Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 7
MORCUISBLAÐIÐ Föstudagur 4. apríl 1952 % 1 fíir 20.060 fcm langan flétfa Jöklarannsóknafélagsins iiíða miigvíilea verkefni JS* IfKÍS!] Félagið fær feyfi fyrir sfcriðbíl Frá aðalfundi félagsins í fyrraí Fyrir nokkrum dögum komu 20 Hvít-Rússar fijúgandi til Hamborgar eftir flótta margra ára. Upp- haflega flýó'u þeir undan kommúnistum eftir byltinguna 1917. En fyrir 3 árum urðu þeir að flýja frá Kína, þar sem kommúnistar höfðu þá náð þar völ lum. Leiðin lá gegnum Sinkiar.g yfir Hámaiaja til Indiands og frá Kalkútta með vélflugu til Iíamborjar. Leiðin er 20 þús. km löng og á flóttanum fækk- aði flóttafólkinu úr 300 í 20. Á myndinni sjást nokkrir Hvít-Ritssanna stíga út úr vélfíugunni við koinuna til flamborgar. Grísk-kaþólski biskupinn á brezka liernámssvæðinu sést veita þeim viðtöku og blessun. nn læíii Darf að vera i t'. ® I ORYGGISMALUNUM mætast sameiginlegir hagsmunir Slysa- varnafélagsins og póst- og síma- jrsálastjórnarinnar um ýms atriði, sem'snerta slysav- rnarnálin. • — .Þannig komst Einar Pálsson, skr'ifstofústjóri landssímans, að ciði er hann ræddi tun taistcðvar «g cnnur skyld hjálpartæki skipa, á landsþingi Slysavarnafélagsins. í upphafi máls sír.s ræddi Ein- -sr Pálsson um nauðsyn þess að öll slík hjálpartæki séu í full- komnu lagi þegar skipin leggja til hafs. — Það hlýtur að vera lágmarkskrafa, ef tryggja á sem bezí öryggi rnanna í siglingum við strer.dur landsins og á höfum Úti. ÖLL SKÍP 20 KÖMLESTA ÖG STÆRRf MEÐ TAL- STÖÐVAR ■ Síðan vék hann rnáli sínu að radíóþjónustunni og einkum tal- stöðvunum. — Fyrstu talstöðv- arnar voru leigðar í íslenzk fiski- skip fyrir 20 árum. Voru það dínuveiðararnir Nonni og Ár- mann frá Reykjavík. Nú, tveim áratugum síðar, eru talstöðvar í 574 skipum og bátum. Allir bátar og skip í flotanlún, sem eru yfir 20 rúmlestir, eru méð talstöðvar.1 Talstöðvar á landi hafa einnig aukist all mjög á undanförnum árum og eru nú fimm strandar- stöðvar opnar allan sólarhring- inn allt árið um kring. Að.rar j fí!nm stöðvar eru opnar ákveðna tíma sólarhringsins. Loks eru 14 talstöðvar, sem einunais annazt öryggis- og neyðarþjónustu og hafa takmarkaðan starfstíma. Af þessu má sjá, sagði Einar Pálsson, að talstcðvaþjónustan er orðin allumfangsmikil. Má það vera gleðiefni öllum þeim, sem láta sér annt um öryggismál sjó- , farenda. Slysavarnafélagið á sinn | mikla þátt í að talstöðvarmálun-, um hefur miðað svo vel áfram. j HLUSTA LÍTIÐ Á NFYÐAR-ÖLDUTÍÐNINA Einar Pálsson ræddi því næst Eina um fai Einar Pálsson um hlustvörzluna, bæði í landi og á skipunum. Hlustun í landi er góð, sagði Einar, en hún verður í reyndinni tiigangslítil, ef strand arstöðvarnar ná ekki til bátanna. Það kemur því miður allt of oft fyrir, að ekki næst í skip, sem er á sömu eða svipwðum slóðum og skip það er, sem á aðstoð þarf að halda. Þetta stafar af því, sagði Einar, að skipin íilusta mjög Iítið á hina alþjóðlegu kaii- 03 neyðaröláuííðni. — Skipin hiiista tíðast á samtöl, scm fara fram um fiskveiðar skipanna. Stórlega mætti auka öryggið með skipulegri hlustvörzlu bát- anna svfþað og nú tíákast hjá togurunum. Hlustunarskilyrðin eru hvergi betri, en.á sjónu.m. — Hér er mikið í húfi og með ram- tokum allra er að málum bessum m Lðndssíenans ræádl iSVFÍ /inna, ætti að vera hægt að koma 'peirri samábyrgð á, sem þarf og verður að koma í þessum efnum. Sjómönnum er eðlilega þörf á að hlusta á samtöl skipanna um 'iskveiðar, en nú er aðeins eitt /iðtæki í bátunum og meðan ílustað er eftir aflafréttum bát- anna, er ekki hægt að hlusta á tall- og neyðaröldutíðninni cam- ■;ímis. NÝTT TÆKI Póst- og símamálastjórninni er 'jóst að nauðsynlegt sé að tvö æki verið í hverju fiskiskipi og lé annað þannig útbúið að hlust- ’.