Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 2
14 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 1965 TÍMINN MINNING Guðmundur Lýösson ódalsbóndi Fæddur: 17. apríl 1867. Dáinn: 8. marz 1965. Vökumaður, hvað líður nótt- unni? Er morgunvakan bráðum liðin, stjarna skær? Þannig spurði sá, sem beið nýrr ar dögunar, meðan enn var myrkt, en dagstjarnan ein lýsti. Stund- um þótti þá biðin löng. Gamall maður hefur starfað langan dag. Hann hefur síðan ÍBngið í gegnum nóttina. Síðasti afli nætur er morgunvakan. Hann bíður þess að morgunsól Guðs rísi í nýjum heimi eilífs kærleika. Þegar minni gamals manns tek- ur að sljóvgast verður vaka hans ofin draumi, og draumur hálft í vöku. Þá endurtekur hugur manns ins oft fyrir sér, eða lifir upp löngu liðna tíð. Þá verður það næst, sem í tíma liggur fjærst. Þannig geta gömul barnavers orðið gömlum manni eins og þrep í himnastiga,, sem hann er að ganga upp. Guðmundur Lýðsson, vinur minn, er látinn. Lengi var hann alskýr og bar elli vel. Þá hann varð rúmfastur, tók hann því með þeirri sömu, æðru- lausu ró, sem einkenndi hann á hinum betri dögum. Síðustu lífs- ár hans, er ævin tók að nálgast öld, var hann orðinn eins og ósjálfbjarga barn. Þá sáu líknar- hendur barna hans um hann. Ná- lægð eiginkonu og barna var hon- um meinabót, hans mörgu elliár. Bamabörn þeirra Fjallshjóna voru þeim mjög til yndis. Guðmundur Lýðsson var sonur Lýðs Guðmundssonar hreppstjóra og Aldísar Pálsdóttur konu hans. Þau bjuggu aS Hlíð í Eystra Hreppi. Guðlaug kona Bjarna hreppstjóra að Háholti á Skeiðum var systir G. Lýðssonar. Hún var unaðsleg persóna, ljómaði af gáf nm og göfgi. Sómdu þau hjón hvort öðru vel. Guðmundur Lýðsson keypti Fjall á Skeiðum 1902. Það var stærri hluti tvíbýlisjarðar. Áður en hann hóf búskap, fór hann til Norðurlands og dvaldi þar eitt ár. Vildi hann kynna sér, hvað helzt mætti læra af þeirra búshátt- nm. Slík hugsun var þó á fyrri tíð, ekki talin einkenna bændur. En svona var Guðmundur Lýðs- son, frjáls og fordómalaus. Trúað gæti ég, að löngun hans til þess að vita méira um land sitt af eigin sjón komi þar einnig til. Ári eftir að hann stofnsetti bú, gekk hann að eiga Ingibjörgu Jónsdóttur frá Holti í Flóa. Hún var þá 20 ára. Hún var allra kvenna vænst, yndisfríð og öðr- um kostum jafnprýdd. Hún hafði fagra sörigrödd. Guðmundur kunni óskir ungr- ar tónelskrar konu. Hann færði henni vandað orgel. Sjálfur var' hann ekki mikill söngmaður. En hann hafði yndi af söng konu sinnar. Hann taldi heimilistónlist mikla bæjarprýði. Oft söfnuðust heimamenn og gestir að orgelinu. Söngur og tónar fylltu húsið. Það var eitt nýbreytilegt hjá Fjallsbónda, að hann fór á vori eða sumartíð með sína ungu konri í skemmtiferð á góðum gæðing- um, að sýna henni falleg héruð. Þannig var hann í fjölmörgu á undan sinni samtíð. Hann var ekki gefinn fyrir neinn óþarfa. Hann hafði spak- legt mat á verðmætum, hvort sem voru efnaleg uppbygging eða and legs eðlis. Færi einhver maður, sakir sjálfstæðrar hugsunar aðra leið en aðrir. og tæki svo flestra láðskap, þá fann Guðmundur Lýðs son ævinlega þar til nokkuð gott. Guðmundur mælti ekki hugsunar- laust eftir almannarómi. Guðmund