Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 1965 TIIV3INN 17 Björg Siguröardóttir Hánefsstöðum Þann 25. marz s.l. lézt á Borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík, Björg Sigurðardóttir frá Hánefsstöðum nærri 95 ára að aldri. Ætt hennar hefur verið rakin í öðrum eftir- mælum, og get ég ekki bætt þar um, en mig langar þó að minnast hennar með fáum orðum, eins og hún kom mér jafnan fyrir sjónir. Kynni okkar Bjargar hófust fyr- ir tveim áratugum, þegar ég tengd ist fjðlskyldu hennar og kom í fyrsta skipti í heimsókn til Seyð- isfjarðar. Hún var þá tæpra 75 ára, hafði lokið löngu og heilla- drjúgu starfi sem húsfreyja á stór býlinu Hánefsstöðum í Seyðisfjarð arhreppi og var sezt í helgan stein á 'heimili Hjálmars, yngsta sonar síns, er þá var bæjarfógeti á Seyð Isfirði, og Sigrúnar Helgadóttur, konu hans. Maður Bjargar, Vil- hjálmur Árnason var þá látinn fyrir þrem árum. Með þeim hafði jafnan verið mjög kært, og sam- hent höfðu þau verið við um- fangsmikinn búskap í löngu hjóna- bandi. Börnin þeirra sjö voru þá flest komin yfir miðjan aldur og elztu barnabörnin komin til full- orðinsára. Sigurður, elzti sonur hennar tók við búi á Hánefsstöð um og býr þar enn, Árni og Her- mann voru búsettir í Seyðisfjarð arkaupstað, en höfðu nýlega hætt útgerð af Hánefsstaðaeyrum, og Var sú byggð að leggjast í eyði að mestu. Þórhallur, sem nú er látinn fyrir' nokkru, bjó í Kefla vík syðra, Sigríður var nýlega sezt að á Egilsstöðum, þar sem hún býr enn, en Stefanía bjó með móður sinni hjá Hjálmari eins og lengst af síðan. Er þá ótalinn fóstursonur þeirra Vilhjálms og Bjargar, Vilhjálmur Emilsson, er nú býr á Egilsstöðum. Björg tók hann til fósturs nýfæddan af barn margri nágrannafjölskyldu. Sagði hún svo frá síðar, að skömmu áð- ur en drengurinn fæddist hefði sig dreymt, að nágrannakonan, móðir hans, kæmi til sín og vildi endilega gefa sér græðling af blómi. Þegar tvíburadrengir fædd ust svo þar á bænum nokkru síð- ar, minntist hún draumsins og tók hann sem vísbendingu um, að þarna væri henni ætlaður enn einn græðlingur til umönnunar. Vilhjálmur heitir nafni fóstra síns, enda leit Björg jafnan á hann sem son sinn og taldi börn hans með barnabörnum sínum. Fleiri ung- menni ólust upp í, skjóli þjónanna á Hánefsstöðum um lengri: eða skemmri tíma. Vií ég þar nefna Helga Elíeserson, vélgæzlumann við rafstöðina á Seyðisfirði, og Þórunni Jónsdóttur, er giftist síð ar til Færeyja og eignaðist þar fjölda barna. Við Björg urðum fljótlega mestu mátar, ég man þó, að ég var dálítið feimin við hana í Páll Djörnsson Hann lézt hinn 16. dag marz- mán. s.l. Hafði lengi verið veill á heilsu en rólfær oftast og vann-, meðan orka entist. Páll í Beingarði — en við þann bæ var hann jafnan kenndur — fæddist 30. júlí 1881 á Þverá í Blönduhlíð, þar sem búið höfðu langfeðgar hans í marga liðu. For- eldrar hans voru Björn Stefáns- son og Helga María Bjarnadóttir, myndarhjón hin mestu. Ólst Páll upp með foreldrum sínum og syst kiniun og fylgdi þeim löngum til fullorðinsára, fyrst að Brekkukoti ytra í Blönduhlíð 1883, þá að Framnesi í sömu sveit 1888 og loks að Ketu í Hegranesi 1890. Árið 1913 réðst Páll ráðsmaður að Beingarði í Hegranesi til Guð- rúnar Jónsdóttur, er þá um vorið hafði misst sambýlismann sinn, Jónas