars Bjarnasonar ber þess vott að hann er ófróður um starfsemi dýralækna hér á landi. Starfsemi þeirra er meðal annars fólgin í því, "að veita daglega fræðslu og upplýsingar í síma um kúasjúk- dóma og lækningu á þeim. í öðr- um löndum er minna um slíka fræðslusarfsemi dýralækna. Hugvekja ráðunautsins ber þess vott að hann telur dýralækn ingar auðvelt starf, sem hægt sé að framkvæma án verulegra heilabrota.. Þéss vegna telur hann t.d. doðalækningar, fæðingar- hjálp, uppskurð á spenum o. f 1., handverk fjósameistarans. Ann- arsstaðar í heiminum er litið á þessar aðgerðir sem vandasöm læknisstörf. — Því fer fjarri að ráðunautnum detti í hug að ef til vill myndi það vera ábyrgðar minnst fyrir fjósameistarann, þeg ar gripir veikjast, að ráðgast að minnsta kosti við dýralæknir sinn í síma um hvað gera beri. Þá gleymir hann líka þeirri megin reglu, sem fjósameistarar eiga að hafa gagnvart gripunum að reyna hverju sinni að útvega hæfan lækni til þess að lækna þá, en eítir þessari reglu verður að fara bæði af mannúðarástæðum og svo líka af fjárhagslegum ástæð- um. Ég hef margra ára reynslú um það hvað gerfimenn í dýralækn- ingum hafa eyðilagt með hand- verki sínu. Hér skal fátt eitt talið og þá minnst á þær aðgerðir serh Gunnar Bjarnason telur eiga að vera handverk fjósameistara: 1. Fæðingarhjálp, 2. Hildataka. 3. Ófrjósemislækningar. 4. Doða- lækningar. 5. Að þreifa eftir fóstri. 6. Júgurbólgulækningar. 1. Það er algengt að fjósameist arar byrji of snemma að hjálpa kúm við burð, áður en eðlileg útvíkkun er komin og beinlínis af þeim ástæðum þarf þá að fá hjálp dýralæknis til þess að ná kálfinum. Líka er algengt að kálfur sé togaður þannig fram í grind, að illmögulegt er að ná honum. Þess eru líka dæmi að svo hraustlega hafi verið togað í kálf- inn, að mjaðmagrind kýrinnar hafi verið sprengd. 2. Þá hefur það komið fyrir, að búfræðingur ætlaði að taka hildir frá kú, en togaði svo mikið í þær, að innvortis blæðing olli því að kýrin drapst skyndilega. 3. Margar kýr hafa verið gerð- ar ófrjóar með því að fjósameist arar kreistu eggjastokka þeirra hugsunar- og skilningslaust á hverju ári. Þetta er líka vanda- verk og ekki hættulaust. 4. Doðinn í kúnum er oft alvar- legs eðlis og þegar í upphafi mun áreiðanlega borga sig að sækja dýralækni eða að .minnsta kosti ráðgast við hann í síma. 5. Til þess að breifa fyrir fóstri hjá kúm barf mikla verklega þekkingu. Óráðlegt myndi vera að láta búfræðinga á Hvanneyri æfa þetta á kúnum þar. Slíkar æfingar eru erlendis venjulega látnar fara fram í sláturhúsum á erinum sem á að s'átra. 6. Það er mjög vafasamt að láta fjósameistara fást við „óoeration- ir“ á spenum. Ekki er heldur van- þörf á því að dýralæknir fylgist vel með júgurbólgu í kúnum, sem oft er bráðsmitandi fyrir aðrar kýr. Það er skammt öfganna á milli1 ef fjósameisturum væru kennd- ar dýralækningar nákvæmlega eftir uppskrift ráðunautsins. Smátt og smátt myndi líklega fylgja á eftir, að Búnaðarþing og Alþingi myndu löggilda þeésa gerfimenn viðsvegar um iandið. Gerfidýralæknar úti á lándi kunna margir ekki einusinni þetta, samt hafa þeir hlotið við- urkenningu og fá laun frá ríki og sýslufélagi til þess að stunda dýralækningar. Stundum hefur svo af þessu leitt að í viðkomandi sveit hefur það verið talinn óþa’rfi að fá þangað lærðan dýralækni. Þess eru líka dæmi að dýralækn- ar hafa ekki hlotið embætti úti á landi, af því að nóg var fyrir*af geríimönnum. Mér væri miklu kærara'að fjósameistarar hefðu aðrar skoð- anir í dýralæknamálum en ráðu- nauturinn og teldu handverk éitt ekki vera dýralækningar. Þá myndu gerfidýralækningar ekki rýra dagleg störf dýralækna og gera bændum tjón. Á árinu 1951 var öllum íslenzkum dýralækn- um greidd laun samtals kr. 271,000,00. Það er tæplega jgfn há upphæð og einn starfandi dýralæknir í Bandaríkjunurri í hæsta tekjuflokki hefur í árs- tekjur (20.000 dollara). Vilji menn yfirleitt hafa dýralækná á íslandi þá eiga bændur fyrst og fremst að láta þá lækna kýrhar, en ekki íjósameistara. Helztu menn bænda hér ó landi hefur vantað víðsýni í dýralæftna málum. Þeim hefur verið kapps- mál að útvega gerfimenn til dýra- lækninga í sem flestar sveitir, jafnvel þó augljóst væri að í mörgum þessum sveitum þurftu að vera lærðir dýralæknar. Þó ættu þeir að skilja að ef gerfi- mönnum er fjölgað, en dýra- læknum fækkað, mun þekking í dýralækningum áreiðanléga standa í stað. Gerfimenn hafa :og munu fá alla sína þekkingu frá dýralæknum. Yfirleitt ætti áhugi að vera meiri fyrir því að starfsemi dýra lækna í landinu sé sem fullkomn ust á hverjum tíma. Á undanförn um árum virðist það ekki hafa skipt máli hver væri hin raun- verulega þekking og verkleg kunnátta dýralækna. Það hefur t. d. þótt óþarfi að senda dýra- lækna í kynnisferðir til Ameríku líkt og búfræðinga. Annað mún hverjum dýralækni, sem við- halda vill þekkingu sinni, nauð- synlegt að sækja dýralækninga- námskeið erlendis á 5—10 ára fresti. Yngsti íslenzki dýralækn- irinn útskrifaðist fyrir átta &r- um siðan. Á þeim tíma hafa orðið margvíslegar framfarir á sviði dýralækninga. Ég er þeirrar skoðunar að ef fræðsla í dýralækningum er vöitt við bændaskólana þá þurfi hún að vera nákvæm. Annars þyífti líklega mörg fræðslan þar að vera bæði nákvæm og áhrifamikil, ekki sízt í hrossarækt. Þessvegna má vel vera að ég sendi ráðunautnum seinna pistil og athugasemdir um meðferð og viðurgerning hrossa á Islandi. * Egilsstöðum 20. febr. 1952. Bragi Steingrímsson, dýralæknir., , Húsnæðí-Fæði Reglusamur, eldri maður ósk ar eftir fæði "og húsnæði á sama stað. Get lánað afnot af sima. Sendið tilboð á áfgn Mbl. og tilgreinið samanlagt verð. Mtrkt: 13 — 326“ fyrir þriðjudags'kvöld n. k. <► BEZT AÐ AUGLtSA, / MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.