Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 14
MORGZJNBLAÐiB í 1* Sunnudagur 16. marz 1952 Framhaldssagan 33 „Líkið?“ Stoneman lokaði aug unum snöggvast. „Er hún dáin?“ „Já“, sagði Mark. „Við verðum yfirheyrð í dag“. „Vesalings stúlkan". Stone- man virtist ekki sjá glasið sem Mark hafði sett fyrir hann. „Veit nokkur hvað hún var að vilja út í þetta veður“. „Ég veit það að minnsta kosti ekki“, Mark tók eftir því að hljóð in, ofan af loftinu voru hætt. „Hún verður að koma niður“. „Já, í þetta sinn verður hún að koma niður .... Bíðum við, hvaða hljóð var þetta?“ Mark leit út um gluggann. „Það er kominn bíll hér upp að húsinu. Það munu vera lög- reglustjórinn og fylgdarliðið. yfirheyrslurnar byrja þá núna“. Mark opnaði dyrnar og Wilcox gekk inn. Hann reyndi að sýnast rólegur, því hann var ákveðinn í því að láta ekki á því bera að ef þetta var morð, þáf var það fyrsta morðmálið hans. Hann gaf Amos fyrirskipanir í fyrirmann- legum tón. Amos fór til að sækja Violet og Perrin, og Mark fór upp til að segja Morey að hann og kona hans ættu að koma niður. Morey stóð á ganginum uppi á loftinu fyrir utan herbergi konu sinnar. „Hún sendi mig burt“, sagði hann. „Og nú hefur hún læst dyrunum. Ég get ekki komið henni í skilning um að hún á að koma niður. Wilcox skilur það sjálfsagt ekki“. „Nei, það gerir hann ekki“, sagði Mark. „Hann sendi mig upp til að sækja ykkur bæði“. „Hvað á ég að gera. Ég sagði henni jafnvel hvað hún ætti að segja....“. „Þér hafið ekkert leyfi til að segja henni hvað hún á að segja. Þér skuluð fara niður í borðstof- una og ég skal sjá hvað ég get gert“. Hann beið þangað til Morey hvarf niður tröppurnar og barði að dyrum. „Frú Morey? Þetta er Mark East. Ég þarf ekki að koma inn. Mig langar bara til að tala wið yður“.____________________ Hann beið. Dyrnar opnuðust og hún kom í gættina. Það var ekki hægt að sjá nokkra angist á íandliti hennar. Það var eins tómt og sviplaust eins og höggv- ið í marmara. Hann varð næst- um fyrir vonbrigðum og ósjálf rátt datt honum í hug að ástæð- an fyrir því að hún hafði verið að gráta, hefði tæpast verið aÞ varslegs eðlis. Hann átti bágt með að trúa því að þetta væri sama konan sesm hafði hlaupið fáklædd og skelfd út í snjóinn af því hún hafði verið hrædd um að barn- inu hennar væri kalt. En þetta v$r samt sama konan. .... Og þégar hún hafði fengið fréttir af því að herbergisþerna henn- ar, sem hafði stjanað við hana, var dáin, þá hafði hún gefið sér títna til að mála á sér varirnar og nú stóð hún íyrir framan hpnn með bros á vör og hallaði sér upp að dyrastafnum, rétt eins og hann væri kominn íil að færa henni blóm. Skyndilega varð honum Ijóst, að hún var sterkari en hann, en hann yissi ekki í hverju það lá. „Ég bið yður afsökunar", Igði hann, „en ég hélt að ég eti ef til vill hjálpað yður. Þér rðist þó ekki þurfa á því að klda. En þér vertðið að koma |ður“. ' 'b*1” ■" um. Morey fékk mig loksins til þess“. „Ef svo er, bið ég afsökunar á ónæðinu". Allt í einu tók hann eftir því að tvö stór tár runnu niður vanga hennar. Hún lokaði augunum. Meðaumkunin vaknaði aftur með honum. „Ég er hættur að skilja nokkuð af því sem fer fram í þessu húsi“, sagði hann. „Ég heyrði að þér voruð að gráta fyrir skömmu síðan. Ég hélt að það væri ef til vill vegna Florrie en svo þegar þér opnuðuð dyrn- ar, þá sýndist mér....