Morgunblaðið - 02.08.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1952, Blaðsíða 10
r MORGUN BLAÐIÐ 1 Laugaidágur 2. ágúst 1952 ] \ 10 I i I EINU SINNI VAR | Skáldsaga eftir I.A.R. WYLIE fi = SrtiimfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiMfiiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiifi'iiiniiiiiiiiiiiiimmmniHiM*,,* Framhaldssagan 12 Hann hafði orðið að segja við Syd Harris: „Þú hefur góða mögu leika til að láta þér batna, ef þú ferð að eins og ég segi þér“. Og Syd hafði hlegið að honum .... hæðnishlátri. Dreek hafði snúið bakinu að gluggaiium. Hann var sárreiður. Stúlkan hafði að minnsta kosti engan rétt á. að blekkja hann. Fyrir framan hann blasti við stóra málverkið af konunni í öll- um sínum glæsileik. „Vitið þér að þessi mynd er af mér“. Hann hrökk við. „Ég vissi ekki << • • • • „Nei, það er ekki von. Eg skil það varla sjálf. Það er að segja, ég skil varla sjálf að ég sé orðin svona... Hún lyfti upp beina- barum höndunum og horfði á þær. Það giampaði á gimstein- ana í hringunum á fingrum henn- ai\ „Ég trúi því ekki. Innra með mér er ég ennþá eins og hún þarna á myndinni". „Það hlýtur að vera erfitt að trúa því“, sagði hann. „Það væri miklu auðveldara að taka því að þér eruð orðin gömul kona“. „Eigið þér við að það verði auðveldara að taka því að eiga brátt að deyja“. Hún hló við. „En mér finnst mjög auðvelt að sætta mig við það. Dauðinn er dýrð- legur, en hrörnunin er skömm. Ég viðurkenni hana ekki. Ég kæri mig ekki um að viður- kenna hana“. Hún lygndi aftur augun og horfði á hann. „Þér haldið ef til vill að ég hafi ekki um neitt að velja". „Enginn okkar hefur það“. „Það eru til ráð við öllu“. Hún yppti öxlum og hélt svo áfram. „Þér heitið Radnor, eða er ekki svo? Þér hljótið að vera sonur Dick Radnor. Ég man vel eftir honum. Þér eruð líkur honum. Hann var ákafelga viljafastur. Eruð þér það líka ef til vill líka? Honum varð ekkert gott af því“. „Faðir minn skaut sig eins og þér munið kannske“. „Ég man eftír því. Mér fannst það mjög leitt. Og kjánalegt. En þér haldið ef til vill að það hafi verið mér að kenna?“ „Var það yður að kenna?" „Ef til vill. Að nokkru leyti. En Luther átti sinn þátt í því. Hann vildi öllum vel. Hann reyndi aðeins að veita fólki það, sem það vildi. Ef það sóttist eftir því að eignast tunglið, þá var ekkert við því að gera. Ekki var hægt að kenna honum um það“. „Ég kom ekki hingað til að bera sakir á neinn“. „Nei, þér komuð hingað vegna þess að það er skylda yðar. Ég veit hvaða mann þér hafið að geyma. Eða það hefur Chrissy sagt mér. Hún hefur góða dóm- greind. En hvers konar læknir eruð þér?“ „Ég er góður læknir“. „Þér virðist að minnsta kosti nógu öruggur um sjálfan yður. Svona var ég líka. En hvers vegna eruð þér þá hér á þessum stað? Góðir læknar grafa ekki sjálfa sig í afkimum veraldarinnar. Þeir fara til stórborganna og verða ríkir“. „Það á ekki við mig“. „Segið mér þá hvað á við yð- ur?