Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 11
Sunnudagur lö'. niarz 1352 MORGVNBLAÐIÐ 11 .- t* Þórunn í Garðbae á ÞAÐ ERU NU nokkur ár síðan bændur á Suðurlands-undirlend- , inu hættu að sækja verzlun sína á Eyrarbakka. Og mjög er það líklegt, að æskan þekki nú þetta mikla verzlunar- og fiskiveiða- þorp mest af frásögn eldra fólks- ins. Eflaust eru það heldur ekki margir, sem veitt hafa því at- hygli, að ekkert land liggur í hafinu milli Eyrarbakka og Suðuríshafsins. Það er því ekk- ert undarlegt, þó oft sverfi brim að þessari lágu strönd með þenn- an volduga hafflöt fyrir næsta nábúa. En það er einnig oft speg- ilsléttur sjór á Eyrarbakka, svo ekki arðar á steini — bara slétt- ur sjór, sem glitrar allt út í hafs- auga. Eyrarbakka er snemma getið á 'landnámsöld og síðar oít í verzl- unarsögu landsins. Ekki ætla ég mig þann dul að geta sagt sögu Eyrarbakka eða kynslóðanna, sem þar hafa lifað, starfað og dáið. En atvikin hafa ráðið því, að ég hef oft komið á Eyrarbakka síðustu tvo áratugina. Á þessum árum hef ég kynnzt nokkuð mörgum Eyrbekkingum og starfi þeirra. Ef ég mætti lýsa Eyr- bekkingum, eins og þeir hafa komið mér fyrir sjónir, eru þeir hógvært fólk og starfsamt, greið- yikið og prútt í umgengni. Þegar ég kynntist fyrst á Eyr- arbakka fyrir og um 1930, var mikill stórhugur í ræktun og jarðarbótum þar. Haraldur Guð- mundsson frá Háeyri var þá for- maður Búnaðarfélags Eyrar- bakka og hafði fengið Lands- bankann til að leggja þar í mikla skurðagerð til að þurrka landið. Hreppurinn hafði keypt Gerðis- kot, Flóagafl og fleiri jarðir; það voru því mikil lönd, sem lágu undir hreppinn, en blautlend og erfið til vinnslu. En frá fyrstu tímum höfðu Bakkamenn heyjað á engjum út við Ölfusá bæði í Skúmstaða- og Kaldaðarneslandi. Þegar hér er komið, var kom- inn akfær vegur langleiðis út í engjar. Búandmönnum var út- hlutað engjastykkjum. Á þess- um tíma og eflaust fyrr lá fólkið við í tjöldum á engjunum og kom heim um helgar. Þótti þessi litla tjaldborg falleg í sól og sumri. Það var einn góðveðursdag í ágústmánuði að ég kom að Eyr- arbakka. Þar sást engin lifandi manneskja á vegum úti, allt var svo friðsælt, kyrrt og unaðslegt. Þorpið angaði af heylykt frá hlöðunum og blómalykt úr fjör- pnni (strandbúa-lykt). Allt í einu víkur sér að mér lítil og snaggaraleg kona og tekur okkur tali. Hún talar um hey- skap og góða tíð, um góða sprettu í görðum og mikið hey komið í hlöður. Svo segir hún: „Sjáðu barna úti," og bendir í vestur. „Þessar heysátur, sem þú sérð þarna, á ég. Ég hef slegið þær á eandinum." Aldrei hef ég heyrt talað um tiokkrar heysátur af eins mikilli aðdáun og innileik, eins og þessi litla fjöruga kona gerði. En hún vildi sýna mér meira: hún fór með mig út í garðinn sinn og sýndi mér undir kartöflugrösin sín, hún talaði um kartöfluna af sama kærleika og innileik og heysáturnar. Þetta kvöld kenndi Þórunn i Cíarðbæ mér, hvað vinnugleðin er mikils virði. Og að eiga land til að yrkja og erja, sá og upp- ekera — gera jörðina sér undir- gefna. Það er lögmál Guðs. Síðan þetta ágústkvöld hefur mér þótt yænt um Þórunni Gestsdóttur. Þessarar konu langar mig að minnast dálítið og segja frá henn ar æfistarfi og langa vinnudegi. Þórunn Gestsdóttir er fædd 17. Snarz 1772 að Króki í