Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 6
18 TÍMINN MIÐVIKUOAGUR 5. maí 1965 Sirgir Thorlacius: Evrópuráðið var stofnað fyrir 16 árum. Winston Churchill hafði þó varpað fram hugm.inni nokkru fyrr, eða í útvarpsræðu árið 1943, meðan heimsstyrjöldin var í al- gleymingi. Framsýnir stjórnmála- menn voru þá þegar teknir að hugleiða, hvernig tryggja mætti friðsamlega og frjálsa sambúð þjóða í framtíðinni og skapa al- þjóðlegan vettvang, þar sem vanda málin yrðu rædd og skýrð, sótt og varin, í áheyrn heimsins, í trausti þess að sterkt almennings- álit myndaðist gegn því að leysa mál með ofbeldisaðgerðum. Þjóða- bandalagið hafði að vísu verið slík ur vettvangur, þótt það reyndist ekki vandanum vaxið þegar fram liðu stundir og megnaði ekki að koma í veg fyrir nýja heims- styrjöld. Sameinuðu þjóðirnar voru framhald af samstöðu Banda- manna í styrjöldinni. En þegar sigur var unninn og sameiginlegri hættu bægt frá, tók brátt að gæta ágreinings meðal Bandamanna vegna mismunandi sjónarmiða og starfsaðferða, þótt slíkt hefði ver- ið lagt á hilluna meðan snúizt var gegn sameiginlegum óvinum. Áróð ursstyrjöld magnaðist, „kalda stríð ið“, hófst. Á sama hátt og Sameinuðu þjóðimar eru vettvangur heims- stjórnmála, þá er Evrópuráðinu ætlað að vera vettvangur aðilda- ríkja sinna til aukins skilnings og samstarfs um fjölmörg mál, að sínu leyti eins og hlutverk Norð- urlandaráðs er á enn þrengra sviði. Fulltrúar fimm þjóða, — Bret- lands, Belgíu, Frakklands, Hol- lands og Luxemborgar efndu til ráðstefnu í Lundúnum og buðu þangað Dönum, írum, ftölum, Norðmönnum og Svíum. Þessar þjóðir • ákváðu í sameiningu á fundinum að mynda Evrópuráðið og undirrituðu stofnskrá þess 5. maí 1949. Eins og af þessu sést, vora ís- lendingar ekki meðal stofnenda Evrópuráðsins, en á fyrsta þingi sínu, sem haldið var x Strasborg í Frakklandi í ágústmánuði 1949, bauð Evrópuráðið Grikklandi, Tyrklandi og íslandi þátttöku. Þekktust Grikkir og Tyrkir þegar boðið, en ísland varð aðili að ráð- inu í marzmánuði 1950, er Alþingi hafði með þingsályktun veitt heim ild til þess. Fleiri ríki bættust svo í hópinn. Sambandslýðveldið Þýzkaland varð fullgildur aðili 1951, og nokkru síðar Austurríki, Kýpur og Sviss, og í fyrradag, 3. ÍSLAND varð aðili í marzmánuði árið 1950 maí, gerðist Malta aðili. Samtals eru aðildarríkin nú 18, en auk þess tekur Spánn þátt í samstarfi landanna á sviði menningarmála og sama máli gegnir um Páfarík- ið. Finnland tekur þátt í sam starfi um heilbrigðismál, en á auk þess áheyrnarfulltrúa á ýmsum öðrum sviðum. n. í stofnskrá Evrópuráðsins segir „að trygging friðar, sem byggist á réttlæti og alþjóðasamvinnu, sé nauðsynleg til varðveizlu mann- félagsins og menningarinnar" og staðfesta þátttökuríkin „á ný trú sína á þau verðmæti, andleg og siðferðisleg, sem eru hin sameig- inlega arfleifð þessara þjóða og hin sönnu upptök einstaklings- frelsis, stjórnmálalegs frjálsræðis og skipunar laga og réttar, en þessi meginhugtök eru undirstaða hins sanna lýðræðis." Að því er skipulag Evrópuráðs ins varðar, þá skiptist .