“ Gremja hans í hennar garð var farin að dvina. Hann var orðinn ^svolítið blíðmálli. „Ég hef ekki 'um marga kosti að velja“, sagði hann. „Ég hefði auðvitað getað brotist inn í banka....“ Hann 'brosti lítið eitt út í annað munn- Íikið. „Flanders læknir segir að l sé fábjáni af náttúrunnar liendi. Og þar að auki þver“. „Háiflokuð augun ljómuðu snöggvast. „Já, Robert. Hann var alltaf fullur af vísdómi og böl- baénum. En gerðuð þér það?“ „Hvað þá?“ „Brutust þér inn í banka?“ „Nei“. Hann hló við. „En ég stal einu sinni .... og mér virt- :ist það engu minna en ég væri að brjótgáÍ inn í banka.“ Og urn leið 'sa""hann eftir því að hafa minnzt á þetta, sem hann sjálfur var næstum búinn að gleyma. „Vafalaust hefur það verið í góðum ti)gangi“. Hún þagnaði snöggvast og það var eins og hún væri að hugsa sig um. „Eruð þér giftur?“ spurði hún loks. „Nei“. „Ástfanginn?" Hann reyndi að láta sér ekki detta Anne í hug. Hún var til- vonandi eiginkona Syd. Hann fann það á sér að stúlkan við gluggann hlustaði. Hann fann ennþá meira til návistar hennar vegna þess að 'hann gætti þess að líta ekki til hennar. „Nei“. „Þér verðið það bráðum. Þér eruð eins og faðir yðar. Takið alvarlega því sem að höndum ber....“ Hún neyddi hann til að horfa á sig. Hláturinn dansaði í hálf- lokuðum augunum. Það var eins og þau væru að berjast við að vekja á nýjan leik gleði, sem þau höfðu átt fyrir löngu. Nú fannst honum hann skilja allt betur. — Það hafði ekki aðeins verið efna- íegt og fjárhagslegt gjaldþrot, sem ha-fði .legið á bak við sjálfs- moro foður hans. Móðir hans hlaut að hafa vitað það. Og það hefði getað riðið henni að fullu líka. „Þér hljótið að skilja að ég hef fullan rétt til að vera forvitin. Faðir yðar og ég vorum góðir vinir .... mjög góðir vinir. Við dönsuðum oft saman í „gyllta salnum“ svokallaða, sem var reyndar ekki nema hlaða. Faðir yðar var óreyndur sveitapiltur. En hann kunni að dansa. Það var eins og það væri honum í blóð borið“. Hún gaf stúlkunni bend- ingu. „Komdu með albúmið mitt, Chrissy. Mig langar ijl að sýna lækninum gömlu.,_iíí£þdirnar. — Honum þætti ef til vill gaman að þeim“. —O— Hann sá að stúlkunni var það þvert um geð, en hún gekk yfir gólfið og tók albúm upp úr kommóðuskúffu. Hann. kgosslagði h-endur á brjósti, eins;;og r}$nn vildi með því vera öruggur um að návist hennar hefði engin á- hrif á sig. Hún var komin ”til þeirra og rétti Lucretiu albúmíð, en þá skeði eitthvað, sem Dreek, skildi ekki strax hvað var. Gamla konan þreim um úlnlið hennar og sagði með uppgerðar blíðu: „Hvers vegna hgfur h bú>.' ekki hringinn með safírnum, barnið mitt? Ég lánaði þér hann til þess að þú notaðir hann. Þú hefur svo fallega hönd og hringurinn er svo fallegur. Það var trúlof- unarhringurinn minn. Reyndu ekki að telja mér trú um að þú hafir týnt honum líka? Eða er hann ef til vill til viðgerðar hjá gimsteinasalanum? Frænka min er ákaflega hugsunarlaus, Radn- or læknir. Hún er alltaf að týna einhverju eða gefa. Sannleikur- inn er sá, að henni stendur alveg á sama um þetta allt“. Albúmið lá opið á milli þeirra, en þær