Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 16
Veðurúiiif f dag: Austan go!a cða kaldi. 63 .tbl. — Sunnudagur 16. marz 1952. Reykjð¥íkii7l}féf Sji bl». ». Fjögra herberoja íbúð mee 8ð íerm yélffieii : t : Gunnlaugur Pálsson arkitekt hefur gert teikningu að smáíbúð, sem er 80 fermetrar, en rúmar fjögur herbergi. Myndin hér að ofan er af útliti hennar. — Sjá samtal á bls. 7. Riffil|jélniðiiflim e?f iiíii uMt mnbrotsþjófnaðir eru upplýstir Tveir ungir menn hafa jáiað þá á sig reÍfiskframSeiislan sneiri 951 en nobkru sinni fyrr Mesí fryif af þorski, en karfi orðinn næsfur Á. ÁRINU 1951 var freðfiskframleiðslan meiri en nokkru sinni fyrr. Fiskur sá, sem frystihúsin tóku á móti til vinnslu varð alls rúm- lega 93 þús. smál. og var það rúmlega 15 þús. smál. meira en mest hafði verið áður á einu ári, en það var árið 1949. Hér er beitusíldl ekki talin með. Á árinu 1950 var þetta fiskmagn hins vegar muq minna eða aðeins 57 þús. smál. RiffiijBjófwann nelfa? all hafa miðað rifllinum TVEIR ungir menn sem nýlega voru handteknir, hafa játað á sig 10 innbrotsþjófnaði og meðal þeirra er þjófnaðurinn á rifflinum í verzluninni Hans Petersen. — Maður sá er hér var að verki hefur neitað því að hafa miðað rifflinum á lögreglumennina, er þeir ætluðu að handtaka hann inni í búðinni. — Maður þessi er tvítugur og hefur tvisv.ar áður orðið uppvís að innbrotsþjófnuðum. Hinn maðurinn er tæplega þrítugur og hefur ekki fyrr komizt í kast við lögregluna. Rannsóknarlögreglan skýrði blaðamönnum frá þessum málum í gær. SEX INNBROT SÖMU NÓTTINA Aðfaranótt 27. febrúar voru framin fimm innbrot hér í bæn- um og hið sjötta suður í Kópa- vogi. — Þrjú innbrotanna, sem framin voru hér í bænum, eru nú upplýst, svo og Kópavogs- innbrotið. Tvítugur maður, Gunnar Gígja, til heimilis að Sunnuhvoli hér í bæ, sem tvisvar áður hefur ver- ið uppvís að innbrotsþjófnuðum, hefur játað á sig innbrotin þrjú sem framin voru hér í bænurrt þessa nótt. Telur Gunnar sig hafa verið undir áhrifum áfengis, er hann framdi þau. INNBROTIN ÞRJÚ Fyrst þessara innbrota framdi Gunnar Gígja í Verzl. Jóhanns Ólafssonar & Co. við Hverfis- götu. í skrifstofunni fann hann milli 30—40 kr. í peningum og tók þá. —. Síðan fór hann suður á Bergstaðastræti í Síld & Fisk. Hann komst þangað inn um glugga er skilinn hafði verið eft- ir opinn í ógáti þá um kvöldið. 1 peningakassanum í búðinni fann hann 30—40 kr. Fór síðan inn í skrifstofuna og fann þar einn pakka með riffilskotum. RIFFLINUM STOLIÐ Er Gunnar handlék skotpakk- ann, kom honum í hug Verzlun Hans Petersens í Bankastræti, sem verzlar með riffla. — Hann fór þangað. Hann braut rúðu í bakhúrð og fór inn, en til þess að komast fram í búðina þurfti hann að brjóta upp aðra hurð. Úr peningakassanum í búðinni tók hann 200 kr. og cinn riffil tók hann úr búðinni. Hlóð hann riffilinn meS skotum úr pakkan- um, sem' hann hafði tekið í Síld & Fiski. Skaut síðan einu reynslu skoti í giuggapóst í bakherbepgi pg þar fannst kúlan. ÞEGAR LÖGREGLAN KOM Gunnar varð var við manna- ferðir og ætiaði út um bakdyrn- ar, en varð þá var við lögreglu- menn fyrir dyrunum. Segist hann þá hafa farið aftur inn í búðina og ætlað út götumegin. Þar var