Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. apríl 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Þrjú ár í jtjómtu frikins HINN 4. apríl árið 1949 undir- rituðu utanríkisráðherrar 12 ríkja sáttmála Norður-Atlants- hafsbandalagsins í Washington. í dag eru því liðin 3 ár síðan þessi þýðingarmiklu samtök til verndar friði og öryggi í heim- inum voru sett á laggirnar. Ástæðurnar fyrir myndun þess ara samtaka friðsamra lýðræðis- þjóða við Atlantshaf voru fyrst og fremst hin óheillavænlega þróun alþjóðamála eftir styrjöld ina og uppvöðslustefna Sovét- Rússlands. Flestar þessar bjóðir höfðu neyðst til þátttöku í tveimur heimsstyrjöldum á fyrri helming þessarar aldar. Þessar styrjaldir höfðu bakað þeim ó- hemjutjón. Milljónir manna létu lífið og ógrynni fjármuna var sóað. í bæði skiptin var það sama einræðisríkið, sem þessar styrj- aldir hóf. Engin þeirra þjóða, sem að Atlantshafsbandalaginu stóð, hafði átt þátt í að hleypa þess- um ægilegu styrjöldum af stað. Hlutverk þeirra var aðeins að verja frelsi sitt og annara þjóða, sem ofbeldið beindist gegn. En þoð var ógæfa mann- kynsins í lok síðnstu styrjaldar, að henni var ekki fyrr lokið en nýjar ófriðarblikur sáust á lofti. Sovét-Rússland, sem notið hafði drengilegrar aðstoðar hinna vestrænu lýðræðisþjóða í baráttunni við nazismann, tók upp merki hans. Aður en blóðið var storknað eftir djöful æðið á meginlandi Evrópu tóku Rússar að ræna hverja þjóð- ina á fætur annari frelsi sínu með aðstoð fimmtuherdeilda sinna. Það var þessi þróun málanna, sem knúði hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir til þess að snúast til varnar og mynda með sér sam- tök til verndar sjálfstæði sínu og öryggi. Hin bitra reynsla frá tveimur heimsstyrjöldum hafði sýnt þessum þjóðum á áþreifan- legan hátt, að andvaraleysið var liklegasta leiðin til þess að leiða yfir þær þjáningar þriðju heims- styrjaldarinnar. En þær vildu ekki bíða þess að þær dyndu yf- ir. Þess vegna hófust þær handa um víðtækar ráðstafanir til að hindra hina ógæfusamlegu rás viðburðanna. Grundvöllur Atlantshafsbanda- lagsins er þess vegna fyrst og fremst raunsæi og glöggur skiln- ingur á nauðsyn nýrra úrræða til þess að koma í veg fyrir hyl- dýpi styrjaldarógæfunnar. Hjá því varð ekki komist við myndun þessara samtaka að ýmsar þátttökuþjóðanna breyttu um stefnu í utanríkis- málum. Lífið sjáift hafi sannað nauðsyn slíkrar stefnubreyting ar. — Hlutleysisstefnan hafði kveðið upp dauðadóm yfir sjálfri sér. Engin þjóð gat, hversu fegin sem hún vildi, trúað á skjól hennar. Síðasta heimsstyrjöldin hafði feykt henni út í veður og vind. — Áframhaldandi trú á hana var þess vegna ekkert annað en hrapaleg og hættuleg sjálfs- blekking. Af þessum ástæðum urðu ýms- ar smáþjóðir við Atlantshaf að stíga skref, sem höfðu í för með sér margvíslegar breytingar á af- stöðu þeirra. En þessi spor voru oumflýjanleg, ef þær áttu að getu gert sér vonír ua zL halda frelsi sinu og njóta öryggis um líf sitt og limi. Síðan Atlantshafsbandalagið var myndað hefur svo verið unn- ið af kappi að eflingu varna þeirra og öryggis. Samtökin hafa sett upp aðalbækistöðvar sínar í París. Þaðan hefur Eisenhower, hershöfðingi, stjórnað varnarund irbúningi þeirra og samræmingti fjöiþættra öryggisráðstafana. I Norfolk í Bandaríkjunum eru höfuðstöðvar Atlantshafsflotans, sem lýtur yfirstjórn McCormicks, flotaforingja. Ýmsar stofnanir hafa einnig verið settar á stofn innan banda- lagsins. Er hlutverk þeirra í senn, að annazt landvarnafram- kvæmdir og vinna að auknu ör- yggi bandalagsþjóðanna á sviði efnahagsmála. Hinum vestrænu lýðræðisþjóðum er það fullljóst, að þær verða að hafa nána sam- vinnu um að tryggja lífskjör sín og koma þar með í veg fyrir að skortur og fátækt veiki mót- stöðuþrek þeirra og greiði götu ofbeldisins. Engum frelsisunnandi manni getur dulizt, að stofnun Atlants hafsbandalagsins er stærsta skrefið, sem stigið hefur verið síðan síðustu heimsstyrjöld lauk, til þess að