það í Ráð- herranefnd og Ráðgjafarþing og starfar aðalskrifstofa stofnunar- innar í þágu beggja. Á Ráðgjafarþingið eru fulltrú- ar hvers lands valdir samkvæmt því sem hlutaðeigandi ríkisstjórn ákveður og eiga_ þrír fulltrúar rétt á setu þar af íslands hálfu. Alls eru fulltrúarnir 148 og fer um það eftir fólksfjölda þjóða, hve marga hver sendir, Fundir fara fram i heyranda hljóði. Ekki er ófróðlegt að sjá, hve margir full- trúar eru frá hverju landi á þess- ari samkomu og fer hér á eftir yfirlit um það: Land: Fólks- Full- 1. ísland fjöldi: trúa- tala: 186.000 3 2. Luxemborg 330.000 3 3. Malta 329.000 3 4. Kýpur 600.000 3 5. írland 3.000.000 4 6. Noregur 3.500.000 5 7. Danmörk 4.500.000 6 8. Sviss 5.500.000 6 9. Austurríki 7.000.000 6 10. Svíþjóð 7.500.000 6 11. Grikkland 8.500.000 7 12 Belgia 9.000.000 7 13. Holland 11.500.000 7 14. Tyrkland 30.000.000 10 15. Frakkland 48.000.000 18 16. Ítalía 50.000.000 18 17. Bretland 53.000.000 18 18. Sambandslýð- veldið Þýzkal. 54.000.000 18 Samtals er fólksfjöldi þessara átján þjóða um 300 milljónir. Eigi er amazt við því í stofn- skrá Evrópuráðsins, að aðildar- löndin séu í öðrum sérbandalög- um, enda eru þau það flest, svo sem Efnahagsbandalagi Evrópu (Belgía, Frakkland, Þýzkaland ítal ía, Luxemborg og Holland, auk Grikklands og Tyrklands sem aukaaðila), Fríverzlunarbanda laginu (Austurríki, Danmörk, Nor egur, Svíþjóð, Sviss og Bretland), Atlantshafsbandalaginu (Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýzkaland, Grikkland, fsland, Ítalía, Luxem- bourg, Holland Noregur Tyrk- land og Bretland) og fimm aðildar ríki hafa yfirlýsta hlutleysisstefnu: Svíþjóð, Austurríki. Kýpur, ír- land og Sviss, — enda eru her- mál eða landvarnarmál ekki með- al verkefna Evrópuráðsins. Nærri má geta, að 300 milljón- ir manna, greindar í 18 þjóðir, muni ekki ávallt vera á einu máli. Það ætti minnsta þjóðin að skilja bezt, sem sjálf greinist í fjóra þingflokka, sem oftast sýnist sitt hverjum. En tilgangur slíkra þjóða samtaka er vitanlega ekki að þurrka út allan skoðanamun, held- ur að skapa vettvang til þess að ræða hann, kryfja til mergjar og láta það halda velli sem hæfast er, skapa leikreglur, sem menn una og viðurkenna í stað þess að láta skilningsleysið, valdið og vopnin tala. Framvindunni í slíku þjóðasamstarfi má líkja við flokk manna á göngu. Sumum finnst ekki farið nógu hratt, öðrum hætt- ir við að dragast aftur úr, en við vissa vegartálma er nauðsynlegt að allir séu samferða og hjálpist að Þessvegna verður heppilegast að halda hópinn, þótt vitanlega megi ekki vera alltof mikill mun- ur á þeim, sem hraðast vill fara, og hinum, sem seinfærastur er. Ásamt Ráðgjafarþinginu starfar Ráðherrranefnd, sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju landi, utanríkisráðherranum. For- mennska í nefndinni flytzt milli þjóða eftir stafrófsröð landanna á ensku. Hvert land fer með eitt atkvæði í nefndinni, án tillits til fólksfjölda. Sumar ákvarðanir Ráð herranefndarinnar þurfa að hljóta samhljóða atkvæði, aðrar % at- kvæða og sumar einfaldan meiri- hluta. Ráðherrarair koma saman til fundar tvisvar — þrisvar á ári, en staðgenglar eða fulltrúar ráð- herranna koma saman um það bil tíu sinnum á ári. Þessir embættis- menn, einn frá hverju þátttöku- landi, eru jafnframt fastafulltrúar þjóða sinna hjá Evrópuráðinu. í framkvæmd mun það vera svo, að flest mál, sem falla undir Ráð- herranefndina, eru raunverulega afgreidd