Meðallandi. Foreldrar Þórunnar voru Gest- ur Þorsteinsson (Sverrissonar), kunn ætt í Vestur-Skaftafells- ' sýslu, og Guðrún Pétursdóttir f rá Hrútafelli undir Austur-Eyja- fjöllum. Þórunn ólst upp hjá Smmu sinni og nöfnu, Þórunni Jónsdótt- ur Magnússonar Dannebrogs- manns í Kirkjubæjarklaustri. — Magnús og Oddný kona hans voru ættuð að norðan. Afi og amma Þórunnar áttu 16 börn. Er margt merkra manna frá þeim komið, þar á meðal Þórarinn Olgeirsson skipstjóri og útgerðarmaður í Grimsby og Jó- hannes Kjarval listmálari. Árið 1883 fluttist amma Þór- unnar búferlum úr Skaftafells- sýslu og að Valdastöðum í Kald- aðarneshverfi til Olgeirs sonar síns. Þá var Þórunn 11 ára. Ol- geir sonur ömmu Þórunnar flutt- ist á næsta ári út í Selvog, og tók þá gamla konan aftur að basla við búskap. Fyrirvinnan var sonur hennar mállaus og Þórunn 12 ára. Þarna var Þórunn hjá ömmu sinni þang að til kotin voru sameinuð í eina jörð og Kaldaðarnes gert að stór- býli. En það gerði Sigurður sýslu- maður Ólafsson. Á vetrum fór föðurbróðir Þór- unnar til sjóróðra á Eyrarbakka, og voru nofnurnar þá tvær heima. Gegndi Þórunn þá skepn- unum. Búpeningurinn voru 30 kindur, 3 kýr og 6 hross. „Það voru oft margir og miklir erfiðleikar, sem steðjuðu að," segir Þórunn, „en einn er mér þó minnisstæðastur. Ég var að ; vatna kúnum út, og sú síðasta var að komast inn í f jósið. Heyri ! ég þá skruðning mikinn; er þá Ölfusá komin fossandi upp yfir 1 bakkana. Ég flýtti mér að koma j fjóshurðinni aftur og bera mykju að dyrunum. Þá nótt var vakað í litla bænum, því mikið lét í henni Ölfusá. Þegar lýsti aftur af degi var jakaburður um allt og upp í heygarða. Þessa nótt missti Jón á Lambastöðum allar í fullorðnu kindurnar sínar, 26 að j tölu; dóu allar í húsinu. Næsta sumar voru. öll tún ónýt eftir ' jakaburðinn á þessum bæjum: ' Lambastöðum, Valdastöðum og Móakoti. Túnin voru þakin sandi og stórgrýti. Þegar ég kom síð- | ast að Kaldaðarnesi lá eitthvað af grjótinu þar ennþá, en það eru | nú mörg ár síðan," segir hún Þórunn. I „Þegar amma hætti búskap, fórum við öll þrjú til sýslu- mannsins, og þar var ég, þangað i til amma dó. Þá var ég 19 ára." Næstu fimm árin eftir lát ' ömmu sinnar var Þórunn vinnu- I kona á Valdastöðum. Þaðan f ór . hún að Eyrarbakka og gerðist lausakona. Fór hún þá í kaupa- vinnu á sumrin. Næstu sex sum- ur er hún í kaupavinnu í Bjólu- ihjáleigu hjá Guðrúnu og Jóni, l„þeim viðurkenndu ágætishjón- jum" (tekur Þórunn fram); þar |Voru sæludagar. — Guðrúnu í iBjóluhjáleigu getur Þórunn ekki llofað eins mikið og hún hefði 'óskað, svo framúrskarandi gæða- ikona var Guðrún og allur heim- jilisbragur fyrirmynd. Guðjón |jónsson bóndi í Ási í Holtum er sonur þeirra Bjóluhjáleiguhjóna. j En á vetrum var Þórunn hjá Jóni Árnasyrii kaupmanni í Þor- lákshöfn. Þar kynntist hún Ólafi .