Morgunblaðið - 27.07.1952, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1952, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. júlí 1952 MORGUTSBLAÐIÐ 5 \ tí ÍN» Wœ Frá Jljðey á ísafjarðardjúpi. Jora driinssosí 041 HINN 28. júlí 1951, eða fyrir íœpu ári síðan, voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Guðmundar sál. Rósinkarssonar, bónda í Æðey, og h. 2G. maí s. 1. 'voru einnig liðin eitt hundrað ár frá fæðingu konu hans, Guðrúnar sál. Jónsdóttur frá Arnardal. Var Guðmundur þannig aðeins 10 mánuðum eldri en Guðrún kona ihans. Þessi mætu hjón hafa látið ísvo góðar og göfugar minningar eftir sig í huga og hjörtum vina og vandamanna fjær og nær, að mér þykir hlýða að þeirra sé að nokkru minnst í þessu tilefni, þó rúmið leyfi ekki að gera minn- jngu þeirra þau skil, sem vert yæri og efni standa til. Foreldrar Guðmundar sál. voru þau hjónin Rósinkar Árnasan <d. 1891), Jónssonar, konungs- jarðaumboðsmanns, Arnórssonar, yngra, sýslumanns í ísafjarðar- sýslu (1740—1796), og konu nan.s Ragnhildar Jakobsdóttir frá Gelti í Súgandafirði (d. 1. júlí 1902.!. ■— Er hér um alkunnar ættir að ræða, sem ekki skulu því raktar hér frekar. Var Guðmundur börinn Og barnfæddur í Æðey og ólst þar upp hjá foreldrum sinum. AUa | æfi sína átti hann heimili sitt á þessari fögru og friðsælu eyjuj og vann þar sitt æfistarf í hópi| ástvina sinna; fyrst með foreldr-1 um sínum og systkinum og síðarj meir á sínu eigin heimili með ( konu sinni og hinum myndarlega barnahóp þeirra. Hinn 12. október 1872, þá rúm- lega 21 árs að aldri, kvæntist Guðmundur konu þeirri, sem átti eftir að koma svo mikið og lengi( við sögu Æðeyjar, eða því nær um 60 ára skeið, Guðrúnu Jóns-; dóttur, Halldórssonar, bónda í Arnardal. Er ætt hennar eýmig bin merkasta og alkunn hér vestra. Fyrstu tvö árin eftir hjóna-( band sitt, voru þau í vinnu- ( mennsku hjá foreldrum Guð- mundar, en tóku þá við öllum | búsforráðum og bjuggu síðan í Æðey til æfiloka. Guðmundur dó úr lungnabólgu, eftir fárra daga legu, hinn 26. marz 1906, en ekkja hans. húlt búskapnum áfram, lengst af með aðstoð þriggja yngstu barna sinna, þeirra Sigríðar, Halldórs og Ásgeirs, hinna góðkunnu Æð- eyjarsystkina, sem nú eru eig- ondur og ábúendur Æðeyjar. '■ Það var mikiö áfaíl og sorg- Jegt fyrir alla á Æðeyjarheimil- inú, er heimilisfaðirinri, hin rtiik- ilsvirti og dugmikli atháfnamað- ur, féll svo skyndilega frá á bezfa skeiði lífsins, tæpra 55 ára gamáll. jrímar voru þá erfiðir og því Guðmundur Rósinkarsson ekki árennilegt fyrir efnalitla ekkju að halda búskapnum á- fram. En Guðrún sáluga var kjarkmikil kona og afréð fljótt að freista þess að halda öllu í horfinu og taka við þar, sem eiginmaður hennar hafði verið svo hastarlega dæmdur úr leik. Það kom og brátt í ljós, að þrátt fyrir allt var hún enginn ein- stæðingur, því að yngstu börnin hennar þrjú, sem áður var getið, yfirgáfu hana aldrei og voru alla tíð stoð hennar og stytta við bú- skapinn, sem hún rak til hinnstu