Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 7
BnÐVIKUDAGIIR 5. maí 1965 TÍMINN_________________________ 19 fundi í ýmsum aðildarlöndum, en yfirleitt^ einungis á þá fundi, sem eru íslandi að kostnaðar- lausu vegna framannefndra greiðslureglna, enda myndi þátt- taka í slíkum nefndarstörfum ella verða alltof kostnaðarsöm. En af þessu sést, að Evrópuráðið legg- ur mikla áherzlu á, að öll aðild- arlöndin hafi möguleika á að taka þátt í starfi stofnunarinnar. Fyrir smáríkin skiptir greiðsla ferða- og dvalarkostnaðar vegna funda- starfa nokkru máli, einnig hinar hagstæðu reglur um framlag til sameiginlegs kostnaðar og loks verður að telja, að við ákvörðun atkvæðisréttar gæti mikillar tillits semi, þar sem hin stóru og smáu ríki hafa jafnan atkvæðisrétt. IV. Það yrði langt mál að rekja að nokkru ráði verkefni Evrópuráðs- fns. Þó vil ég gera lítillega grein fyrir starfstilhögun á sviði menn- ingarmála og drepa á nokkur við- fangsefni. Árið 1950 kom Evrópuráðið á fót sérstakri nefnd um menn ingarmál. Starfaði hún til ársins 1961, en þá var skipulaginu breytt og myndað Menningarmálaráð eða Samstarfsráð um menningar- mál (Council for Cultural Co-op- eration). Eiga sæti í því fulltrúar allra aðildarríkja, auk Spánar og Páfaríkisins. Menningarmálaráð- ið heldur fundi tvisvar á ári. Hefur það til um- ráða af heildarfjármunum Evrópu ráðsins ákveðna fjárhæð á ári, sem það ræður hvernig notuð er. Árið 1965 nemur þessi fjárhæð sem svarar 21 milljón íslenzkra króna. Þrjár fastar undirnefndir starfa á vegum menningarmála- ráðsins. Er verkum þannig skipt með þeim í meginatriðum, að ein fjallar um fræðslu utan skóla, önnur um tæknimenntun og al- menna menntun og hin þriðja um æðri menntun og vísindaransókn ir. Auk þess eru svo nefndir, sem starfa um lengri eða skemmri tíma að ákveðnum verkefnum, og ennfremur er efnt til einstakra funda eða námskeiða um ýmis efni. Árið 1962 sendi menntamála ráðuneytið 23 íslendinga á fundi erlendis á vegum Menningarmála ráðs Evrópuráðíins. Árið 1963 var tala þessara fulltrúa 19 og 21 árið 1964. Fé það, sem Menningarmálaráð ið hefur til umráða árið 1965, skiptist þannig milli málaflokka, talið í íslenzkum krónum: Aðalstoövar £vropuraosins 1 atrassbourg í Frakklandi. herra Evrópuráðslandanna í Róma borg 1962. Unnið er að orðabók um landfræðihugtök og yfirlits- riti um skóla í Evrópu. Þá er unn ið að endurskoðun kennslubóka í sögu og að yfirlitsskýrslu um end- urskoðun þá, sem farið hefur fram á kennslubókum í landafræði. Lauk þeirri endurskoðun með fundi, sem haldinn var í Reykja- vík í fyrra, en það var fyrsti fund- urinn hér á landi á vegum Evrópu þessi skírteini veita. Getur hvert aðildarland gefið þau út og hefur menntamálaráðuneytið gefið út nokkur, en þau henta t.d. vel námsmönnum, sem sækja vilja listasöfn og önnur söfn, sem að- gangur er seldur að. Þá veitir Evrópuráðið styrki til þess að semja fræðileg rit og rit- gerðir um ýmis efni, en ekki mun nema einn íslendingur hafa hlot- ið slíkan styrk. Ennfremur eru ráðsins. I framhaldi af endurskoð-i veittir styrkir til manna í einu un kennslubóka í landafræði munu i íandi til að kynna sér eitt og væntanlega verða gerð ný Evrópu kort. Mörg önnur verkefni hefur þessi nefnd með höndum. 