fólk. Hann fór því aftur út að hurðinni, bakdyramegin. Segist þá ekki hafa séð lögreglumenn- ina og hljóp hann þá út í nátt- myrkrið með riffilinn. Gunnar fór tveim dögum síðar með riffilinn niður á Skúlagötu og kastaði honum þar niður í fjöru, en þar fannst hann. NEITAR Við yfirheyrslur hefur Gunnar neitað að hafa miðað rifflinum á lögreglumennina og segist ekki hafa ætlað að beita skotvopninu gegn henni eða öðrum. Lögreglu- menn hafa borið að Gunnar hafi miðað rifflinum á þá. Gunnar Gigja situr nú í gæzlu- vaiðhaldi, en rannsókn í máli hans er ekki að fullu lokið. Dóma þá er hann hefur áður hlotið vegna innbrota, hlaut hann báða á síðastl. ári. STAÐINN AÐ VERKI Maðurinn sem framdi þjófn- aðinn í KRON-búðinni í Kópa- vogi þéssa sömu nótt heitir Jónas Þórður Guðjónsson, Mávahlíð 31. Hann er 29 ára. Jónas var stað- inn að verki í verzl. Valencía á Njálsgötu 48. Sagðist hafa ætlað að skjótast þangað inn til að fá sér sígarettur. — í þeim þjófnuð- um, sem hann hefur játað á sig, er eiginlega aðeins um vindlinga- þjófnað að ræða. í KRONbúðinni stal hann vindlingum, á annað hundrað pökkum, segir hann sjálfur, en verzlunarstjórinn seg- j ir á þriðja hundrað. Aðfaranótt 113. febr. brauzt hann inn í jtóbaksbuð Júlíusar Everts í jLækjargötu 8. Þar stal hann vindlingum og lítilsháttar af pen- lingum. — Sams konar þjófnað framdi hann í verzl. Krónan í Mávahlíð 30. Nokkrum krónum stal hann er hann framdi innbrot í pípugerðina við Rauðarárstíg og kaffisölu við Sænska frysti- húsið. Jónas Þórður hefur verið í fastri atvinnu, en Gunnar verið atvinnulaus lengi vel, þar til nú fyrir nokkrum dögum. Sigfús Sigurhjariar- son iáiinn í GÆRKVÖLDI lézt að heimili sinu hér í bænum Sigfús Sigur- hjartarson, bæjarfulltrúi. Bana- mein hans var hjartaslag. Sigfús var bæjarfulltrúi fyrir Sameiningarflokk alþýðu — sósíalistaflokkinn, og hefur átt sæti í bæjarstjórn og bæjarráði síðan 1942. Þingmaður Reykvík- inga var hann á árunum 1942 til 1949. — Hann varð stúdent árið 1924 og lauk guðfræðiprófi 1928 og gerðist þá kennari við Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga. Var kennari þar til ársins 1939. Um nokkurt skeið var hann ritstjóri Þjóðviljans. — Málefni góðtemplara lét hann mjög til sín taka og átti sæti í fram- kvæmdastjórn Stórstúkunnar í um 20 ár. Sigfús var fyrir skömmu kom- inn heim frá Rússlandi, þar sem 1 hann dvaldi sér til lækninga. — Hann lætur eftir sig konu og 3 börn, tvær dætur, sem eru við C jnám erlendis og ungan son, sem I IJC2ÍIICbIIomIv !er heima. ^MEST AF ÞORSKI, j EN KARFI NÆSTUR Langsamlega mest var af borski, sem til frystingar fór, eða alls um 51 þús. smál., en næst kom karfinn með 26 þús. smál. eða nær 28% af því fiskmagni, sem til frystingar fór. Er hér mikil breytlng á orðin frá því, sem var á árinu 1950, sem var fyrsta árið, sem karfi var fryst- ur hér nokkuð að ráði. — Var magnið, sem fór þá til frystingar aðeins um 5.600 smál. eða 10%! af heildarmagninu. FRAMLEIÐSLAN Ur fiskmagni því, sem frysti- húsin tóku á móti, var framleitti alls 31.366 smál. Árið 1950 var framleiðslan aðeins 19.800 smál., en það var álger undantekning fyrir það hversu lítil framleiðsl- an var af freðfiski. Árið 1949 