ð er stöðugt á kall- og neyðar- 'ildutíðninni meðan skipið er á ajó. Hefur póst- og símamálstjórn 'n falið radíóverkstæði Lands- ímans að gera tilraun með smíSi í öruggu, en óclýru viðtæki fyrir fiskibátanna fyrir neyðaröldu- tíðnina. Má bráðlega vænta ár- angurs af þcssari tilraun, sagði Einar Pálsson. Með slíku tæki yrði mikilvægum áfaga náð í ör- yggismálum sjófarer.da. Nauðsynleat verður að hvetia alla þá, er hlut eiga að máli, til að viðurkenna nauðsyn elíks tækis. í erindi sínu drap Einar Páls- son á þá str.ðreynd að bátar hafi farið í róður með talstöðvar sín- ar í ólagi. Alltaf geta stöðvarnar bilað, þó aðeins sé notað til þeirra hið bezta efni. Hér er um mikið alvörumál að ræða, sagði hann, sem taka þarf föstum tökum. Taldi hann að íil mála kæmi að gera skipstiórana ábyrga og láta þá sæta sektum ef það sannaðist að þeir hefðu siglt úr höfn með talstöð og önnur öryggistæki í ólagi. Þessi orð bað hann að ekki yrðu skoðuð sem fjandskapur út Framh. á bls l) JOKLARANNSOKNAFÉLAG j íslands liélt fyrsta aðalfund sinn í I. kennslustofu Háskólans í fyrrakvöld. Á undan fundi varj sýnd kvikmynd sú, er Árni Stef- ár.sson tók af fransk-íslenzka vísindaleiðangrinum á Vatna- j jökli síðastliðið sumar. Mynd þessi er í eðlilegum litum, eink- ar vel og skýrlega tekin. Sýnd er för leiðangursmanna í tveim- ur snjóbíium ujip á Vatnajökul og f.nam og aftur um hann, meðan; þeir vinpa að vísindastörfum sín- om við hin erfiðustu skilyrði. Einnig sýnir myndin vel hina stórbrotnu og hrífandi fegurð ör- æfanna, sem tvimælalaust alltof fáir njóta af eigin raun. Jón Ey- þórsson, sem var leiðangursstjóri, skýrði myndina. SKÝRSLA FORMANNS Að kvikmyndasýningunni lok- inni var gengið til aðalfundar- starfa. Formaður Jöklarannsókna' félagsins, Jón Eyþóisson, veður- fræðingur, setti fur.dinn og gaf skýrslu um starísemi þess síðast- liðið ár. Fclagið er sem kunnugt er mjög ungt, aðeins rúmíega ársgamalí, en félagsmenn eru þegar orðnir 150 og höiðu þeirj allir greitt árgjald sitt. Félagið hlaut 4 þús. króna styrk frá Menntamálaráði á ár- ( inu. Einnig áskotnaðist því þrír járnskálar aí Keflavíkurflugvelli endurgjaldslaust, og hafa tveir, þeirra þegar verið reistir á fjöll- um uppi, en hinn þriðji var seld- ui til þess að standast straum af kostnaði við flutning og end- ursmíði hinna tveggja, sem voru þó reistir í sjálfboðaliðavinnu eingöngu. Þá ræddi fcrmaður um tll- raunir féíagsins til þess að eiga- ast sr.jóbíla, sem har.n kvað mesta áhugamál þess. Skýrði hann frá því, að nú íægi fyrir tilboð frá Svsþjóð um tvo skrið-' bíla fyrir 60—70 þús. ísl. krónur samtals og væri það verð ali- hagstætt. Kvað hann rikissjóð hafa lagt fram 25 þús. krónur til kaupanna, en almenn fjársöfnun hefði nokkurr veginn tryggt það, sem á vantaði. Ennfremur upp- lýsti formaður, að Fjárhagsráð j hefði þá um elaginn veiít félag- j inu innflutningsleyfi fyrir einum skriðbíl. ! Siðastliðið sumar unnu sjö menn að rannsóknum á Breiða- merkurjökli, sex enskir nárns- rcenn og einn íslendingur, Sverr- ir Sch. Thorsteinsson. Jöklarann- sóknaíélagið styrkti rannsóknir þessar, sem m. a. voru fólgnar í því að gera uppdrátt af jöklinum, og hefur komið í Ijós, að eldri uppdrættir eru nokkuð ónákvæm ir. Ætlunin er -að halda rann- sóknum þessum áfram næsta sumar. ÁRSRITIÐ „JÖKULL“ Jöklarannsóknafélagið hefur gefið út ársritið „Jökul“ og kvaðst formaður hafa byrjað út- gáfu þess nokkuð upp á sitt ein- c.