Árnason. Breytti hann ekki um bólfestu eftir það. Árið 1919 gekk Páll að eiga heimasætuna í Beingarði, Guðnýju _ (f. 8. okt. 1897) Jónasdóttur Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur, er þar höfðu búið frá 1905. Hjónaband- ið varð Páli mikil hamingja. Guð- ný er skörungur að allri gerð, greind í bezta lagi, hamhleypa til allra athafna og hagsýn að sama skapi. Þau Páll og Guðný tóku þeagr við jörð og búi í Beingarði sama árið og þau giftust og hafa búið þar síðan alla stund — síðustu ár- in ásamt með Boga syni sínum — við allgóðan kost, enda athafna söm bæði í bezta lagi. Guðný lifir mann sinn svo og böm þeirra þrjú: Jónas, sálfræð ingur í Rvík, Helga húsfreyja í Keflavík og Bogi, bóndi í Bein- garði. Eru þau systkini öll prýði- lega greind og gefin. Páll í Beingarði náði háum aldri. Hann var samgróinn sveit og umhverfi. Og fátæklegra finnst mér um að lítast hér í Hegranesi eftir að hann er allur. Páll var hugþekkur maður, geðprúður, glaðsinna, hýr og notalegur og lék á als oddi í kunningjahópi. Hófsamur var hann um alla hluti, hlédrægur og hafði sig lítt í frammi, undi við ábýli sitt og heimili og unni því. Slíkra manna ér gott að minnast. Páll Björnsson var bústjórnar- maður og bóndi í rösklega hálfa öld, forsjáll og góður bjargálna bóndi. Enn bera menn sér í munn að bóndi sé bústólpi og bú land- stólpi. En það hefur aldrei verið gert upp — og verður raunar aldrei gert upp til hlítar, hvílíkt sannmæli þetta er um menn eins og Pál í Beingarði og stéttarbræð- ur hans alla eldri kynslóða. Eitt er víst: Sú skuld er mikil, sem gervöll þjóðin á minningu þeirra að gjalda. Gísli Magnússon. fyrstu. Það var yfir henni ein- hver höfðingleg reisn, er hún hélt til æviloka. En feimnin fór brátt af, hún var ræðin og létt í máli, gamla konan, kunni frá mörgu að segja og vildi fræðast um margt. Hún myndaði sér á- kveðnar skoðanir um flest, sem bar á góma. Skopskyn hafði hún gott og hafði gaman af að segja frá spaugilegu samferðafólki og atvikum, sem höfðu hent hana. Eins og margar eldri konur kunni hún býsn af gömlum þulum og vísum og hafði oft yfir sér og öðrum til ánægju. Alltaf var hún með hannyrðir eða prjóna handa á milli, allt frain um ní rætt. Enn er mér sem ég sjái hana og heyri, er hún var að hafa ofan af fyrir Lárusi litla, yngsta syni Hjálmars með skemmtilegum þul- unum sínum, og ekki eru nema tæp tvö ár síðan hún var hér hjá okkur heilan sunnudag, þá nærri 93 ára gömul, og þuldi fyrir börn in mín — langömmubörn sín — margar af þessum sömu vísum og þulum. Höfðu þau af þessu mesta gaman, sem þau muna sjálfsagt lengi. Jú, hún kunni frá mörgu að segja hún Björg. Hún mundi Öskjugosið 1875, snjóflóðið mikla á Seyðisfirði fermingarárið sitt, 1885, fólksflutningana vestur um haf, síld og hvalveiðar Norðmanna á Austfjörðum um og eftir alda mótin síðustu, hún mundi harð indavetra og hafísalög, skemmti ferðir á vökrum gæðingum um Fljótdalshérað, og ekki kunni hún sízt að segja frá ýmsu samtíðar fólki sínu, sem nú er löngu horf ið sjónum. Árið 1953 kvaddi hún Austur- landið og fluttist hingað til Reykja víkur með Hjálmari og fjölskyldu hans. Aldrei heyrði ég hana æðr ast yfir þeim bústaðaskiptum, hins vegar hafði hún gaman af að hitta Jón Sigurðsson frá Bjarnarnesi nefsstöðum í hennar búskapartíð