ur Lýðsson fór ekki á bændaskóla. Þessir grannbændur Fjalls og Hann bjó stærsta búi á Skeiðum. Hann aflaði sér fróðleiks um öll þau efni. Sá sjálfur langt, hugs- aði sjálfstætt. Frá túnklettum horfði hann yfir land sitt og sá út i framtíð. Hann girti strax með heima- túni stóra mýrsléttu, milli tún- brekkna. Lét hann síðan grafa þar í langa, djúpa skurði með skóflum. Það er ofurverk. Það hygg ég væri fyrsta mýrtún á Skeiðum þannig ræktað. Leið og langt til þess að tekið væri upp. Vel hýstur bær var að Fjalli. Vel var þar um gengið úti og inni. En árið 1929 reisti Guðmundur þar mikið steinhús. Það er vand- aðasta hús úr steypu, sem ég hef séð frá þeim tíma, eða séð í sveit. Valinn viður í gluggum, hurðum og í gólfum, sem langt tekur dúk- um fram. Til alls varídaði hann vel. Lýsir það bóndans gerð.. Ekki flutti hann húsið á nýjan stað. Það stendur í gamla bæjarstæð- inu, eins og venja hélzt áður til, þá byggt var upp. Guðiriundur var lengi sýslunefndar og hrepps- nefndarmaður. Hann var einn þeirra manna, sem ákváðu héraðs- skóla sýslunnar stað að. Laugar- vatni. Guðmundur var mikill festumað ur. Hann var afburða góður hús- bóndi, var mikill verkstjórnarmað ur, fór að öllum vet. Hann var sífellt geðrór- Gamansamur var hann, glaður og fyndinn. Hann var spekingur að víti eins og hann hefði orðað það sjálfur um annan slíkan. Stundum sá hann fyrir örlög manna. Hann var skyggn á gáfnafar og gerð. Hann var meðalhár og grannur. Dökkur var hann á brún og brá.. Hann hafði skarpgáfuleg augu, dimmblá og djúpt innsæ. Endurminning mín um hann, vekur alltaf hjá mér gleði, yl og aðdáun. Nú er rödd vinar míns þögnuð. Það var fáguð rödd. Þegar hann nefndi nafn konu sinnar, eða barna sinna, hóf raddblær hans manninn til vegs á nafninu og speglaði eitthvað af persónuleika þess er nefndur var. — Svona vel og fallega nefndi nann nafnið mitt. í þá átt kunna fleiri að muna nafn sitt nefnt af honum. Oft kom ég til þeirra hjóna, þegar ég var barn, og hitti skemmtilega barnahópinn þeirra. Alltaf tóku þau mér sem óvæntum. gesti. Fögnuðu mér eins og fáséðum vini. Hvílík elskuleg minning um yl- ríki þeirra. Því skærara skín hún, sem lengra líður fram. Bæði voru þau hjón af góðum Árnesingaættum. oft heyrði ég Guðmund Lýðsson segja: „Fáir neita fyrstu bón. annarri og þriðju. Þessi orð held ég mætti kalla einkunnarorð góðra, gróinna Ár- nesinga. Sannur Árnesingur er ná granna sínum náungi. Fellshjónin voru meðal fremstu Árnesinga. Fósturforeldrar mínir, Sigurður Haraldsson. Þingeyingur og Jarþrúður Nikulásdóttir frá Amafirði bjuggu 12 ár að Framnesi. næsta bæ við Fjall. Strax tókst þar vinátta á milli og varð æ dýpri sem lengra leið. Tryggð entist öllum þeim. Þá voru þessir húsbændur og sterku stofnar í sumarblóma lífs, sem nú eru fallnir eða laufi hrundir. Þá voru þeir að leiða börn sín og ungmenni til æviþroska. Sex voru Fjallssystkíni. Öllum j var þeim vel farið að öllu atgervi. | Trygglynd eru þau og föst í vin- i áttu sem foreldrar þeirra. Fjall var margmennt setur og glatt. Allra flest var þó fólk þar á sumrum. Ég man fögur sumar- i kveld, þegar hirðing var á Fjalis- bökkum við Hvítá og þar fór á milli