stundar. Þegar Guðmundur sál. andaðist höfðu þau hjón búið samfleytt í 34 ár í Æðey. Eignuðust þau 13 börn og eru sjö þeirra enn á lífi; öll nú orðin grá fyrir hær- um, en vel metið merkisfólk, sem margir þekkja og kannast við. Var Guðmundur þá löngu orðinn sannkallaður héraðshöfðingi, eins og Jakob sál. bróðir hans, bóndi í Ögri, einnig hafði verið í sínu héraði meðan hans naut við. Var og margt líkt í fari þeirra bræðra um höfðingsskap allan og stór- hug. — Varð sannur héraðs- brestur er þessir tveir bræður féllu írá á bezta aldri báðir. Heimili þeirra Æðeyjarhjóna mun um langt skeið hafa verið með allra stærstu sveitaheimil- um hér á Vestfjörðum; gesta- gangur afar mikill og gestrisni þeirra hjóna að sama skapi. Enda var greiðasemi þeirrá rómuð mjög að verðleikum. Þangað kom enginn bónleiður til búðar. Voru þau hjónin samhent í þeim efnum sem öðrum. „Má óhætt fullyrða að margir sóttu þang- áð, fyr og síðar, margán málá- verðinn, eins og í tíð Rósinkars sálugá’ föður Guðmundar“, eins og Skúli sál. Thoroddsen kemst áð orði í eftirmælum eftir Guð- mund sál. í Þjóðviljanum frá þeim tíma. __________ Guðrún Jónsdóttir. Einhverntíma, nokkrum árum fyrir andlát Guðrúnar sálugu, spurði einn sona hennar hana um hversu marga næturgesti þau hjónin hefðu haft flesta, og svar- aði hún spurningunni svo: „Ég man ekki eftir fleirum en 42 og það var sami fjöldi og við höfð- um flestr í heimili". — Lýsir þetta bezt því hve mikil rausn og at- hafnasemi ríkti á Æðeyjarheimil- inu í tíð þeirra hjóna. Guðmundur sál. Rósinkarssön var góðum og farsælum gáfum gæddur, góðviljaður og hjálp- samur og drengskaparmaður hinn mesti. Naut hann því mikill ar virðingar og trausts samsveit- unga sinna. Enda var hann kjör- inn til margháttaðra trúnaðar- starfa fyrir hérað sitt. Ilann var sáttasemjari í Snæfjallahreppi í meira en 20 ár, eða til æfiloka, í sóknarnefnd og fjárhaldsmaður sóknarkirkju sinnar um langt skeið. Þá var og hann löngum í hreppsnefnd og oft oddviti nefndarinnar, hreppstjóri i nokk- ur úr og sýslunefndarmaður í mörg ár. Öll þessi störf leysti hann af hendi af hinni mestu prýði og samvizkusemi. Þau Æðeyjarhjón voru sam- taka um að sjá öllum börnum sínum fyrir staðgóðri menntun, eftir því sem kostur var á í af- skckktum sveitum á þeim tím- um, en auk þess komu þau mör'g- um óvandabundnum unglingum af báðum kynjum til manns. Stendur þjóðfélag okkar í mikilli þakkarskuld við þau hjón í þeim efnum. Síðustu ár æfi sinnar, eftir að hún hafði að mestu látið af öll- um búsýslustörfum, naut Guð- rún sáluga, ekkjá Guðmuhdar, friðsælla og áhyggjulausrá ellij daga hjá hinum þrem börnum sínum. Hún andaðist að heimili sínu h. 19. janúar 1931 á 79. . Framh. á bls. 7 1. MARZ 1932 skipaði stjórn ÍSÍ 5 manna ráð — íþróttaráð Reykja víkur — er skyldi fara með stjórn frjálsíþróttamála Reykjavíkur, á sama hátt og Knattspyrnuráð Reykjavíkur fór með stjórn knattspyrnumálanna. — Fyrsta stjórn ráðsins var þannig skipuð: Jón Kaldal, form. (en hann sagði