vernda heims- friðinn og koma í veg fyrir, að þriðja heimsstyrjöldin skelli á. Hin þrjú ár þess í þjónustu friðarins eru merkilegur reynslutími. Á þeim hefur framsókn ofbeldisins verið stöðvuð í Evrópu. Með þátt- töku Grikkja og Tyrkja í bandalaginu, hefur það víkkað starfssvið sitt og styrkt að- stöðu sína tli áhrifaríkrar varð- stöðu í Austur-Evrópu og Litlu-Asíu. Hinar frjálsu þjóðir þakka Atlantshafsbandalaginu störf þess. Vonir þeirra um frið og öryggi byggjast á áframhaldi þess mikla verks, sem það hefur tek- ist á hendur. Illdeilur í slað samvinnu. KOMMÚNISTAR hafa illu heilli náð yfirtökum í stjórn sam- vinnufélagsins Hreyfils. Fyrir of- beldi þeirra og yfirgang klofnaði þetta félag ekki alls fyrir löngu. Að því hlaut að sjáifsögðu að vera mikið tjón fyrir þetta ,fé- lag, sem að mörgu leyti hefur starfað af þrótti og myndarskap. Nú er það ætlan kommúnista að gera þá ákvörðun umferða- nefndar og bæjarstjórnar að flytja strætisvagnana af Lækjar- torgi að Arnarhóli að æsinga- máli. í staðinn fyrir að hafa góða samvinnu við bæjaryfirvöldin um útvegun nýrrar lóðar fyrir bæki- stöð Hreyfils, sem verið hefur á þessum stað, hefja kommúnist- ar illdeilur og uppnám um þetta mál. Sjálfir hafa þeir vanrækt að gæta hagsmuna Hreyfils- manna. Þetta er mjög illa farið. Innan samvinnufélagsins Hreyfils eru ennþá margir sanngjarnir og dugandi menn, sem engan veg- inn verðskulda að vera leiksopp- ar kommúnistar. Þess vegna verður að freista allra, ráða til þess að tryggja félagi þeirra eins gc'ca aðstöðu og unnt er. FRÉTTIN um för Nizamens af Hyderabad með 12 af 70 kon- um sínum tíl höfuðborgar Indlands var eins og andar- dráttur frá liðinni tíð. f fylgd með furstanum og konum bans 12 var frítt föruneyti. Hópurinn settist að í Hydera- bad höllinni í Nýju Delhi er. hún hefur staðið ónotuð oy tóm um ára skeið. Þessi litla og yfirlætislausa frétt fullvissar okkur um að þó völd furstanna séu rokin út í vsður og vind, lifa þeir enn bílífi sem Norðurálmu- menn eiga erfitt með kð gera sér grein fyrir. ÁKVEÐINN NÁUNGI Indverska lýðveldið hefði með einu pennastriki getað útrýmt þeim en Nehru og þjóð hans kusu að sýna hófsemd. Þjóðin. þáði að vera innan brezka namveldisins og ákveðið var að féiagar „Prinsa deildarinar“ (Chambers cf Princes) skyldu fara með eins konar landsstjóravöld. Nizaminn af Hyderabad situr ráðstefnu landsstjóranna hjá Hann ervsldateenSifir Kort af Indlandi. Svarti blettur- inn sýnir legu Hyderabads og stærð, en það er 80 þás. ferkíló- metrar. I.ri'IR SPARLEGA Árlegar tekjur furstans sjálfs eru um 140 milljónir krór.a, en notar þó aðeins lítinn hluta aí þeirri fjárhæð fyrir sig. Að vísu býr hann í Ævintýrahöll, þar sem borðað er af gulldiskum, en reikn að hefur verið út að hinn harði j kostur hans sjálfs kosti ekki yfir 60 kr. á viku. Ilann heldur fíla.1 sem skreyttir eru gulli, en kýs I þó helzt að ferðast um ríki sitt í auslyrianikri dýr fáliðaður í sínum gamla Fordbil. Þegar hann fer ferð sem þessa veiður hann stöðu sinnar vegna að hafa frítt förur.eyti, þó hann kysi annað. — Hann berst fyrir fögrum hugsjónum og takn.ark hans er: Skóli og sjúkrahús í hvert þorp í Hyderabad fyrir 1960. HINN BEIZKI DRYKKUE En hann hefur ekki farið var-, hlu.ta af vonzku heimsins. Á dög- um Viktoríu Englandsdrottning- ar varð Nizaminn í Hyderabad handgenginn Bretum og svo hef- ur verið síðan. í síðustu styrjöld reyndist Nizaminn Bretum trúr vinur. Hann lét þeim í té fjöl- mennan her og varði fjárfúlgum til stríðsskuldabréfakaupa. Hann léit upp til Breta og trúði því einlæglega að Bretar myndu aldrei sleppa hendi sinni af Ind- landi fyrr en tryggð væri fram-’ tíð furstadæmanna. Þegar svo fór þó fannst honum hann hafa ver- ið svikinn. Þá kaus hann að sigla sinn eigin sjá og bauð lýoveldinu indverska byrginn. Hann var gersigraður og sat einmana reykj andi vindling í bcennandi sól- skini á tröppum hallar sinnar, hugsandi um ósigur sinn og hrun Framh. á bls. 11. Velvakandi