Morgunblaðið - 19.10.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1952, Blaðsíða 14
MORGUNBLAD19 Sunnudagur 19. okt. 1952 14 ADELAIDE Skaldsaga eftir MARGERY SHARP Framhaldssagan 39 Adelaide svimaði svo það lá við að hún dytti um koll, en hún greip fastar um borðbrúnina. — tað átti fyrir henni að ligg.ja að búa það sem eftir var ævinnar í Britannia Mews .... eða að minnsta kosti alla ævi „Svíns- ins“. Hún náði aftur stjórn á sér og leit undan, svo að hún sæi ekki augu hennar. En þó að henni dytti Ijótt í hug, þá fór það ekki fram hjá „Svíninu“. „Ekki í annað sinn“, sagði „Svínið“. „Það er ekki hægt .... og sami dómarinn .... Ertu búin að ákveða hvorn kostinn þú vel- ur?“ „Ég verð kyrr“, sagði Adelaide. 3. HLUTI. 1. kafli. 1. Það var seinni hluta sunnudags. Alice og móðir hennar 'sátu undir stóra trénu í garðinum fyrir fram an Hambros-húsið. Þetta var árið 1890, tveim árum eftir dauða Henry Lamberts. — Hambios-fjölskyldan og Bakers- fólkið hafði búið í Surbiton í rúm lega þrjú ár. Það hafði eignast nýja kunningja og var vel þekkt í nágrenninu. Aliee sá móður sína r.æstum daglega. Hambro gamli og Freddy Baker voru sam ferða í lestinm til London á hverj um degi og tvíburarnir voru oft samíeiða þeim heim. Á sunnu- dögum komu báðar fjölskyldurn- ar saman til tedrykkju heima hjá Hambros-fólkinu. Fyrst Alice og Fréddy tvö. Svö Alice og Freddy með Archy litla í vagninum. Svo Alice og Freddy og Raymond í vagninum og Archy við hönd móður sinnar. Öll í sparifötun- um og full eftirvæntingar. Þegar veðrið var gott var drukkið te úti í garðinum. Börnin veltu sér á ábreiðu undir umsjá móður- systranná, tvíburunum var leyft að fara út með bækur og lesa, og á meðan karlmennirnir reyktu pípu sína, rifjuðu Alice og móðir hennar upp atburði síðustu daga. „Hvernig fórum við að mamma þegar við höfðum ekki garðinn?“ sagði Alice. Þessari spurningu varpaði hún fram á hverjum sunnudegi þegar þau voru úti, vegna þess að henni datt hún alltaf í hug, og fólkið í Hambros-ættinni hikaði aldrei við að segja það sem því datt í hug, enda þótt það væri margsagt áður. Frú Hambro svar aði á sama veg og ávallt fyrr: »Ég veit það sannarlega ekki. En þá voru ekki blessuð smá- börnin“. „Það er svo gott að vera hatt- laus úti“. Alice hagræddi sér í stólnum. „Og það er svo gott fyrir pabba og Freddy að reyna á sig svolítið við að slá grasið“. „Pabbi þinn hefur aldrei slegið grasið“. Alice hló. „Freddy er heldur ekki sér- lega iðinn við það .... Hann gerði það þó í síðasta mánuði“. Þær þögðu góða stund. Tvíbur- arnir lágu á maganum á gras- balanum og lásu í sömu bókinni. Raymond svaf í fanginu á einni frænku sinni. Archy var kominn niður að limgirðingunni og stóð þar niðursokkinn í að athuga fiðrildi. „Það ætti að skera niður lilj- urnar", sagði frú Hambro syfju- lega. „Heldurðu það?“ sagði Alice. „Ég öfunda þau í Platts End af fallegu limgirðingunni hjá þeim“. „Garðurinn þeirra er eldri“. Alice reis 'Upp úr stólnum. „Mamma?" „Ján, vina mín“. „Veíztu hvort þau hafa heyrt nokkuð frá Adelaide?" „Nei. Þau vita bara að hún er ekki lengur í Britannia Mews“. „Hvernig vita þau það úr því þau hafa ekki heyrt frá henni?“ „Frænka þín fór til að finna hana“. „Mér datt það í hug“, sagði Alice. „Mér heyrðist þið vera að tala um það þegar hún var hérna um daginn. Hvers vegna sagðir þú mér það ekki?“ „Það var ekkert að segja. Bertha frænka þín fór til London fyrir tveím mánuðum til að hitta Adelaide„ en Adelaide var öll á bak og burt. Einn nágrannanna sagði að þau hefðu flutt burt fyrir ári og ekkert sagt um nú- verandi heimilisfang og það var eftir þeim“. Alice hugsaði sig um. „Ef þau eru flutt frá Britannia Mews, þá hlýtur Henry Lambert að hafa komizt í betri efni“. „Ég vona það“. „Flann var dálítið skemmtileg- ur, skal ég segja þér“. Alice lækk aði röddina. „Á ég að segja þér, mamma, ég held að ég hefði vel getað fyrirgefið Adelaide ef hún hefði gert mig að trúnaðarmanni sínum. En ég man eftir því einn daginn, þegar ég var að segja henni frá Freddy, áður en við trúlofuðumst, þá var hún svo merkileg með sig. Ég held að hún hafi þá sjálf verið trúlofuð herra Lambert“. „Þú getur verið þakklát fyrir að hún gerði þig ekki að trúnað- armanni sínum“, sagði frú Ham- bro. „Þá hefðir þú getað komizt í laglega klípu“. „Hún var ekki einu sinni við- stödd brúðkaupið mitt og ég ekki hennar. Jæja, ætli pabba og Freddy sé ekki farið að langa til að spila krokket“. 