var framleiðslan hinsvegar 29.800 smál. (Frá Fiskifélaginu). Verzlusarfólk, fjöl- mennið á fundinn annað kvöld Ferðaféísgsfundir í Hveragerði og Selfossi í dag FERÐAFÉLAG ÍSLANDS efnir í dag til tveggja útbreiðslufunda. Verður annar að Selfossi klukk- an fjögur í dag en hinn í Hvera- gerði klukkan 9 í kvöld. Á fundinum mun Jón Eyþórsson segja frá starfsemi og stefnumál- um félagsins. Pálmi Hannesson, mun sýna skuggamyndir frá Kili og Hveravöllum og skýra þær. ' Hallgrímur Jónasson segir frá jferðaáætluninni fyrir komandi ^sumar og að lokum sýnir Guð- mundur Einarsson frá Miðdai kyikmyndir úr f'erðum Fjalla- Imanna. Breikkun Lækjar- göfu og lagning Skúlagöfu rædd A FUNDI sínum í gær ræddi bæjarráð m.a. um breikkun Lækjargötu og framlengingu hennar til norðurs. Ennfremur um lagningu Skúlagötu, breikk- un hennar, malbikun eða stejrpu. Voru sýndir og ræddir tillögu- uppdrættir. Skúlagatan er mjög þýðingar- mikil umferðargata fyrir þunga- flutning og væri það ómetanleg samgöngubót að að fá hana full- gerða. Flogið með súrefnis- læki fil hjálpar ný- íæddu barni á Laugarvatni KLUKKAN rúmlega eitt í gær símaði Knútur læknir Kristinsson, sem var staddur í sjúkravitjun hjá nýfæddu bami á Laugarvatni, til Slysavamafélagsins. Kvaðst hann mjög þurfa á súrefnistækj- um að halda vegna hins sjúka barns og þyrfti að fá þau sem fyrst send austur. Slysavarnafélagið, sem á slík tæki, náði þegar sambandi við Björn Pálsson, flumann, sem var á leið í loftinu með sjúkling úr Dölum, og bað hann að fara að Laugarvatni strax eftir að hann hefði lent. Var þá fulltrúi Slysa- varnafélagsins staddur á véiiin- um með tækin. Flaug Björn þeg- ar austur og lenti á ísilögðu Lauga vatni. Skömmu síðar frétti félag- ið, að líðan barnsins, sem var orðið helblátt, er Björn kom með tækin, hefði gerbreytzt eftir notkun súrefnisins. Stýrið hefur brotnað af ÞEGAR einn af köfurum vél- smiðjunnar Hamars ætlaði að athuga skemmdir þær er orðið höfðu á stýri fiskflutn- ingaskipsins Turkis, kom í ljós að ekkert stýri var á skipinu. Það hafði brotnað af er skipið strandaði við inn- siglinguna í Sandgerði að- faranótt föstudags. 1 gær var byrjað að losa úr því saltfiskfarminn. Skip- ið verður tekið upp í slipp þegar því verki verður lok- ið, annað hvort á mánudags- kvöld eða á þriðjudaginn. Mikill sjór er í skipinu, þó ekki hafi hann komizt í lestar. Ovíst er hve langan tíma viðgerðin á skipinu mun taka. STOFNFUNDUR sameiginlegraí launþegadeildar Verzlunarmanna félags Reykjavíkur verður hald- inn í Tjarnarcafé annað kvöltS kl. 8,30. Lagt verður fram á fund inum frunavarp að reglugerð fyr- ir deildina, sem m.a. felur það i sér, að afgreiðslumannadeild, skrifstofumannadeild og sölu- mannadcild verða sameinaðar. M fundinum verður einnig kosin stjórn deildarinnar. Það cr vitað, að kommúnistaí hafa fullan hug á því, að ná yfir- tökum á fundinum og fá komm- únista kosna í stjórn deildarinnai? til þess að geta notað þessi sam- tök verzlunarmanna í þágu) Kommúnistaflokksins. — Er þvii nauðsynlegt að lýðræðissinnar il félaginu fjölmenni á fundinn og} hrindi þessari árás kommúnista á samtök sín. ,[ i í nrrr* l ^ \ 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.