Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaguf 4. apríl 1952 ÍÞBÓTTIR aíidsflokkadúnan verðnr háð í kvöld C 30 gh'mumenn keppa í 4 flekkisn. * f. Rúnar Guðmundsson. LÁNDSFLOKKAGLÍMAN verð- ur' háð í íþróttahúsinu við Há- logaland í kvöld. Reyna þar rösk- lega 30 glímumenn með sér í þremur þyngdarflokkum auk drengjaflokks. Óhætt mun að fullyrða að allir beztu glímumenn landsins verði þarna saman komnir, því þátt- taka utanbæjarmanna er mikil. í þyngsta flokki eru keppend ur aðeins þrír að tölu en þar mun þó sennilega verða harðast barizt því enn einu sinni reyna með sér Rúnar Guðmundsson, skjaidar- hafi og glímukónguL- og Armann Lárusson. Flestir eru þátttakendurnir í drengjaflokki eða 14 talsins. Vegna þess byrjar keppnin í þeim flokki kl. 7,30—7,30, en heldur svo áfram kl. 8.30 ásamt keppn- inni í hinum þyngdarflokkunum þremur. Keppt er um silfurbikara í hverjum flokki auk annara verð- launa. Rúnar Guðmundsson er handhafi verðlaunabikarsins í þyhgsta flokki. ■< iii ■ Meisfaramóf Reykja- víkur í badminlou REYKJAVÍKURMEISTARA- MÓTIÐ í badminton fór fram dagana 26. og 27. marz 1952 í í- þrótahúsi l.B.R. við Hálogaland. Þátttakendur voru 30. Allir úr T.B.R. — Úrslit urðu sem hér segir: í einliðaleik kvenna sigraði Jak- obína Jósefsdóttir Unni Briem með 11:5 — 4:11 og 11:5. Tvíliðaleik kvenna: Unnur Briem og Jakobína Jósefsdóttir með 15:2 og 15:3. í einliðaleik karla vann Wagn- er Walbom Einar Jónsson með 15:2 og 15:3. Tvíliðaleik karla unnu Wagner Walbom og Þorvaldur Ásgeirs- son með 15:3 og 15:7. Tvenndarkeppnina unnu Unnur Briem og Wagner Walbom 15:7 og 15:2. Mótinu var slitið af formanni l.B.R. Gísla Halldórssyni, sem af- henti sigurvegurunum verðlaun. Mótið vár hið skemmtilegasta enda sýndu keppendur almennt meiri en áður á þessurn mótum1 og er það ótvíræð bending í þá átt, að þessi skemmtiíega íþrótt sé í öruggri framför hér í höfuð- fitaðnum. Ármann I. Lárusson Isieflzkra gefrauna í Reykjavík ÞESSIR aðilar hafa verið valdir til þess að hafa umboð fyrir ís- lenzkar getraunir. Til þeirra á almenningur, .sem þátt tekur í getraununum, að snúa sér: Guðmundur Gunnlaugsson, snorrabraut 38, BókaverzIUn Sig- fúsar Eymundssonar, Bókaverzl- unin Fróði, Leifsgötu 4, Fjóla, Vesturgötu 29, Sælgætissalan í Hreyfli, Viðtækjavinnustofan Hverfisgötu 117, Verzlun Hans Petersen, Eyjabúð, Fossvogsbletti 31, Sveinsbúð, Fálkagötu 2, Har- aldarbúð, Austurstræti, Kron, Hrísateig 19, Kron, Bræðraborg- arstíg 47, Sunnubúðin, Mávahlíð 26, Verzlun Vélsmiðjunnar Héð- ins, Verzlunin Drífandi, Samtúni 12, Bækur og ritföng, Austur- stræti 1, Bækur og ritföng, Lauga vegi 39, Helgafell, Laugaveg 100, Bókaverzlun Lárusar Blöndals og Nesbúð, Nesvegi 39. Eftir er að velja 5—6 umboðsmenn ennþá hér í bænum. Getraunaseðlar liggja frammi í stöðum þessum frá og með laug- ardegi. SÍÐARA sundmót I.F.R.N. hefst í Sundhöll RejRjavíkur í kvöld kl. 8.30, Keppendur verða frá flestum framhaldsskólum Reykjavíkur og nágrennis. Keppt verður í eítir- töldum greinum: Stúlkur 66% m bringusund, 3.3% m baksund, 333/3 m skriðsund, 33% m björg- unarsund, 6x33% m skriðboð- sund. Piltar: 100 m bringusund, 66% m baksund, 66% m baksund, 33% m flugsund, 33 % m björgun- arsund og 10x33 3/3 m skriðsund (boðs.). Verðlaun eru veitt fyrir flest