bæjar og engja sú lang- lengsta baggalest, sem ég hef séð. i Heyrðust þá stundum þaðan frá bökkunum raddir og glaðir hlátr- ar ef kvöld var lognkyrrt. Oft ljómaði kveldroði frá breiðum ár- spegli. Draga vil ég upp dæmi lítið af bændastétt. Ef menn vildu hugsa hvort betur færi 1 franifíð, að hún yrði fjölmenn eða fámenn. Guðmundur Lýðsson, fósturfað- ir minn og Bjarni Melsted, sem áður var bóndi í Framnesi, en orðinn gamall og var þar enn, þegar ég var að alast upp. Þessir þrír bændur voru allir grannar. Þeir voru hver öðrum ólíkir, enj voru eftir því sem mér sýndist j . allir merkir menn. Merkir sökumí ; fróðleiks. íhygli, drengskapar og j ! góðleiks. j „ | Guðmundur Lýðsson horfði -' imest þeirra allra út í framtíðina,) jbæði ræktun jarðar og fleiri jnál.j j Hann var bókiðjumaður. Fóstur- j faðir minn hugsaði mest :im það i j sem bóndi, að öllum hans skepn- jum liði vel. Hann kunni skil á' mörgum byggðarlögum, fólki og öræfum.. T-Iann ferðaðist tvö sum- ur með Helga Péturssyni. Guð- mundur Lýðsson ferðaðist einnig með I-Ielga eitt sumar. Um fóstur- föður minn veit ég það, að hann lærði aldrei málfræði. En allar beygingar, föll og afbrigðilegt setriingaval íslenzkrar tungu bjó í sál hans, samgróiö skýru tungu- taki og heiðþróaðri hugsun. „En því læra börnin málið. að það er fyrir þeim haft.“ Bjarni Melsteð var ofnostur- maður við hvert verk Ilann lagði stund á sögu og heimspeki auk söngs. Hann var bróðir Boga Th. Melsteð sagnfræðings. Bjarni var lífssagnfræðingur. Allar persónur íslendingasagna og mannkyns- sögu urðu eins og lifandi sam- tíðarmenn er hann setti þær á svið. Njáll var t. d. auðþekktur íslenzkur bóndi, en Sókrates borg- ar-Grikki. þegar hann lýsti þeim. Framness voru friðsamir Þeir voru fróðir. Þeir fundust oft. Þeir voru stofnar í þjóðskógi, sem tekið er að gri,sja. Þeir spruttu við harðæri upp úr frjórri moldu 1 fósturjarðar og stóðu þar djúpum rótum. Mér verður að hugleiða löngun margra framfara manna, til gjörbreytingar á íslenzku þjóð- j lífi. j Ekki mætti ég til þess hugsa, að I þeir grannamir þrír, hefðu hreppt svo skaðleg örlög um sína lífdaga, að þeir hefðu staðið daglangt við færibönd í stóriðjuveri, og lagt þar einn hlut með einu handtaki á sinn stað, í hvert skipti sem þeirra partur á færibandi rann framhjá þeim Meðan Úrvarp Reykjavík þagg- aði niður vizku þeirra og tilkynnti Louise Armstrong á næstu hljóm- plötu, með viðeigandi ensk-íslenzk um framburði Síðan hefðu hús- freyjur þeirra staðið í öðrum sal iðjuvers, við önnur færibönd, sljó- ar af þreytu með evddan andlits- svip Ég het seö íoik utanlands, standa við færibönd í stóriðjuveri. Ekki hefði ég viljað skipta og vera barn iðjuverslýðs Jafnvel þótt reist væru glæsileg barnaheimili, handa börnum að gráta í. Það er sælla að vera bóndabarn í smæsta írdenzkum bóndabæ Við börnin grannanna, vorum sæl í sólskinshlíð við fjall og við læk. Öll gætum við sagt með Matt- híasi, um þær mæður. sem okkur leiddu og önnuðust „Enginn kenndi mér, eins og þú, hið eilífa, sanna, von og trú, né gaf mér svo Guðlegar mynd- ir.“ Sú trú sem þær áttu var ekki fyrirskipun stofnunar, heldur „Guðsanda hræring hrein.