“. „Eg græt vegna Florrie". Hún tók báðum höndunum fyrir and- lit sér. Honum hafði sýnzt hún halda á vasaklút, en nú sá hann að hendur hennar voru reifaðar. Vasaklút hafði verið um báða úlnliðina. Hún fýlgdi augnaráði hans. „Ég bít neglurnar af mér“, sagði hún. „Þegar ég hugsa .... þá bít ég neglurnar. Þess vegna er bundið um þær. Það er alveg satt“. Hún rétti fram hendurn- ar eins og barn. „Anne gerir það líka. Ég er að reyna að vera henni til fyrirmyndar. Þess vegna hef ég bundið um þær‘.. Hann svaraði engu. „Ég var að gráta áðan“, sagði hún. „Mér þykir leitt ef þér hafið heyrt það. En fréttin um það, hvernig farið hafði fyrir Florrie var mér um megn“. „Við skulum ekki tala um það“, sagði hann. „Wilcox verð- ur ekki lengi að yfirheyra okk- ur. Þér verðið bara að koma nið ur, þegar hann gerir boð eftir yður“. Hvað hafði hann haft upp úr þessu? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Hann hafði íhugað sér það fyrir fram að taka eftir hönd unum á henni, því hann hafði tekið eftir því áður að þær voru sterklegar. En hún var auðsjáan- lega veik, Hún gat ekki hafa gert það. — Þegar hann var kominn hálfa leið niður tröppurnar, datt hon- um í hug, hvort hún hefði ef til vill stutt sig við dyrakarminn vegna þess að hún var hrædd um að detta. Nei, tæplega. Þegar hann kom inn í borðstofuna, var Violet þar fyrir, ásamt Perrin og iVforey. „Frú Morey kemur þegar kall- að verður i hana“, sagði hann. „Getið þér ekki beðið þá að vera varkárir við hana“, spurði Morey. „Getið þér ekki beðið þá um það sjálfur?" sagði Mark. „Ég er ókunnugur hérna og því undir grun“. Morey sneri sér að Violet. — „Getið þér hert upp hugann og hitað handa okkur kaffi. Það dug ar víst ekki að fá sér wiský til hressingar. Þá finna þeir lyktina og halda að maður sé að reyna að drekkja samvizkunni“. Violet fór út. „Hvar eru börn- in?“ spurði Mark. „Perrin fór með þær niður í eldhús og þær sitja þar og eru að klippa bréfmyndir ásamt einum af mönnum Wilcox". Eftir nokkrar minútur kom Stoneman yfir anddyrið og gekk til þeirra. „Þeir eru ekki erfiðir viðureignar“, sagði hann. Amos stóð í dyrunum að baki hans. — Hann gaf Morey merki um að koma. Violet kom inn með stóra kaffi könnu. Morey hellti sér í bolla og fór með hann inn. Brátt kom Morey út úr stof- unni og gekk beint upp á loftið. Perrin fór næst inn. Síðan Vio- let. Hvorugt þeirra var inni leng ur en þrjár mínútur. Svo kom Laura Morey gang- andi hægt niður tröppurnar og hvarf inn í stofuna. Mark sá snöggvast náfölt andlit hennar. „Ég á líklega að fá að verða síðastur", sagði Mark við Violet. Hún hafði ekki sagt eitt orð síð- an hún kom út úr stofunni og nú kinkaði hún þegjandi kolli. „Farðu og sæktu börnin, Vio- ARNALESBOK jXlorgmtblaBsins ‘ ÆVINTYRI MIKKA V. Brottnumdna prinsessan Eftir Andrew Gladwyn 2. þó notaleg kyrrð skógarins. Mikki naut þess af innsta hjarta- grunni að vera í skóginum. Honum fannst skógurinn alltaf vera svo blæfagur og tilbrigðaríkur. En nú varð skógurinn þéttari og dimmari. Sólargeislarnir smugu niður á milli trjánna og voru eins og hvítar rákir en trjálaufið myndaði grænan bakgrunn. Og svo voru ótal flugur og fuglar, sem rétt brá fyrir í geislunum, en hurfu svo jafn skyndilega inn í skógarþykknið og sáust ekki meir, — en þá komu bara aðrir í staðinn. Marglit fiðrildin