horfðust í augu eins og menn gera áður en þeir byrja ein vígi. I andliti gömlu konunnar mátti lesa slóttuga grimmd og ór- ugga vissu um sigur að lokum. Úr svip ungu stúlkunnar skein hatur og fullvissa sigurs lífsins yfir dauðanum. Lucretia Hythe sleppti hönd hennar og yppti öxlum. „Komið þér nær, læknir. Hérna er mynd af föður yðar. Hann stendur hérna í fremstu röð .... við hliðina á mér. Þetta var ein síðasía veizlan okkar hér « Siminn, sem stóð á náttborð- inu hringdi. Hann rétti fram hendina til að taka upp tólið, en konap greip um hönd hans. Látið hann vera“, sagði hún. „Það er ekki svarað i þennan síma, nema þegar mér þóknast". 7. , matsveinninn stæðr þar, á miðju gólfi með hvíta svuntu og skurðarhnífinn í hendinni. % ., Eftir andartak stóð 'matsveinninn á gólfinu. Kóngurinn skipaði mönnum sínum að taka hann fastan og loka hann inni í allra dimmasta fangaklefanum, sem til væri í ríki sínu. „Viljið þér ekki sjá stúlkuna, sem verið hefir hjá mér í út- legðinni og reynst mér sem bezta systir?“ Kóngur sagðist langa til þess. „Ég ætla fyrst að sýna yður hana í gervi rósar“, sagði kóngssonurinn og tók nú fram róstina, Hún var fegurri en nokkur önnur rós, sem kóngur hafði séð. „Nú ætla ég að sýna yður hana í sinni upphaflegu mynd“, sagði kóngssonur. Og á sama augnabliki stóð á gólfinu yndis- lega fögur stúlka. Kóngurinn skipaði nú tveimur þernum að fara upp í turn- inn og sækja drottninguna. Eftir stuttan tíma komu þær tii baka með drottninguna. Þær leiddu hana inn í salinn, og var henni boðinn matur, en hún vildi ekkert þiggja. Sagði hún, að Drottinn, sem séð hefði fyrir;. ,-henni í turninum, mundi bráðlega kalla hana heim til sín. Drottning lifði enn f þrjá daga, en að þeim tíma liðpum andaðist hún. — Kóngurinrt li-fði ekki lengi eftir þetta. Hann dó af sorg nokkrum dögum seinna. — Kóngssonurinn giftist svo stúlkunpi, sem hann hafði haft með sér úr útlegðinni. SÖGULOK. ,„ý - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI - FramH. af bls. 7 voru komnir til að horfa á — hvarf fyrir öorum undraaffek- um. Nei, keppnin lét ekki mikið yfir sér, en samt voru 6 menn með lengri köst en 70 m. í annari umferð kom Ólympíumetið og var það ekki Finni, heldur Amerikuriss Young sem það setti 73.78 m. f fyrstu umferð hafði landi hans Miller kastað 72.46 og Hyytianinen 71.89. Þetta voru þrjú beztu köst keppninnar þó Finninn gerði sitt ítrasta í hVerri tilraun. Hann var jafnasti maður keppninnar með 5 köst af 6 yfir 70 m. Rússarnir sýndu getu sína með því að ná 4. og 6. sæti og Júgóslafinn Danugubic kom á övart og tók 5. sætið. Svíarnir brugðust og hinir Finnarnir tveir en alls komust 17 af 26 í aðal- képpnina með því að kasta 64 m. ■Þjálfari Youngs segir, að hann geti kastað 85 m. fái hann góðan spjótkastsþjálfara sem geti rétt á honum handlegginn meðan íhánn er að kasta. Við sjaum hvað setur. HINÐRUNARHLAUP Ein var greinin eftir enn og ekki sú sízta. 