af þessum embættismönn um í umboði ráðherranna. Ráðgjafarþingið fjallar um hin fjölþættustu mál, er á einn eða annan veg varða þróun Evrópu: stjóramál, menningarmál, fjár- hagsmál, efnahagsmál, félagsmál, o.s.frv., en hinsvegar ekki hermál eins og áður segir. Áður en mál koma fyrir þingið hafa þau flest verið undirbúin af nefndum og eru lögð fyrir þingið í skýrslu- formi og fylgja þeim tillögur um afgreiðslu í mismunandi formi: sem meðmæli (recommendation), ályktun (resolution), álit (opin- ion) eða fyrirmæli (order). Þá er það sjálf framkvæmda- stjóm Evrópuráðsins, aðalskrif- stofan, sem vitanlega ber hita og þunga starfsins. Þar vinna um 450 manns frá flestum ' aðildar- þjóðum. Hæstráðandi þar er fram kvæmdastjórinn, sem nú er brezk- ur maður, Peter Smithers að nafni. Tók hann við starfanum 1964, en hafði áður verið ráðherra í heimalandi sínu. Aðalskrifstof- an er mikið völundarhús, sem greinist í ótal deildir, og eins og hjá öðrum slíkum alþjóðastofnun- um vinna starfsmennirnir í þágu stofnunarinnar sem heildar, en eru ekki fulltrúar fyrir það land, sem þeir eru frá. Um hríð var einn fslendingur í starfsliði Evr- ópuráðsins, Pétur Guðfinnsson, er fyrir skömmu var skipaður skrif- stofustjóri sjónvarps hjá Ríkisút- varpinu. Er hann og kona hans þeim íslendingum að góðu kunn, sem átt hafa erindi til Strasborg- ar í sambandi við Evrópuráðið. Sama er að segja um fastafull- trúa íslands hjá Evrópuráðinu, Pétur Eggerz, en þar sem hann Winston Churchill — varpaði fram hugmyndinni hefur aðsetur í Bonn en ekki Strasborg, eru færri Strasborgar- farar, sem hitta hann. Tungumál þau, sem notuð eru á fundum Evrópuráðsins, í sam- skiptum skrifstofunnar við aðild- arlöndin og í öðru starfi ráðsins, eru enska og franska. Þó mega fulltrúar, sem æskja að tala önn- ur mál, gera það, enda leggi þeir sjálfir til túlk. Notfæra Þjóðverj- ar og ítalir sér þessa heimild all- mikið. Auk Ráðherranefndar, Ráðgjaf- arþings og Aðalskrifstofu starfar á vegum Evrópuráðsins mesti sæg ur alls konar nefnda, sem hér er ekki ástæða til að rekja. Ráðgjafarþingið er fyrst og fremst umræðuvettvangur, en framkvæmdavaldið er í höndum Ráðherranefndarinnar. Yfirleitt eru fulltrúar á Ráðgjafarþingi þingmenn í heimalöndum sínum, þótt eigi séu fj'rirmæli um, að svo þurfi að vera. Fulltrúar á Ráð- gjafarþinginu þurfa ekki að túlka skoðanir ríkisstjórna sinna, held- ur einungis eigin viðhorf til mála og á því ýmissa sjónarmiða að gæta. Koma þingmenn fram sem sjálfstæðir einstaklingar, en ekki sem sendinefnd lands síns og þeím er ekki skipað til sætis eftir lönd- um, heldur eftir stafrófsröð upp- hafsstafa í nöfnum þeirra. Eigi hefur verið farin sú leið að láta aðildarþjóðir fá fulltrúatölu á Ráðgjafarþingi í réttu hlutfalli við fólksfjölda, enda hefði sam- koman þá orðið ærið fjölmenn, þar sem minnsta landið telur 186 þúsundir íbúa, en hið fjölmenn- asta 54 milljónir. Njóta því litlu löndin að þessu leyti miklu meiri réttar en hin, enda talið nauðsyn- legt að viðhorfa þeirra og sér- stöðu fái að gæta. Skiptir það ekki litlu máli fyrir ísland og önnur smáríki að njóta í ýmsum alþjóða- samtökum atkvæðisréttar til jafns við hverja stjórþjóðanna en greiða aftur á móti þátttökugjald til þess ara sömu stofnana í hlutfalli