í Garðbæ, sem síðar varð maður hennar. Eitt ár var hún vinnukona hjá ;frú Nielsen; þar segir Þórunn, að hafi verið gaman að vera, en mik- I ið að gera. Þórunn var í eld- húsinu. „Þá lærði ég matreiðslu, Guðmunda Nielsen var góður kennari. Á morgnana lagði ég i sex ofna og mjólkaði sex kýr annað málið. Úr mjólkinni var unnið smjör og skyr. Þetta var 1902—1903. Árið 1904 fórum við Ólafur að búa. En árið 1907 giftumst við, þá höf ðum við eignazt tvær dæt- ur, Ragnheiði og Karen. Á sumrin unnum við hjónin við verzlunina, hann við ýmsa vinnu, en ég við ullina." Þórunni féll ekki þessi inni- vinna að troða ull í poka allt sumarið. Hún var vön á sumrin að lifa og vinna úti í hinni lifandi náttúru við grös og skepnur. Hún braut heilann um það, hvernig hún gæti eignazt kind, bara eitt lítið lamb. Og svo kom að því, að hún keypti lamb. En Ólafi leizt ekki á þetta framtak; hann sagði: „Hvað ætlar þú að gera við þetta?" Þórunn segir: „Ég dró af kaup- inu mínu 4 kr., og fyrir það fékk ég fallega svarta gimbur. Svo dró ég sama af kaupinu mínu á hverju ári, þangað til að ég hafði keypt 7 kindur. Svo fór þetta að fjölga, ég hætti að troða ull í poka, en fór á engjar og heyjaði handa kindunum mínum. Þegar fyrra stríðið skall á, sagði Ólafur minn: „Nú er gott að þurfa ekki að kaupa kjöt!" Þá var Ólafur fyr ir löngu búinn að sætta sig við kindaeignina mína." Þórunn hafði rétt á engja- stykki í Straumnesi, en hóllinn, sem hún tjaldaði á, heitir Stakk- holt. Þarna var hún 6 vikur á hverju sumri* á þeim tíma heyj- aði hún 100—114 hesta af stör. Hún tók stundum systur sína í kaupavinnu, og marga góða vini átti Þórunn, sem hjálpuðu henni í heybandi og við heimflutning. Þórunn lætur mikið yfir því, hvað fallegt hafi verið á kvöldin í góðviðri að horfa yfir tjaldborg- ina og sjá heysáturnar koma upp fleiri og fleiri, þéttari og þéttari þarna úti á engjunum. — Þarna heyjuðu flestií Eyrbekkingar, lágu við og komu heim um helg- ar. Þegar Þórunn átti flest fé og stærstan bústofn átti hún 18 ær, 10 sauði, 10 gemsa og 4 hross. „Þá lagði ég 5—6 sauði og nokk- ur lömb í heimilið á haustin. Við vorum fjögur svo þetta var nóg kjöt yfir árið. Olafur minn vann líka. Hann var um lengri tíma svo heilsu- veill; en hann var góður heim- ilisfaðir og góður faðir barnanna sinna." Ólafur var maður stór og þrek- inn, prúðmenni, hæglátur og góðgjarn í tali. Þegar ég þekkti hann, var hann sendisveinn við verzlun Guðlaugs Pálssonar. — Hann hefur þá eflaust verið elzti sendisveinn landsins. Hann hélt því starfi fram yfir áttrætt. Þórunn heldur áfram að tala um kindurnar sínar: „Ég fór oft snemma á fætur á vorin — mýr- arnar voru blautar og margar hættur fyrir litlu lömbin. Stund- um var klukkan tvö á nóttunni, er ég fór að líta eftir þeim; ég gat ekki sofið fyrir hugsun um blessaðar kindurnar mínar, það var svo oft votsamt og kalt. — Fyrir kindurnar mínar gat ég lifað, þær jörmuðu á mig og komu til mín, þegar ég kallaði á þær og þær sáu mig. Sauðkindin var mitt líf og yndi," segir Þór- unn. „Svo kom mæðuveikin, og þá missti ég 30 kindur á tveimur árum. Þá fékk ég mér kúna, þú þekkir hana," segir hún Þórunn. Hún var 20 marka kýr og hét Búkolla, en við kölluðum hana Gullu. Nú á Þórunn enga kind, allt sauðfé var skorið niður í haust í Árnessýslu. En hún á nýja, fallega fyrstakálfskvígu, sem hún kallar Gulrót. En því fékk hún þetta nafn, að foún er keypt fyrir peninga, sem Þórunn fékk fyrir gulrætur. Þórunn framleiðir mik- ið af kartöflum og gulrótum og ágætis hænueggjum. Þórunn og Ólafur eignuðust tvær dætur, eins og áður er getið. Ragnheiður hefur misst mann sinn og býr á Eyrarbakka, hún á fimm börn hvert öðru mann- vænlegra, tvo sonu og þrjár dæt- ur. Hin dóttirin Karen dó um tvítugt, falleg