3000 m. hindrunar- hlaup. Biðlarnir í undanúrslit- unum voru 3 og þeir unnuzt all- ir á tíma undir 9 mínútum. Fimm menn voru undir 9 mín. og það segir sig sjálft að úrslitin á föstu- daginn verða þau hörðustu til þessa í þessari grein. Mörg lands- met voru slegin, en þeim tekur nú enginn eftir í því ílóði heims- meta og Ólympíumeta sem hér eru sett daglega. Rússinn Kazantzev atti Ólym- píumet í nokkrar mínútur. Hann vann 1. riðilinn á 8.58.9 mín. 2. riðilinn vann Bretinn Disley á 8.59.4 mín. og þann þriðja Banda- ríkjamaðurinn Ashenfelter á 8.51.0 m. — nýju Ólympísku meti. Hraðinn í öllum riðlunum yar svo mikill að tryggt er a3 það ei’U 15 beztu hindrunarhlaup- arar heimsins, sem verða í úrslit- unum. Enginn komst inn fyrir tilviljun eða góðan endasprett. Flestir urðu að gera sitt bezta, og búast má því við gífurlegri keppni milli hins hávaxna Banda ríkjamanns, sem ekkert hefur fyrir grindunum, Rússans og Þjóðverjans Gude sem aðeins tryggði sér 4. sætið og þar með sæti í úrslitum í 2 riðlinum. Hann hefur hins vegar náð næst bezta heimsmetstímanum í ár fyr- ir leikana. I AÐRAR ÍÞRÓTTIR Keppni í ýmsum greinúm iþrótta stendur nú yfir s. s. fim- leikar, róður og knattspyrna svo eitthvað sé nefnt. Ógerningur er hins vegar einum manni að fylgj- ast með öllu þessu. Rússarnir standa sig bezt í fimleikunum og jafnt er á metunum milli rúss- neska þjóðsöngsins í fimleika- höllinni og þess ameríska á Ólympíuleikvanginum. Hins veg- ar þykir gullverðlaununum vera bruðlað í fimleikunum. Þar eru þau 14 talsins og tekur einn og sami Rússinn mestan hluta þeirra — ein fyrir stökk á hesti, önnur fyrir stökk á dýnu, þriðju fyrir æfingar í hringjum o. s. frv. Nokkur hiti er stundum í knatt- spyrnuleikjunum, en dómurum tekst oftast að halda leikmönn- um í skefjum. Knattspyrnumenn- irnir verða að leika leiki sína á votu grasi, því enn hefur verið þörf fyrir regnfrakka á hverj- um degi síðan leikirnir hófust. Atli. Manderes ferðast. LUNDÚNUM — Manderes for- sætisráðherra Tyrklands og utan- ríkisráðherra hans, Koprulu, hafa að undanförnu verið á ferð í Lundúnum og París. Þökkum hjartanlega gjafir, skeyti og annan hlýhug á 25 ára hjúskaparafmæli okkar 29. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Guðný Guðvarðsdóttir, Sigurður Guðmundsson. Reykjavíkurveg 11, Hafnarfirði. NÝKOMNAR KÍNVERSKAR HANDUNNAR sSyra- og salerni»ttur fallcgar og ódýrar. S)UjbU'C)£U' Si icjvirjonMonav' Hafnarfirði — Sími 9455 D&1 BOÐSSALA l ■ m ■ Vil kaupa eða hafa í umboðssölu ýmsar vörur frá Z framleiðendum. Áherzla lögð á góðar vörur og hagstætt ■ verð. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Umboðssala — 849“. j : i ■•■•»••••••••••••••••••• ............■•■■■»■■»> Verksmiðjuhós ■ ■ m í nágrenni Reykjavíkur, er til sölu, tilbúið til af- • ■ & hendingar. Húsið er 850 fermetrar að stærð, bjart ■ ■ ý og hentugt til margskonar atvinnureksturs. Upp- : ■ lýsingar í síma 6004 í venjulegum skrifstofutíma. : ■ ■ ■ ■ ■■••_•■ ■• ■■■■!!_■_■■ I ■•■ ■ •■ •■■ ■■ • «••«»•■••■■■«■■■■••■■••«■ ■•••JUI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.