Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 9
!HTÍ)VIKUr>AGUR 5. maí 1965 TÍMINN náðust með útvarpstækin, og oft skail hurð nærri hælu.rn, þegar leit átti sér stað. Framlag þeirra til þess að halda við hugrekki mannanna var ómetanlegt með því að þeir fluttu þeim fréttirnar, og ofdirfska þeirra jók ánægjuna af að heyra fréttirnar. Einu sinni fór t. d. einn Jiðsforinginn inn í skála til þess að hlusla á fréttirnar, á meðan allir aðrir voru úti í hergöngu. Nipparnir skildu orð eins og „útvarp“ loftskeyti og BBC, og sömuleiðis njósnarar þeirra í búðunum, en þeir voru nokkrir, svo í staðinn notuðum við orðið „ísskápur“ og „rjómaís“ sem þýddi fréttirnar sjálfar. Nipparnir vissu, að við fengum fréttir, og þá grunaði, að við værum með út- vörp, en sem betur fór fundu þeir þau aldrei. Rjómaísinn var látinn ganga milli þeirra manna, sem taldir voru örugg- ir. Ef grunur lék á, að einhverjir væru hættulegir, hætti fréttaflutningurinn. Hægt var að komast að raun um, hvort þær síuðust út. Ég fékk rjómaísinn frá ofursta í landhern- um og átti að gefa hann sjóliðsforingja frá Macassar. Önnur fréttauppspretta voru japönsk blöð. Þeim var stolið frá vörðunum og meira að segja einu sinni úr skrifstofu Soni sjálfs. Það var alltaf einhver í fangabúðunum, sem gat lesið japönsku. Einn þessara þýðenda var falinn í nokkur ár á berkladeildinni, en þangað inn fóru Nipparnir aldrei. Ég held Hollendingarnir hafi líka haft ísskápinn sinn þar. Það, sem við óttuðumst mest, var að verða sendir eitt- hvað burtu til annarra starfa. Það var eiginlega sama og dauðadómur, þótt undanskilin væri hættan á að skipið, sem flytti okkur yrði fyrir tundurskeyti og sykki af völdum okkar eigin kafbáta, og aðbúnaðurinn á ferðalaginu var Held- ur ekkert tilhlökkunarefni, því hann hafði farið stöðugt versnandi eftir því sem skipun Japana fækkaði, og allt þetta varð til þess að margir létu lífið í slíkum flutningum. Þegar svo þeir, sem eftir lifðu, náðú landi á ákvörðunarstaðnum beið þeirra enn verri aðbúnáðúr, stundúm jafnvel verri erl verið hafði hjá mönnum okkar í Pomalaa, í frumskógabúð- unum, sem þeir voru að lokum sendir til. Ég man eftir einum vinnuflokki, sem kom til Cycle búð- anna haustið 1944 eftir harða útivist. Mennirnir voru flestir úr brezka flughernum og auk þess nokkrir Hollendingar, og komu þeir allir frá Haruku, einni af eyjunum á Ambon- svæðinu fyrir austan Celebes. Þeir höfðu lagt af stað sex hundruð talsins, eins og síld í tunnu í tveimur lestum í litlu strandferðaskipi, sem gafst upp á leiðinni, og komst að lokum til Macassar, þar sem það lá við akkeri á firð- inum í íjörutíu daga. Enda þótt fangarnir dæju í stórhóp- um á degi hverjum var ekki gerð allra minrista tilraun til þess rið koma þeim á land í Macassar, þar sem hægt hefði verið að veita þeim húsaskjól, aðhlynningu og lyf. Að við- gerð á skipinu lokinni hélt það áfram til Soerabaya, og þang að komu þeir sext.íu og átta dögum eftir að þeir lögðu upp í ferðira. Þaðan voru þeir sendir með lest yfir Jövu til Bata'víu' um átta hundruð kílómetra veg, og tók það tvo daga til viðbótar. Mennirnir héldu áfram að hrynja niður í festinni, og lík þeirra voru flutt á brott, þegar komið var að járnbrautarstöðvunum. 327 menn af þeim sex hundruð, sem lögðu upp í þessa hryllilegu ferð, létu lífið á leiðinni, margir af vatnsskorti eirium saman. Áður en þessi lest kom til Batavíu, létu Japanir alla menn í kílómetra i'jarlægð frá stöðinni fara á brott og sömuleiðis meðfram leiðinni, sem þeir áttu að fara frá járnbrautar- stöðinni að foúðunum. Þeir skömmuðust sín of mikið til þess að vilja láta Jövubúana sjá, hvernig þeir fóru með fanga sína. Okkur var öllum skipað að halda okkur innan dyra, en það kom þó ekki í veg fvrir, að við gætu.m fylgzt með, þegar fangahópurinn kom Þeir voru aliir eins og lifandi beinagrindur, litarhátturinn var gráhvítur, og þrátt fyrir það, að þeir bæru höfuðið hátt, gátu þeir varla fært fæt- urna hvor fram fyrir annan, -- og