og hélt tryggð við gömlu húsmóð ur sína. Flest sumur fór hún í heimsókn til bama sinna eystra og þá með flugvél, er hún taldi þægilegasta farartæki, sem hún hefði komizt í kynni við um ævina. Aldurinn hækkaði og hringur minninganna þrengdist. Loks allra síðustu árin fannst mér eins og hún væri í huganum orðin lítil telpa á ný og léki sér á Hánefs staðatúninu með systrum sínum þrem, Sigurveigu, Stefaníu og Jóhönnu, henni Jóhönnu, sem var glettnust og kátust þeirra allra, sagði Björg, og svo söngvin, að hún heyrði jafnvel fossana og lækina syngja sín sérstöku lög, Jóhanna varð seinna sextán barna móðir og lézt úr tæringu á bezta aldri. Þær Sigurveig og Stefanía lifa enn á hárri elli, hvor sínu megin hafsins, Stefanía á Brekku í Mjóafirði, Sigurveig á elliheim ilinu að Gimli í Winnipeg, því að hún fluttist vestur um haf árið 1901. En þær skrifuðust á, systurn ar,. meðan þær máttu. Sigurveig kom í heimsókn hingað til lands árið 1953 eftir meira en 50 ára fjarveru, og urðu þá fagnaðarfund ir með systrunum þrem, sem eftir Iifðu, svo sem geta má nærri. Þær fengu þá enn á ný að ganga um gamlar slóðir og rifja upp þær fornu sögur, er alltaf verða nýjar þegar æskufélagar hittast. Björg var mikil gæfukona. Hún bjó rausnarbúi nærri hálfa öld með eiginmanni, sem virti hana og dáði, hún sá börn sín, fóstur- börn og afkomendur þeirra vaxa upp og verða að nýtum þegnum. Hún fylgdist af áhuga meðan hún gat með framförum til sjós og lands, þó einkum á Austfjörðun- um sínu kæru. Eftir að athafna lífið færðist aftur í aukana á Seyð isfirði, þegar síldin tók að veið ast á austurmiðunum síðustu ár- Minninganna töfratunga talar málið sitt þegar mjúku kyrru kveldin kynda á hafi sólareldinn. Starfandi hinn mikli máttur um mannheim gengur hljótt alnáttúru æðasláttur iðar kyrrt og rótt enginn heyrist andardráttur engin kemur nótt —“ í þessum hljóðu blæbrigðum vorsins hér norður við Húnaflóa skynja ég það að einn þeirra er átti með mér langa samleið um ströndina að vestan er horfinn af veginum. Þótt hann væri fyrr á ferð en ég þá var bilið á milli okkar ekki lengra en það að með- an ég sleit barnsskónum og óx til fullorðinsára í heimahögum urð- l um við oft samferða. Um þessa samfylgd á ég minningar tengd- ar skemmtilegustu viðbrögðum horfinna daga. Jón Sigurðsson var alinn upp á litlu koti við norðanverðan Bjarn- arfjörð. Faðir hans var fátækur fiskimaður og fyrstu átök sonar- ins voru samskipti við hafið. Það- an dró hann á uppvaxtarárunum drjúga björg í bú foreldra sinna og átti oft tvísýnan leik. Farkostur fiskimanna þeirrar tíðar var allur annar en nú og stundum lágt borð fyrir báru. En gifta fylgdi ferðum Jóns og skil- aði hann ævinlega fari sínu heilu í lendingu þótt skammt væri milli laga. En til þess mun þó hafa dregið í einni slíkri för að hann kenndi sig ekki mann til stórátaka upp frá því og sneri þá í aðra átt. En það var sama hvar hann gekk til verks. Hann var í engu meðalmaður. Um langt árabil var það okkar in, hafði hún stundum orð á því í gamni, að enn gæti hún líklega saltað síldina, ef hún tæki sig til, þá æfingu hefði hún fengið, þegar mest veiddist af þeim happa fiski þar eystra fyrir og um alda mótin. Og hún átti fagurt og friðsælt ævikvöld á heimili sonar síns og ástríkrar tengdadóttur, sem ann