2. Frú Culver hafði aðeins sagt systur sinni í stórum dráttum frá heimsókn sinni til Britannia Mews. Og þótt undarlegt mætti virðast sagði hún heldur ekki manni sínum' og syni ýtarlegar frá henni. „Adelaide flutti burt fyrir ári síðan“, sagði hún, þegar hún kom heim. „Hún hefur ekki skilið eftir neitt heimilisfang. Ég gerði það sem ég gat, Will. Ég spurðist fyrir hjá nágranna, en fékk engar upplýsingar". Svo fór hún upp og lagði sig út af. Seinna um kvöldið sagði herra Culver: „Finnst þér við ættum að leita upplýsinga hjá lögreglunni?“ og konan hans hristi höfuðið. Satt að segja hafði nokkuð sér- lega óþægilegt komið fyrir hana. Enda þótt fólk væri úti fyrir fyrir utan Britannia Mews, var þó enginn, sem svaraði spurningu hennar, nema feit, gömul kerling, sem svaraði reyndar kurteislega. En þegar frú Culver sneri burt og bjóst til að fara, elti þessi kerling hana út um hliðið, greip í handlegginn á henni og heimt- aði af henni peninga. Frú CuLver opnaði veski sitt. Hún var ekki vön að gefa betlurum ölmusu en gatan var marinlaus og allt var orðið undarlega kyrrt fyrir inn- an hliðið. Frú Culver opnaði tösku sína, en um leið þrýsti kerlingin skítugum handleggn- um á brjóst hennar og greip um veskið. Þetta var víst í fyrsta skipti á ævi sinni, sem frú Culver varð verulega hrædd um líf sitt. Við hræðsluna óx henni máttur, svo henni tókst að rífa sig lausa. Hún tók til fótanna og hljóp eins hratt og hún komst allt leið niður á Chester Street. Þá var hún lika að springa af mæði í þrönga iífstykkinu og litlum támjóum skónum. Það var hræðilegt að hugsa til þess. Hún sagði ekki lögergluþjóni frá þessu og hún sagði heldur ekki manni sínum frá því. Hún vildi hvorki hugsa né tala um Brit- annia Mews. Culver-fólkið hafði komið sér vel fyrir í Farnham og nágrann- arnir þar höfðu tekið þeim vel. Frú Culver hafði verið þess full- viss frá bví fyrsta, að henni mundi falla vel við húsið og henni þótti vænna og vænna um það. Sérstaklega kunni hún vel við stofuna. Alit sumarið var stóri glugginn fullur af blómum og þegar gestir voru, kepptust Amerískir stofp.famper Hrói höttur snýr aftur eítir John O. Ericsson 3L ' — Það er alveg rétt, svaraði ég. Áður en sól er setzt, verðum við að vera farnir héðan. Merchandee sagðist líka skyldu gera út af við okkur, ef við færum ekki hið bráðasta. — Þið þekkið hann víst áreiðanlega, ef svo skyldi vilja til, að þið hittuð hann aftur? — Já, áreiðanlega sögðu þeir og hlógu. Andlit hans er einna líkast því sem köttur hefði klórað hann. — Ágætt, sagði ég. Það getur verið, að við eigum eftir að hitta hann aftur að máli. Ég er næstum því viss um, að hann gengur í þjónustu Jóhanns landlausa. Og þá hittum við hann áreiðanlega í Sherwood-skóginum einhvern daginn. —- Veri hann velkominn í þann skóg, hrópuðu þá menn mínir. Við skulum þá laga handa honum súpu, sem hann mun brenna sig illilega á! — Ég geri ráð fyrir, að það sé not fyrir okkur heima í Englandi um þessar mundir, sagði ég við menn mína. Það eru eríiðir dagar framundan. Piltar, eruð þið allir með í því að fvlffia mér til Sherwood? — Við förum með þér, hvert sem þú vilt. Allir með heim í Sherwood-skóg, hrópuðu þeir í kór. — Ágætt, sagði ég. En athugið það, að enn lifir Ríkarður, ] og við höfum lofað að yíirgeía hann aldrei. Fyrst þegar hann , heiur gefið okkur leyfi til þess, getum við haldið á brott eins og heiðarlegir menn. — Það er rétt, sagði Rauðskeggur og þurrkaði sér um ennið. Ég var búinn að gleyma kónginum. Við skulum fara strax til hans. I Ég bað nú menn mína að bíða á meðan ég næði tali af Ljónshjarta. I "' íyrirliggjandi HEKIA h.f. Skólavörðustíg 3 — Simi 4748' i K HUSMÆDUR! I l I Eflirlæfis-bóo i i i j allra húsmæðra er og verður i Mohilwax i ■ (cream) i i t : Fæst í næstu búð i i i i H.Benediktsson ik Co. Il.F HAFNAR I! V O L L . R EYK.J AVÍ K Méi'£-7ltátœ:ar 60 tonna mótorbátur með 180 ha. Skandia vél, og j síldveiðiútbúnaði (hringnót) til sölu. — Sími 7122. HÚSGÖGN Húsgögn þau, er við sýnum á Iðnsýningunni og hafa vakið mikla eftirtekt, þ. e. gæruskinnsstóll boginn sófi (handavinnustóll) í léttum stíl, sófaborð afgreiðum vér með stuttum fyrirvara. Ennfremur mjög falleg útskorin sófasett i: Kjaftansgötu 1 — Sími 5102

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.