Morgunblaðið - 24.05.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUM1I.Afil& Laugardagur 24. maí 1952 setakjörið gjörsamlega afskipta- laust. Að því hafa þannig verið leidd rök, að þjóðin hefur allt frá upp- hafi innlends þjóðhöfðingjavalds talið afskipti stjórnmáJaflokk- anna af ráðstöfun þess sjálfsögð og eðlileg. Þegar svo Alþýðuflokkurlnn nær ekki samkoniulagi um einn af þingmönnum sínum finnur hann það allt í einu upp, þegar frambjóðandi hans hefur lýst framboði sínu, að aðrir flokkar mcgi alls ekki nafa nein afskipti önnur af forsetakjöri en þau, að kjósa frambjóðanda Alþýðuflokks- ins!!! Það er nauðsynlegt, að þjóðin geri sér þetta ljóst vegna þeirra blekkinga, sem AB-menn hafa í frammi um þetta atriði. Útg.: H.f, Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Fiokkarnir og ÞAÐ er ómaksins vert að athuga lítillega afskipti stjórnmálaflokk- anna til kjörs þjóðhöfðingja hér á landi síðan að Íslendingar áttu þess kost að velja inr.lendan mann í þá stöðu. Þá er þess fyrst að minnast, að þegar hernám Danmerkur gerði Danakonungi ómögulegt að gegna störfum sem konur.gur íslands varð það að ráði milli lýðræðis- flokkanna þriggja að ríkisstjórn- in yrði fyrst um sinn handhafi konungsvaldsins. — Þetta sam- komulag flokkanna þótti sjálf- sagt og eðiilegt. Sumarið 1941 var svo ákveðið, einnig með samkomulagi þing- flokkanna á Alþingi, að sérstakur embættismaður skyldi kjorinn til þess að fara með konungsvaldið. Var Sveinn Björnsson síðan kjörinn ríkisstjóri af þinginu hinn 17. júní það ár. Þessi ráð- stöfun hins æðsta valds, sem gerð var með samkomulagi stjórnmála flokk'anna, þótti einnig eðlileg. Svo rann upp stofnár lýðveld- isins, árið 1944. Fram tll þess tíma fór hinn þingkjörni ríkis- stjóri með konungsváldið. En um leið og skilnaður við Dani var ráðinn, var sú ákvörðun tekin að kjörinn skyldi forseti fyrir hið íslenzka lýðveldi. Skyldi hann í fyrsta skipti þingkjörinn, en síð- an þjóðkjörinn. Alþingi kaus Svein Björnsson fyrsta forseta íslands. Til grund- vallar kjöri hans lá samko.nulag stjórnmálaflokkanna. Þegar svo til þjóðkjörs dró fór enn á þá leið að lýðræðisflokkarnir höfðu samráð með sér um sameiginleg- an stuðning við Svein Björnsson. Hvað sannar nú þessi saga? Hún sannar það svo greini- lega að ekki verður um villzt, að síðan hið æðsta vald í mál- efnum íslendinga fluttist inn í landið hafa stjórnmálaflokk- arnir, fyrir hönd þjóðarinnar, haft forystu um nauðsynlega ráðstöfun þess. Þetta sam- komulag flokkanna hefur verið talið sjálfsagt og eðli- legt. Þjóðin hefur meira að segja talið það skyldu þeirra að hafa frumkvæði í þessum efnum. Það hefur verið skoðun yfir- gnæfandi meiri hluta hennar að brýna nauðsyn bæri til sem víðtækasts samstarfs um kjör þjóðhöfðirgjans. En nú hefur sú skoðun allt í einu skotið upp höfðinu, að eig- inlega megi stjórnmálaflokkarnir helzt engin afskipti hafa af for- setakjöri. Hverjar skyldu nú vera frum- orsakir þessarar skoðunar? Þeirra þarf ekki lengi að leita. Fyrst eftir lát Sveins Björns- sonar voru uppi mjög háværar kröfur um það meðal þjóðarinn- ar, að lýðræðisflokkarnir kæmu sér saman um sameiginlegan frambjóðanda, eins og þeir höfðu jafnan gert áður. Er óhætt að fullyrða, að langflestir þingmenn þeirra hafi einnig talið þau vinnu brögð sjálfsögð og eðlileg. — Á grundvelli þessarar skoðunar var svo farið að vinna að slíku sam- komulagi. Þarf ekki að rekja gang þeirra samningsumleitana. Það hefur verið gert áður. En kjarni málsins er sá, að það eí ' fyrst þegar minnsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar hefur hihdrað samkömulag um sameig- inlegan frambjóðanda allra lýð- ræðisflokkanna, sem raddir fara fyrir alvöru að heyrast um það, að flokkarnir eigi að láta for- fiðburinrlk. alþjoða-borátta gegn heimsóknir HEIMSÓKNIR hinna dönsku og norsku leikara hingað til lands munu vekja almenna ánægju meðal íslenzkra leikhúsgesta. Að slíkum heimsóknum er mikill fengur. Þær opna gluggana út að leiklistarheiminum og skapa okk- ar eigin listafólki á þessu sviði tækifæri til þess að læra af er- lendu listafólki. Um það getur engum blandazt hugur að möguleikar okkar til þess að taka á móti leikheim- sóknum eru nú allt aðrir og betri en áður. Hið nýja og myndarlega þjóðleikhús hefur skapað gjör- breytt viðhorf í þessum efnum. Nú er hægt að setja hér á svið svo að segja hvaða verk, sem okkur sýnist, við góð skilyrði. Hér er hægt að sýna óperur, óperettur og balletta. Þetta er svo stórt spor fram á við í menningarmálum okkar, að vel má vera að þjóðin hafi varla gert sér ljóst, hve þýðingarmikið það er. Á því fer vel, að Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn skuli ' vera fyrst til þess að koma hing- að í heimsókn eftir að móttöku- skilyrði bötnuðu hér. Til þess hefur íslenzk leiklist oft sótt mikinn styrk. Ungir íslenzkir leikarar hafa farið þangað til náms og flutt heim með sér aukna leiklistarþekkingu. t Áður hafði Dramaten í Stokk- hólmi sent hingað óperu, sem var hin fyrsta, sem sýnd var í hinu . íslenzka þjóðleikhúsi. ! Um þessar mundir er einnig * hingað komin ein vinsælasta leik- kona Norðmanna, sem mun leika hér sem gestur. Allt sýnir þetta viðleitni hinna norrænu þjóða til þess að starfa saman á sviði menn- ingarmála. Sú viðleitni stefnir í rétta átt. íslendingar bjóða hlð danska og norska listafólk innilega velkomið til íslands. Það er von okkar að koma þess verði okkur sjálfum að gagni og því til ánægju. Fá- mennasta norræna þjóðin á margt til hinna stærri að sækja. Þær eru á fjölmörgum sviðum komnar miklu lengra áleiðis en við. En íslenzka þjóðin er í sókn. Hún mun halda áfram því uppbyggingar starfi, sem hún hefur helgað sig, allt frá því að barátta hennar hófst fyrir stjárnar- íarslegu frelst jRAG EFTIR j.»AG, v.ótt cftir nótt er háðui leyhilegur bardagi við landamærin og í hundruðum hafna gegn eiturlyf ja-smyglurum. Því strangara sem eftirlit yfirvald- anna verður, því bragðvísari reyn- ast smyglararnir. Eins og stendur sýnir hið hækkandi verð citur- lyfja á svartamarkaðnum, að lög- reglan hefur undirtökin. Erfiðara er að útvega vöruna og hún verð- ur sjaldséðari, ekki er hægt að anna eftirspurninni — og verðið hækkar. Á hinum illræmda svarta- markaði í Kairó var eitt kíló- gramm af hreinsuðu opíum selt í fyrra á 1148 bandaríska dollara. Nú er gangverðið orðið 1262 doll- arar. 1 fyrra gerðu yfirvöldin upp- tæg 13,000 kg. af eiturlyfjum í 39 löndum. ÞAÐ SEM FANNST í ÚLFALDAMÖGUNUM Aðferðirnar breytast þegar lög- reglan fer að kynnast háttum smyglaranna. Egypzka citurlyfja- lögreglan hafði nýlega mikið fyrir því að koma upp röntgen-tækjum við allar landamærastöðvar, bar sem útfaldalestir íara um írá Líbýu og Arabíu. Lögreglan hafði komizt að því, að miklu magni af eiturlyfjum í hylkjum var smyglað inn í landið á þann hátt, að úlfaldarnir voru látnir gleypa hylkin áður en komið var að landa- mærunum. Röntgentækin sýndu málmhylkin í maga úlfaldanna og þegar í stað varð að slátra skeppn- unum til að afla sannana. Þetta kostaði allmarga smyglarana þung ar refsingar og einn góðan