heildarstig pilta og stúlkna. Gagn fræðaskóli' Austurbæjar er nú handhafi stúlknaverðlaunanra en Menntaskólinn pilta. Margt þekkt asta sundfólk landsins er meðal þátttakenda. Skólasundmótin cru alltaf með skemmtilegustu sund- mótum sem haldin eru, og er keppnin mjög spennandi. Er flest um énn í fersku minni keppnin frá skíðasta skólasundmóti. Gagnfræðaskóli Austurbæjar sér um mótið. vann KÖRFUKNATTLEIKSMÓT í. F. R. N. fór fram dagana 22., 25. og 29. marz s.l. Fjórir skólar tóku þátt í mótinu: Háskólinn, Mennta skólinn, Kennaraskólinn og Verzl unarskólinn. Síðastliðinn laugardag voru úrslitaleikir háðir. Úrslit urðu þessi: Háskólinn — Menntaskól- inn 25:7, Kennaráskólinn — Verzl unarskólinn 13:6. Háskólinn vann mótið með 6 stigum, annar varð Menntaskól- inn með 4 stig, þriðji Kennara- skólinn með 2 stig. Keppt var um bikar, sem í. F. R. N. gaf. Þetta var í annað sinn, sem mótið fór fram, en Háskól- inn vann einnig mótið í fyrra. SIR WILLIAM CRAIGIE, sem m. a. er frægastur allra orðabókar- höfunda, sem nú eru uppi, fyllir 85 ár 13. ágúst í sumar. Þrátt fyrir þenna háa aldur vinnur hann sleitulaust að hugðarefnum sínum, og nú í vetur mun eldivið- arskortur sá, sem Bretar eiga við að búa, baga hann meir en ald- urinn. Sir William hefur unnið mestu verk sín í þágu móðurmáls síns, enskunnar. En mestu varðar oss Islendinga skerfur sá, sem hann hefur lagt til íslenzkra fræða. Verka hans á þvi sviði hefur ver- ið getið með þakklæti, svo sem makiegt er og skylt. Hér skal á það bent, að hann hefur fyrir skömmu lokið við sýnisbók ís- lenzkra rímna í þrem bindum, og nær hún frá upphafi rímnagerð- ar (á 14. öld) til síðustu aldar. Vel mundi við eiga, að sú bók yrði fullprentuð og komin í bóka- búðir á afmæli Sir Williams, en ekki veit ég, hvort þess verður auðið. Sir William hefur ekki ein- vörðungu sýnt fræðimannlegan áhuga um tungu vora og bók- menntir. Hann hefur einnig ú annan hátt sýnt íslendingum margvíslega vinsemd. Hann cr sannur íslandsvinur svo sem voru Rask og Maurer. Það er sómi vor að veita slíkum mönnum hveija þá viðurkenningu, sem vér meg- um. Nú ættu sem flestir að votta Sir William þakklæti og vinar-/ hug með því að gerast áskrifend- ur að skrá þeirri um rit hans, sem vaentanleg eru á 85 ára afmæli þessa merka fræðajöfurs. Björn K. Þórólfsson. ★ ATH.: Frestur til áskriftarsöfn- unar hefir fengist framlengdur til 21. þ.m. Stofnun sfpiánunarhælis ársla- mesta leilin heinitu ijarijSRÍIap i málinu a Isiands á Akureyri SKÍÐAMÓT íslands verður háð á Akureyri dagana 10. til 14. apríl ■ n.k. Ferðir á skíðamótið verða frá Ferðaskrifstofunnb þriðjudag 18. apríl og fimmtud. 10 apríl (skírdag) kl. 8 f.h. báða dagana. Ferðaskrifstofan á Akui evri mún útvega þeim, er þess óska, náttstað og aðra fyrirgreiðslu. Ferðir frá Akureyri verða mánud. 14. apríl (annan í pásk- um) og miðvikud. 16. apríl. Afsláttur verður veittur þeim, sem kaupa farmiða fram og aftur og köstar farmiðinn kr. 250,00 báðar leiðir. Norðurleiðir h.f. annast flutninga þessa. Yfir 30 þúsund síma- starfsmenn í verkfalli | WASHINGTON, 3. apríl. — 1 dag urðu miklar tafir á sím- tölum og skeytasendingum, vegna I þess að starfsmenn eins stærsta símafélags landsins hafa gert verkfall. Starfsmenn þess eru 31 þúsund og krefja hærri launa. ) Árangurslausar hafa sáttatil- raunir verið til þessa. Viðskipti félagsins við Norðurálfu eru þó í fullum gangi. Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær, skýrði borgarstjóri frá þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru á árinu 1951 til stofnunar afplán- unarhælis fyrir barnsfeður. Rakti hann í því sambandi greinargerð, sem Ólafur Sveinbjörnsson skrif- stofustjóri hefur gert um þetta mál. Segir hann m. a. á þessa leið: NOKKUR TILBOÐ BÁRUST Þegar bæjarstjórn hafði gert samþykkt sína um að festa kaup á jörð til að stofna þar og reka afplánunarhæli fyrir bamsfeður, bárust nokkur boð um kaup á slíkum jörðum. Á þeim boðum voru ýmsir gallar. Sumar jarðirnar voru algerlega húsalausar eða húsakostur mjög óhentugur til hælisrekstrar, t. d. ný og vönduð gripahús, sem lítil not voru fyrir, en hleyptu kaupvei'ðinu mjög fram. — Af þessum boðum þótti áðgengilegast boð frá eigendum jarðanna Kvíabryggju, Hóps og Rimarbæjar í Eyrarsveit, ásamt þeim húsum, er þeim fylgdu. Eigendur jarðanna létu þær í fyrstu ekki falar fyrir lægri upp- hæð en 250—260 þúsund krónur, og munu þeir hafa haft hliðsjón af söluverði jarðarinnar Bjarn- ai'hafnar á Snæfellsnesi, er seld vai' fyrir nokkru. — Stóð nokk- urn tíma í samningum um upp- hæð kaupverðsins, en þegar sam- komulag náðist ekki, varð sú nið- urstaða, að tveir matsmenn skyldu tilnefndir, sinn af hvorum aðila, er skyldu meta eignirnar til pen- ingaverðs og ákvéða hvernig upp- hæðin skyldi skiptast milli hinna ýmsu eigenda, og allir aðilar vera þundnir við matið, ef matsmenn yrðu sammála. MATSMENN TILNEFNDIR Bæjarsjóður tilnefndi sem mats- mann af sinni hálfu Einar B. Kristjánsson húsasmíðameistara, en eigendumir Oddgeir Jóhanns- son verzlunarmann, sem báðir munu hafa dvalið langdvölum í Eyrarsveit eða næsta nágrenni og eru þaulkunnugir öllum staðhátt- um. Niðurstaða matsmanna varð sú, að heildarkaupverð allra eignanna skyldi vera 202 þús. kr., og voi'u a.m.k. sumir af eigendunum mjög óánægöir með þá niðurstöðu. Bæjarsjóður hefur greitt kaup- verðið og fengið afsal fyrir eign- unum. BÆJARSJÓÐUR LEGGUR ÚT KAUPVERÐIÐ Svo er samið um milli ríkis- sjóðs og bæjarsjóðs, að bæjar- sjóður leggi út kaupverð eignanna og kostnað við bx’eytingar og við- gerðir á húsakosti svo og andvirði hæfilegs bústofns, en ríkissjóður annist um allan rekstur. Er gert ráð fyrir, að á hælinu sé rúm fyrir 15 vistmenn, er ríkissjóður tekur við því. Kostnað við breytingar, viðgerð- ir og kaup á bústofni, áætla þeir Guðmundur J. Guðmundsson, for- stjóri Vinnuhælisins, og Einar B. Kristjánsson 369.500 kr. Með samþykki dómsmálaráðu- neytisins hefur Byggingarfélagið Stoð tekið að sér að framkvæma breytingar og viðgerðir a húsum og er í vetur unnið að undirbún- ingi þess. Er gert ráð fyrir, að hælið geti tekið til staría fyrir nnæsta haust. Að lokum er rétt að geta þess, áð á árinu 1951, hefur innheiinta barnsmeðlaga til bæjarsjóðs geng- ið nokkru betur en árið 1950, gagn- stætt því, sem er um irnhei.mtu ýmsra opinberra gjalda. Má vafa- laust þakka m. a. undirbúningi þeim, sem farið hefur fram að stofnun þessa hælis, sem almenn-, ingi vai'ð kumiugt um af blaða- skrifum og á annan hátt. BEZT AÐ AVGLÝSA í í M O RGV N B L AÐ I N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.