þetta voru þeir, sem bezt voru á sig kömoir. Tjm 120 raenn hofðu farið beinustu leið í sjúkrahúsið. Aðeins .150, eða 25% höfðu náð til hins endanlega ákvörðunarstaðar — hörmuleg sjón sem ég mun aldrei' geta gleymt. Ég mun heldur ekki geta gleymt því, að þeir, sem bök- uðu okkur þcssar þjáningar, töldu sig vera menningarþjóð ogstórveldi. í hópnum, sem sendir voru frá Cvele búðunum, voru venjulega frá eitt þúsund til tvö þúsund menn. Áður en valið var í þessa hópa, voni fangarnh' látnir ganga íylktu liði um búTTirnar. Þetta var alltaf ugg\’erkjancii aihöfn. bkkur bárust venjulega iil eyrna fréttir um yfirvofandi brottsendingu nokkrum dögum áður en hún átti sér stað, og fréttirnar 4 Ég gat ekki leitað inn á neitt hó- tel og fyrstu næturnar hélt ég til í loftvamarbyrgi við Alexandre Platz. En þriðja kvöldið komu þrír menn inn og fóru að skoða skilríki hjá fólki og ég komst út á síðustu stundu og reikaði um göt urnar það sem eftir var nætur og ég hugsaði að nú væri öll sund lokuð og ekki annað eftir en gef- ast upp. En kvöldið eftir rofaði til á nýjan leik, þér getið bölvað yður upp á þáð. Ég hafði fengið mér snarl á veitingakrá við Pots- damer Platz og þegar ég kom út gullu loftvamar byssurnar við og himinninn var eitt sprengjuflug- vélahaf. Hús sprungu í loft upp og drunurnar ætluðu allt að æra og fólk æpti og hljóp til og frá, því að það var ekki eins vant þessu og núna. Ég stökk líka og inn í undirgang og þar stóð ein- hver veslings stúlka líklega um tvítugt og grét og barmaði sér og vissi hvorki í þennan heim né annan. Og á næsta andar- taki hrundi undirgangurinn og þegar ég rankaði við mér nokkru síðar var allt um garð gengið og unga stúlkan lá undir járnbjálka og var dáin og gersamlega óþekkj anleg. Ég varð víst talsvert ringl- uð og ég kenndi til hér og hvar og ég hafðii aldrei séð dána manneskju fyrr — að minnsta kosti ekki svona útlítandi. Svo að það leið nokkur stund áður en ég gat hugsað rökrétt aftur, en þá skildist mér að hér var tækifærið. Ég fann veskið hennar, skömmt- unarseðlana og skjölin og þar stóð Hildegard Schmidt, verka- kona. Nú, nú, ég varð Hildegard Schmidt og ég tók af mér háls- nisti og hengdi það um hálsinn á hinni dánu stúlku. Þar stóð graf- ið — Ann Dickson, St. Louis, 1919. Nú varð allt auðveldara fyrir mig. Ég talaði þýzku eins og innfædd. Ég fór til Hannover og fékk vinni í vérksmiðju og í sjö mánuði stóð ég við vél og sneið þýzka einkenriisbúninga og ég fór að velta fyrir mér, hvort ég yrði kannski þarna fram á elliár. Enn einn daginn kom nýr yfirmaður, verkstjóri og þegar hann kom til mín spurði hann: — Hvað heitið þér? og ég sagði: — Hildegard Schmidt, og leizt ekki á kauða og hugsaði með mér að hann skyldi fá einn duglegan löðrung ef hann ætlaði að reyna við mig. Hann varð einkennilegur í andliti og lengi horfði hann á mig og sagði síðan: — Og þér komið frá Ber- lín? — Jú, ég gerði það. — Hvar áttuð þér heima í Berlín? Nú, nú þetta kunni ég allt utan að, svo að ég sagði: — Nordstrasse 17, án þess að hugsa mig um. Hann varð enn skrítnari í fram- an, horfði enn á mig, snerist síð- an á hæli og stökk út úr vinnu- salnum. Og ég klóraði mér í höfð- inu og hugsaði mig um. Það var ekki erfitt að skilja að maðurinn var frá Berlín og að hann hefði hitt Hildegard Schmidt og að honum var farið að skiljast að ég hefði ekki hreint mél í poka- horninu, svo að ég lét vélina sníða eins mikið og hún vildi í einkennisbúning númer 998760 og hraðaði mér út um bakdyr, heim í herbergið mitt, tók saman fögg- ur mínar og tók enn á ný lestina til Berlín og ég var heldur óróleg á leiðinni og reif allt skriflegt um Hildegard Schmidt í snepla og sturtaði því niður úr salerninu. Og það var nú það. Það var sól og sumar núna því að komið var fram í ágúst 43 og það var miklu auðveldara að vera á faraldsfæti í Berlín en áður, því að næturnar voru bjartar og hlýj- a. og ekkert athugavert við það þótt fólk væri utandyra. Og auk þess var dásamlegt rót á