skrifar: m ÐRG&SG& FJ Nizam af Hyderabad Prasad forseta. Hann er ákveð- inn náungi og til marks um það er að hann neitaði að ríki hans gengi í indverska lýðveldið og lýsti Hyderabad sjálfstætt ríki. Her var sendur gegn honum og furstinn var gersigraður. En ekki var honum vikið úr höllinni og landsstjóratitilinn fékk hann. — Það má kallast vel sloppið. TOK SER VOLD Forfeður Nizamans voru óbreyttir hermenn á 17. öld. Þeir voru herskáir og vígfimir og hækkuðu því í tign og urðu hers höfðingjar í mongólaher Aurang- zebs. Þegar hann féll frá varð upplausn í Indlandi og hershöfð- inginn Nizam gerði sér Htið fyrir og tók öll völd í Hyderabad í sínar hendur, síðan hafa ættingj- ar hans tekið við völdum hver af öðrum. Nizaminn af Hyderabad er í dag einn þeirra manna, sem tal- inn er vera auðugastur manna á jörðu hér. Hyderabadfurstarnir hafa frá upphafi farið dyggilega að ráðum þeim er hinn fyrsti Nizam skrifaði eftirkomendum sínum er hann lá banaleguna: — Safnið gulli og dýrum steinum. Það eru verðmæti sem ryð né mölur fá ei grandað. —• Óhemju fjársjóðir bundnir í gimsteína- söfnum hafa gengið að erfðum auk skattheimtu af 20 milljónum Hyderabadbúa. Réttur áskilinn ... , ÞAÐ er ekki óalgengt að heyra og sjá auglýsingar enda með þessum orðum: „Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. — Það væri dálaglegur skratti, ef menn réðu ekki, hvaða tilboði þeir tækju j eða væru skuldbundnir alveg út í fingurgóma eftir að hafa aug- lýst. Satt að segja, er þetesi fyrir- vari eindæma fáránlegur eins og allir sjá, sem velta honum fyrir sér. En auk þess er hann alls ó- þarfur og hefir hreint ekkert gildi að lögum, — sem sagt út í bláinn. Mig minnir, að auglýsingaverð j útvarpsins sé 2 kr. á orð, svo að ; það er 20—30 kr. óþarfakostnað- ur á hverja auglýsingu, þar sem þessu attandingsi er hnýtt við. „Mér hefir aldrei lagzt neitt til“ IFYRRI viku var hér að því spurt, hvar væri að finna setninguna: „Mér hefir aldrei lagzt neitt til“. En það er Einar Kvaran, sem lætur Þórð karlinn I í Króki segja hana í Þurrki. Aragrúi af svörum hefir borizt, miklu fleiri en ég gat gert mér ; vonir um. Svörin bárust úr öllum landsfiórðungum frá fólki á öll- um aldri. Yngsti sendandinn var 11 ára stúlka, tvær konur voru yfir sjötugt, oe brír karlmenn rétt undir sjötugsaldri sendu hann vekja athygli á, að þarna væri lýst-drykkjúsiðum, sem nú væru lítt þekktir orðnir. Sigurvegarinn fær verðlaun ÞEGAR öll svörin voru komin á miðvikudagskvöld, var nafn eins sendandans dregið úr með mikilli viðhöfn í votta viðurvist. ig xp Drukku viskíið hægt og rólega ÞAÐ kemur mönnum ef til vill á óvart, að tiltölulega flest svör bárust frá fólki milli ferm- ingar og tvítugs. En sagan er í Lestrarbók Nordals, sem lesin er í gagnfræðaskólum. Margir létu í ljós óskir um, að frambdld yrði á sííkarii getraun-! uni. Sumum þótti þessi of auð-1 i Veld. Nítján ára piltur lét bess | getið, að önnur setnine í Þurrki ( ( vírtist sér athyglisverðari: „Svo fórum við að drekka viskíblönd-j una í hægðum okkar". Vildi ..... dregið í votta viðurvist. Kom upp nafn Helgu Finnsdótt- ur, Freyjugötu 15, Rvík. Sigurvegarinn má vitia verð- launa sinna, sem eru 100 krónur, í skrifstofu Morgunblaðsins. Vaxtahækkanir bankanna EINS og eðlilegt er vakti það athygli manna, að banka- vextir hækkuðu á miðvikudag- inn, bæði útlánsvextir og inn- láns. Er til þessa ráðs gripið til að örva sparifjársöfnun í bijnk- unum. Margir hafa verið í vafa um, hvernig bæri að skiiia tilkvrm- inguna, hvort vextir hækk- uðu á inn- og útlánum, sem stofnað hefði verið til fyrir 2. npríl. Svo er. Af því fé, sem menn áttu í bönkum fyrir 2. apríl, reiknast hærri vextirnir frá og með þeim degi að telja. A’lir út- lánsvextir af forvaxtalánum hækkuðu líka þann dag. Fram- leiðsluvíxlar eru þó undanþegr.ir. Þessar nýju reglur gilda eingöngu um sparisjóðsdeildir bankanna. Til að mynda eru þær óviðkomandi ræktunarsjóði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.