starfinu lausu og var Reidar Sör- ensen þá skipaður í hans stað), Garðar S. Gíslason, Þorsteinn Einarsson, Ólafur Sveinsson og Stefán Bjarnarson. Þessi stjórn var skipuð til 3ja ára og einnig næsta stjórn, scm Ólafur Sveinsson var formaðúr fyrir. Næstu 2 stjórnir voru hins vegar aðeins skipaðar til 2ja ára. Var Ilelgi Jónasson frá Brennu formaður stjórnarinnar 1938— 1940, en Stefán Runólfsson 1940— 1942. FYRSTA ÁRSMNGIS Haustið 1942 komst á sú skipan að ráðið hélt sitt ársþing með fulltrúum kosnum af félögunum, er síðan kusu sér stjórn og for- mann til eins árs í senn. Jafn- framt var verkefni ráðsins stældr að, þannig að það náði einnig til nokkurra annarra íþróttagreina, sem ekki höfðu fengið sitt sér- ráð, en frjálsar íþróttir voru samt meginkjarni st.arfseminnar. Formenn ráðsins næstu 2 árin voru þeir Stefán Runólfsson og Sigurður S. Ólafsson. Á ársþinginu 1944 var starfs- svið ráðsins aftur takmarkað við frjálsar íþróttir og hefur verið svo síðan4 Formaður var þá kjör- inn Gunnar Steindórsson, en næsta kjörtímabil, 1946—-1947, var Guðm. Sigurjónsson formað- ur ráðsins. Árið eftir var svo nafni þess breytt í samræmi við starfssvið þess og það nefnt Frjálsiþróttaráð Reykjavíkur. DÓMARAFÉLAG Fram að stofnun Frjálsíbrótta- sambands fslands var ráðið ekki aðeins framkvæmdastjórn frjúls- íþróttamálanna í Reykjavik, held ur jafnframt ráðgjafi og hægri málum þessarar greinar. Árið hönd ÍSÍ í öllu, er laut að sér- 1944 stofnaði ráðið t.d. til fyrsta dómaranámskeiðsins í frjálsum íþróttum og hélt dómaranám- skeið og dómarapróf árlega árin 1944—-1946. 1946—1947 beitti ráð- ið sér fyrir stofnun Frjálsíþrótta- dómarafélags Reykjavíkur, sem hefur síðan farið með öll dóm- aramál ráðsins. Var Jóhann Bernhard fyrsti formaður dóm- arafélagsins. Þá hafði ráðið einnig um nokk- ur ár beitt sér fyrir stofnun sér- sambands í frjálsum íþróttum og lauk þeirri baráttu með stofnun Frjálsíþróttasambands íslands, 16. ágúst 1947. MIKIÐ STARF Þar sem það tæki allmikið rúm að rekja hér öll þau um- fangsmildu störf, sem ráðið hef- ur haft með höndum um dagana, verður aðeins stiklað á nokkrum atriðum til viðbótar. 1935 var haldin hér bæjar- keppni drengja á vegum ráðsins. j Kepptu þar drengir frá Reykja- i vík, Hafnarfirði og Vestmanna- j evjum. Árið eftir fór svo fram að j tilhlutan ráðsins bæ.iarkeppni t drengja og fullorðna milli Reykja víkur og Vestmannaeyja. Hélt sú keppni áfram næstu 2 árin, 1937 og 1938, og var til skiptis'í Revkja vík og Vestmannaeyjum. — Á ár- unum 1939—1942 beitti ráðið sér (fyrir boðhlaupskeppni milli stjórna félaganna annars vegar og öldunga hins vegar svo og sjólf ! stæðu öldungamóti. 