1. Æðri menntun og vísindi 2. Alm. mennun og tæknim. 3. Fræðslustarfsemi utan skóla 4. Kvikmyndir og sjónvarp 5. Önnur menningarmál 6. Ýmislegt 1.60 millj. 4.32 — 4.75 — 3.03 — 4.20 — 3.33 — Störf nefndarinnar, sem fjallar um æðri menntun og vísindi bein ast ma.að því að koma á og efla sam starf milli æðri menntastofnana, vinna að sambærilegum námskröf- um hjá háskólum með það fyrir augum, að á bak við háskólapróf í sömu grein standi hvarvetna svipaðar menntunarkröfur. Skipzt er á upplýsingum um mörg atriði, sem varða rannsóknir og æðri menntun. Einnig er unnið að skiptiheimsóknum háskólaprófess ora. Að því er ísland varðar hafa Háskóli íslands og háskólinn í Aþenu skipzt á fyrirlesurum, svo að dæmi sé nefnt. Á sviði almennrar menntunar og tæknimenntunar er unnið að því að efla rannsónkir á kennslu- aðferðum, einkum við kennslu er lend'-f) mála. Meðai stórþjóða er vaxandi áhugi á málanámi Um smáb-nðir þarf ekki að spyrja í þv l'm Slíkt nám hefur löngum ve' ■ ieim óhjákvæmileg nauð- sy irfað er að orðabók um ke iræðileg heiti, en það mál vai vakið á fundi menntamálaráð- Fræðsla utan skóla er umfangs- mikið svið. Fellur þar undir fræðsla fullorðinna, æskulýðsstarf semi, íþróttamál, þjálfun æsku- lýðsleiðtoga o.míl. Þá styður Menningarmálaráðið kvikmyndagerð, t.d. kennslumynd ir, og veitir verðlaun fyrir vel gerðar myndir. Veittir eru styrk- ir til þess að þýða og gefa út bókmenntir smáþjóða á víðlesn- ari tungum. Komnar eru út 24 bækur í þessum bókaflokki frá 15 löndum. Ein þeirra er frá ís- landi, gefin út af menntamála- ráðuneytinu árið 1960. Nefnist hún „Seyen Icelandic Short Stor- ies.“ Önnur bók héðan er i und- irbúningi, íslenzk ljóð á ensku. Vinnur Eiríkur Benedikz, sendi- ráðunautur í London. að þeirri bók og er hún senn tilbúnin til prentunar Evrópuráðið hefur látið gera einskonar meðmælaskírteini. sem ákveðin hlunnindi fylgja i hverju aðildarríki. þ.á.m afsláttur af verði aðgöngumiða og farmíða. En annars er það mismunandi frá landi til lands. hver hlunnindi annað í einhverju hinna aðildar- ríkjanna. Hingað hafa t.d. komið menn frá Þýzkalandi að kynna sér fiskiðnað og héðan hafa farið til írlands forstöðumenn Þjóð- minjasafns og Háskólabókasafns til þess að kynnast írskum söfn- um og rekstri þeirra. í annan tíma fóru tveir af forráðamönn- um Sinfóníuhljómsveitar íslands til Englands og frlands til þess að kynna sér skipulag og rekstur sinfóníuhljómsveita. Evrópuráðið veitir læknum og hjúkrunarliði styrki til að ferðast um og kynnast nýjungum í sér- greinum sínum og hafa nokkrir Islendingar hlotið slíka styrki. Evrópuráðið hefur látið starfs- þjálfun til sín taka og eru nú sex íslendingar á Ítalíu á nám- skeiði á vegum Evrópuráðsins. Þess má geta, að Finnland er ekki aðili að Evrópuráðinu, en í fyrra beittu fulltrúar hinna Norð- urlandaþjóðanna sér fyrir því, að Finnum yrði boðin aðild að menn ingai’málastarfi þess. Hefur nú orðið að ráði, að Finnar taki þátt i þeim störfum sem áheyrnarfull- trúar. Menntamálaráðherrar Evrópu- ráðslanda koma saman á fund annað hvert ár Var fyrsti fundur- inn haldinn í Haag árið 1958, síðan í Hamborg 