æmi, og væri allskostar óvíst um framtíð þess. Skýrði hann frá því, að Prentsmiðjan ,,Oddi“ hefði sýnt þá höfðingslund að gefa allan prentunarkostnað rits- ins og þakkaði hann rausn þessa. Finnig þakkaði hann öðrum þeim aðilum, er stutt hefðu félagið rneð gjöfum, vinnu og annarri fyrirgreiðslu. Gat hann þess, að fyrsta gjöfin hefði félaginu borizt frá hinum látna forseta íslands, Sveini Björnssyni, en sú stærsta frá Ara Hálfdánarsyni, Höfn í Horna firði. Langdrýgsta kvað hann þó fjársöfnun Morgunblaðsins hafa verið, en þar söfnuðust 8—10 þúsund krónur. Að endingu ræddi formaður hin miklu verkefni, sem ttíðá* Jöklarannsóknafélagsins við að rannsaka jökla landsins, þar t eð] lítið starf hefur verið unnið í þeim efnum hér á landi til þessaí en sums staðar erlendis héfur að> því verið starfað í nálega hundr- að ár. f Að lokinni skýrslu formanps las Páll Sigurðsson upp reikn-. inga félagsins og voru þeir sam-j þykk'tir í einu hljóði. STJÓRNARKJÖR Formaður félagsins er kjörinnf til þriggja ára í senn, og lá þvi fyrir fundinum að kjósa aðra stjórnarmeðlimi. í fráfarandí stjórn áttu sæti auk formanns: Gjaldkeri. Sigurjón Rist, ritari Guðmundur Kjartansson, Trausti Einarsson og Arni Stefánsr-on. F varastjórn: Sigurður Þórarinsson, Þorbjörn Sigurgeirsson og Einar Magnússon. Voru þeir allir end- urkjörnir í einu hljóði. Endur- skoðendur voru kosnir Páll Sig- urðsson og Rögnvaldur Þorláks- sor. í stað Kristjáns heitins Skag- íjörð. UM ÍSMYNÐUN Þá flutti Þorbjörn Sigurgeirs- son erindi um ísmyndun. Ræddi. hann ítarlega eðli þeirra og or- sekir og' hina miklu þýðingú þeirra. Kvað hann hið fasta ástand vatnsins yfirleitt fjand- samlegt lífinu, en þó væru frá því undantekningar, því að ísinn losaði sundur kletta og steina og auðveldaði þannig gróðurmynd- un. Erindi Þorbjörns var hið fróðlegasta og gerðu fundar- menn góðan róm að máli hans. í lok fundarins var sýnd fróð- leg og merkileg kvikmynd af Grænlandsleiðangri Paul Emile Victor, og hontim síðan slitið á tólfta tímanum. Þessi fundur Jöklarannsókna- félagsins var vel sóttur og ríkti á honum einhugur og áhugi á hinum merku viðfangsefnum fé- lcgsins. ííæíi'r HfáBpaiEr fjörf EINS OG kunnugt er brann bær- inn í Gunnólfsvík á Langanesr að. kvöldi hins 1. apríl s. 1. til kaldra kola. Allur húsbúnaður, matvæli og fatnaður brarm þar inni. Hefur heimilisfólkið á bæn- um, sem nú stendur uppi blá- snautt, orðið að koma sér fyrir á næstu bæjum. Aðstæður þessa fólks eru hihar hörmulegustu. Annar bóndinn, en tvíbýii er í Gunnólfsvík, á fyrir 9 börnum að sjá. Eru þau á fyrsta til þrettánda ári. Á framfæri hans eru ennfremur aldraðir foreldr- ai. Hinn bóndinn hefur einnig fósturbörn á framfæri. Þetta fólk allt stendur nú uppi gjörsamlega bjargarlaust við eng- ir. efni. Hér er vissulega þörf bjálpandi handa. Reykvikingar hafa oft brugðizt vel við þegar slík atvik hafa borið að höndum. Má einnig gera ráð fyrir því að þessu sinni, að þeir vilji greiða úi vandræðum .þessa nauð- stadda fólks, sem hér á hlut að máli. — Mbl. mun fúslega veita viðtöku gjöfum til fólksins í Gunnólfsvík, sem svo hart hefur orðið úti. _________ LUNDÚNUM — 132.395 ferðuðust með brezkum far flugvélum í janúarmánuði Er það 28.1% meira en í mánuði i fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.