flögruðu til og frá, en í dimmum skúmaskotum hreiðraði kóngulóin um sig og spann vef sinn af ákefð og starfsgleði. Allt í einu nam Mikki staðar og skimaði í kringum sig. Á risastóru eikartré við hlið stígsins skammt framundan hon- um hékk stórt spj ald, sem á var málað stórum stöfum þessi orð: — Snúðu við! — Jæja, þá, hugsaði Mikki. Hvað skyldi þetta eiginlega eiga að þýða? — Hann hikdði andartak, en nú var forvitni hans vöknuð og hann hélt áfram, en þó með gætni. Nokkrum metrum undan var annað spjald og á því stóð: — Varaðu þig! Mikki leit í kringum sig, en allt var hljótt og kyrrt í grænum skóginum. Hann hélt áfram, en þó hæg- 1 ar, og kom að þriðja spjaldinu sem á stóð: — Varúð! — og síðan að þýí fjórða: — Hættu!! — og loks að því fimmta: — Þú hefur vjerið aðv^raður!!! k »milii trjámia• fytír \ íjfamabl * STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS: Kvöldvaka í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU í KVÖLD KL. 20,30. DAGSKRÁ: 1. Norskt stúdentalíf: Ivar Orgland, cand. philol. 2. Tvísöngur: Árni Gunnlaugsson, stud. jur. og Bogi Melstað, stud. med. 3. Quo vadis? Eftirhermu og gamanþáttur. Nokkrir stúdentar frá M. R. 1951 flytja. 4. Sigfús Halldórsson leikur og syngur frum- samin lög. 5. Spurningaþáttur. GuSmundur Arnlaugs- son, stjórnar. Spumingum svara: Björn Sigfússon, Halldór Halldórsson, Niels P. Dungal og Ólafur Bjömsson. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 15—17. — Pantanir sækist fyrir kl. 16. STÚDENTARÁÐ Reykjavlk. 12. desember 1950. Skyrtugerðin h.f., Reykjavlk. Samkvæmt viðtali er ég átti við yður, i»á er ég sagði v yður frá athygli peirri, sem skyrtur yðar -ESTRELLA- vöktu í Danmörku. er mér ljúft að gefa yður pað skrif-' legt. Sumarið 1949 dvaldi ég viðsvegar I Danmðrku, um nokk- urra mánaða skeið. Hafði ég meðferðis nokkrar skyrtur frá yður. og vöktu pær mjög víða athygli fólks fyrir sérstaklega gott snið, gæði og vandaðan frágang. í tveimur pvottahúsum, öðru í Fredricia, hinu i Kaup- mannahöfn, gerðu forstjórarnir boð fyrir mig, er ég sótti pvott minn og spurðu hvaðan ég væri. Ég sagði peim pað. Síöan var rætt um Island á víð og dreif. Að lokum spurðu peir hvaðan pessar tilteknu skyrtur væru. Ég tjáði peim að pær væru saumaöar á tslandi. Þeim pótti pað mjög merkilegt að við skyldura hafa svo vandaða framleiðslu, og spurðu hvort ekki myndi vera hægt að fá keyptar svona skyrtur frá íslandi. Taldi ég pess lítil likindi, Forstjóri pvottahússins í Fredricia. sem einnig átti verkstæði , sem saumaði skyrtur, vildi fá eina skyrtuna, svo að hann gæti tekið snið af henni. En pað var ekki hægt par sem ég var á fðrum til Vestur-Jótlands. 1 Ég gladdist mjög yfir pessu lofi og áliti a pessari < framleiðslu okkar, en var pó ekkert undrandi yfir pví, par sem ég hef altaf talið skyrtur frá yður, pær næst beztu, sem ég hefi notað og á ég par við hina heimspekktu tegund -Van Heusen.. svo pér raegið vel una sama'nburðinum. Virðingarfyllst. r" ‘ # i, ■ w,- Eldavéiafenglar eru nú fyrirliggjandi. Eins og áður seljum vi'5 eldavéla- tengla til rafvirkjameistara og raftækjaverzlana með heildsöluvcrði. H.í RAFMAGN t 4 - ■ C t 3 II 1.1 «« »<■•*»» •*»***«« :;.i. i Vestur£ö|u .14) —* Sími.4005 t ,. > ««»x»»4»»| «•••« • V»Vf>V»»r4'^FY?»«M4«£'’i¥tf4M»»'lj*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.