1941 stóð ráð i ið að nokkru levti fyrir för revk- vískra fr jálsíþr óttamanna til Akur | eyrar (keppni Norðan- og Sunn- anmanna) og hefur oft bæoi fyrr j og síðar stuðlað að eða staðið fyr- ! ir slíkum keppnisförum og heim- i^fóknum. ,1942 stofnaði ráðið til I fyrsta Drengjann^staramóts íá lands, og 1945 til fyrsta Meistara- móts' Reykjavíkur, sém bæði hafa orðið vinsæl mót og verið haldin ■ æ síðan. * Formenn ráðsins síðustu 4 úrin hafa verið þeir Óskar Guðmunds- son, 1948—1950 og Reynir Sigurð* son, 1950—1952. (Auk þess gegndi Steinn Steinsson formannsstört um ^síðari hluta árs 1947, eftir aí| Guðm. Sigurjónsson sagði af sér« Núverandi stjórn ráðsins er þanig skipuð: Bragj, Friðriksson, formaður, Örn Eiðsson, Þorbjörn Pétursson, Iíalldór Hermannsson og Jóhann Guðmundsson. Va? hún kosin á nýafstöðnu úrsbingi FÍRR, 22. íebr. s.l. Framh, af bls. 3 f ur i ungmennafélögunum og gætt þess, að hann sé virtur í öllum þáttum starfsins. * MENNTAMÁL 1. „Sambandsþingið lýsir áf nægju sinni yfir lögum unj menntaskóla 1 sveit og skorar á menntamálaráðherra að framf kvæma nú þegar ótvíræðan viljat Alþingis um stofnun slíks skóla“j 2. „Sambandsþingið beinir þeim tilmælum til fræðslumálfi- stjórnarinnar, að hún viði|p- ker.ni síarf kennara, er vinna að félagsmálum nemendanna með því að ætla þeim rúm á stundar- skrám skólanna“. 3. „Þingið vottar Sigurði Greipssyni þakkir fyrir þýðingar mikið skólastarf í Haukadal fyr- ir ungmennafélaga og aðra æslyu menn og heitir ú félaga sína að styðja hann drengilega". 4. „Þingið lýsir stuðningi v'ið stofnun áhugamannadeildar við Iþróttakennaraskóla íslnnds á Laugarvatni og samþykkir sÚ skora á Alþingi að veita fé til aS f!a skólanum nauðsynlegs lands og skólahúss". 5. „Þingið telur að ungmenna- félagsskapnum sé brýn þörf leið- beinend.a í íþróttum og félags- legu starfi og leggur til að aukin. verði kennsla í stjórn félaga og félagsfræði í skólum landsins‘\ FJÁRMÁL Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar sambandsins eru kr. 132, 400,00. Skattur sambandsfélag- anna var hækkaður úr kr. 1,00 í kr. 2,00. Verð Skinfaxa vkr ákveðið kr. 15,00 árgangurinn. MINNISMERKI STEPIIANS G. „Þingið fagnar því, að reist verði minnismerki uni Stephan G. Steohansson á Arnarstapa í Skagafirði á næsta sumri og væntjr þess, að ungmennafélög almennt sty.ðji það mél, svo sem með aðstoð við merkiasölu fyrir UMS Skagafjarðar eða á annan þann hátt, sem félögin telja heppilegt". Þingið sátu 70 fulltrúar frá 15 héraðssamböndum, auk stjórnar UMFÍ, Þorsteins Einarssonar, íþróttafulltrúa, og Hermanns Guð mundssonar, framkvæmdastjóra ÍSf. Er þetta langfjölmennasta bing, sem UMFÍ hefur haldið til þessa. Þcssi kveðjuskevti bárust þing inu: Frá Richard Beck, prófessor, Sigurði Greipssyni, skólastjóra, Haukadal, Ásmundi Guðmunds- svni, prófessor og Jons Marinus JenBen,- formanni dönsku ung- mennafélaganna, fvrir hönd 65 þátttakenda frá 5 lönduvn á nor- rænu æskulýðsmóti i Vraa á Jót- landi. Skennndarverk HANNÓVER — Rovnt var ný- lega að setja hraðlestina milli Kaupmannahafnar og Parísar út af spórinu. Af tilviljun fann bondi spjöll þau, sem unnín höfðu verið á teinunum, en farþegarn- ir, sem voru 600, fengu ekkert um spjöllin að vita fyrr en cft- ir á. ........ _____________X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.