Morgunblaðið - 27.07.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1952, Blaðsíða 7
f Sunnudagur 27. júlí 1352 MORCl'NBLAÐIfí 7 ) REYKJAVIKUR Lauoardagar Lélegar heyskaparhorfí»r HEYSKAPARHORFUR munu nú yfirleitt lélegar um land allt. Hér sunnanlands rættist að vísu verulega úr um sprettu. En í flestum landshlutum er grasvöxt- ur í lakara lagi og sumstaðar er beinlínis gratsbrestur. Þegar við þetta bætast votviðri og óþurrkar er ekki við góðu að búast. En þetta er gömul saga bcr ó landi. Bóndinn á allt sitt undic sól og regni. Súgþurrkun og súr- heysverkun hafa að vísu gevt heyskaninn nokkuð auðveldari. En þrátt fyrir þær nýjungar og erlendsn áburð ráða náttúruöfl- in þó ískvggilega miklu um af- komu landbúnaðarins. I Korfir til JijóSarvoða TIL sjávarins er útlitið heldur ekki gott um þessar mundir. Allt bendir til þess að síldveiðin fyr- ir Norðurlandi ætli eim að bregð ast. Aðeins lítið brot af því afla- magni, sem komið var á land fyr- ir norðan um svipað leyti í fyrra hefur nú veiðzt þar. En eins og kunnugt er nam gjaldeyrisand- virði Norðurlandssíldsvrinnar á s. 1. ári um 100 milljónum króna. Síldarafui ðirnar hafa nú stór- fallið í verði. Ef við það bætist ennþá róttækur aflabrestur get- ur útlitið varla verið gott. Það er sannarlega mjög kvíð vænlegt ef síldveiðm fyrir Norðurlandi á að bregðast 8. sumarið í röð. Sá aflabrestur hlyti að hafa í för með sér ■ víðtækar afleiðingar, ekki að- eins fyrir það fólk, sem er á hinum um það bil 180 skipum, sem nú hafa byrjað sildveiðar heldur og fyrir Iandverkafólk og annan almenning sjávar- ' síðunnar. Vélbátaútgerðin á hag sinn mjög undir síldar vertíð i n n i kominn. Um það þarf því eng- um að blandast hugur að hún ) verður báglega á vegí stödd á komandi hausti ef svo fer fram sem nú horfir um síldveiðina. I Lífskjörin bygsjast á framleiðsltmni ÞVÍ miður er það þanníg að lífs- kjön fólksins á íslandi hljóta mjög að mótast af afkomu at- Vinnuveganna til lands og sjáv- ar. Það er að vísu alveg eðlilegt og í samræmi við það, sem tíðk- ast með öðrum þjóðum. Engin þjóð getur komist hjá því að miða lífskjör sín við afrakstur vinnu sinnar. Á þá staðreynd hlýtur hún að reka sig fyrr eða síðar. Hún getur ekki eytt meiru en hún aflar. Kaupgeta hennar hlýtur að byggjast á framleiðslu hennar og sölumöguleikum henn-( ar. Þetta er svo auðskilínn hlut- ] ur að varla ætti að þurfa um að tala. Þó er nú til í Iand- ! inu nokkur hópur manna, I kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn, sem halda þvi al- veg blákalt fram, að öíl vand- kvæði okkar, sílðarhallærið i líka, séu ríkisstjóminui að kenna. Framsókn hefur hinsvegar' j mjög frumlega kenningu um j þetta. Hún segir að alllr erfið- leikar íslendinga spretti af j þvi, hvað sem hver segi, að Sjálfsíæðisflokksirinn hafði í forystu um endumýjun tog- j araflotans, eflingu fiskiðnað- arirs, kaup mikils fjiida land | búnaðarvéla og stórfelldar um j bætur á flestum sviðuin þjóð- lífsins. Þetta