aðist hana til æviloka af þeirri umhyggju, sem aldrei verður met in til fulls. Kunnugir sögðu mér, að hún hafi fyrr á árum verið all gustmikil í fasi, svo sem oft er um höfðingskonur, en þegar á ævina hallaði, var hún elskuleg gömul kona, ævinlega glöð í bragði með spaugsyrði á vörum. Og svo kvaddi hún þennan heim. Fjölmennur hópur ættingja, forn vinir og þeirra afkomendur vott uðu henni síðustu virðingu hér, annar hópur tók á móti jarðnesk um leifum hennar fyrir austan, þar sem hún var lögð til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum á Seyð isfirði við hlið manns síns. Fjöll in voru þá alhvlt af snjó, fjörður inn fullur af hafís í fyrsta skipti í áratugi, en það var hlýtt í veðri og v'orsólin hellti geislum sínum yfir legstað hjónanna á Hánefs- stöðum, er átt höfðu ríkan þátt í að skapa sögu byggðarlags síns. Björg trúði því sjálf af einlægni, að dauðinn væri ekki annað en vistaskipti. Hafi henni orðið að þeirri trú sinni, er það víst, að nú vitjar andi hennar heimahag anna enn á ný. En með okkur, sem eftir lifum, býr lengi minn ingin um svipmikinn fulltrúa horf innar kynslóðar, sem fengur var að kynnast. 6. apríl 1965. Sigríðuir Ingimarsdóttir sameiginlega stundargaman að sækja létt ráðin gæðingsefni aust- ur í Húnaþing og temja þau til kosta á sléttum eýrum, árbökkum eða ísum heima í Bjarnarfirði. Sjálfsagt hefur ýmsum þeim sem aurahyggju setur að aðals- marki sýnzt sem oft væri nokkru til þessara gleðistunda kostað, því hestarnir hans Jóns voru ekki kvaldir við stallinn. En ekki ósjald an kom það að góðu ef skjótlega þurfti að ná til læknis eða vitja ljósmóður. Þær ferðir voru ófáar og ekki eftir taldar. Um 15 ára skeið bjó Jón á Bjarnarnesi og var þá næsti ná- granni okkar heima. Af þessum sökum urðu samskiptin nánari og hefðu því getað leitt til ýmissa veðrabrigða svo sem algengt er um þá sem þurfa að kljást hvers- dagslega. En hér fór svo að áfalla minna nábýli mun tæpast algengt. Ég held að eina deiluefni okkar í þau ár sem við höfðum sam- skipti hafi verið þau hverjum okkar hefði tekizt að ná fræknara færleiksefni á ferðum til móts við I-Iúnvetninga og gera því efni betri skil. En þau deiluefni voru ævinlega útkljáð þar sem greiðar lágu götur. Jón safnaði ekki gildum sjóð- um og brauzt hvergi til valda en hann var gæfumaður. Konan hans Jórunn Bjarnadóttir var honum samhentur félagi og vinur. Börn- in þeirra uxu upp sem sæmdar- fólk. Eftir lát konu sinnar kynntist hann Klöru Sofiu Palenza þýzkri að ætt. Þau gengu í hjónaband. Bjó hún honum hlýtt og aðlaðandi heimili að Drangsnesi síðustu ævi- árin og hann mun hafa létt henni dvölina fjarri ættlandinu meðan hún var að finna sig heima hér á norðurslóðum. Nú eru orðin þáttaskil. Einn enn hefur horfið af sviðinu. Eftir því sem árin líða fækkar góðvin- um hinna glöðu daga. En brekkan ilmar, brimið þvær hleinarnar og lífgrösin þroskast í skjóli traustra fjalla. Nýir stofnar vaxa frá rót og af limi þeirra falla aldin í akur framtíðarinnar. Þeir sem áður hafa götuna gengið og akurinn erjað veittu þar magni í mold. Þökk fyrir samfylgdina Jón. Þorsteinn Mattliíasson. '3sy. or yiku W Hor$f. Jor&or FLJÚGUM: > ÞRIDJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVÍK KL. 9.30 FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.