stúlka og góð, hvers manns hugljúfi. Ólafur er lát- inn fyrir nokkrum árum. Ein er enn ótalin, sem hefur verið sambýliskona Þórunnar lengst í búskap hennar í Garð- bæ, þó að hún hafi aldrei talizt ! heimilismaður þeirra hjóna. Þessi ' kona er Hildur Jónsdóttir, þessi góði engill, sem alla æfi hefur ' verið tilbúin að líkna og hjálpa | þaf sem veikindi og sorg hefur j borið að dyrum. j Nú hafa þessar vinkonur búið tvær í litla húsinu, síðan Ólafur fór heim. Vissulega eru þessar íkonur í flestu ólíkar, þó eru báð- ;ar góðar, síhjálpandi og starf- landi fyrir sjálfa sig og aðra. En í einu eru þær líkar: Það sést 'ekki hrukka á þeirra andliti. — Starfsgleðin og lífsgleðin hefur verið þeirra förunautur. Þær hafa alltaf getað hjálpað öðrum 'á margan hátt með margvíslegri Igóðvild og kærleika. I Ég var að segja frá Þórunni Gestsdóttur, hún er nú 80 ára, 17. marz. Síðustu árin hefur hún ekki heyjað úti á engjum eða tjaldað í Stakkholti. Nú hefur ^hún nærteknara slægjuland. — 'Ragnheiður dóttir hennar hefur jgefið henni slægjur á landi, sem Ihún á í Borg. Þar er þurrlent. Svo hefur Þórunn ítak í fleiri blettum í þorpinu, því allir vilja vera og eru góðir vinir Þórunnar. í sumar heyjaði Þórunn 80 hesta af töðu og útheyi. Ég þakka Þórunni fyrir alla þá góðvild, sem ég og mitt fólk hefur notið hjá henni. Og ég þakka henni fyrir hennar trygga og trúa ráðsmennskustarf, sem hún hefur gegnt fyrir mig á Eyrarbakka. Eyrarbakki verður fátækari fyrir okkur, sem höfum kynnzt honum tvo seinustu áratugina, þegar allt eldra fólkið er horfið, en það hverfur nú óðum. Eyrarbakki á nú í vök að verj- ast fyrir ágengni og breytingum hins nýja tíma. Ekki treysti ég mér að spá um framtíðina. En ég ¦ óska Eyrarbakka þess, að hann megi eiga þá auðnu alltaf að vera byggður af góðu og starfsglöðu fólki. Ragnhildur Pétursdóttir. Skipafrétíir: Eimskipafélag íslanels h.f.: Brúarfoss fór vœntanlega frá Ant werpen í gærdag til Hull og Rvibur. Dettifoss fór frá Reykjavik 7. þ.'m. til New York. Goðafoss fór frá Rjvík 14. þ.m. til ísafjarðar, SiglufjarSar, Akure^-rar og Húsavíkur. Gullfoss fer frá Kaupmanrnahöfn 18. þ.m. til Leit'h og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá New York 13. þ.m. til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Reykjavik 13. þ.m. til Antwerpen og Hamborgar. Selfoss fór frá Bremen 14. þ.m. til Rotter- dam og Reykjavikur. Tröllafoss «fór frá Davisvilie 13. þ.m. til Rvíkur. Pólstjarnan fór væntanlega frá Hull í gærdag til Reykjavíkur. Ríkisskip: \ , Hekla verður væntanlega á Akur- eyri í dag á austurleið. Skjaldbreið er á Austfjörðum á norðurleið. Ar- mann var i Vestmannaeyjum í gær. Skipadeild SÍS: Hvassafell losar kol fyrir Norður- landi. Arnarfell var væntanlegt til Álaborgar um hádegi í dag frá Rvik. Jökulfell er i New York. Jöklar h.í.: M.s. Vatnajökull kom til Rvíkur 8.1. miðvikudagskvöld. Skipið byrjar lestun á hraðfrystum fisJti, á mánu- dag til Ham!;orgar. : Blöð og' tímarit: HandknaStleiksmót íslands hefsl á þriðjudag HANDKNATTLEIKSMEIST- ARAMÓT ÍSLANDS fyrir meist- ara- og H.-flokk kvenna og I.-, II.- og IIL-flokk karla hefst n.k. þriðjudag. Taka 28 flokkar frá níu félögum þátt í keppninni, svo þetta verður eitt fjölmenn- asta íþróttamót, sem haldið hefir verið hér á landi. Valur, Fram, Ármann og KR keppa í meistaraflokki kvenna 03 FH, Fram, Ármann og Þrótt- ur í Il.