er hin aldraða kemiing Tímans um orsakir vandkvæða okkar. En þessi skýring byggid á mikilli skammsýni, fáfræði og jmísskilningi. Ekkert hefur átV ríkari þátt í að efla íslenzkt at- vinnulíf og afkomuöryggí al- jnennings í landinu en ehnílt sú Lélegar heyskaparhorfur í flestum landshlutum » Korfir til þjóðarvoða,' ef síldveiðin bregzt í áttunda sinn • Lífskjörin byggjast á framieiðslunni • Vaðið á rnóti straumnum • Mjólk- urframleiðsla og markaðs.erfiðleikc r • Framboðin í Vestur-Isafjarðarsýs u Keyskapurinn stendur nú sem liæzt. En víða eru nokkur vandkvæði með þurrk. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon. atvinnulifs nýsköpun, sem Sjálf- stæðisflokkurinn haíði foijstu um árin 1944 til 1947. Vaöið á móíi síraumnum FRAMSÓKNARMENN ættu að vita það, að þeir eru alltaf að vaða á móti straumnum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum nýsköp- unarstjórnarinnar. Það er t.d. ekki hægt, að segja það eintóma fávisku, ábyrgðarleysi og ráða- leysi, að kaupa 32 togara, sem kosta rúmlega 3 millj. kr. hvert skip, þegar næsta ríkisstjórn, sem Framsóknarflokkurinn á sjálfur sæti í, kaupir hliðstæð skip á rúmlega 9 millj. kr. hvern togara um leið og tveir leiðtogar FramsóknarfJokksins hafa sezt í ráðherrastóla. Allir vita líka að alger stefnubreyting varð í Iandbún aðarrnálum þegar Pétur heit- inn Magnússon varð landbún- aðarráðherra. Þá fyrst hélt hin nýja tækni innreið sína í íslenzkar sveitir. Þá fyrst var einhver áhersla lögð á það, að afla landbúnaðinum stór- virkra véla og nýtízku tækja. Það er einhver stórfeldasta blekking, sem haldið hefur ver ið fram í stjórnmálum hér á landi, að sveitirnar og hags- munamál þeirra hafi gjörsam- Iega gleymzt á stjórnartíma- bili nýsköpunarstjórnarinnar. Einmitt þá stóðu margir víð- sýnustu og dugmestu bændur landsíns að mótun þeirrar stefnu, sem fylgt var í land- búnaðarmálum. Engum dylst að sjálfsögðu, að landbúnaðurinn fékk ekki allt, sem hann þurfti á þeim rúmlega tveimur árum, sem þessi stjórn sat að völdum. Hann fékk hvorki r-ægar vélar og tæki né nægilegt fjármagn til ræktunar og upp- byggingar húsa og mannvirkja. En það fékk heldur enginn ann- ar atvinnuvegur. Sjálfstæðismenn hafa síðan stutt öfluglega að framkvæmdum í þágu lar.dbúnaðarins. Ennþá er þar mikið verk að vinna. Því verður ekki hrundið í fram- kvæmd nema með skilningi mik- ils hluta þjóðarinnar á hinu mikja hlutverki sveitanna. Framsóknar menn vinna þvi illt verk og eng- um til gagns, er þeir leggja kapp a að. affiytjá stærsta stjórrunála- flokk þjóðarinnar við bænda- stéttina. En þeir um það. M jólkurf r amlei ðsl an ÞESSA dagan hefur mikið verið um dýrðir í dálkum „Þjóðvilj- ans“. Fagnaðarefnið er það, að seinUstu töiur um framleiðslu mjólkurafurða benda til þess að sú framleiðsla eigi við nokkra markaðserfiðleika að etja. Sökum niðurskurðar f jár hefur mjólkurframleiðslan aukizt ó- venjulega mikið undanfarið. — Neyzla nýnijólkur hefur hins veg ar aukizt