veður- dag sýndu röntgentækin ekki leng- ur nein málmhylki. Nokkur tími leið þar til lög- reglunni varð ljóst, að smyglar- arnir höfðu skipt um aðferð. Þeir héldu áfram að smygla eiturlyfj- um í maga úlfaldanna — en nú voru hylkin gerð úr gúmi og plasti. Þessi efni sjást ekki við röntgen- skoðun og nú verður að finna nýja aðferð til að koma upp um smygl- ið. Eiturlyfjanefnd S. Þ. fylgist vel með þróun þessarra mála og skýrslur hennar eru tíðum mjög fróðlegar. í þeim er m. a. greint frá því hvernig smyglararnir reyndu að fela eiturlyf undir fjög- urra feta þykkum ís í fiskibát, Fram og Yalur skildu aftur jöfn ÚRSLITALEIKUR Vormóts ' meistaraflokks milli Fram og Vals fór fram á uppstigningardag í sunnan hvassviðri. Leikar fýru, stvo, að jafntefli varð 1—1. Valur lék fyrri hálfleikinn und an vindi, en tókst ekki að skora í fyrr en 10 mín. voru til hlés, er Gunnar Gunnarsson skoraði mjög laglega með föstu skoti. Valsliðið náði aldrei verulega virkum leik í þessum hálfleik, og þegar tók að líða á hann, greip það um of til örvæntingarkenndra tilrauna | til markskota af 20—30 metra 1 færi. í síðari hálfleiknum veitti Val mun betur framan af, en eftir ístundarfjórðung tók Fram að sækja sig og pressaði án afláts það sem eftir var. Upp úr hornspyrnu nokkru fyrir miðjan hálfleikinn tókst Dagbjarti Grímssyni að jafna með því að skalla knöttinn yfir nokkra varnarleikmenn Vals. — Nokkrum mín. síðar lenti knött- urinn á ný í neti Vals, en það mark var dæmt ógilt, vegna ó- löglegrar hrindingar, sem markv. Vals varð fyrir, er hann stökk upp til þess að handsama knött- inn. Félögin verða því að leika á ný til úrslita, en sá leikur mun hafa verið ákveðinn í dag kl. 14. undir fóðrinu í töskum, í málning- ardósum, inni í bassafiðlu eða í þurrmjólkurdufti. Einn smyglari var tekinn þegar slöngurnar í bíl- hjólunum voru athugaðar. Annar reyndi að fela vöruna í loftinu á járnbrautarklefa. En mest af smyglvarningi þessum er geymt í eldhúsum, vclarrúmuin og undir lestahlerum skipanna. STÓRSMYGL Á IIAFINU Bandaríkin hafa svo rniklar á- hyggjur útaf smygli eiturlyfja meðal sjómanna, að í Washington hefur verið lagt til, að gerður verði sérstakur- svartúr listi yfir alla sjómenn, scm einu sinni hafa ver- ið staðnir að því að smygla eit- urlyfjum. Þetta hefur þó ekki komizt í framkvæmd, en áhyggj- ur Bandarikjámanna eru auð- skildar þegar þess er gætt, að árið 1951 fundust eiturlyf á 224 skip- um í alþjóðasiglingum og er það helmingi meira en árið áður. 91 þessarra skipa var amerískt og 14 voru ensk. Til eru smyglarar, sem ekki hafa tíma til að bíða eftir tækifæri til að smygla sjóleiðis. Þeir nota flug vélarnar. í skýrslu, sem skrifstof- ur S. Þ. hafa nýlega kunngert varðandi smygl eiturlyfja í fyrra, er getið um smygltilraunir með flugvélum margra flugfélaga, þeirra á meðal nokkurra heims- þekktra félaga, en þær tilraunir hafa þó mistekizt. MIÐFTÖÐ VIÐ KYRRAHAFID Miðstöð fyrir sölu og smygl eit- urlyfja er í Asíu. Um þessar mund ir eru viðskiptin einna mest í portugölsku nýlendunni Macao við strendur Kína. Þaðan eru eitur- lyfin flutt á djúnkum og vélbátum til Hongkong, sem er' eina full- komna höfnin við Kínastrendur, sem hægt er að sigla frjálst íil og frá Bandaríkjunum. I Hong- kong er smyglvarningnum dreift milli skipa, sem sigla til hafna um allan heim, til Ástralíu, Banda- ríkjanna, Burma, Indónesíu, ,Tap- an, Kanada og Suður-Ameríku. Hvarvetna eru kaupendur — glat- aðar sálir, sem hafa orðið þessum löst að bráð og vilja greiða hvað sem vera skal fyrir eina ópíum- pípu eða sprautu af morfíni. Eiturlyf jasmyglararnir starfa ekki alls síaðar með leynd. Við landamæri sumra ríkja vilja þeir heldur hafa liðssafnað og búa sig vel að vopnum og eru reiðubúnir að berjast þar til yfir lýkur gegn hvaða varðliði, sem verða kann á vegi þeirra. Þetta hefur meðal annars gerzt í ríkinu Mongliau við landamæri Burma, en þar gerði lögreglan 8,883 sinnum aðför að smyglurum og veitingamönnum, sem verzluðu með oiturlyf. Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LlFINV HAAG —1 Upplýst er, að aðeins rúmur hclmingur hollenzkra her- manna getur tekið þátt í hcræf ing- um á þessu ári sökum vopnaskorts. Til árs og gróðrar. j IDAG lýkur uppstigningadags- eða gangdagavikunni og grasið grær. | Nafn sitt dregur vikan af því, að 3 fyrstu dagarnir heita gang- dagar. í kaþólskum sið gengu menn yfir tún og engjar, hver á sinni landareign, og báðust árs og gróðrar. Prestar lásu yfir land- inu og báðu guð um blessun yfir allan gróður jarðarinnar, syngj- andi messur og stökkvandi vígðu vatni á jörðina. Fasta, sem hreif. TIL er frásögn um það, að einu sinni í fyrndinni hafi gengið svo miklir þurrkar í Noregi, að iörðin sprakk. Til að kippa þessu í lag var skipað að fasta á gang- daginn mikla, sem er í endaðan apríl og hefir svipað gildi og hinir þrír. Föstunni var fvlgt svo fast fram , að kvikfénaðurinn var múlbundinn þann dag og smá- börnum var bannað brióst. En þegar fólkið kom úr kirkju, var úrhellisrigning á, og var þó bjart veður, þegar til kírkju var geng- :3. Ilúsakaup á döfinni. ÞAÐ eru heldur en ekki gleði- tíðindi, ef nú skyldi rætast úr húsnæðislevsi Bæjarbókasafnsins eins og nú eru allar horfur á. Stendur til að kauDa handa hví húseignina Berg við Þingholts- stræti, sem margir kannast við undir nafninu Esjuberg. í Ekki er mér kunn húsaskipun á Bergi, en bæjarbragur er allur hinn myndarlegast-i af götunni að sjá, húsið stórt og landrými mik- ið eftir því, sem um er að gera. AfrTeiddu big sjálfnr ÞAÐ væri synd að segja, að Bæ.i- arbókasafninu hafi verið skorinn stakkur eftir vexti til þessa. Bókakostur safnsins hefir eðlilega vaxið árlega, þó að húsa- kynnin væru löngu ófullnægj- andi. Hafa bækurnar stundum legið undir skemmdum, auk þess sem enginn kostur hefir verið að veita gestum viðunandi viðtökur, en hver og einn getur leitað sér fanga um hillur safnsins og er þá umgengnin stundum misbresta- söm. Og enginn lætur sér bregða, þó að svo hafi gengið úr skorð- um, að seint finnist það, sem leitað er að. Dýrtíðin fær ekki inngöngu. HÉÐAN í frá er þess ef til viJl ekki lanet að bíða, að menn geti labbað inn í Bæjarbókasafn- ið og fengið þá bók, sem þeir biðja um. Varla mundi nokkur lá því, þó að það bækkaði eitt- hvað viðskintagjaldið, Jíklega eina stofnunin á landinu, sem ekki tollir í tízkunni að því levti, að dýrtíðin hefir ekki enn rekið þar inn sniáMrið. Á’-lega geturðu fengið eins marpar bækur og þú torgar að lesa fvrir eina krónu. Með hjartað að láni. t BANDARÍKJUNUM kváðu þeir búa til hjörtu, sem sett eru í lifandi fólk, þegar það er óhraust. Á meðan getur gamla hjartað hvílzt iafnframt því, sem það er tekið til viðgerðar. Vonandi felst ekki nein hætta í þessu fyrir ástfangna. Hingað til hafa menn látið sér nægja, að segja með hátíðasvip hjarta mitt er hjá þcr o. s. frv. Þó að óneitan- lega væri áhrifaríkara að koma blátt áfram mcð hjartað og selja stúlkunni í sjálfsvald, hvort hún. tekur við því eða kremur, þá halda menn sig vonandi við gomlu aðíerðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.