-flokki kvenna I I.-flokki karla keppa Valur, Þróttur, Ármann, SBR og Fram, en í r Il.-flokki karla: Ármann, FH, ÍR, Fram, Víkingur, Þrótt- ur, KR og Va?ur. f Ill.-flokki karla keppa: KR, ÍR, Valur, FH, Ármann, Víkingur og Fram. KenDnin hefst kl. 8 í íþrótta- húsi ÍBR við Hálogaland. Keppa þá saman: Ármann og Þróttur í Il.-flokki kvenna, Valur og Fram í meistaraflokki kvenna, KR og ÍR í Hl.-flokki karla, ÍR og Fram í Il.-flokki^ karla og Valur og Þróttur og Ármann og SBR í I.-flokki karla. „Skattniósnarar" LUNDÚNUM — Bandaríkja- menn greiddu „skattnjósnurum" samtals 178.500 sterlingsDund fyr ir starfsemi þeirra á síðastliðnu ári, sem munaði ríkið 3.5 millj. pundum. TímaritiS Urval: — Fyrsta heftið á þessu ári er komið út og flytur margvíslegt efni til fróðleiks og skemmtunar. Greinar í heftinu eru: Um uppruna lifsins; Apabarn í fóstri; Listin að gefa; Áhrif líkams- lýta og fötlunar á skapgerð barna, eftir Simon Jóh. Ágústsson próf.; Þeir klifu tindinn; Hvers vegna tizk an breytist; Timinn og mæling; hans; Ég er hræddur (smásaga); Endurnýjung lifdaganna — eftir sjötugt; Beaumarahairs — ævintýra- maður og rithöfundur; Er islenzka geitin að deyja út? Visindm i þjón- ustu maimanna heitir flokkur smá- greina og má af þeim nefna: Piatvísi laxsir.s; ,Gáfnafæða' handa barnshaf andi konum; Hættuleg öryggisbelti; Þörungaverksmiðja; Nýtt svefnlyf; Nýtt kjarnorkuver i Noregi; Enzým gegn innvortis igerðum, og Hermenn irnir skjóta ekíki. — Þá eru: Land hreindýra og bjarna; Þú ert sögú- hetjan; Varahlutir i mannslíknm- ann; Unglingsstúlkan í Ijósi nútima sálfræðinnar og loks bókin Krafta- verkið i Carville, eftir Betty Martin. Söfnin: LandshókasafniS er opið kl. 10— 12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga klukkan 10—12 og yfir sumarmánuðina kl. 10—12. — Þjóðskjalasafnið klukkan 10—12. — Þjóðminjasafnið er opið kl. 1— 4 á sunnudögum og kl. 1—3 á þriðiud. og fimmtud. Listas. EinarJ .Jónssonar verður lokað yfir vetrar- mánuðina. — Bæjarbókasafnið er opið kl. 10—12 f.h. og frá kl. 1—10 e.h. alla virka daga. Utlán frá H. 2 e.h. til 10 e.h. alla virka daga. Á sunnudögum er safnið opið frá H. 4—9 e.h. og utlán frá kl. 7—9 e.h. — I IVámírugripasafnið opið sunnudaga kl. 2—3. — Lislasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 1 \-~<\; á sunnudögum kl. 1—4. Aðgang ur ókeypis. — Vaxmyndasafnið í Þjóðminiasafnsbyggingunni er opið frá H. 13—15 alla virka daga og 113—16 á sunnudögum. i Gengisskráning ; (Sölugengi): 1 bandariskur dollar............ kr. 16.32 • 1 kanadiskur dollar ............ kr. 16.42 1 £ ..........................................I......... kr. 45.70 100 danskar krónur .................. 236.30 I 100 norskar krónur ............ kr. 228.59 100 sænskar krónur ............ kr. 315.50 100 finnsk mörk .................. kr. 7.09 100 belg. frankar .................. kr. 32.67 1000 franskir frankar ...... kr. 46.63 100 svissn. frankar ............ fcr. 373.70 100 tékkn. Kcs......................... kr. 32.64 1000 lirur .................................... kr. 26.12 100 gyllini................................... kr. 429.90 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.