“ Lifandi trú, sem gerði þeim fært að rækta sinn stóra eða smáa garð. Það gerðu þær með þeim sóma, elsku og umönnun, sem i hugum okkar ber þeim sífellt vitni. Þarna var heilbrigt líf. Atvinnuleysistímar eru aldrei hjá þeim sem rækta jörð. Þá var sjálfstæði nýfengið, og menn unnu eins og verið hafði, sex daga í viku og áttu helgan hvíldardag sjöunda hvern dag. Allir höfðu þá efni á að eiga bænadaga og stórhátíðar. Enda ekki tekið upp á því að hafa tví eða þríhelgi í hverri einustu viku. Ég skal ekki segja, hvort líf okk- ar á þessum dögum var það, sem nútíð kallar mannsæmandi líf, ef reiknaðar væru tekjur hvers dags. Eg veit það eítt, að iðjuver, hve i stórt sem það er, leiðir aldrei fram: slíka menn, sem þeir voru grann-| arnir þrir. Hve mikið sem afköst iðjuvers að öðru leyti verða- Eg veit að þeir sem vinna í iðjuveri gætu aldrei orðið jafn andlega FJÖLSKYLDUÁÆTLANIR OG SIÐFRÆÐI KYNLÍFS eftir Hannes lónsson, félags- fræðing, fjallar á heilbrigðan og hispurslausan hátt um nokk ur innilegustu samskipti karls og konu, þ. á. m. um fjölskyldu áætlanir. frjóvgunarvarnii og siðfræði kynlífs. 60 skýringa myndir. sjálfstæðir né farsælir menn, sem þessir voru. Því síður að börn þeirra ættu svo fagra æsku. Jafn vel menntaskólar og háskólar móta aðeins fáa menn jafn þjóðlífsinn sæa gjörhygla og allsgáða, sem þeir voru. Þegar háskólarektor óskar eftir hærri prósenttölu stúdenta á ís- landi í samræmi við hin Norður- löndin, þá óska ég íslandi til handa, fleiri bænda, göfugra, gáfaðra og traustra, seni þessir voru, grannarnir þrír. Óska þess að göfug bændastétt haldi hér velli alla tíð, einmitt í ósamræmi við Norðurlöndin hin. Þeirra öfugþró- un varð sú, að þau hafa að mestu glatað sinni bændastétt, sérlega þeirri reisnarstétt, sem við eig- j um enn. Þeir hafa glatað miklu j af landslýð, inn i stóriðjuverin. Þar sem landsins böm, urðu land laus, fátæk og lánlaus. þar eru vandamál æskunnar sífellt efst á baugi, þrátt fyrir átta til tíu mán- I aða skólagöngu þá barnæsku. Það I þurfti aldrei að ræða slík vanda- mál, hjá þeirri æsku, sem ólst upp við fjölþætta verkmenningu hjá j íslenzkri bændastétt. 1 Þau börn leiddi föður og móð- ! urhönd allan daginn. Höndin i ijúfa, hrjúfa, trausta. Sú farsæld var yfir ævistarfi Guðmundar Lýðssonar og konu hans, að börn þeirra fimm, búa nú á öllu Fjalli. Þar eru mikil tún. En hvömmum og klettum og bæj- arlæk hvergi spillt. Ekki hefðu þeir feðgar þurrkað upp fagra tjörn í túnfæti, heldur litið lengra frá bæ. Borgarbarn sá ég nýkom ið að Fjalli, hafði lokaðan og gleðisnauðan svíp, nú sá ég það aftur nýverið, þá voru þar geisl andi bamsaugu. Þannig býr land, blær og bú- endur enn að börnum sínum. Kveðja mín að Fjalli, falli þar enn um langan aldur fræin góð. Þar búa enn menn í ætt við þá, sem ritskímu varðveittu. Fer þar enn saman göfgi, fróðleikur og starf. Rósa B. Blöndals. Q FJÖLSKYLDU ÁÆTLANIR 0G SIDFRÆDI KYNLÍFS Félagsmálastofnunsn. Pósthólf 31. Reykjavík. sími 40624 Pöntunarseðill: Sendi hér með kr 150.00 til greiðslu á einu eintaki aí bókinm Fjölskylduáætlanir og sið fraeðí kynlífs, sem óskast póstlagt srrax Nafn Heimili

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.