við fólksfjölda eða þjóðartekjur. Hvorki Ráðherranefnd né Ráð- gjafarþing geta bundið einstök að ildarríki með samþykktum sínum. En um ýmis efni hefur Evrópu- ráðið látið gera sérstaka samninga sem hvert einstakt þátttökuland getur svo gerzt aðili að eða látið það vera, allt eftir eigin geðþótta. Fram til ársins 1965 höfðu alls verið gerðir nálega 50 slíkir samn ingar og höfðu öll löndin gerzt aðilar að einhverjum þeirra, en ekkert að þeim öllum. ísland er aðili að nokkrum þessara samn- inga, einkum á sviði menningar- mála, mannréttinda og heilbrigð- ismála. IV. Eins og nærri má gega þarf þetta mikla fyrirtæki einhverja fjárhagslega næringu. Fjárhags- áætlun Evrópuráðsins er sam- þykkt af Ráðherranefndinni fyrir eitt ár í senn og fer það eftir fólksfjölda aðildarlanda, hvert framlagið er. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1965 nemur sem svarar 237 milljónum íslenzkra króna. Af þessari fjárhæð greiðir fsland 0.16% eða 379 þús. kr. Einungis eitt annað land er í svo lágum greiðsluflokki, en það er Luxem- bourg, og Malta mun væntanlega á sínum tíma fylla þann flokk. Hæstu gjaldendur greiða 17.11%. Fer hér á eftir yfirlit um, hvaða hundraðshluta hvert þátttökuland greiðir af fjárhagsáætlun stofnun- arinnar árið 1965: % 1. ísland 0.16 2. Luxembourg 0.16 3. Kýpur 0.33 4. írland 0.99 5. Noregur 1.31 6. Sviss 1.81 7. Danmörk 1.81 8. Svíþjóð 2.63 9. Grikkland 2.63 10. Austurríki 2.63 11. Belgía 3.12 12. Holland 3.95 13. Tyrkland 10.3 14. Bretland 17.11 15. Ítalía 17.11 16. Sambandslýðveldið Þýzkaland 17.11 17. Frakkland 17.11 Þessar hlutfallstölur breytast vitanlega þegar lönd bætast í hóp- inn og má nú búast við smávægi- legri lækkun eftir að Malta hefur gerzt aðili að Evrópuráðinu. Auk þessara beinu framlaga til starfsemi Evrópuráðsins eru mikl- ar greiðslur inntar af hendi í öðru formi svo sem kostnaður við fundi eða framkvæmdir I aðildar- löndunum. Fundir eins og sá, sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir í Reykjavík 1964 á vegum Evrópu ráðsins til endurskoðunar kennslu bóka í landafræði, eru að nokkru leyti kostaðir af Evrópuráðinu, en að nokkru leyti af landinu, þar sem fundirnir eru haldnir. Regl- urnar eru þær, að við slíka fundi greiðir fundarlandið dvalarkostn- að allra fulltrúanna, sem er ákveð in hámarkstala frá hverju landi, og allan kostnað við sjálafn fundinn, svo sem húsnæði, starfslið, o.fl., gegn nokkrum styrk frá Evrópu- ráðinu, í þessu tilfelli 10 þúsund nýfrankar, en löndin, sem full- trúa senda, greiða fargjöld þeirra. Evrópuráðið greiðir túlkun á ræð- um á ensku og frönsku á slíkum fundum. Á vegum Evrópuráðsins eru mjög margir fundir á ári hverju og er því um að ræða miklar fjárhæðir, sem til þessa fara í aðildarlöndunum, auk hins beina tillags. Nokkur lönd, þau sem fjarri eru höfuðstöðvum Evr- ópui-áðsins, njóta þó sérstöðu i þessu efni. Greiðir Evrópuráðið bæði ferða- og dvalarkostnað fyr- ir ákveðna tölu fulltrúa frá þess- um löndum á alla meiriháttar nefndarfundi. Þau lönd, sem þessa njóta, eru ísland, Grikkland, Tyrkland, Spánn og Kýpur. Menntamálaráðuneytið hefur mikil samskipti við Menningar- máláráð Evrópuráðsins og sendir árlega fulltrúa á marga nefndar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.