borginni. Sprengjurnar höfðu gert sína skyldu og vel það og það voru alls ekki fáir sem gengu um með fölsk skilríki eða jafnvel engin. En það gat náttúrlega ekki geng ið til lengdar og ég var alltaf á höttunum eftir einhverjum, sem gæti hjálpað mér. Þegar maður er svona einn Ú ferli á nóttunni liggur í augum uppi að maður fær mestu kosta boð frá alls konar yfir sig sprækum karlmönnum, bæði óeinkennisbúnum og her- mönnum, svo að ég hefði lifað áhyggjulausu lífi, ef ég hefði valið þann kostinn. En ég stóðst með prýði þær freistingar þangað til síðustu mörkin mín voru á þrot- um, þá sat ég eitt kvöld mjög nið urbeygð á bekk í litla garðinum fyrir utan Tiergarten og bjó mig undir nýja langa brunavakt og hafði hjá mér krús af volgu vatni sem var morgunverður minn. Þá kom siglandi til mín fín uppmál uð matróna og skellti sér niður við hliðina á mér. Hvorki kítti né andlitsfarði gat dulið þá stað- reynd að hún var komin hátt yfir fimmtugsaldur og um starf henn- ar þurfti engin lífsreynd mann- eskja að spyrja. Hún lyktaði af öli og slagaði dálítið en henni tókst að setjast og var óhemju elskuleg. Nú, jæja, áður en lang- ur tími var liðinn hafði ég trúað henni fyrir að ég hefði misst skil- ríkii mín í síðustu sprengjuárás inni og nú vissi ég ekki hvað ég ætti til bragðs að taka. Og húri hugsaði sig um nokkra stund og var lvmskuleg á svipinn og sagð- ist eiga vinkonu sem hefði ein skilríki til sölu. Ég sagði að það 21 | Rest best koddar j tcndurnvjum aömln sængornai, íisiini dún is fiðurheld ver, fðardúns- .»e sæsadúnssængur •»e kodda ai Vmsum stærðum, - POSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun vatnsstig « _ Simi 18740- (Örtá skrei trí Laugavegi). væri ánægjulegt að heyra, en ég hefði enga peninga til að kaupa fyrir, og þá skældi maddaman nokkra rendur ofan í púðurand- litið sitt og sagði að ég væri svo elskuleg og indæl að hún skyldi bara láta mig fá þau ókeypis! Jæja, þetta var ókey og hreint ekki eins merkilegt og þér kannski haldið, því að í Berlín kaupir maður sér nýtt nafn eins og aðrir kaupa sér eldspýtustokk, ef maður rekst aöeins á réttu um- boðsmennina. Klukkustundu síðar gekk ég út úr garðinum og hét Agatha Miill er — Aggie milli góðra vina — og morguninn eftir stóð Aggie á vinnu miðlunarskrifstofunni og bauð fram krafta sína. Ég var ekkert hrædd lengur, því að það var svo langt liðið síðan Ann Dickson hvarf að þeir færu tæpast að setja mig í samband við hana. En — maðurinn á skrifstofunni horfði einkennilega á mig og blaðaði í skjölum, svo að ég hugsaði að það væri eins gott að kveðja og sagði að ég kæmi aftur á morgun. En þá spratt hann upp og varnaði mér útgöngu og skömmu síðar stóð Aggie fyrir lögregluréttinum í Moabit og feitur matvörukaupmað ur lýsti því yfir að hann héldi að það væri ég sem hefði stolið tveim metrum af Frankfurtpulsu hinn 28. desember, en hann þyrði ekki að sverja það. Dómarinn horfði strengilega á mig og sagði: — Eruð þér Agatha Miiller? — Já, sagði ég. — Oft kallaðar Ljós- hærða-Aggie? Nú, nú þetta gælu nafn kannaðist ég ekkert við en ég játaði því engu að síður og hann sagði: — Refsað fjórum sinnum áður fyr iir hnups og þjófnað. Er það rétt? Það var ekki um neitt að ræða, svo að ég sagði já, og þá belgdi hann sig duglega upp og rausaði heilmikið um konur, sem væru til svívirðingu fyrir þjóðfé- iagið og ógnir við hugsjón nas- ista og baráttu Ríkisins. Þetta voru hörð orð og mér var ekki sérlega rótt innanbrjósts þef ar hann öskraði: — Nú er það yð- ar að meðganga! Við vitum hvern- ig á að koma fram við konur af yðar sauðahúsi! Ég játaði þá að hafa stolið pulsunni tveggja metra löngu, barst í grát og sagði: — Ég var svo soltin, herra dómari! Og hann virtist blíðkast ögn og org- aði: — Átta mánuði! sem var vel sloppið. Og þessu næst sat Aggie litla Muller í Moabit og saumaði léreftskyrtur næstu mánuðina. Og það var það. Var þetta mjög leiðinlegt? — Ekki fyrir mig. En það get-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.