minna og minna, en sem svarar fólksfjölguninni. í sjálfu sér er þetta ekki stórvægilegt mál til lang- frama. Fyrst er það að okkur skortir landbúnaðarafurðir eins og kjöt, og það miðað við núverandi verð. Og svo er það að mjólkurneyzlan myndi sennilega aukast með nokk- urri Iækkun á mjólkurverð- inu. Meiri kjötframleiðsla og lítið eitt minni nýmjólkurfram ieiðsla myndi samt leysa þetta vandamál án nokkurra breyt- inga á vcrðlagi. Það eru til mörg vandamál verri en þetta. En, það sem er eftirtektarverð ast er hneykslunarhella Þjóðvilj- ans: neyzla rjóma hefur minnk- að um 18%!! Það er nú það. Eitt af tvennu: Annað hvort drekka verkamenn- irnir rjóma og þá sýnir minnkun in versnandi lífskjör þeirra, eða aðrar stéttir drekka rjómann. En þá sýna tölurnar að lífskjörum þeirra stétta hefur hrakað um leið og lífskjör verkamannanna, sem drekka nýmjólkina, hafa lít- ið breytzt, því.sala nýmjólkur hei ur aukizt, þótt lítið sé. Hvort er rétt? Eru lífskjör verkamannsins, sem lýst er sem fátækt og erfiðleikum í dálkum Þjóðviljans, þannig á íslandi a3 hann drekkur rjómann, eða hitt, að lífskjör verkamannanna hafa batnað seinustu árin, borið sam- an við lífskjör annarra stétta? Svarið geta menn sjálfsagt les- ið í „Þjóðviljanum“ næstu daga. Framfcoðin í Yestur- ísafjaröarsýslu VEGNA þess að þingmaður Vest ur-ísfirðinga hefir nú verið kjör inn til annars embættis verður að fara fram aukakosning á þing- manni fyrir það kjördæmi. Mun hún væntanlega fara fram síðari hluta septernbermánaðar. Sjálfstæðismenn í Vestur-fsa- fjarðarsýslu hafa þegar ákveðið frambjóðanda sinn. Er það Þor- valdur Garðar Kristjánsson lög- fræðipgur, ungur og mjög dug- andi maður, sem ættaður er úr heraðinu og þekkir þar mjög vel til manna og málefna. Mun mikil ánægja ríkja meí framboð hans þar vestra, ekki aðeins meðal ákveðinna Sjálf stæðismanna heldur og meðal allra þeirra, sem fá vilja mynd arlegan og dugandi fulltrúa fyrir héraðið á Alþingi. Um framboð hinna flokk- anna hefur það helzt heyrst, að Alþýðuflokkurinn hyggist bjóða fram Sturla Jónsson odd vita á Suðurcyri og Framsóknt Halldór Kristjár.sson á Kirkju bcli, fyrrverandi blaðamana við Tímann. húafala heimsins hefir aukizt - iMrinn m 1200 milljónir á 100 árumá ,s!andi ■ FrEmh. af bls. 3 um, — eins og landbúnaðurinn hefir kastað klifbera og reiðing, orfi og Ijá og fengið í staðinn dráttarvélar, heyvinnuvélar og bíla, eins hefir iðnaðurinn lagt til hliðar ófullkomnu verkfærin og vinnuaðferðirnar og tekið raf- knúin tæki og beztu vinnutækni I ‘sína þjónustu. Var 2378 milljónir árið 1949 Á SÍÐASTLIÐNUM 100 árum hefur íbúatala heimsins aukizt um hvorki meira né minna en 1200 milljónir manna. Árið 1850 voru íbúar jarðarinnar 1171 milli. að tölu, en voru orðnar 2378 millj. árið 1949. Frá árinu 1650 hefur íbúatala heimsins næstum fjór- faldazt. Tölur þessar eru úr skýrslu (Epidemiological and Vital Statistics Report), sem Heilbrigðismálastofnun S. Þ. (WHO) hefur gefið út fyrir