1960, í Róma- borg 1962fog í London 1964. Ræða ráðherrarnir 4 fundum þessum ýmis mál -eir oeim eri' nngleik in og Menningarmálaráðið vinnur síðan áfram að þeim eftir því lijifiisl nbnrri ,iibnoa levri ,££■ hverjar ákvarðanir ráðherrarnir hafa tekið um þau. Vera má, að á fundum eins og þeim, sem haldnir eru á vegum Menningarmálaráðs Evrópuráðs- ins, finnist engin skjót lausn á þeim vandamálum, sem rædd eru. En í flestum löndum glíma menn við svipuð verkefni: erfiðleika á því að fá fé til að byggja nægi- lega hratt og nægilega mikið af skólahúsum, erfiðleika af völdum kennaraskorts, nauðsyn á leng- ingu skólaskyldu, ýmis æskulýðs vandamál, o.s.frv. o.s.frv. Höfuð- árangurinn af þessu samstarfi er þó e.t. v. hin persónulegu kynni manna, sem fást við svipuð mál hver í sínu landi, og leiða þau oftast til greiðari samskipta þeirra á cnilli og meiri skilnings á við- fangsefnunum Ég hef drepið hér lauslega á nokkur atriði varandi Evrópuráð ið og vona að það veiti hugmynd um starfsemi þess, en sífellt bæt- ast við ný verkefni. Hægri akstur Alllháværar raddir hafa heyrzt um það, að við ættum að taka upp hægri-handar-akstur. Skilst mér, að farið hafi fram athugun á því, hvað breytingin muni kosta og minnir mig, að niðurstaðan hafi orðið sú, að þetta myndi kosta kringum 50 milljónir króna. Þó mun ekki reiknað með öllum þein* mannslífum, sem þetta kostar. Eg tel vel sloppið ef ekki farast fleiri en 50 manns í bifreiðarslys um fyrsta árið. Hitt gæti líka orð ið, að talan kæmist upp í 100 manns. Þá myndi tjónið á bifreið- unum sjálfum að sjálfsögðu nema mörgum milljónum vegna árekstra. Þetta virðist ekki tekið með í reikninginn. Þá mætti spyrja: Er nokkur nauðsyn fyrir okkur að taka upp hægri-tiandar-akstur? Eg held ekki. Það eitt er víst að minnsta kosti, að aldrei hafa kom- ið fram opinberlega nokkur hald- góð og skynsamleg rök fyrir því, að breytingin sé nauðsynleg Hið eina, sem helzt er á tæpt. er það, að þetta gæti verið þægilegt fyrir útlenda ferðamenn, sem hingað rekast Þó ekki fyrir Breta. því að þeii eru fastheldnir á fornar venjur og halda sig enn við vinstri handar-aksturinn. Og þetta er sú þjóðin, sem við höfum mest sam- skipti við. Það er líka ærið fárán- legt að fara að breyta okkar lög- um aðeins vegna nokkurra útlend- inga, þegar það er þjóðinni allri til stórtjóns og bölvunar. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur hér- lendur maður hafi hið minnsta gagn af breytingunni, en allir tjón ekki sízt tryggingarfélögin, sem BRÉF TIL BLAÐSINS myndu þá reyna að bæta sér tjón- ið með hækkuðum tryggingargjöld um. En hækkun tryggingargjald- anna myndi þá koma niður á öllum almenningi. En þar er varla miklu á bætandi, því að tryggingargjöld eru þegar orðin svo há ,að almenn- ingur rís trauðla undir þeim. f einu orði sagt, er þessi hægri- handar-della svo fáránleg, að engu tali tekur. Og furðulegt er það, að mér er sagt, að nokkrir hátt- settir menn gangi með þessa dellu. Það er staðreynd, að samtök og samvinna hafa komið mörgu góðu til leiðar hér á landi. Nú ættu allir bílstjórar á landinu að bind- ast samtökum og mótmæla þessari Frh. af Ws. 22. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.