skömmu. ! HVAR OG HVERNIG VARÐ ÞESSI FÓLKSFJÖLGUN? í ljós kemur, að Evrópumönn- um og afkomendum þeirra í löndum utan álfunnar fjölgaði tiltöluléga mest. Árið 1949 voru þeir átta sinnum fleiri en árið 1650, en á sama tíma var fjölg- un íbúanna í öðrum hlutum heims aðeins þreföld. Hinsvegar j var minnsta fólksfjölgunin í Evrópu (að Ráðstjórnarrikjunum undaoskildu.m) á tímabilinu 1900 —1949, eða 36%, en var á sama tíma 112% í Ameríku. Samt sem áður hefur íbúatala Evrópu hækk oð um 100 miiljónir síðastliðin 50 ár. , Fóíksfjölgunín hefur verið u mest í HoIIandi og Belgíu (94%), Öúlgáríú (83%;), Danmörku , (63%,) og Portúgal (55%). Á sama tímabili hefur íbúum ír-. lands fækkað um 7%. Við alda- mótin bjó helmingur allra Evrópu manna í Ráðstjórnarríkjunum og á síðastliðnum 58 árum hefur þeim fjölgað um 74 milljónir, eða 57%. Árið 1900 voru íbúarnir álíka margir í Afríku og í Ameriku. Nú líta hlutföllin þannig út, að íbú- ar Ameríku er þrisvar sinnum fleiri en íbúar Afríku. Mest hef- ur fólksfjölgunin verið í Argen- tínu eða 251%,. FÓLKSFJÖLGUN MEST í AUSTURLÖNDUM Annars hefur fólksfjölgunin verið lang mest í Austurlöndum og nemur helmingi allrar fólks- fjölgunar í heiminum. Þar af er þriðjungurinn í Kína og Ind- landi. í skýrslu Heilbrigðismálastofn- unarinnar er bent á, að ætíð verði að taka allár skýrslur um íbúa- tal með nokkurri gætni. Tölurn- ar eru óvissar að því er varðar stór svæði eins og Kína, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku. Styrj- aldir, útflutningur, hungursneyð og náttúruhamfarir hafa sín áhrif á þessar tölur. Á síðari ár- um.er þó talið að tekizt hafi að áfla öruggra hfeimilda varðandi um það 70%, af ibúum jarðar- innar. óbeiht géfa tqhir þessar .nokkra mynd af framförum á sviði læknavísinda og heilbrigðisstarf- semi í Evrópu og þeim löndum, sem tóku á móti útflytjendum frá Evrópu á 19. öld. Allt hefir þetta þó gerzt stig af jStigi. Þetta er þróun aldarinnar okkar. Og til þess að sýna-fram- vindu og árangur slíkrar þróun- ar á ýmsum tímum, eru haldnar sýningar, — verkin lögð undir dóm neytendanna. I IÐNSÝNINGIN OG ÞJÓÐIN Ein slík sýning er nú í undir- búningi og verður opnuð í haust. | Iðnsýningin 1952 mun því sýna (það stig, sem íslenzkur iðnaður stendur á í dag, en neytendurnir — þjóðin — munu dæma hæfni hans og getu til að fullnægja þörf unum, þar sem hann nær til, og þann dóm óttast íslenzkir iðnað- armenn ekki. j Hitt er frekar að óttast, að jþjóðin sjálf hafi • ekki þann þroska, að hún skilji gildi iðn- jaðarins fyrir þjóðarbúið og sina j eigin lífsafkomu, með því að búa að sínu á öllum þeim sviðum, sem verða má. Þau einföldu sann indii sítildu og virtu fórfeður okk ar. En vegna vannfáts þeirrar kyn Slóðar, sem nú er uppi, á verkum og fratníeiðshr sipnar samtíðar á sviði iðnaðaT, er ástandið í fjár- hags- og atvinnulífi voru í dag eins og raun ber vitni. Að því mun ef til vill nánar vikið síðas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.